Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 11

Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 11 FRÉTTIR Flokksþing Framsóknarflokks á 80. afmælisári flokksins hefst á Hótel Sögu í dag Framsóknarmenn virðast ánægðir með stöðu flokksins um þessar mundir. Hann er í ríkis- stjóm og stendur vel í skoðana- könnunum enda efnahags- og at- vinnulíf í uppsveifiu. Forusta flokksins stendur traustum fótum og formaðurinn virðist óumdeildur. Þessu til viðbótar á Framsóknar- flokkurinn 80 ára afmæli á þessu ári og verður sérstök afmælishátíð á laugardag í Háskólabíói af því tilefni. En það er ekki þar með sagt að flokksþingið verði tíðindalaust og þeir 600 fulltrúar, sem þar eiga seturétt, verði sammála um allt. Það virðist meðal annars stefna í líflega umræðu um sjávarútvegs- mál. Á fundi sjávarútvegshóps fram- sóknarmanna á Reykjanesi í vik- unni, var ályktað að þótt ekki sé rétt að setja veiðileyfagjald á sjáv- arútveg að óbreyttu sé hins vegar eðlilegt að endurskoða þá afstöðu þegar greinin hefur náð að laga sig að bættum aðstæðum. Auð- lindagjald geti t.d. verið ígildi virð- isaukaskatts á allar féseldar veiði- heimildir. Þar er átt við þær veiði- heimildir sem seldar eru án þess að um sé að ræða beina hagræð- ingu milli skipa. Sjávarútvegshópurinn bendir einnig á þann möguleika að úthlut- un aflaheimilda á þorski umfram t.d. 220 þúsund lestir verði hagað með þeim hætti að nýliðar í grein- inni fái hluta, og hluti verði seldur á uppboðsmarkaði. í ályktun Reyknesinganna segir að meginvandamál aflamarkskerf- isins sé meint brask með veiðiheim- ildir og að nauðsynlegt sé að gera úttekt á umfangi og eðli viðskipta með þær. Þá er fjallað um úrkast fisks og bent á þann möguleika að skipum verði heimilt að landa ákveðnum hluta afla síns utan afla- marks og selja þann afla á verði, sem nemi t.d. 15-20% af meðal- verði sömu tegundar. Þannig verði tryggt að verðmæti berist á land í stað þess að lenda í sjónum, og andvirði aflans ætti að renna til sjómanna og hafrannsókna. Umræður um auðlindagjald í uppsiglingu Flokksþing Framsóknarflokksins hafa á síðari árum ekki verið vettvangur mikilla átaka og almennt er ekki búist við að öðru máli gegni um þingið sem hefst í dag á Hótel Sögu. Að mati Guðmundar Sv. Hermannssonar gætu þó orðið líflegar umræður um ýmis mál á þinginu, svo sem sjávarútvegsmál. Ræðu formanns beðið Hjálmar Árnason alþingismaður viðraði þessar hugmyndir á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gær og mun væntanlega fylgja þeim úr hlaði á flokksþinginu. Óvíst er hvaða viðtökur þær fá á flokksþinginu en veiðileyfagjald hefur ekki átt upp á pallborðið innan flokksins til þessa. Þess er hins vegar greinilega beðið með nokkurri eftirvæntingu hvaða áherslur Halldór Ásgrímsson for- maður flokksins leggur í þessum efnum í yfirlitsræðu sinni, sem hefst klukkan 13.15 í dag og verð- ur sjónvarpað beint á Stöð 2. En undanfarið hefur Halldór talað nokkuð fijálslegar en áður um kvótakerfið og mögulegt veiði- gjald. Ekki mun vera minnst á veiði- leyfagjald í ályktunardrögum um sjávarútvegsmál, sem leggja á fyr- ir flokksþingið, heldur sagt að nauðsynlegt sé að eyða þeirri óvissu, sem stöðug umræða um rekstrarumhverfi sjávarútvegsins hafi skapað og skapa stöðugleika og sátt um fiskveiðistjórnunina. Þá