Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 26

Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 26
26 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Jim Smart BAKARÍIÐ, sem var fyrir framan afgreiðslukassana, hefur nú verið flutt um set og er komið inn í sjálfa verslunina. Á NÝJU mjólkurtorgi er að finna ostakæli og safakæli. Breytingar hjá Fjarðarkaupum Heitt bakkelsi alla daga BREYTINGAR standa yfir í Fjarð- arkaupum þessa dagana. Sérstakt mjólkurtorg var tekið í notkun fyrir skömmu þar sem m.a. er komið nýtt ostakæliborð og sérstakur safakælir. Að sögn Gísla Sigurbergssonar hjá Fjarðarkaupum hefur 25% aukning orðið í sölu á ostum þann mánuð síð- an mjólkurtorgið var tekið í gagnið. Þá var bakaríið, sem fram að þessu var fyrir framan afgreiðslukassa verslunarinnar, flutt inn í búðina. Samhliða því var nýr ofn tekinn í notkun sem þýðir að viðskiptavinir geta keypt heitt bakkelsi allan dag- inn. Þá segir Gísli að eflaust verði boðið upp á ýmsai- nýjungar í bak- arísbrauði innan skamms. Nýjar íslenskar kartöflur Verðstríð í verslunum FRAMBOÐ á nýjum íslenskum kartöflum er nú mikið og verslanir buðu þær í gær á lágu verði eða allt niður í 15 krónur kílóið í Bónus. Þá var t.d. hægt að fá 2 kfló af rauðum kartöflum á 119 krónur og tvö kfló af premier á 49 krónur. Verðstríðið hófst í vikunni og stað- festu kaupmenn, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, að mikil hreyfing væri á verði. Sem dæmi hafði kflóverðið á gullauga í lausu lækkað um 200 krónur í vikunni hjá einni verslun- inni. Kílóið sem kostaði 249 krónur í byrjun vikunnar er nú hægt að fá á 49 krónur. Verslunarmenn sögðust fylgjast vel með verði keppinautanna og vera viðbúnir að lækka verð enn frekar ef ástæða þætti. Verð á pökkuðum kartöflum hefur líka verið að lækka og sem dæmi hafði verðið í einni versluninni lækk- að um 60% á pökkuðum gullauga- kartöflum í vikunni. Kaupmenn sögðu titring á markaðnum og að krónutala breyttist milli daga og jafnvel nokkrum sinnum á dag. Morgunblaðið/Amaldur Götumarkaður í Kringlunni ÞAÐ voru margir sem lögðu leið sína á götumarkað Kimglunnar í gær og fyrradag en honum lýkur í dag, laug- ardag. Götumarkaðurinn er orðinn árviss viðburðui- bæði í byrjun árs og ágúst og yfirleitt lækka kaupmenn útsöluvarning enn frekar og leyfa við- skiptavinum sínum jafnvel að prútta. Nokkrir viðskiptavinir sem teknir voru tali í gær sögðu verðið hafa lækkað mikið og nefndu sem dæmi að Hagkaup gæfi nú 50% afslátt af vör- um sem þegar hefði verið búið að lækka um helming eða meira. Þá var hægt að kaupa skólatöskur í Pennan- um á 500-1.000 krónur og mynda- ramma hjá Hans Petersen á nokkur hundi’uð krónur. Hitabrúsar sem áður kostuðu 4.500 í Byggt og búið kostuðu nú á götumarkaði 1.000 krónur og svo mætti áfram telja. Sólstandlampi TEKINN hefui- verið í notkun sér- stakur sólstandbekkur á stofunni Nudd fyrir heilsuna á Skúlagötu 40. Viðskiptavinir eni í sex mínútur í senn í ljósum en sá tími jafnast á við 20-30 mínútur í hefðbundnum ljósabekk. Gerður Benediktsdóttir, sem hefur um árabil búið til ís- lensku GM-jurtakremin, segir að viðskiptavinir beri á sig íslenskt vallhumalkrem eftir ljósin og einnig á