Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.08.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2000 23 Skotarvilja auka selveiðar Stærsti sfldarkælir landsins í Neskaupstað SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað og kælideild Stáltaks hf. hafa gert með sér viðamikinn samn- ing um kaup og uppsetningu á full- komnu frysti- og kælikerfi fyrir frysti- og kæliklefa sem byggja á við hið nýja frystihús í Neskaupstað. Nýbyggingin verður 4.000 fer- metrar og verður henni skipt í þrjú aðskilin geymslusvæði. Eitt svæði er til geymslu afurða við -30 °C, ann- að svæði til geymslu afurða við +2°C en á þriðja geymslusvæðinu verður hægt að geyma afurðir við -30;C eða +2°C. I fréttatilkynningu segir að þetta fyrirkomulag gefi mun meira frelsi og hagræði í nýtingu hússins þar sem 2/3 hlutar hússins geti nýst hvort heldur sem frystigeymsla eða kæligeymsla. Stærð kæligeymsl- unnar er u.þ.b. 15.000 rúmmetrar sem er stærsta kæligeymsla á ís- landi. Geysir 7.973 ðður 11.900 ^ töppuriMV i/ útívUt n Morgunblaðið/Jim Smart Frá stjórnarfundi Alþjóðasambands laxeldisframleiðenda sem nú er haldinn hér á landi. Arsframleiðsla yfir 1,1 milljón tonna Stjórnarfundur Alþjóðasambands laxeldisframleiðenda STJORNARFUNDUR Alþjóða- sambands laxeldisframleiðenda fer fram hérlendis þessa dagana en fjöldi erlendra gesta sækir fundinn. Állar helstu laxeldisþjóðir heims eiga fulltrúa á fundinum og segir Vigfús Jóhannsson, forseti sam- bandsins, að þjóðimar framleiði ár- lega um 1,1 milljón tonna af laxi og hafi veltu upp á 400 milljarða ís- lenskra króna. „Fundurinn er hald- inn hérlendis þar sem að í fyrsta skipti er Islendingur forseti sam- bandsins. Þessir fundir eru haldnir reglulega og á þeim markar stjórn sambandsins stefnu fyrir öll aðildar- löndin. Það sem er forgangsmál á þessum fundi er að útbúa reglur sem öll að- ildarlöndin koma til með að nota í sínu laxeldi. Þessar reglur setja starfsemi iðnaðarins mjög ákveðnar skorður og eru þær unnar í sam- starfi við meðal annars NASCO, Laxaverndunarsamtökin við Norð- ur-Atlantshaf. Ætlunin er að það verði sameiginlegar reglur um alla þá þætti sem snerta þá sem stunda laxeldi hvort sem það snýr að um- hverfmu, stjórnvöldum eða öðru.“ Önnur mál eru einnig tekin fyrir á fundinum og segir Vigfús að einnig sé heildai-framleiðsla landanna tekin saman og bendi allt til að ársfram: leiðslan fari yfir 1,1 milljón tonna. „í framhaldi af því eru síðan lagðar lín- ur í markaðs- og kynningarmálum. Við reynum einnig að gera áætlun fyrir næstu fimm ár hvernig iðnað- urinn ætlar að kynna sig á alþjóða- vettvangi. Það er gert til að tryggja að bestu fáanlegu upplýsingar um laxeldi í heiminum séu aðgengilegar á hverjum tíma. Við höfum ekki stað- ið okkur nægilega vel í því hingað til og því hefur iðnaðurinn mátt þola mikla neikvæða gagnrýni sem í mörgum tilfellum stafar af upplýs- ingaleysi." Vigfús segir að tónninn á fundin- um sé mjög góður enda sé hagnaður á greininni góður á alþjóðavettvangi og meiri heldur en hefur verið síð- ustu tvö ár. Hann segir einnig að nú þegar aukinn áhugi er fyrir upp- byggingu laxeldis á Islandi sé gott að fá hingað erlenda aðila, sem hafa náð langt til, skrafs og ráðagerða. NU ER RETTI Magnús M. Valdimarsson, deildarstjóri hjá Stáltak hf/Frost, og Ásbjörn Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, undirrita samn- inginn um kaup og uppsetningu á frysti- og kælikerfi í stærstu sfldar- kæligeymslu landsins sem verið er að reisa í Neskaupstað. Cristallo 11.920 áður 14.900 TIMINN!! ÆGIR 101 REYKJAVÍK • F A X 5 11 2 2 11 Selafjöldi hefur fjórfaldazt á 30 árum SAMTÖK sjómanna og útgerðar- manna á Skotlandi, SFF, vilja að komið verði á fót nokkurs konar selaráði. Ráðið yrði skipað fulltrú- um sjómanna, fiskeldis, stangveiði- manna, vísindamanna og náttúru- verndarsamtaka og fá ráðleggingar frá starfandi sérstakri nefnd um seli. Á þeim grunni er ráðinu síðan ætlað að taka ákvarðanir um leiðir til að hafa áhrif á stærð selastofna við Bretlandseyjar. 6% fjölgun að meðaltali árlega Samtökin segja að fjöldi sela við strendur Skotlands hafi fjórfaldazt á síðustu 30 árum og stofnarnir vaxi nú um 6% á ári að meðaltali. „Þessi þróun kemur sér mjög illa fyrir sjómenn sem stunda veiðar á grunnsævi og raskar verulega jafn- væginu í lífkeðju sjávarins,“ segja forystumenn SFF. Þeir hafa sent sjávarútvegsráðherra Skotlands erindi þessa efnis, en fyrr á árinu sagði hann að nauðsynlegt væri að ná jafnvægi milli selaverndar og uppbyggingar fiskistofna, milli þess að vernda sjávarútveginn og sjávarspendýr. Hamish Morrison, framkvæmda- stjóri SFF, segir að nú sé svo kom- ið að fjölgun sela grafi undan efna- hag sjávarútvegsbæjanna, og stofni fuglalífi og öðrum sjáv- arspendýrum í hættu og líkur séu á auknum sjúkdómum meðal sela og jafnvel verulegum fæðuskorti. „Selurinn á enga náttúrulega óvini. Það eina sem heftir fjölgun þeirra eru sjúkdómar og hungurs- neyð. Vísindamenn hafa þegar spáð því að fjöldinn á ákveðnum selaslóðum muni fjótlega verða meiri en slóðin ber og mikil hætta er því á nýju selafári,“ segir hann. SFF segir að um 90% allra sela við Bretlandseyjar séu við Skot- land. Selurinn var áður mikið veiddur til að draga úr fiskáti af hans völdum og til að selja skinnin. Verndunaraðgerðir og lítil eftir- spurn eftir selskinni hafa nánast gert út um veiðarnar. Árið 1970 var fjöldi útsels um 29.000 en 101.500 árið 1998. Éta um 250.000 tonn af fiski á ári Talið er að meðalát útsels svari til 4 kílóa af sandsíli eða 7 kílóa af þorski á dag, en bent er á að selur- inn éti ekki þorskinn í heilu lagi, heldur aðeins hluta af honum og sækist mest eftir lifrinni og því sé erfitt að meta hve mikið af fiski hann drepi í raun. Talið er að út- selurinn éti um 200.000 tonn af fiski árlega við Skotland og land- selurinn um 50.000 tonn. Takmarkaðar veiðar á sel eru nú leyfðar á ákveðnum árstíma með ákveðnum takmörkunum, en mjög takmarkaðar veiðar utan þess tíma. untano L 6.912 áður 10 B00 Cortina 4.956 áður 5.900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.