Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 71

Skírnir - 01.01.1905, Side 71
WilLard Fiske. 71 Við kvonfang sitt varð Fiske stórauðugur maður og gat þá gert það, er honum mun hafa leikið mestur hugur á, en það var að safna svo islenzkum bókum, að hann ætti stærst og fullkomnast íslenzkt bókasafn í heimi. Endai mun engin sú útgáfa til vera af íslenzkri bók, er menn hafa sögur af og föl var fyrir peninga, að eigi eignaðist hann hana. Var hann og ekki sýtinn um verð, og bauð svo hátt t. d. í gott eintak af Odds Oottskálkssonar Ný.ja Testamenti fyrir fám árum, að British Museum varð að ganga frá. Hann fékk það fyrir eitthvað á 12. hundrað krónur. Próf. Fiske var ekki heilsuhraustur maður in síðari ár og 17. Sept. í haust, er leið, andaðist liann. Hann hafði gert erfðaskrá sína áður en hann dó, og eru þessi helztu atriði hennar: 1. ánafnar hann Cornell-háskóla alt sitt íslenzka bókasafn, svo og allar þær bækur, er snerta ítalska skáldið Pe- trarca; en allar aðrar bækur sinar gefur hann Landsbókasafninu í Reykjavík, og skal senda þær safninu því að kostnaðarlausu. 2. a. Doll. 30 000 (= kr. 112 000) ánafnar hann Cornell- háskóla sem sérstakan sjóð. Af vöxtum þess höfuð- stóls skal launa íslenzkum bókaverði, er hafi umsjón með ísl. bókasafninu. b. Doll. 8 000 (= kr. 30 000) sama háskóla sem sér- stakan sjóð. Af vöxtunum skal auka ís- lenzka bókasafnið. c. Doll. 5 000 (= kr. 18 750) sama háskóla sem sér- stakan sjóð. Skal fyrir vöxtuna gefa út ár- lega bók um ísland og íslenzka bókasafnið. 3. Doll. 12000 (= kr. 45000) ánafnar hann íslandi, og á að verja vöxtunum til að bæta kjör Gríms- e y i n g a. 4. 12 beztu málverk sín ánafnar hann málverkasafn- inu í Reykjavík, og auk þess alla forna dýrgripi

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.