Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 28

Skírnir - 01.01.1905, Side 28
28 Um heimavistarskólahús handa börnum. störf sír, matreiðslu og þjónustu. Honum verður að ætla væna skrifstofu — þar má geyma bækur og kensluáhöld —, auk þess dagstofu og svefnstofu, eldhús og vinnnkonu- herbergi og geymslurúm. Salerni barnanna verða að vera innanhúss, til þess að börnin þurfl ekki að fara út í vondum veðrum til þarf- inda sinna. Til eru ódýr salerni þannig gerð, að þau má vel hafa inni, i klefa við útvegg, t. d. í kjallara eða for- stofu, án þess að nokkur óþrifnaður (óþefur) sé að. Loftrœsting. Þó að skólastofur og önnur herbergi séu svo stór, sem hér hefir verið til tekið, verður andrúmsloítið í þeim á stuttri stundu mjög slæmt, ef ekki er séð fyrir stöðugri loftrás. Loftrásin þarf að vera það ör, að loftið nýist upp að t'ullu tvisvar sinnum eða þrisvar á klukkustund. Hér er ekki rúm til að skýra frá því, hvernig slikri loftrás er hagað. Hún er ekki kostnaðarsöm; hún skapar ekki súg, ef rétt er um búið; hún gerir stofurnar ekki kaldar; hún eyðir ekki miklu eldsneyti á vetrum; ofnhitinn fer minstur til þess að hita andrúmsloftið í stofum, hann fer mestur í veggina og út úr þeim. Þáð fer verst með eldsneytið, ef veggirnir halda illa hita (eru »kaldir«). Upphitun. I sveitum verðu að hagnýta sér mó til eldsneytis. Móofnar eru litlu dýrari en kolaofnar og liita ágætlega. I svo stórum skóla, sem hér er um að ræða, væri þó lang-hagkvæmast að hafa eina eldstó í kjallara til að hita alt húsið; þá er þar settur ofn af sérstakri gerð inn i steinklefa; hreinu, köldu lofti er veitt inn í klefann að utan, ofninn sogar það inn og hann hitar það í klefanum; úr klefanum er heita loftinu opnuð rás gegn um pípur (úr tré og blikki) upp í allar stofurnar. Þessi umbúnaður - - miðstöðvarhitun með heitu lofti — er litlu dýrari en vandaðir stofuofnar, en miklu hagkvæmari og á einkar-vel við í meðalstórum húsum; hún tíðkast mjög i öðrum löndum; hér á landi kann ekki, mér vitan-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.