Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 62

Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 62
62 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ sem HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó GOTi BÍÓ cmm’Titi CLffum GERttRi) ALLT í GRÆNUM SJO ' J tm- v. 1»% m Verndarenglarnir er spennu- og gamanmynd með Gerard Depardieu og Christian Clavier í aðalhlutverkum. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. Sagt er að hörðustu brimbrettagæjar heims séu í suður-Englandi. Þetta eru brjálaðir Lundúnarbúar sem ferðast suður til að kljúfa stórhættulegar öldur reifa allar nætur og lifa eins hratt og mögulegt er. Blue Juice er kröftug, spennandi og rennandi blaut kvikmynd með Ewan McGregor úr Trainspotting í aðalhlutverki. Heppnir gestir sem kaupa miða á Blue Juice fá gefins Stuzzy bol eða derhúfu frá Xtra á Laugavegi 51. STAÐGENGILLINN KLIKKAÐI PRÓFESSORINN Harðsvíraður málaliði tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem hefur aðalbækistöðvar í gagnfræðaskóla i suður Flórída. Aðalhlutverk: Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The Crow), Diane Venora (Heat) Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. [Í[D)[D Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Ekki missa af þessum frábæru kvikmyndum. Sýningum fer fækkandi!! BRIMBROT DAUÐUR Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. I2ára Sýnd kl. 6.50. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Julia á leið í hjónaband ► BANDARÍSKA leikkonan Jul- ia Roberts, 29 ára, er sögð vera á leiðinni í hjónaband, öðru sinni, nú með líkamsræktarþjálfaran- um Pasquale Manocchia, 34 ára. Aður var Julia gift sveitasöngv- aranum og leikararnum stór- skorna, Lyle Lovett, en það var einmitt hann sem sannfærði Juliu um að hún ætti að taka bónorði Pasquales um giftingu. Julia hef- ur verið orðuð við ýmsa af fræg- ustu leikurum í Hollywood í gegnum tíðina, þar á meðal Dani- el Day Lewis, Richard Gere, Ja- son Patrick og Ethan Hawke. Fundum hennar og Pasquales bar saman þegar hann var ráðinn sem einkaþjálfari hennar þegar tökur á myndinni „My Best Fri- end’s Wedding" stóðu yfir. HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Steikur í súpunni FALLÞUNGI kvikmyndadilka á sjón- varpsdagskránni undanfarnar vikur hefur ekki verið mikill; mest hefur borið á lítilsigldu súpukjöti og jafnvel eintómum súputeningum og yfir þessu var ég að nöldra í síðustu viku. Þessa helgina bregður svo við að nokkrir þykkir og safaríkir skrokkar eru á boðstólum. Þar má nefna lambakjöt af nýsjátruðu, þar sem er skoski tryll- irinn í grunnri gröf (Shallow Grave) frá höfundum Trainspotting og svo langmaríneraðar steikur á borð við í óbyggðum (Badlands) og hina ein- stæðu stríðskómedíu Roberts Altman MASH. Og forvitnilegt verður að reyna hvernig Tommy, hin gamla poppópera Kens Russell og The Who, fellur að bragðlaukunum tveimur ára- tugum síðar,_______________________ Föstudagur Sjónvarpið ►22.20 Þýska sjón- varpsmyndin Nikulásarkirkjan (Die Nicholaikirche, 1994), sem sýnd er í tveimur hlutum í kvöld og sunnudags- kvöld, er forvitnileg þó ekki væri nema fyrir þær sakir að í aðalhlutverkinu er Barbara Auer sem nýlokið hefur að leika titilhlutverkið í íslensku bíó- myndinni María eftir Einar Heimisson. Annar íslandsvinur, Otto Sander (Bíó- dagar), er einnig í leikhópnum, en myndin íjallar um líf fjölskyldu í Leipz- ig um það leyti er Berlínarmúrinn féll. Leikstjóri er Frank Beyer. Stöð 2 ►21.00Þrírvitgrannir þungarokkarar taka útvarpsstöð her- skildi til að koma músík sinni á fram- færi. Þetta er hugmyndin á bak við „gamanmyndina“ I beinni (Airheads, 1994), en gæsalappirnar segja það sem segja þarf. Brendan Fraser, Joe Mantegna og Steve Buscemi geta sig hvergi hrært, og Michael Lehman leik- stjóri ekki heldur. ★ 'A Stöð 2 ►22.40 Jean-Claude Van Damme fer í splitt og sparkar sig gegnum framtíðartryllinn Tímalögg- an (Timecop, 1994) og má þakka flinkum leikstjóra, Peter Hyams, að hann sleppur án tiltakanlegra saum- sprettna. Menn skyldu ekki rýna of djúpt í tímaflakksfléttu handritsins en að öðru leyti er myndin nokkuð hrað- skreið afþreying. ★ ★ 'A Stöð 2 ►O .20 Dean heitinn Martin er, ásamt Frank Sinatra og þeim feita skúrki Victor Buono, það skemmtileg- asta við vestragrínið Spilavítið (Four ForTexas, 1963). Ogtværbosma- miklar gyðjur, Anita Ekberg og Urs- ula Andress, auka á augnayndið. Leik- stjóri Robert Aidrich. ★ ★ 'A STÖÐ3 ►Upplýsingarumkvik- myndasýningar Stöðvar 3 lágu ekki fyrir þegar gengið var frá þessum pistli. Sýn ►21.00 Tom Hanks færúr litlu að moða í titilhlutverki gamanmyndar- innar Maðurinn í rauða skónum (TheMan With OneRedShoe, 1985) - endurgerð fransks farsa eftir Yves Robert, sem tókst mun betur - um sakleysingja hundeltan af leyniþjón- ustumönnum fyrir tóman misskilning. Góður leikhópur rís ekki upp úr flatn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.