Morgunblaðið - 22.11.1996, Page 63

Morgunblaðið - 22.11.1996, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 63 » ) ) I í í J í : ; i í t 4 4 i ( < < < ( < i ( ( i í ( SIMI 5878900 http://www.islandta. is/sambioin AÐDAANDINN DAUÐASOK KORFUBOLTAHETJAN GULLGRAFARARNIR Far- eða Gullkortshafar VISA og Námu- og Gengismeðlimir Landsbanka fá 25% AFSIÁTT. Gildir fyrir tvo. £4MBllO«lll Æ4MB1Q „Myndin er byggð á s Iterkri sögu sem gott handrit hefur verið gert eftir og hún er mjög vel leikin." ★★★ A.l. Mbl ,Mynd sem vekur umtal." SANDIiA liULI.OCK SAMUELL. JACKSON MA1THEW MCCO.NAUGHEY KIÍVIN SPACV Axel Axélsson FM 95,7 Ómar Friðleifsson X-ið TIN CUP Damon Wayans Daniel Stern ahd Dan Aykroyd Splunkuný stórmynd frá leikstjóranum Tony Scott (Crimson Tide, True Romance, Top Gun). Róbert DeNiro fer hreinlega á kostum í magnaðri túlkun sinni á geðveikum aðdáanda sem tekur ástfóstri við skærustu stjörnuna í boltanum. Spennan er nánast óbærileg og hárin rísa á áhorfendum á þessari sannkölluðu þrumu!!! Aðalhlutverk: Róbert DeNiro, Wesley Snipes, Ellen Barkin, Benecio Del Toro og John Leguizamo. CELTIC PRIBE lirnM er ekkert . 1 að óttast— Christina Ricci Anna Chlumsky Stórskemmtileg ævintýramynd um tvær stúlkur á ferðalagi í leit að horfnum fjársjóði. í aðalhlutverkum eru þær Christina Ricci (Adams Family, Casper) og Anna Chlumsky ( My Girl). TLJ 11 ij DONALD Sutherland og félagar í MASH. Læknir lækna sjálfan þig ■ sérflókki þessa helgina ______________________________ er sýning Sýnar á Spítalali'fi (MASH laugar- dagur ►21.00). Robert Altman, bandaríski leikstjórinn hefur ávailt farið sínar eigin leiðir, rambað inn á þjóðveginn annað slagið en tekið óvæntan afleggjara fyrr en varði. Það var ekki fyrr en árið 1969 að hans eigin leið varð þjóðveg- ur þegar hann gerði MASH, alveg makalausa, persónulega, villta og feiki- skemmtilega satíru um kolgeggjað gengi starfsfólks herspítaia í Kóreustríðinu. Snjallt handrit Rings Lardner jr. (sem margir leikstjórar höfðu hafnað) er byggt upp á laustengdum atriðum sem Altman sveipar sínum óviðjafnanlega stíl. Hér talar hver kostulegur karakterinn í kapp við annan, samskipti kynjanna, yfir- manna og undirmanna, eru öll í steik, ringulreiðin er blönduð undirliggjandi listrænni reiðusemi. MASH (stendur fyrir Mobile Army Surgical Hospital) hafði mikil áhrif - en trúlega mest á feril og stíl höfundar síns. Donald Sutherland, Elliott Gould, Tom Skerritt, Sally Kellerman og fleiri sköpuðu persónur sem gengu aftur í sjónvarpsþáttunum sem einnig er verið að sýna á Sýn. ★ ★ ★ ★ Laugardagur eskjunni. Leikstjóri Stan Dragoti. ★ 'A Sýn ►23.20 Ég hef ekki séð Blá- stróka (Blue Tornado, 1990), en Malt- in og Potter segja myndina fyrst reyna að líkjast Top Gun og síðan E.T. en mistakast hvorutveggja. Þa.u gefa þessum háloftahasar ** (af fimm mögulegum) Aðalhlutverk Dirk Bene- dict og Patsy Kensit. Leikstjóri Tony Dobb. Sjónvarpið ►21.35 Steven Spiel- berg dansar nálægt væmninni með Ætíð (Always, 1989), þar sem flug- kappinn Richard Dreyfuss ferst við hetjudáð og gengur aftur í lífi ástvina sinna - Holly Hunter og Johns Good- man. Fagmennskan er auðvitað óað- finnanleg og ásjáleg. Audrey Hepburn leikur engil í sínu hinsta hlutverki og er það við hæfi. ★ ★ Sjónvarpið ►23.40 Engar umsagnir liggja fyrir um bresku bíómyndina Sæiiífi (Pleasure, 1994), um undarlegt par í Rúðuborg sem lendir í ýmsum ævintýrum. Leikstjóri er Ian Sharp og í aðalhlutverkum eru Jennifer Éhle, James Larkin og Adrian Dunbar. Stöð 2 ►15.00 Kwagga læturtil sín taka (Kwagga Strikes Back, 1993) kemur langt að - eða frá Suður-Afr- íku og