Morgunblaðið - 22.02.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.02.1998, Qupperneq 8
Hðnnun: Gunnar Sleínþórsson / FÍT / 1998 8 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þú leg-goir okkur í einelti. Þú ert bara alltaf hnusandi með nefið ofan í okkar koppum... Afsláttur af öllum AEG vörum í verslun okkar í 8 dagaí AEG tto Djúpsteikingarpo Vöfflujárn Einnig afsláttur af: Emile Henry leirvörum [+20%) strauborð fÉibrabantia Brabantia eldhúsvörum, strauborð ofl. [+20%) • Tefal raftæki ->-20% \ [ liinile I lenry tefal ^brabantia' Upplýsingar um ESB Evrópusambandið með grænt númer AÐALSTEINN Leifs- son hefur hafið störf við skrifstofu fasta- nefndar framkvæmda- stjórnai’ Evrópusambands- ins fyrir Island og Noreg, sem hefur aðsetur í Ósló. Ráðning hans er tímabund- in í eitt ár og starf hans felst aðallega í tvennu. í fyrsta lagi að veita íslendingum upplýsingar um Evrópu- sambandið, jafnt með því að svara fyrirspumum og vinna að gerð upplýsinga- efnis á íslensku um þá þætti Evrópusamstarfsins, sem eftirspmTi er mest eftir. Þá mun Aðalsteinn taka þátt í samskiptum fastanefndar- innar við Island og aðstoða við upplýsingaöflun um af- stöðu og hagsmuni íslend- inga í mismunandi málum. „Island og ESB standa saman að mjög mörgum verkefnum, allt frá stúdentaskiptum til pólitísks og efnahagslegs samstarfs á mörgum sviðum,“ segir Aðal- steinn. Hann tekur fram að nú þegar séu reknar á Islandi nokkrar upp- lýsingaskrifstofur um Evrópu- málefni og megi nefna Euro Info- Centre hjá Útflutningsráði, skrif- stofuna Ungt fólk í Evrópu hjá Hinu húsinu, Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna og skrifstofur Leonardo og Sokrates-verkefti- anna. Auk þess sé mikið og gott upplýsingaefni um EES á vefn- um, undir slóðinni www.ees.is. A verksviði hans sé hins vegar fyrst og fremst að veita upplýsingar um stefnumörkun og einstök verkeftii á borð við „Citizens First“, sem í gangi eru hverju sinni. Fastanefnd Evrópusambands- ins gegnir hlutverki sendiráðs og upplýsingaskrifstofu fyrir fram- kvæmdastjórn ESB. „Fram- kvæmdastjómin rekur 126 fasta- nefndir sem eru augu og eyru hennar í þeim löndum sem standa fyrir utan Evrópusambandið, auk þess sem þær gegna hlutverki í samskiptum ESB við viðkomandi lönd og veita margskonar upplýs- ingar um ESB, stofnanir þess, stefnu og einstök verkefni,“ segir Aðalsteinn. Fastanefndin eða sendiráðið fyrir ísland er staðsett í Ósló en sendiherrann, John Maddison, kemur reglulega til íslands. „Ég er fyrsti íslendingurinn sem starfar á skrifstoíúnni en fastanefndin hefur ----------------------- reynt eftir megni að Mikil veita áhugasömum eftirspurn eftir Aðalsteinn Leifsson ► Aðalsteinn Leifsson er fædd- ur í Reykjavík í júm árið 1967. Hann lauk BA-prófi í stjórn- mála- og íjölmiðlafræði frá Há- skóla íslands 1992 og MSc.-prófí í alþjóðastjórnmálum frá European Institute við London School of Economics and Polit- ical Science (LSE) árið 1995. Aðalsteinn hefur áður starfað m.a. sem ritstjóri Stúdenta- blaðsins, verið kynningarfulltrúi fyrir Stöð 2 og Bylgjuna, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs námsmanna, fréttamaður og þjónustusljóri auglýsingastof- unnar Hér & Nú. Hann er einnig fyrrum for- maður Evrópusamtakanna á fs- landi. upplýsingum upplýsingar um Evr- ópusambandið. Það _______ hefur verið gefið út ”~ fréttabréf og sendiherrann verið mjög áhugasamur um að koma til íslands og flytja fyrirlestra. St- arfsfólk fastanefndarinnar og sendiherrann vonast eftir að með þessu verði hægt að bregðast enn betur við fyrirspumum sem hing- að berast.“ „Það er mikil eftirspum eftir upplýsingum um Evrópusam- bandið á Islandi. Til þess að koma til móts við þá eftirspum hefur fastanefndin nú gefið út lítinn bækling á íslensku með grand- vallarupplýsingum og opnað grænt símanúmer, 800 8116, þar sem íslendingar geta hringt á innanlandstaxta beint út tfl fasta- nefndarinnar í Ósló,“ segir Aðal- steinn. „Auk þess er gefið út fréttabréf á íslensku og stefnan er að gefa út þrjá til fjóra litla upplýsingabæklinga á þessu ári, m.a. um fiskveiðistefnu ESB og evróið. Með því að hafa starfs- mann sem getur svarað fyrir- spurnum á íslensku vonast fasta- nefndin tfl að geta veitt betri upp- lýsingaþj ónustu.“ Einstaklingar, fyrirtæki, stofn- anir og félög sem vflja fá upplýs- ingar um stefnumál, sögu, stofn- anir eða einstök verkefni hjá Evr- ópusambandinu geta hringt í grænanúmerið og beðið um upp- lýsingamar. Aðalsteinn segir að hann reyni að leysa úr öllum fyr- irspurnum, eða a.m.k. vísa því áfram tfl einhverra sem hafa þekkingu og aðstöðu til að svara þeim spumingum sem upp kunna að koma. Þá geti menn haft samband við skrifstofuna þótt þeir séu ekki með beina fyrir- spum og til dæmis óskað eftir að fá fréttabréfið sent eða komast á póstlista um einhverja ákveðna málaflokka. „Það sem brennur mikið á fólki --------- þessa stundina er greinilega EMU og evróið. Við eram sífellt að færast nær því að sameiginlega myntin komist í umferð. Eins er mikið spurt um sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins og hinn félagslega hluta Evrópusam- bandsins, löggjöf og verkefni, sem varða jafnréttisáætlanir ESB, aðstæður á vinnustað og annað þess háttar. Vonandi muni þetta aukast enn frekar eftir að fólk getur hringt inn á íslensku og fengið svör á íslensku.“ Aðalsteinn segir reynsluna í Noregi vera þá að mikið sé um að einstaklingar hringi sem og ráð- gjafarfyrirtæki og hagsmunasam- tök aðila vinnumarkaðarins. „Það er sömuleiðis algengt að blaða- menn hafi samband með tfl- fallandi spurningar, allt frá því að fá bakgrunnsefni í að fá upplýs- ingar um hvað einhver tiltekin skammstöfun merkir. Við reynum að leysa úr því sem við höfum upplýsingar um eða reynum að benda fólki áfram. Þá er mikið spurt um reglugerðir, samninga og einstök atriði í tengslum við slíkt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.