Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fjölmörg börn semsótt hafa smíðavelli Reykjavíkurborgar háðu keppni í óhefðbundnum íþróttagreinum í gær Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Fyrstu Smíðaleikarnir KRAKKAR sem starfað hafa á smíðavöllum Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í sumar gerðu sér glaðan dag í gær. Þau flykktust í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn þar sem fyrstu Smíðaleikarn- ir voru haldnir. Bömin kepptu í ýmsum óvenjulegum íþróttagreinum á borð við naglaboðhlaup. Að sögn Sig- urðar Más Helgasonar, um- sjónarmanns smíðavalla bama í Reykjavík, komu á annað hundrað barna á aldr- inum átta til tólf ára á leikana sem vom afar líflegir. Þrettán smíðavellir em í borginni, þar á meðal einn á Kjalamesi. Tveir leiðbein- endur era á hverjum velli og kenna bömunum rétt hand- brögð við smíðamar. Astæðu þess að Smíðaleikarnir vora haldnir má rekja til þess að einn leiðbeinendanna stakk upp á því að bömin kepptu í greinum sem tengjast vinnu þeirra á smíðavöllunum. Leikamir era eins konar uppskeruhátíð barnanna. Hraði og vandvirkni Hátíðin í gær hófst með grillveislu um hádegið. Þá tók keppnin við. I keppnisgreinun- um reyndi á hraða og vand- virkni bamanna. Þau söguðu í kapp við tíma og fengu refsi- stig ef ekki var sagað beint. Við verkið notuðu þau tommu- stokk og vinki]. I naglaboð- hlaupinu þurftu krakkamir að reka þriggja tommu nagla í kubb og gæta þess að hann bognaði ekki. Þriðja keppnis- greinin var kassabílarall. Böm af smíðavellinum við Selja- skóla vora hlutskörpust þegar árangur í keppnisgreinunum þremur var lagður saman. Fjölmargir krakkar læra til verks á smíðavöllum borg- arinnar, stelpur og strákar. „í Hlíðunum til dæmis era 10 ára stelpur með kofa sem ég gæti verið montinn af að hafa smíðað,“ sagði Sigurður Már. Hann brýnir fyrir fólki að umgangast vellina með virð- ingu. Skemmdarverk era af og til unnin á kofunum, þó hefur það sjaldnar gerst í sumar en í fyrra. Þá þurfti að loka einstaka völlum vegna slæmrar umgengni. „Mér hefur þótt það vera- lega mikils virði þegar for- eldrar bamanna og jafnvel afar og ömmur koma á smíða- vellina og hjálpa aðeins til,“ sagði Sigurður Már. Hann hvetur ættingja krakkanna til að koma á vellina og fylgjast með starfi þeirra. Ljósmynd/Helena Stefánsdóttir Laugardalur Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og sjö kórar sem starfa í bænum gefa út hljómdisk Heimild um mann- líf í Mosfellsbæ Mosfellsbær ÞAÐ hlýtur að teljast sér- stakt að í 5.500 manna bæjarfélagi starfí sjö kór- ar. Sú er raunin í Mos- fellsbæ. Kórarnir gáfu nýlega út geisladisk ásamt Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Diskurinn ber nafnið I Mosfellsbæ. Birgir D. Sveinsson, stjórnandi hljómsveitar- innar, segir von þeirra sem að útgáfunni standa að hljómdiskurinn verði þegar frá líður góð heim- ild um mannlíf í Mosfells- bæ. „Birgir hefur verið að- aldrifkrafturinn í að koma þessu í kring,“ sagði Guð- mundur Ómar Óskarsson í samtali við Morgunblað- ið. Guðmundur sljórnar Barnakór Varmárskóla og Kirkjukór Lágafellssókn- ar. Hinir kórarnir eru Álafosskórinn, Vorboðar, Mosfellskórinn, Reykja- lundarkórinn, og Karla- kórinn Stefnir. Guðmundur segir kór- ana hafa unnið nokkuð saman á undanförnum ár- um og sungið með lúðra- sveitinni. Fyrir tveimur árum eða svo kviknaði sú hugmynd að gefa út geisladisk með þeirri tón- list og bæta einhveiju við, að sögn Guðmundar. Mikill fjöldi fólks á öllum aldri Mosfellingurinn Helgi R. Einarsson samdi titil- lag disksins við ljóð Höskuldar Þráinssonar, sem einnig er úr Mosfells- bæ. Lagið var samið sér- staklega fyrir útgáfuna. Kórarnir sjö sameinast og syngja þetta lag, auk fjög- urra annarra, saman við undirleik Skólahljómsveit- arinnar. Guðmundur telur líklegt að á fjórða hund- rað manns hafi tekið þátt í þeim tónistarflutningi. „Þetta var heilmikið fyrirtæki. Það var mikið mál að stilla saman alla þessa strengi," sagði Guð- mundur. Hann segir að diskinum hafi verið ætlað að sýna þverskurð af líf- legu tónlistarlífí Mosfells- bæjar og álítur að ágæt- lega hafí tekist til. Tónlistarfólkið sem fram kemur á diskinum er á öllum aldri, að sögn Guðmundar. „Ætli það megi ekki segja að það sé frá átta ára til áttræðs," sagði Guðmundur að lok- um. Diskurinn er til sölu í Varmárskóla í Mosfells- bæ. - Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson GUÐMUNDUR Ómar Óskarsson stjórnar hér Barnakór Varmár- skóla á tónleikum. HLJÓMDISKINN prýðir yfirlits- mynd af Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.