Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 89

Skírnir - 01.01.1905, Page 89
Kitdómai'. 89' hlítar hinn ágæta skáldskap Einars Benediktssonar þar seni ekkert s/nishorn er af honum í bókinni og vonum vér að bætt verði úr þeirri vöntun í næstu útgáfu. Stgr. Th. * * * Island am Beginn des 20. iahrhunderts. Von Valtýr Guðmundsson. Aus dem Ddnischen von Richard Palleske. Kattowitz 1904. Bók þessi er þýðing á riti dr. Y. G.: Islarids Kultur ved Aarhundredskiftet 1 900, sem kom út 1902 og gat sór þá al- mannalof. Prófessor Þorv. Thóroddsen hefir ritað inngang að bók- inni um náttúru Islands, en dr. V. G. hina kat'lana: Um þjóð- ina og daglegt líf hennar; um stjórnarfar og embætta- skipun; um mentun þjóðarinnar; um bókmentir og listir;. um fjárhag og atvinnuvegi; um heilbrigðismál og mann- úðarmál. Er hér mikiS efni saman komið; en þótt efnið sé mikið og bókin ekki löng, þá er húu skemtileg aflestrar, því framsetn- ingin er ljós og lipur, bókin er með öðrum orðum vel rituð. Þessi útgáfa er enn betri en sú hin danska, vegna þess að hún styðst í sumum atriðom við n/rri heimildir en hin, t. d. síðasta manntal, 1901. Hún sk/rir og frá stjórnarskipun vorri eins og hún nú er, eftir að breytingin varð. Aftan við bókina eru nokkur s/nishorn íslenzkra bókmeuta í góðum þ/ðingum eftir Baumgartuer, M. Lehmann-Filhés, Poestion, Sehweitzer, Kiichler: kvæði eftir 11 skáld og kaflar úr »Manni og konu«, »Pilt og stúlku« og »Sigurði formanui«. Loks eru bend- iugingar til Islandsfara og skrá yfir þyzkar bækur og greinar um Island í seinni tíð, hvorttveggja eftir þyðandann. Þ/ðingin virðist einkar vönduð og ytri frágangur ágætur. I bókinni eru 108 pr/ð- isgóðar myndir, og framan við bókina er ljómatidi htmynd af norð- urljósum að sk/jabaki, eftir H. Moltke. Eflaust verður bókin oss til mikils gagus meðal þvzku læsra þjóða. G. F. * * * Fiskeriunders<agelser ved Island og Færeerne i Sommeren 1903 af Dr. Johs. Schmidt. Khavn 1904. [C. A. Reitzel]. Þessi mjög fróðlega o_' vel ritaða bók er 148 bls. að stærð í stóru 8 blaða broti með 21 inynd og 10 kortum aftan við bókina;. 1/sir hún nákvæmlega sævar- og fiskirannsóknum þeim, sem fram- kvæmdar voru á gufuskipinu >,Thor« hér við land og Færeyjar sumarið 1903.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.