telst því velkominn gestur. Þessi gamanmynd fjallar um ævin- týramann sem er rifinn út úr kyrrlátu lífí og rambar í hættuspil. Aðalhlut- verk Leon Schuster og Casper De Vries en leikstjóri David Lister - allir óþekktar stærðir rétt eins og myndin sjálf. Stöð 2 ^21.20 Kynferðisleg áreitni á vinnustað komst í brennidepil eina ferðina enn þegar spennumyndin Af- hjúpun (Disclosure, 1994) var frum- sýnd en hún snýr kynjaskiptingunni við: Kona sem er yfirmaður (Demi Moore) beitir karlmann sem er undir- maður (Michael Douglas) kynferðis- legum þrýstingi með dramatískum afleiðingum fyrir þau bæði. Nokkuð rennilega framreitt af hálfu leikara og Barrys Levinson leikstjóra en mála- tilbúnaðurinn erekki allurjafn sann- færandi. ★ ★ ★ Stöð 2 ►23.30 Danny Boyle leik- stjóri, handritshöfundur hans, John Hodge, og einn aðalleikaranna, Ewan McGregor, lofuðu strax góðu með hinni eitruðu spennumynd í grunnri gröf (Shallow Grave, 1994) - áður en þeir slógu í gegn með Trainspott- ing. Þrenning ungs fólks í Edinborg tekur nýjan leigjanda inn í íbúðina sem þau deila og þegar þau finna hann látinn og tösku fulla af peningum eiga þau í jafnmiklu sálarstríði innbyrðis sem átökum við hættuleg öfl að utan. ★ ★ ★ Stöð 2 ► 1.05 Fjölskyida sem hefur verið hundelt af FBI árum saman vegna þátttöku foreldranna í róttækl- ingahreyfingunni á sjöunda áratugn- um er í sjónarmiðju vel gerðrar drama- tískrar myndar Sidneys Lumet Ögur- stund (Running On Empty, 1988). Christine Lahti, Judd Hirsch, River heitinn Phoenix og Martha Plimpton eru hvert öðru betra. ★ ★ ★ STÖÐ3 ►Upplýsingarumkvik- myndasýningar Stöðvar 3 lágu ekki fyrir þegar gengið var frá þessum pistli. Sýn ^21.00 - Sjá umfjöllun í ramma. Sunnudagur Sjónvarpið ►15.30 Rokkópera Pet- es Townsend úr hljómsveitinni The Who um daufdumban og blindan pilt sem verður poppstjarna er ekki bein- línis á djúpmiðum. En þótt kvikmynd Kens Russell Tommy (1975) sé barn síns tíma og skilgetið afkvæmi þessa myndfijóa og missmekkvísa leikstjóra er glás af góðmeti jafnt á mynd sem hljóðrás innan um illbærilegar lummur og jukk. Leikhópurinn - Roger Dal- trey, Ann-Margret, Oliver Reed, Elton John, Eric Clapton, Keith Moon, Jack Nicholson o.m.fl. - er ómótstæðileg- ur. ★ ★ 'A Sjónvarpið ►22.25 Nikulásarkirkj- an seinni hluti (sjá föstudag). Stöð 2 ►23.25 Terrence Malick var umsvifalaust skipað í hóp fremstu kvikmyndagerðarmanna Bandaríkj- anna með frumraun sinni í óbyggðum (Badlands, 1974), magnþrunginni lýs- ingu á sambandi tveggja ungmenna - Martin Sheen og Sissy Spacek - í uppreisn gegn umhverfi sínu sem leið- ir þau út í blóðsúthellingar. Malick var jafnákaft fagnað fyrir Days Of Heav- en árið 1978 en síðan hefur lítið til hans spurst. Missið ekki af þessari ljóðrænu og afar lúmsku ofbeldis- mynd, sem byggð er á sönnum atburð- um. ★ ★ 'A Sýn ►23.00 Lewis Collins leikur málaliða i Stríðsforingjanum (The Commander, 1988), einu af voðaverk- um eins versta leikstjóra samtímans, Anthony M. Dawson, réttu r.afni An- tonio Margheriti. Ég hef ekki séð hana og er ákveðinn í að gera það ekki. Aðrir gera það á eigin ábyrgð. Loks get ég ekki stillt mig um að benda á að tvívegis á mánudag sýnir Stöð2 ►13.00 og ►23.25 einaaf albestu spennumyndum meistara Alf- reds Hitchcock Lestarferð (Strangers On A Train, 1951). Þessi sjaldséða perla segir frá tveimur mönnum sem hittast um borð í lest og annar sting- ur upp á því að þeir skiptist á morð- um. Sá sami tekur hugmyndina lengra. Hann er leikinn snilldarlega af Robert Walker. Mynd sem enginn má missa af: ★ ★ ★ Árni Þórarinsson i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.