Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI I UM 77% HAGNAÐARAUKNING HJÁ EURO DISNEY -38,8 1)2" 92/93 93/94 94/95 95/96 ** Varopnaður 12. apríl ■ Aðsókn í milljónum 1996 -370,8 -1.101,0 ■ Hreinn hagnaður á fjárhagsári til 30. sept. í milljónum doliara 1992 1993 1994 EuroDisney með hagnað París. Reuter. EURO DISNEY hefur skýrt, frá því að hagnaður hafí aukizt um 77% og 11,7 milljónir hafi sótt skemmtigarð- inn í nágrenni Parísar undanfarið ár. Nettótekjur jukust í 202 milljónir franka eða 39,7 milljónir dollara á 12 mánuðum til septemberloka úr 114 milljónum fyrir ári, en kostnaður af rúmlega 15 milljarða franka skuld jókst. „Við skilum hagnaði annað árið í röð,“ sagði Philippe Bourguignon stjórnarformaður, „og garðurinn gengur vel.“ Hins kvaðst hann ekki hafa í hyggju að greiða arð og sagði að í fyrirsjáanlegri framtíð væri hyggilegra að veija fénu til að greiða niður skuldir. Euro Disney tapaði rúmlega sjö milljörðum franka fyrstu tvö árin eftir að skemmtigarðurinn var opn- aður, en skilaði hagnaði í fyrra þeg- ar aðgangseyrir hafði verið lækkaður og bætt við leikföngum. Opin kerfi hf. ætla ekki að kaupa hlutabréf í Nýherja Telja bréfin ekki álit- lega, fjárfestingu OPIN kerfi hf., hafa ekki lengur áhuga á að eignast stóran hlut í Nýheija hf., umboðsfyrirtæki IBM. Framkvæmdastjóri Opinna kerfa segir að á undanförnum dögum hafi hlutabréf í Nýherja hækkað svo mikið í verði að þau séu ekki lengur álitleg fjárfesting. Þá segist hann hafa orðið fyrir vonbrigðum með vinnubrögð Verðbréfamark- aðs íslandsbanka (VÍB), sem hafi verið falið að hafa miliigöngu um hugsanleg kaup Opinna kerfa á hlutabréfum í Nýheija. Gengi hlutabréfa í Nýheija hefur hækkað um tæp 30% á síðastliðnum tveim- ur vikum eða úr 1,92 í 2,45 síðdeg- is í gær. Undanfarnar tvær vikur hafa Opin kerfi, umboðsfyrirtæki Hew- lett Packard hér á landi, kannað kaup á hlutabréfum í Nýheija hf., umboðsaðila IBM. Opin kerfi hafa verið í kaupviðræðum við hluthafa í Nýheija en þeim viðræðum var endanlega slitið í gær að sögn Frosta Bergssonar, framkvæmda- stjóra Opinna kerfa. Hann segir að áhugi fyrirtækisins á Nýheija hafi vaknað fyrir um tveimur vik- um. „Þá var gengi bréfa í Nýheija 1,92 og hafði því sem næst staðið í stað síðustu átján mánuði. Á meðan hafði gengi bréfa í mörgum sambærilegum fyrirtækjum hækk- Vonbrigði með vinnu- brögðVÍB að verulega og í Tæknivali hafði gengið þrefaldast. Staðan var sú að markaðurinn virtist hafa litla trú á Nýheija og framboð hluta- bréfa í fyrirtækinu var mikið. Að okkar áliti hafði Nýheiji góða vöru að bjóða og mörgu hæfu fólki á að skipa þannig að við töldum að bréfin væru of lágt skrifuð og væru góður fjárfestingarkostur. Við leituðum því til VÍB og báðum hann um að athuga kaup á hluta- bréfum í Nýheija og hafa milli- göngu um hugsanleg kaup. Einhverra hluta vegna fréttist af áhuga okkar á Nýheija og þá fóru bréfin að hækka, á skömmum tíma hækkaði gengi þeirra úr 1,92 í 2,20 og nú eru þau komin upp undir 2,50. Að mínu mati er það of hátt verð fyrir bréfin þannig að þau eru ekki lengur álitlegur kost- ur fyrir okkur. Samstarfið við VIB olli okkur nokkrum vonbrigðum en þetta verðbréfafyrirtæki er jafn- framt einn af stærri hiuthöfunum í Nýheija,“ segir Frosti. Ótti um „óvinveitta yfirtöku“ ástæðulaus Frosti segist hafa orðið undrandi á fréttum um að sumir hluthafa Nýheija hafi túlkað áhuga Opinna kerfa þannig að þau væru að reyna að ná undirtökum í Nýheija með óvinveittri yfirtöku. „Slíkur ótti er ástæðulaus og úr lausu lofti grip- inn. Vegna traustrar fjárhagsstöðu Opinna kerfa höfum við keypt bréf í ýmsum fyrirtækjum, sem við höfum átt um lengri eða skemmri tíma. Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á að eiga gott samstarf við aðra eigendur og stjórnendur þeirra fyrirtækja, sem við höfum fjárfest í. Meðan við vorum t.d. hluthafar í Tæknivali áttum við mjög gott samstarf við aðra eig- endur þess og stjórnendur þótt fyrirtækin væru stundum keppi- nautar. Þá hef ég enga trú á að samkeppni á „stórtölvumarkaðn- um“ hefði verið stefnt í hættu þótt Opin kerfi hefðu eignast hlut í Nýheija.“ segir Frosti. Nú, þegar ljóst virðist að Opin kerfi fjárfesta ekki í hlutabréfum í Nýheija, vaknar sú spurning hvort fyrirtækið sé byrjað að líta í kringum sig eftir öðrum íjárfest- ingarkostum. Frosti segir að svo sé.'