er miðað við að áfram verði byggt á núverandi afiamarkskerfi. ESB-aðild útilokuð í ályktunardrögum um utanrík- ismál mun kveðið uppúr með að sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins samrýmist ekki íslensk- um hagsmunum og útiloki því að- ild að ESB. Hins vegar sé nauðsyn- legt að hafa góð samskipti við ESB og leitast verði við að hafa áhrif á framtíðarþróun Evrópu. Þá er fjallað um stækkun Atlantshafs- bandalagsins og sagt að ekki megi útiloka nein ríki frá aðild sem þess óska, og það eigi sértaklega við um Eystrasaltslöndin. Búist er við talsverðum umræð- um um viðkvæm mál eins og heil- brigðismál og félagsmál, enda eru þessir málaflokkar undir stjórn ráðherra Framsóknarflokksins. Þá ætlar Samband ungra framsóknar- manna að leggja mikla áherslu á kröfu um að mánaðargreiðsiur námslána verði teknar upp aftur í stað eftirágreiðslna og að endur- greiðsluhiutfall lánanna lækki. Undir þessar kröfur mun raunar vera tekið í drögum að ályktun um menntamál en um þetta mál er nú tekist á milli ríkisstjórnarflokk- anna. Þingmenn flokksins á höfuð- borgarsvæðinu, einkum Siv Frið- leifsdóttir og Ólafur Örn Haralds- son, hafa síðustu misseri látið kjör- dæmaskipunina til sín taka og hvatt ríkisstjómina til dáða við væntanlega endurskoðun á kosn- ingalögum. Þessi mál mun hafa borið á góma á kjördæmisþingum flokksins undanfarið en úti á landi líta menn þessi mál nokkuð öðrum augum en fyrir sunnan. Siv segist hins vegar ekki eiga von á að umræða um kosningalög- in taki mikinn tíma á flokksþing- inu, enda hafi forsætisráðherra nýlega staðfest á Alþingi að vinna við endurskoðun kosningalaganna heijist innan skamms af fullum krafti innan ríkisstjórnar og þing- flokka. Þá hafi flokkurinn ályktað á síðasta fiokksþingi, að jafna eigi vægi atkvæða, einfalda kosninga- löggjöfina og kanna möguleika á persónukjöri. Jafnréttisáætlun Umræða um sameiningarmál á vinstri væng hefur ekki verið áber- andi innan Framsóknarflokksins og ekki mun vera minnst á þau í ályktunardrögum sem lögð verða fyrir þingið af hálfu flokksstjórnar- innar. Þar er hins vegar að finna sér- staka tillögu um jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins 1996-2000. Samkvæmt henni er það markmið sett að árið 2000 verði hvorki hlut- ur karla né kvenna í starfi á vegum flokksins lakari en 40%. Gert er ráð fyrir er ráðinn verði jafnréttis- ráðgjafi til starfa og skipuð verði jafnréttisnefnd flokksins sem fylgi áætluninni eftir. Þessi tillaga er upprunnin hjá Landssambandi framsóknar- kvenna en á landsfundi sambands- ins fyrir ári voru lögð drög að jafn- réttisáætlun. Þessi drög voru lögð fyrir landsstjórn flokksins og hún skipaði sérstaka nefnd til að vinna að tillögunni sem liggur nú fyrir flokksþinginu. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig hún fellur þing- fulltrúum í geð. Allir vilja endurkjör Ekki er talið að mikilla tíðinda sé að vænta í tengslum við kosn- ingar á flokksþinginu. Það er helst að átök geti orðið í kringum mið- stjórnarkjör en kosið verður um 25 sæti í miðstjórn. Kosið er í 6 embætti í fram- kvæmdastjórn flokksins og gefa þau sem þar sitja nú öll kost á sér til endurkjörs. Þetta eru Halldór Ásgrímsson formaður, Guðmundur Bjarnason varaformaður, Ingi- björg Pálmadóttir ritari, Unnur Stefánsdóttir