Þjóðólfur - 06.01.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.01.1899, Blaðsíða 2
2 Hringsjá. Eptir Örvar-Odd.1) »Og andinn mig hreif upp á háfjallatind og eg horfdi sem-örn yfir fold«. Mér hafa ávallt þótt einhver sháldleg tilþrif í þessum hendingum, eins og fleiru eptir séra Matthías. Eg hef leit- ast við, að setja mig f spor skáldsins þarna uppi á háfjallatindinum, enafþvf, að eg cr e'klti skáld, hef eg aldrei komizt lengra í vökunni, en í und- irhlíðar fjallsins. En svo var það eina nótt nú fyrir skömmu, að mig dreymdi, að eg væri kom- inn efst upp á Amarfellsjökul, er stendur hérum bil í miðju landinu. Og mér var litið yfir land- ið í allar áttir. Og þar var enginn andi hjá mér, er sýndi mér öll rfki veraldarinnar og þeirra dýrð, því að eg sá ekki lengra en yfir landið okkar. Og mér sýndist það svo bert og kalt, að hrollur fór um mig allan. Eg sá bændurna vera að eltast við fáeinar horaðar rollur f haganum, konurnar vera að smala kúnum, en vinnumenn- ina sá eg liggjandi endilanga upp í rúmum og vinnukonumar sitjandi auðum höndum á rúm- stokknum hjá þeim. Hvernig víkur þessu við? hugsaði eg. Þá var sem einhver ókunn rödd hvíslaði í eyra mér: »Vinnufólkið er orðið hús- bændur og húsbændumir hjú. Vinnan er erfið og flestir viija vera »lausir«. Þáskildi eg, hvern- ig í öllu lá, hversvegna túnskæklarnir voru syo litlir og illa sprottnir, fénaðurinn fár og illa hirtur, fötin svo töturleg og skjóllítil, svipur mannanna svo ódjarflegur, og fólkið yfirleitt svo pervisalegt og veimiltítulegt. En eg sá annan flokk manna með þvegið hár og skjanna, hnarreista og upp- litsdjarfa með hvít brjóst og langavindlaí munn- inum. Þetta eru lærðu mennirnir og hálflærðu mennimir hugsaði eg: stúdentar, skólapiltar, re- alstúdentar, búfræðingar og cand. phil. Ogrödd- in hvíslaði í eyra mér: »Þessir eru of margir. Hinn mikli lærdómur gerir menn æra, en dugn- aðurinn dvfnar«. Og eg sá hinn þriðja flokk manna með pípuhátta á höfði og borðalagðar húfur, þriflega útlits og þumbaralega á svipinn. Sá eg, að það vora embættismenn landsins og aðrir gæðingar, sem eigi þurfa að bera neina á- hyggjtt fyrir morgundeginum. Og eg hugsaði f mínu hjarta: »Þessir eru einnig of margir og flestir óþarfir«. Þá heyrði eg söng mikinn í austri og varð litið til Seyðisfjarðar, þvf að þaðan virtist mér berast ómurinn. Sýndist mér þ,! »Austri hinn mikli« liggja þar á höfninni, en 'Seyðfirðingar allir voru kornnir í hnapp ofan á bryggju í há- tíðabúningi, og sungu svo að drundi í Bjólfinum. Virtist mér það hersöng líkast, og þóttist skilja, að eitthvað mikið væri um að vera. Þá var hvíslað að mér: »Nú era þeir að leggja ,,sæ- síma nýju aldarinnar á Islandi“ í land á Seyðis- firði, og syngja fertuga símadrápu, er Þorsteinn skáld Erlingsson hefur ort, og er fyrri hlutinn með hersöngslagi, en síðari hlutinn »te deum«. og er ætlazt til, að það verði sungið í kirkjunni, þá er Hanson er kominn með landþráðinn yfir Möðradalsöræfi. En Jón Ólafssonkvað hafa lofað að yrkja nýjan »Aldaróð«, ef Hanson verði ekki hraunfastur með símann í Nýjahrauni og komist að minnsta kosti með hann suður f Svínadaþáð- ur en »öldinni« lýkur. En Einar Vestmanna- skáld hefúr lofað að yrkjaný »sigurljóð« og gefa Hanson þrenna íslenzka leðurskó á fæturaa, ef hann getur sannfært allan landslýð um, að sjálf- i) Höf. er beðinn afsökunar á, að grein þessi, sem mun rituð í október, birtist eigi fyr en nú. En það gerir minna til, því adþaðmá skoðal ana sem eins konar ársyfirlit á sinn hátt. Sami höf. hefur stöku sinnum áður ritað í Þjóðólf, og hafa greinar hans jafnan verið lesnar með athygli, eins og þær eiga skilið. Hcfur hann lofað að senda Þjóðólfi ef til vill meira síðar, þá er vel liggur á honum. Ritstj. sagt og réttast hafi verið, að leggja sæþráðinn