Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 47

Skírnir - 01.01.1905, Page 47
Niels R. Finseu. 47 Niels Finsen var meðalmaður á vöxt, grannvaxinn þangað til veiki hans fór að þjá hann, og grannholda jafnan. Hann var ekki fríður maður, en eygður vel og ennið breitt. Hann var góðmannlegur og hýr á svip. Með- an heilsa hans leyfði, var hann íþróttamaður og skytta. Hann var maður blátt áfram og yfirlætislaus, ekki síður eftir það, að hann var orðinn heimsfrægur. Að- stoðarmenn lians, og yfirleitt allir, sem höfðu mök við hann, báru honum einróma itið bezta orð fyrir gott, við- mót og auðvelda samvinnu. Það má vera oss Islendingum ánægjuefni — og er síst ástæða, til að draga dul á það, eins og vindstaðan er nú — að islenzkt blóð hefir runnið í æðum tveggja þeirra manna, sem á síðustu mannsöldrum — og þó lengra sé leitað — hafa varpað mestum ljóma yflr Danmörk, annar í listum, Albert Thorvaldsen, hinn í vísindum, Niels Finsen. Það getur aldrei orðið annað en sómi vor að hafa lagt fram svo mikla andlega atgervi, svo fámennir sem vér erum. Hitt er Dönum til sóma, hve vel þeir fóru með þessa ágætismenn. Guðm. Magnússon.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.