Morgunblaðið - 22.11.1996, Page 6

Morgunblaðið - 22.11.1996, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Opinberri heimsókn forseta íslands til Danmerkur lauk í gær Islensk hand- rit, fiskréttir og flatbökur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. OPINBERRI heimsókn forseta ís- lands til Danmerkur lauk í gær. For- setinn lagði í gær íslenskum fram- leiðendum og útflytjendum lið. „íslenskt? Já, takk“ var boðskap- urinn í hverfisversluninni sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Islands og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heim- sóttu í gærmorgun, eftir að hafa kvatt Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu og Henrik prins. Á eftir var farið í Ámasafn til að undirstrika mikilvægi handritanna, en í hádeginu var mikilvægi útflutnings efst á blaði á ráðstefnu Útflutningsráðs þar sem gestir gátu sannreynt íslenskan gæðamat í listilegri útfærslu mat- reiðslumeistaranna Stefáns Sigurðs- sonar og Gísla Thoroddsen. ísland land möguleikanna í ræðu, sem forsetinn flutti á ráð- stefnunni, sagði hann m.a. að áður fyrr hefði einkum verið rætt um er- lenda fjárfestingu á íslandi á þann hátt að erlend fyrirtæki ættu að reisa hús á íslandi og hefja þar fram- leiðslu. „Nú er raunhæfara og árang- ursríkara og í samræmi við hina umfangsmiklu alþjóðavæðingu ís- lensks atvinnulífs að tala um sam- vinnu íslenskra og erlendra aðila til markaðssóknar út um allan heim,“ sagði Ólafur Ragnar. „Þessi sam- vinna gæti oft verið þríhymd í eðli sínu. íslensk fyrirtæki, erlend sam- starfsfyrirtæki, til dæmis frá Dan- mörku, og samstarfsaðilar í mark- aðslöndunum, til dæmis í Asíu eða Suður-Ameríku. Við þurfum að til- einka okkur nýja hugsun til að ná árangri í því fjölþætta markaðskerfi veraldarinnar sem nú þegar er veru- leiki. Alþjóðavæðingin í íslensku at- vinnulífi, einkum meðal yngri kyn- slóðar íslenskra stjórnenda og at- hafnamanna, hefur gert ísland að landi möguleikanna." Eftir hádegisverðinn var farið á frumsýningu í Danmörku á Djöfla- eyjunni og síðan j heimsókn á Pizza 67, sem er í eigu íslendinga. Sú heim- sókn þótti svo sérstæður liður í heim- sókn forsetans að þangað mættu einnig danskir blaða- og fréttamenn. Áður en keyrt var út á flugvöll var fundað með íslendingum í Jónshúsi. Við kjörbúðina í Hellerup, sem er í eigu stóru verslunarkeðjunnar Su- per Brugsen, var mannsöfnuður, sem vildi sjá þjóðhöfðingja í hverfisbúð- inni. Innandyra gátu gestir bragðað á íslensku góðmeti og skolað því nið- ur með íslensku vatni eða frönsku kampavíni. Síðustu handritin á heimleið í Árnasafni tók Peter Springborg yfirmaður þess á móti með þeim orð- um að svo skemmtiiega hittist á að verið væri að ganga frá síðustu hand- ritasendingunni til íslands. Afhend- ingin hefur tekið 25 ár, svo ljúka mætti viðgerð og ljósmyndun hand- ritanna, en 25 ár eru síðan fyrstu handritin voru afhent. Peter Spring- borg undirstrikaði að mörg handrit yrðu þó eftir og safnið yrði áfram fræðasetur og í röð stærstu handrita- safna á Norðurlöndum. Ólafur Ragnar sagðist koma í þessa heimsókn með sérstökum hug, því hans kynslóð hefði alltaf litið á safnið sem „höfuðkirkju íslenskrar menningar og þá sem þar störfuðu hápresta hennar". Handritin hefðu