einhversstaðar til Austfjarða, ’þótt hann aldrei komist lengra«. Nú varð mér litið í norðurátt, og sá egþar hvíta hafísbreiðu fyrir landi, og gnæfðu jakarnir viö himin. Og á Akureyri sá eg hvar grár og ótótlegur bjarnarkálfur gekk á land, og dinglaði skottinu, en fólkið flúði í felur, unz yfirvald þeirra Eyfirðinganna gekk út á móti bangsa með ísu- klóru í annari hendi, en stóran skjalastranga í hinni. En er bangsi sá þetta, rak hann upp öskur mikið og æddi mót yfirvaldinu, en yfirvald- ið neri klórunni um krúnu bangsa og sefaðist hann heldur við það, snerist á hæli, skaut/.t að baki valdsmannsins, læsti hramminum í hrygg hans, og ætlaði sjáanlega að fletta sundur klæðum hans að lendum niður og slíta þar hold frá beini, en yfirvaldið vatt sér hart við, og rak birninum svo mikið högg á kjammann með skjalastranganum, að hann valt á hliðina, og stóð ekki upp aptur. En Akureyrarbúar lustu upp fagnaðarópi, spörkuðu f bangsa, þar sem hann lá, en þökkuðu yfirvaldinu með handabandi fyrir tilvikið. Þá varð mér litið í vesturátt, og sá eg þar margar baunverskar snekkjur fljóta fyrir landi, og í öllum verzlunarbúðum baunverska kaup- menn ogbúðarþjóna við »diskinn«, ogvoru þeirað Vega myglaðar sveskjur og rúsínur ofan í mör- landann, er húkti álútur við búðarborðið. Þá skildi eg,hvernig þessuvar varið: Allir verzlunarstaðir á Vesturlandi voru komnir í hendur danskra verzl- unarfélaga. Baunverjarnir voru búnir að kaupa allt saman, og réðu lögum og lofum. Þá varð mér óvart á, að »hrækja út í bláinn«. Hvar er nú Vigurpresturinn? hugsaði eg, og hvar er nú Skúli? Eg leit í eyna Vigur, en sá þar ekk- ert nema dannebrogsfánann, er blakti þar hæst á eynni, þó ekki í hálfri stöng, og réð eg þar af, að prestur væri eigi sálaður, heldur svæfi hann. Þá horfði eg inn á ísafjörð og svipaðist eptir Skúla, en sá hann heldur hvergi, en eigi sá eg svo glöggt, að falið gat hann sig undir krambúðar- borðinu sínu. Þá datt mér í hug, að hann kynni að vera kominn suður að Bessastöðum og leit í suðurátt, en á Bessastöðum var auðn og myrkur og andi Gríms \rar fyrir löngu horfinn þangað semhannátti heima.— En því starsýnna varð mér á höfuðstaðinn. Þar sá egmeðal annarsjón Ólafsson vera að »setja stiiinn«, stílinn, sem á að skapa og skreyta »nýju öldina«, »Jónaöldina«,ersumirnefna, og gera hana að annari tilþri fameiri og veiga- meiri öld, en þessa, sem nú er að afklæðast hinum gamla manni. Og ánægjan skein svo af ásjónu mannsins, eins og þegar mest glampar á póler- aða pletkönnu frá Thomsen. Og þar sá eg einn- ig hinn gráhærða fyrverandi yfirkennara standa á götunni með allstóra pappírsrúllu í hendinni, og reiða hana til höggs við sveinstaula tvo, er stöppuðu niður fótunum framan í hann, unz þeir hopuðu á hæl fyrir »gamla manninum«,og sáeg hann síðast elta þá að rauða húsinu við Aust- urvallarforina. En þá sá eg, að þessi rúlla var samanvafin sérprentuð joðagrein úr Dagskrá, og gizkaði á, að þeir semundan hörfuðu mundu hafa verið þessir »lausagopar«, er hafa verið að erta Halldór, og segja, að þeir vissu allt, en haun ekkert. Eg gæti auðvitað minnst á fleiri persónur kátlegar, er eg sá, en sleppi því í þetta sinn. — Hins verð að 3g geta, að mér varð starsýnt á byggingar höfuðstaðarins, t. d. á hinn nýja stýri- mannaskóla, er eg sá gnæfa yfir bæinn vestur á Landakotstúni. En eigi sýndist mér hann jafn hátignarlegur, eins og hann stendur hátt uppi, og trúa þóttist eg því, að Baldt hefði þar borað dýpri holu ofan í bak landsjóðs, heldur en landssjóður hefði borað í bak Baldts, enda er það ekki venja landsjóðs aö ganga nærri hryggjar- teinunum á fólki því, er vinnur fyrir hann. — Þá varð mér litið á bamaskólann nýja og var þó naumast, að eg sæi hann, því að hann kúrði svo kollhúfulegur þar niður við tjömina, og fannst