Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 66

Skírnir - 01.01.1905, Page 66
6tí Willard Fiske. ins helga) og hélt svo heim á ný og varð ritstjóri í New York í 3 ár (1864—1867). Eii 1868 varð hann ytirbóka- vörður við Cornell-háskóla og prót'essor við háskólann í íslenzku (norrænu), nýju Norðurlahdamálunuin og persnesku. Prót'. Fiske mátti heita mæta-vel að sér í íslenzku. Honum var dálítið stirt um að tala málið, en hann skrif- aði það rétt og vel. Þá er hann kom hingað til lands 1879, tóku allir til þess, hve vel hanp var að sér í mál- inu, og var það því meiri furða, sem svo langt var um liðið síðan er hann hafði numið það fyrst, en engan Is- lending séð i Ameríku, nema mig í 5—6 daga, og talaði ég þó ekki nærri alt af íslenzku við hann þá daga, nema helzt er við vórum tveir einir. Hann hafði talsverðan hug á almenningsmálum, bæði ættjarðar sinnar og alþjóða-málum, og hefir sá áhugi óefað glæðst við það, að hann var dagblaðs-stjóri í þrjú ár. En ekki var hann ákafur flokksmaður; þótti meira undir því komið að hafa góða stjórn og ráðvanda, heldur en hinu,. hvert flokksnafn hún bæri. Bókavörður var hann með lífl og sál, og meira en það; hann var í sumum greinum bókfróðastur maður í heimi. Enginn maður, ekki einu sinni nokkur Islending- ur, komst nálægt honum í íslenzkri bókfræði, enda átti hann fullkomnasta bókasafn íslenzkt, sem til er nokkur- staðar á bygðu bóli. Fiske skrifaði margt og mikið um Island, alt þó greinar í blöðum (»The Nation« í N. Y., »Times« í London, o. fl.) og tímaritum, en enga bók. Um íslenzka bókfræði hefir hann og samið nokkra ritlinga, og er mest um vert þrjú hefti af »Bibliographical Notes«, samið með þeirri þekk- ing og nákvæmni, sem ekki á sér líka. Annað var það í bókfræði, er hann bar af öllum öðr- um í, en það var þekking á ítalska skáldinu Peti'arca, öllu því er hann heflr ritað, öllum útgáfum af ritum hans, þýðingum á þeirn, og öllu, er um hann heflr ritað verið. Var Petrarca-safn hans alveg einstakt, og mun hvergi annað eins til vera. Það gaf hann alt Cornell-háskóla

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.