gjaldkeri, Drífa Sig- fúsdóttir vararitari og Þuríður Jónsdóttir varagjaldkeri. Ekki er búist við að mótframboð komi gegn þessu fólki. Ungir fram- sóknarmenn hafa þó rætt um að bjóða fram til embættis vararitara og vilja ekki útiloka að til þess komi á þinginu. Þá voru um tíma umræður meðal Reykvíkinga um að bjóða Helga S. Guðmundsson fram í stöðu gjaldkera í stað Unn- ar en ólíklegt er að af því verði. Helgi segir að þessi umræða hafi ekki verið að sínu undirlagi enda sækist hann ekki sérstaklega eftir gjaldkeraembættinu og muni ekki efna til kosninga gegn Unni. Fjör á niðurleið Morgunblaðið/Rax NIÐURLEIÐIN verður ósjald- an greiðari að vetrarlagi eins og flestir kannast við á norð- lægum slóðum, enda fönnin hentug til að bregða á leik. Mismikill snjór hefur sést um landið að undanförnu, en börn- in gera ekki kröfu um mikið fannfergi áður en rykið er þurrkað af sleðum, snjóþotum og öðrum leiktækjum vetrar- íþróttanna og brunað af stað. Breytingar á skipulagi vinnumiðlunar Landið allt verði eitt vinnusvæði UMRÆÐUM um breytingar þær, sem fyrirhugaðar eru á skipulagi vinnumiðlunar í landinu samkvæmt stjórnarfrumvarpi um vinnumark- aðsaðgerðir, var fram haldið á Al- þingi í gær. Heiztu breytingarnar felast í því að landið verður gert að einu vinnusvæði og ríkið yfirtek- ur umsjón með allri vinnumiðlun, sem hingað til hefur verið á ábyrgð sveitarfélaganna. Tilgang breyting- anna segir félagsmálaráðherra vera ekki sízt þann, að virkja atvinnu- lausa. Gagnrýnendur frumvarpsins úr hópi þingmanna stjórnarandstöð- unnar segja það munu þrengja til muna hag atvinnulausra. Tillögur frumvarpsins gera ráð fyrir að yfirumsjón vinnumiðlunar í landinu verði á verksviði nýstofn- aðrar Vinnumálastofnunar, og und- ir henni muni starfa svæðisvinnu- miðlanir, a.m.k. ein í hveiju kjör- dæmi landsins. Gert er ráð fyrir að samhliða starfsemi svæðisvinnu- miðlana fari tölvutæk atvinnuleys- isskráning fram á nær öllum þétt- býlisstöðum landsins. I máli Páls Péturssonar félags- málaráðherra kom fram, að við færslu vinnumiðlunar frá sveitarfé- lögunum til ríkisins gerðist meira en að rikið taki yfir óbreytt sömu verkefni og vinnumiðlanir sveitarfé- laganna hafa sinnt. Tiigangur fyrir- hugaðra breytinga sé ekki sízt sá, að virkja atvinnulausa. Með því að gera landið að einu vinnusvæði verður hægt að gera atvinnulausum einstaklingum að taka atvinnutil- boðum sem þeim eru boðin, hvaðan af landinu sem þau tilboð koma, en missa atvinnuleysisbætur ella. Ekki nauðungarflutningar Ráðherra sagði að ekki stæði til að flytja neinn nauðungarflutning- um, eins og nokkrir stjórnarand- stöðuþingmenn héldu ýram að þetta ákvæði gæti leitt til. I frumvarpinu væri hins vegar gert ráð fyrir styrkjum til fólks vegna búferla- flutninga. „Það er alveg aftan úr forn- eskju, að mismuna fólki eftir bú- setu ef það vill sækja um vinnu,“ sagði ráðherra, með vísan til ný- legs dæmis um fólk, sem hefði verið sagt upp vinnu í Reykjavík, vegna þess að það var búsett á Selfossi. Það væri því tvímælalaust mikið heillaskref að gera iandið að einu vinnusvæði. Ráðherra benti einnig á, að um það væru ákvæði í gildandi lögum, að ef atvinnulaus einstaklingur hafnar vinnu sem honum er boðin, hætti hann á að vera sviptur bótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.