Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 56

Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Grettir Smáfólk i don't KNOW WHEN tM BIRTHDAY 15, AND I PON'T KNOU) HOU) OLD I AM.. AND THE DAISY HILL PUPPV FARM ISN'T THERE ANYMORE! EVERYTHING'S 60NE! Ég veit ekki hvenær ég á af- mæli og ég veit ekki hvað ég er gamall... Og Fífilhæðar-hundakofinn er þar ekki lengur! Allt er horfið! Nei, ég er hérna ennþá. Heimildir að baki greinar Frá Hallgrími Þ. Magnússyni Ágæti Ólafur landlæknir VEGNA þeirrar reglu sem Morg- unblaðið hefur sett sér um að birta ekki heimildaskrár þá komu þær ekki með grein minni sem birtist þann 30.10. síð- astliðinn. Vegna tilmæla þinna vona ég að þeir sjái sér fært að birta allar heim- ildimar og þú haf- ir þá Morgunblað- ið frá 30.10. við hendina til þess að bera númerin saman. Einn af grund- vallarþáttum í læknisstarfi er að fræða fólk um hvernig það geti stuðlað að betri heilsu og álít ég mig vera að gera það með því að vekja athygli á skaðsemi geril- sneyddrar kúamjólkur fyrir heilsu mannsins, því ef við notum heilann og hugsum þá getur gerilsneydda mjólkin ekki verið holl fyrir okkur ef hún drepur kálfana. Aldrei mund- um við láta gerilsneyða móðurmjólk- ina fyrir böm okkar ef við vissum að hún hefði skaðleg áhrif á heilsu þeirra eftir að það væri gert. 1. Bieler Henry G. M.D., Food is Your Best Medicine, Random House, New York, NY, USA, May 1969, p.213. 2. Clark Linda, Stay Young Lon- ger, Pyramids Books, New york, 1971, p.194. 3. Bulit Darlington, Jean, „Whay Milk Pasteurization?“, The mral New Yorker 3 May 1947, p.4. 4. Broadston, Elizabeth J, „Hear Ye Mothers!" Let’s Live Febra- ary 1955, p.12. 5. Pottinger Francis M, Jr,M.D., „A Fresh Look at Milk“ The History of Randleigh Farm. William R. Kenan, Jr, Lockport, NY, 1942, 4th ed. 6. Organic Consumer Report. 7 Oktober 1975. 7. Pottenger, Francis M. Jr,M:.D., „The Effect of Heat-Processed Foods and Metabolised Vitamin D Milk on the Dentofacial Structures of Experimental ani- mals“. American Journal of Ort- hodontics and Oral Surgery, August 1946, pp. 467-85. 8. Journal of the American Medical Association October 28 1974. 9. Joumal of Behavioral Ecology March 1981. 10. Lancet 11 437-489. HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON, læknir. Poppmessa gegn ofbeldi Frá Þórhalli Heimissyni Á UNDANFÖRNUM vikum hefur mikið verið íjallað um meint ofbeldi meðal unglinga á íslandi. Einnig hafa verið sagðar hrikalegar fréttir af því ástandi sem virðist ríkja í heimi unglinga. Lítið hefur aftur á móti farið fyrir því sem betra er enda teljast góðar fréttir víst ekki fréttamatur hjá íslenskum fjölmiðl- um. Það er staðreynd sem blasir við öllum þeim sem starfa með ungling- um að ástand mála getur oft orðið býsna slæmt. En hveijum er um að kenna og hvort ástandið sé eitthvað verra meðal unglinga en hjá fullorðn- um, um það má deila. Hveijir eru mestu ofbeldisseggirnir niðri í miðbæ Reykjavíkur um helgar, unglingar eða drakkið fullorðið fólk? Og hvað má segja um alla þá skefjalausu of- beldisdýrkun sem á sér stað í kvik- myndum, sjónvarpi og tölvuleikjum? Er hægt að ætlast til að unglingar snúi baki við ofbeldinu þegar ofbeldi er haldið að þeim alla daga? Til að leysa úr þeim vanda sem vissulega er fyrir hendi þyrfti sam- stillt átak í þjóðfélaginu á mörgum sviðum, þar sem auknum kröftum samfélagsins væri veitt til skóla og fjölskyldumála og þar sem foreldram gæfist meiri tími til þess að sinna börnum sínum en nú er. Sunnudaginn 24. nóvember verður haldin poppmessa gegn ofbeldinu í Hafnarfjarðarkirkju. Að poppmess- unni standa félagar úr kór og æsku- lýðsfélagi kirkjunnar og Félagsmið- stöðin Vitinn. Markmiðið er að kalla saman unglinga, foreldra og alla aðra sem að unglingamálum koma, til þess að sýna samstöðu gegn þeirri ofbeldisbylgju sem hefur farið svo hátt að undanförnu. Við ætlum að biðja um vináttu og skilning og ekki síst kraft Guðs inn í þetta samfélag okkar. En fyrst og fremst ætlum við að gefa unglingum og fullorðnum tækifæri til þess að snúa bökum sam- an gegn ofbeldisdýrkuninni. Popp- messan hefst kl. 20.30. Viljum við hvetja alla unglinga, foreldra og aðra sem þetta málefni brennur á, til að fjölmenna, sýna viljann í verki og sækja kraft hjá Guði og í samstöð- unni með öðrum gegn ofbeldinu. SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Hvað skal segja? 70 Væri rétt að segja: Hingað koma ferðamenn af ýmsum þjóðern- um? Mörgum þætti betur fara: ... ferðamenn af ýmsu þjóðerni. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.