FRÉTTIR Morgunblaðið/Nordfoto í KJÖRBÚÐ verslunarkeðjunnar Super Brugsen í Hellerup var m.a. bragðað á íslenskum fiski. GUÐRÚN Katrín og Ólafur Ragnar njóta leiðsagnar Bents A. Koch í Árnasafni. verið uppspretta þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Islendinga og án þeirra hefði sú barátta verið óhugs- andi. Þorbjörg Helgadóttir ritstjóri forn- málsorðabókar safnsins sagði um orðabókarstarfið að líkt og lamba- kjötið og fiskurinn, sem nú mætti kaupa í Super Brugsen, hefðu haldið lífi í þjóðinni hefðu bókmenntirnar haldið andiegu lífi í henni. Orðabók- arstarfið fælist í að fiska á þeim miðum, aflinn væri 750 þúsund orða- bókarseðlar og hin fullunna vara sjálf orðabókin. Fylgdarmaður forsetans í Dan- merkurferðinni er Bent A. Koch fyrr- verandi ritstjóri og ötull stuðnings- maður íslendinga í handritamálinu. Það vakti með honum sérstakar til- finningar að heimsækja nú hina stál- vörðu handritageymslu, þar sem gripunum hefur heldur betur fækk- að, fyrir þrýsting hans og fleiri máls- metandi manna. Til Kaupmannahafnar í janúar Guðrún Katrín hefur vakið at- hygli og aðdáun þeirra danskra fréttamanna, sem hafa komið að heimsókninni fyrir skemmtilega og óþvingaða framkomu og er til þess tekið að hún fylgi manni sínum eftir í stað þess að kjósa dömudagskrá. Guðrún Katrín sagði að sér hefði einfaldlega þótt dagskráin áhuga- verð, auk þess sem sér þætti eðli- legra að þau hjónin tækju sameigin- legan þátt í því sem gert væri. Um gagnrýni á að íslendingum búsettum í Danmörku hefði ekki gefist nægilegt tækifæri til að hitta þau hjónin sagði Ólafur að hafa bæri í huga að heimsókn af þessu tagi væri fyrst og fremst til að kynn- ast því landi, sem heimsótt væri. Vináttufélag Dana og íslendinga og íslendingafélagið hefðu haldið opna samkomu. í tengslum við heimsókn sína til Kaupmannahafnar í janúar í tilefni af 25 ára stjórnarafmæli Margrétar Þórhildar gæfist kannski tækifæri til að hitta fleiri íslendinga. Fundur íslandsbanka um sameiginlegan Evrópugjaldmiðil sem taka á gildi 1. janúar 1999 Þróunin í EMU mun skipta öllu fyrir Island Moi^unblaðið/Kristinn GÓÐ aðsókn fólks úr viðskiptalífinu var að fundi Islandsbanka um sameiginlega Evrópumynt. AGNAR Hansson, deildarstjóri rann- sókna fyrirtækjasviðs íslandsbanka, sagði á fundi bankans um sameigin- legan gjaldmiðil í Evrópu, sem hald- inn var í gær, að þróun mála innan væntanlegs Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) gæti skipt öllu máli varðandi framtíðarþróun á Islandi. Ekki væri seinna vænna að hefja skipulega upplýsingaöflun og gagnaúrvinnslu varðandi EMU, sem á að ganga í gildi 1. janúar 1999. Agnar sagði að nú þegar rétt rúm tvö ár væru í gildistöku EMU þyrftu íslendingar m.a. að velta fyrir sér hvaða eignir og skuldir íslenzkra aðila væru bundnar á fyrirhuguðu EMU-svæði og hvemig tekjustreymi og útgjöldum væri háttað. Jafnframt þyrfti að skoða hvernig sú gengisá- hætta yrði, sem eftir stæði þegar gjaldmiðlum í Evrópu hefði verið fækkað verulega. Spuming væri hvað yrði um núverandi samninga, skuldabréf og annað slíkt eftir mynt- breytingu. Þá þyrfti að athuga hversu miklu þyrfti að breyta í tölvu- og upplýsingakerfum, sem fyrirtæki hefðu yfir að ráða. Síðast en ekki sízt þyrfti að