Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 25 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn BRYNJA Benediktsdóttir og Tristan Gribbin eru á leið til írlands til að vinna að leiksýningu um Guðríði Þorbjarnardóttur. Ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur BRYNJU Benediktsdóttur leikstjóra og Tristan Gribbin leikkonu hefur verið boðið til nokkurra vikna dvalar í Tyrone Guthrie listamiðstöðinni á Irlandi. Þar munu þær ljúka við fyrsta áfanga að leiksýningu sem þær eru að vinna að um ferðir Guð- ríðar Þorbjarnardóttur á elleftu öld. Brynja byggir verkið á Græn- lendinga sögu og Eiríks sögu rauða, en spunnið verður inn í verkið sögu leikkonunnar sem flytur það hveiju sinni. Þó að verkið sé samið á ís- lensku verður fyrsti flutningur aðallega á ensku. Tristan nam leik- list í Bandaríkjunum, er írsk að uppruna og hefur nú sest að á ís- landi. Margrét Örnólfsdóttir tónlistar- maður mun semja hljóðmynd og myndlistarmaðurinn Rebekka Samper býr til grímur og leik- muni. Frumsýning er áætluð á næsta ári en fyrsti áfangi verður forsýndur í vinnustofum leikaranna Brynju og Erlings í Skemmtihúsinu að Laufásvegi 22 í lok desember. í janúar verður verkið svo þróað áfram með leikkonunni Ragnhildi Rúriksdóttur í öllum hlutverkum og leikmynda- og búningahönnuð- um ef fjármagn fæst til glæsilegri umbúnaðar og leiksviðs. Leituðu fyrir sér á Irlandi Brynja og Tristan leituðu fyrir sér um ijármagn á írlandi til leik- sýningarinnar og sendu gögn um hana og fengu þá óvænt tilboð um að vinna að sýningunni í Guthrie listamiðstöðinni, en það þykir mik- ill heiður. Guðríður Þorbjarnardóttir var víðförul. Hún ól son þeirra Þorfinns karlsefnis, Snorra, á Vínlandi, en þegar hún var búin að koma honum á legg uppi á íslandi fór hún í suðurgöngu til Róms, heimkomin lét hún reisa kirkju í Skagafirði og tók síðan nunnuvígslu. Til eru margar ritgerðir og nokkrar skáldsögur um Guðríði og landafundina. Heyrst hefur að Jón- as Kristjánsson sé með skáldsögu í smíðum og væntanleg er bók Páls Bergþórssonar veðurfræðings um landafundina skoðaða frá nýju sjónarhorni. „Beinagrindin að sýn- ingu okkar er til en kjötinu ætlum við að bæta við á Irlandi og von- andi fer svo blóðið að streyma þeg- ar við komum aftur heim,“ segir Brynja. Breskur frumkvöðull Sir Tyrone Guthrie var frum- kvöðull meðal leikhúsmanna á Bretlandi hvað snerti nýja leik- stjórnaraðferð við leikrit Shakespe- ars. Hann fetaði í fótspor rússneska leikstjórans Komisarjevsky sem kom til Bretlands 1919 og umbylti hefðbundnum leikmáta þar með nýrri aðferð við uppsetningu sí- gildra verka eða eins og Brynja orðar það: „Að túlka öðruvísi en áður, hvað sem það kostaði." Sir Tyrone gaf landsetur sitt, Annaghmakerrig í Monaghan-hér- aði, írskum skáldum og listamönn- um. Þar fá nú Brynja og Tristan góða vinnuaðstöðu og næði þar sem Guðríður Þorbjarnardóttir mun leika aðalhlutverkið. Norræna Kvikmyndahátíðin Fjórar íslenskar kvikmyndir NORRÆNA kvikmyndahátíðin verður nú haldin í ellefta skipti og hefst hún í Þrándheimi í Noregi í dag, fimmtudag. Hátíðin er sam- starfsverkefni kvikmyndastofnana á Norðurlöndum og hefur verið haldin annað hvert ár, til skiptis í löndunum fimm. Hún var haldin á íslandi árið 1993 og var metaðsókn á myndir hennar þá. Á hátíðinni verða sýndar nýlegar kvikmyndir frá Norðurlöndunum, þijár frá hveiju landi í aðalhluta hennar, auk ýmissa sérsýninga. Fulltrúar íslands í aðalhluta hátíð- arinnar eru Agnes, Blossi/810551 og Tár úr steini en einnig verður sérstök sýning á Djöflaeyjunni und- ir titlinum Besta mynd Norðurland- anna 1997 en þann titil vann mynd- in á kvikmyndahátíðinni í Hauga- sun3i í Ágúst. Á hátíðinni verður einnig sýnd íslenska stuttmyndin Siggi Valli á mótórhjóli. A Norrænu kvikmyndahátíðina koma á þriðja hundrað manna úr kvikmyndaheimi Norðurlandanna, svo sem framleiðendur, leikstjórar, leikarar, blaðamenn, dreifingar- aðilar, kvikmyndahúsaeigendur, fulltrúar kvikmyndastofnana og fleiri. SNYRTISTOFAN GUERLAIN IÓdingata 1 • 101 • Reykjavik I Sími 562 3220 « Fax 552 2320| ©SHIMmialÚSB®) KRINGLUKNI S: 588 99H Cosí fan tutte kynnt í Operu- kjallaranum ÞORSTEINN Gylfason, heimspek- ingur og prófessor við Háskóla ís- lands, og Margrét Bóasdóttir kynn- ingarfulltrúi kynna óperuna Cosí fan tutte eftir Mozart í Óperukjallaran- um í dag, fimmtudag kl. 20.30. En Islenska óperan frumsýnir óperuna á morgun, föstudag. Það er Stofnun Dante Alighieri á Islandi sem stend- ur fyrir kynningunni. -----♦ ♦ ♦----- Lýðskólinn leik- ur með Dönum LÝÐSKÓLINN, í samvinnu við danskan lýðskóla, Brandbjerg Hoj- skole, býður til leiksýningar í Nor- ræna húsinu á morgun, föstudag. Sýningar verða tvær, kl. 16 og 20. Leikritið er nútíma túlkun á Völu- spá og heitir Völvu-tölvu-Völuspá eða Óðinn á „Ircinu“. Rektor Brandbjerg Hojskole, Soren Juhl, mun kynna danska lýðskóla að lokn- um_ sýningum. Ókeypis aðgangur og veitingar. Ný frímerki ÍSLENSKIR ÁRABÁTAR 12 . 35a! Q 10000 ÍSLAND 05f •; 3 Kk 3 CO jjjP* s/rj./ ?:/\ rZr, njur ■ fcif icxttrinj*' Fmji m$$ "Vt*; DAGUR FRÍMERKISINS 9. OKTÓBER 1997 • VERÐ KR. 250 í dag koma út nýfrímerki tileinkuð degi frímerkisins. Myndefnið er íslenskir árabátar. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. F R I M E RKJASAIAN Slmi 550 6054 PCJSTUR OG SÍMI HF Pósthólf 8445, 128Reykjavik Heimasíða Frímerkjasölunnar er: http://www.simi.is/postphil/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.