mér, að bæjarstjórninni hefði tekizt furðu- vel að gera sem minnsta bæjarprýði úr svostóru húsi. — Eg sá einnig bankahúsið nýja, skraut- hýsi allstórt og íburðarmikið, enda reist ákostn- að bankans, en ekki bankastjórans, til að geyma þar litla peninga í stórum skápum. En mér virtist byggingin bera vott um, að bankinn væri alls ekki svo þur, sem margir hyggðu, og gladd- ist eg af því í mínu hjarta, því að eg hef löng- um peningaþurfi verið og renni því hýram aug- um til allra lánsstofnana. — Þá varð mér litið inn í Laugames, og sá egþar »ósamstæða kump- ána« nýju aldarinnar sstanda saman« f einum hnapp úti fyrir anddyri spítalans. Heyrði eg þáhamars- högg þung og stór, og datt mér þá einhvernveg- inn ósjálfrátt í hug, að nú væru Danir að negla spítalann við landið og bræða svo allt saman við Danmörku, enda heyrði eg blástur mikinn og skrölt, svo sem þá er mest hriktir í smiðjubelg, og fann hita mikinn leggja írá Laugarnesi. Jafn- framt lagði þaðan birtu svo mikla, að eg þoldi ekki í móti að sjá, en einhver rödd hvfslaði f eyra mér: »Ó þú lítiltrúaður, sem skynjar ekki, að það er kærleikáns eldur, sem nú er að bræða saman hið »ósamstæða« ísland og Danmörku og hiti trúarinnar, sem nú læsir sig frá Danmörku út yfir þetta kalda land, en blessuð vonin mun varpa ljóma sínum yfir allt saman á hinni kom- andi öld, svo að hvergi beri skugga á. Þá verða danskir Islendingar á hverri. einustu þúfu f. landinu, og þá verður gaman að lifa«. Þá laut eg höfði niður, og gleymdi öllum negling Beyers — »í trú, von og kærleika«, Þá er eg virti betur fyrir mér öll þessi furðu- smíði byggingarlistarinnar í höfuðstaðnum o. fl. þá þðtti mér undarlega við bregða, því að mér sýndist fólkið vera orðið svo ógnarlega pervisa- legt og hafa augun í hnakkanum, en allt öfugt snúast, svo að það sneri nú upp, er áður var niður, en bæjarbúar og fleiri landsmenn gengu á höfðinu og gekk skrykkjótt, því að hver dattúm annan og stóðu sumir eigi upp aptur. Mér virt- ist landið allt leika á reiðiskjálfi oghugði dóms- dag kominn. Varð eg þá allhræddur og hrökk upp með andfælum. Varð eg alls hugar feginn, að þetta hafði að eins verið illur draumur. Úr Suður-Þingeyjarsýslu er Þjóðólfi ritað 23. nóv. f. á. Heyskapartíðin mátti teljast fremur hagstæð síðastliðið sumar. Grasvöxtur var sæmilegur og nýting heyja allgóð. Heyfengur varð því í góðu meðallagi víðast hvar. í vestursýslunni hófust fjall- göngur venju fyr, sökum þess að kaupfélögin þurftu að hafa sauðfé búið til útskipunar 13.—14. sept. Þetta atvik dró því nokkuð frá heyaflanum á þeim slóðum. Haustveðrátta var góð fram undir veturnæt- ur, þá komu bleytuhríðar, svo hætt er við, að hey hafi spillzt f hlöðum og görðum. Haglítið varð um skeið inn til dala, en fljótlega kom góð hláka. Nú er aptur kominn talsverður snjór og illt til haga, sem stendur. Barnaveiki hefúr nokkuð víða gert vart við sig f haust, en af því að menn hafa gætt varúð- ar, þegar vitnazt hefur um framkomu veikinnar, hefur hún eigi brciðzt mikið út, enn sem komið er. í Mývamssveit er sagt, að þessi veiki haft orðið 3 börnum að bana, þar á meðal Þuríði dóttur Péturs alþingism. Þuríður var gáfuð og efnileg stúlka. Lungnabólga, einkum í börnum, hefur sumstaðar komið fram, og taugaveiki væg var á Húsavík í húsi sýslumannsins. Aflabrögð í sumar og haust hafa verið mjög lítil við Skjálfandaflóa, þrátt fyrir vel útbúið fs- hús á Húsavík og annan dugnað manna í þeirri veiðistöð. Þmgeyjarsýslumegin við Eyjafjörð varð og rýr afli. Laxveiðin á J.axamýri og víðar varð mjög lftil. í sumár gat optast að líta hér á Skjálfanda- flóa tvenna botnverpinga, er sveimuðu ófeimn- islega með ströndum fram. Munu skipverjar hafa vitað, að lögreglan í landi hafði lítinn framkvæmd-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.