viðkvæma bletti áður en farið er inn. Að sögn hennar hefm- bekkurinn reynst psoriasis-sjúklingum vel. Gerður Benediktsdóttir býður upp á ókeypis prufutíma en tíu tímar í standlampanum kosta 4.900 krónur. Menntaskólans við Hamrahllð Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð Þú getur stundað nám í mörgum eða fáum greinum eftir því sem þér hentar í MH er hægt að auka við þekkingu sina á mörg- um sviðum án þess endilega að stefna að stúdentsprófi. Við skólann eru 6 brautir: félags- fræði- (félags- og sálfræðilína), nýmála-, náttúru- fræði-, eðlisfræði-, tónlistar- (í samvinnu við tón- listarskóla) og listdansbraut (í samvinnu við list- dansskóla). Margir áfangar í boði í mörgum greinum m.a. íslenskt mál, bókmenntir og bókmenntasaga að fomu og nýju, danska, enska, franska, rtalska, rússn- eska, spænska, þýska, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði, stærðfræði, tölvufræði, félags- fræði, hagfræði, sálfræði, stjómmálafræði, uppeldis- fræði, íslandssaga, mannkynssaga, fornaldarsaga, heimspeki, leiklist, myndlist og hússtjóm (matreiðsla). Er þetta eitthvað fyrir þig? INNRITUN FYRIR HAUSTÖNN 1998 FER FRAM 19.-21. ÁGÚST FRÁ KL. 15-19. Nemendur velja þá námsgreinar og fá afhenta stundatöflu haustannar gegn greiðslu kennslugjalds sem hér segir: Grunngjald 10.000 kr. auk þess fyrir hverja námseiningu 800 kr. t.d. fyrir einn tveggja eininga áfanga 10.000 + 2x800 = 11.600 kr. tvo þriggja eininga áfanga 10.000 + 6x800 = 14.800 kr. o.s.frv. Að auki er þjónustugjald NFÖMH 200 kr. Námsráðgjafar verða nemendum til aðstoðar alla dagana og deildarstjórar síðasta daginn frá kl. 17-19. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst. Stundatafla á heimasíðu Drög að stundatöflu og bókalista má finna á heimasfðu skólans en slóðin er: http://ismennt.is/~ham/ Nýtt Þjónustuver fyrir notendur Netsins Síminn-internet heitir fyrirtæki á vegum Landssímans sem verður formlega opnað í dag, laugardag, klukkan 14. Um er að ræða þjón- ustuver fyrir notendur Netsins. „Við munum aðstoða notendur okkar, verðum með tækniþjónustu, upplýsingar, ráðgjöf, mótöld, síma, ISDN-kort, GSM-farsíma, hugbún- að, leiki og tímarit um Netið svo eitthvað sé nefnt,“ segir Brynjólfur Bragason verslunarstjóri. Hann segir að átta sýningarvél- ar verði á staðnum sem viðskipta- vinir geti prófað og þá séð hvernig hægt er að tengjast Netinu á sem bestan hátt og fengið tilsögn. Þá geta viðskiptavinir komið með tölv- ur og látið setja upp Netið. I tilefni opnunarinnar verður ýmislegt um að vera, grillað fyrir viðskiptavini, lifandi tónlist og fleira. Þá eru í boði sérstök opnun: artilboð eins og t.d. ISDN-pakki. I pakkanum er ISDN-kort, sími, tenging, uppsetning og áskrift að Netinu í þrjá mánuði fyrir 26.160 krónur. Ekta hrað- réttir KJÖTUMBOÐIÐ hf. hefur hafið framleiðslu á EKTA hraðréttum undir slagorðinu „Nýir tímar - nýtt bragð“. I fréttatilkynningu frá Kjötumboðinu hf. segir að fyrst í stað verði boðið upp á sex mis- munandi rétti, kjötbollur í súpu og sjávarréttasúpu. Réttirnir beikonsósu, chili con came, kjöt í fást í flestum verslunum á höfuð- karrí, spaghettí bolognese, aspas- borgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.