skoða hvemig banka- stofnanir og fyrirtæki ætluðu að standa að upplýsingastreymi til al- mennings. EMU „þagað í hel“ Agnar benti á að ef gengið væri út frá því að sex ríki, Þýzkaland, Frakkland, Benelux-ríkin og Austur- ríki, væru ákveðin EMU-ríki, lægi fyrir að a.m.k. 26% vöruútflutnings Islands færu til EMU-ríkja eftir 1. janúar 1999, 28% innflutnings kæmu þaðan, 23% gjaldeyrisviðskipta væru við EMU-ríki, 25% erlendra skulda íslendinga væru í þessum ríkjum og sennilega um 18% erlendrar verð- bréfaeignar íslenzkra fjárfesta. „Sama er hvar gripið er niður. Þessi lönd skipta geysilega miklu máli fyrir okkur Islendinga. Sú þró- un, sem þarna er að eiga sér stað, kemur til með að skipta öllu máli varðandi framtíðarþróun á íslandi," sagði Agnar. Hann sagði að EMU yrði væntan- lega mikilvægasta einstaka efna- hagssvæðið fyrir íslenzk fyrirtæki. „Þess vegna er ákaflega mikilvægt að markviss upplýsingaöflun fari fram af okkar hálfu,“ sagði Agnar. „Ég hef heyrt sagt að það sé ótrú- legt hvernig Efnahags- og mynt- bandalagið hafi verið þagað í hel á undanförnum misserum. Ég held að beina verði þeirri áskorun til fyrir- tækja og fjármálastofnana, sem og fjölmiðla, að beita sér fyrir mark- vissri upplýsingaöflun og gagna- úrvinnslu þannig að menn geri sér Ijóst hvað er á döfinni og hvemig þeir ætla að bregðast við.“ Hugmyndir um aðgang EFTA-ríkja að greiðslukerfi Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, sagði að Seðlabank- inn og önnur stjórnvöld hefðu ekki skoðað áhrif EMU á ísland til hlítar. Skoðun á þessum málum væri að heijast í Seðlabankanum. Evrópu- sambandið og EMI, Peningastofnun Evrópu (undanfari Evrópska seðla- bankans), hefðu heldur ekki haft á reiðum höndurn svör um það, hver staða EFTA-ríkjanna, þar á meðal íslands, yrði í þinu nýja kerfi. „Þó liggja fyrir nýlegar hugmyndir um aðgang að greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans, TARGET- kerfinu,“ sagði Yngvi. „011 ESB-ríki, hvort sem þau verða aðilar að mynt- bandalaginu eða ekki, munu hafa aðgang að kerfinu, þó með þeim mikilvæga mun að lönd, sem standa utan myntbandalagsins, munu aðeins geta innt af hendi greiðslur í kerfinu ef þau eiga innstæður í Evrópska seðlabankanum. Enginn aðgangur er að lánafyrirgreiðslu eða stjórn- tækjum seðlabankans." Bæði kostir og gallar við aðild Yngvi Örn benti á að ríki gæti ekki öðlazt aðild að EMU nema vera í Evrópusambandinu, en það væri ekki nóg, einnig þyrfti að uppfylla ákvæði Maastricht-sáttmálans um frammistöðu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. ísland uppfyllti þau skilyrði hins vegar að mestu leyti. Yngvi sagði að rök fyrir aðild Is- lands að EMU væru einkum lægri viðskiptakostnaður, sem gæti numið 0,1-0,2% af landsframleiðslu, lægri langtímavextir og lægri verðbólga til langs tíma. Rök gegn EMU-aðild væru hins vegar að sjálfstæði til peningamálastjórnar yrði úr sög- unni, óljóst væri hvort Island og evró- svæðið væru hagkvæmt myntsvæði og jafnframt kæmu upp sömu álita- mál og varðandi aðild að Evrópusam- bandinu sjálfu; sérstaða íslenzks hagkerfis, sem byggðist á öðrum auðlindagrundvelli og byggi við aðrar hagsveiflur en efnahagslíf ESB-ríkj- anna. ll I t i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.