„Við höfum vissulega áhuga á að fjárfesta í góðum fyrirtækjum hér eftir sem hingað tii. Við mun- um skoða okkar gang vel á næstu vikum og leggja áherslu á að und- irbúa slíkar fjárfestingar vel og tryggilega." I ) > i ) Kexverksmiðjan Frón með flórar nýjar kextegundir á markað Morgunblaðið/Kristinn EGGERT Magnússon, framkvæmdastjóri Kexverksmiðjunnar Frón, með nýju kextegundirnar frá Frón. Sjávarútvegssjóður íslands með hlutafjárútboð Fimmtíu milljónir króna boðnar út * Islenskt tekex í verslanir KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur sett á markað tekex eftir liðlega fjörutíu ára hlé og er það eina íslenska tekexið á markaðnum. Auk þess hefur verksmiðjan hafið framleiðslu á fleiri nýjum kexteg- endum og umbúðir tveggja kex- tegunda hafa fengið andlitslyft- ingu. Að sögn Eggerts Magnússonar, framkvæmdasljóra Kexverk- smiðjunnar Frón, er fyrirtækið sjötiu ára á þessu ári og eru nýju tegundirnar meðal annars komn- ar til vegna afmælisins. „ Við sett- um nýlega á markað jólasmákök- ur sem heita prakkarakökur, smákökur með kanil og engifer, og skopparakökur, smákökur með súkkulaðidropum og höfrum. Ef salan á þeim gengur vel geri ég ráð fyrir að þær verði seldar áfram en þá í öðrum umbúðum enda eru jólin bara einu sinni á ári.“ Önnur nýjung frá Frón er hafrakex sem er inniheldur minni sykur en annað gróft kex frá fyr- irtækinu. íslenskir framleiðendur í kynningarsamstarf Eggert segir að nýlega hafi vanilluhringirnir og súkkulaðibi- takökurnar frá Frón fengið and- litslyftingu með nýjum umbúðum. „Báðar tegundirnar eru komnar í hentugri og nútímalegri umbúð- ir sem hlífa þeim betur þannig að þær brotna síður. Nýju tegund- irnar eru allar komnar í verslanir og fyrir jólin verða þær kynntar í samstarfi við aðra íslenska fram- leiðendur. Sjávarútvegssjóður íslands hf. hefur í dag almennt útboð hlutafj- ár að nafnverði 50 milljónir króna og er sölugengi bréfanna í upp- hafi 2,045. Gengi hlutabréfa í sjóðnum verður reiknað út daglega á útboðstímanum, sem stendur til 18. maí á næsta ári Sjávarútvegssjóður Islands var stofnaður 8. nóvember sl. Stofn- hluthafar sjóðsins eru Hlutabréfa- sjóður Norðurlands, Kaupþing Norðurlands, Lífeyrissjóður Norð- urlands, Lífeyrissjóður KEA, Líf- eyrissjóður Austurlands, Lífeyris- sjóðurinn Hlíf, Lífeyrissjóður Vest- mannaeyinga og Lífeyrissjóður Vestfirðinga auk einstaklinga. Stofnhlutafé sjóðsins er 100 millj- ónir króna. Tilgangur sjóðsins er að fjár- festa í fyrirtækjum í sjávarútvegi og tengdum greinum. Miðað er við að 80% af eigum sjóðsins verði að jafnaði bundin í hlutabréfum innlendra og erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdri starf- semi. Sótt verður um skráningu á Verðbréfaþingi Hlutabréfin verða ekki gefin út í föstum nafnverðseiningum en lágmarksupphæð er þó 10 þúsund krónur að nafnverði. Bréfín verða | seld gegn staðgreiðslu en kaup- t endum gefst einnig kostur á að ^ greiða bréfín með boðgreiðslum | greiðslukortafyrirtækjanna. í frétt frá sjóðnum kemur fram að sótt hafí verið um staðfestingu ríkisskattstjóra á því að félagið fullnægi skilyrðum um frádráttar- bæmi kaupverðs hlutabréfa í ár og sótt verður um skráningu hluta- bréfanna á Verðbréfaþingi íslands þegar fjöldi hluthafa er orðinn 200. § Kaupþing Norðurlands hefur k umsjón með hlutafjárútboðinu og j. er jafnframt aðalsöluaðili bréf- “ anna. Auk þess verða bréfin til sölu hjá Kaupþingi hf. og spari- sjóðum um allt Iand. 13:00 froðleikur f astudbgum sverðar kynningar alla föstudaga Nýherji býður nú viðskiptavinum sínum til sérstakra fræðslustunda alla föstudaga frá kl. 13:00-18:00. Á hverjum föstudegi verður tekið fyrir ákveðið svið í tengslum við tölvu- og skrifstofubúnað. Gestum gefst tækifæri til að kynnast halstu nýjungum og ræða við sérfræðinga Nýherja á viðkomandi sviði. Hópvinnuhugbúnaður Föstudaginn 22. návembBr kynnum við Lotus Notes sem í dag er leiðandi á sviði hópvinnuhugbúnaðar. Kynningin fer iram í verslun Nýherja að Skaftahlíð 24 ag stendur frá kl. 13:09- 18:00 og eru allir velkomnir. Meðal efnis: Domíno Internetmiðlarinn Lotus Notas 4.5 Lotus Components íslensk hughúnaðarverkefni NÝHERJI Skaftahlíð 24 - Sími 569 7700 http://www.nyherji.is t t I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.