Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Háralitur og ímynd konunnar ÞAÐ eru eflaust margar ástæður fyrir því að konur láta lita á sér hárið. Sumar vilja einfaldlega breyta til, aðrar fela gráu hárin. Einhveijar eru bara að „fríka út“ og enn aðrar vilja skapa sér ákveðna ímynd með háralitnum. Þá erum við komin að kjama þessa máls, hvemig skapar háraliturinn konum ímynd? Hver þekkir ekki goðsögnina um að rauðhærðar konur séu skap- miklar en dökkhærðar konur ábyrgðarfullar? Segir ekki mál- tækið að oft leynist dyggð undir dökkum hárum? Hefur ekki verið sagt um aumingja ljóskumar að þær séu heimskar? í kvikmyndum hefur það verið nokkuð algengt að einfalda persón- ur á þennan hátt. Marilyn Monroe, frægasta ljóska heims, var gjarnan látin leika konur sem höfðu ekki mikið vit í kollinum en voru þeim mun kynþokkafyllri. Því miður varð raunin sú að þessi ímynd færðist yfir á hana sjálfa. Er Mari- lyn Monroe er líklega fyrsta konan sem fær á sigþann stimpil opinber- lega, að vera „dumb blonde“ eins og Ameríkanar orða það. Seinna hafa menn þó orðið að viðurkenna að undir hennar ljósa yfirbragði og fagra barmi leyndist sæmilega vel gefinn einstaklingur en það er önnur saga. Rauðhærðar konur áttu líka sína ímynd í kvikmyndunum. Þær voru gjaman sýndar sem afar skapmikl- ar og ákveðnar konur sem létu karlmennina ekki komast upp með neinn moðreyk. Þessi kvenímynd var áberandi um og eftir seinni heimsstyijöldina. Ýmsar frægar leikkonur gegndu þessu hlutverki eins og Rita Hayworth, Maureen OHara og Katherine Hepbum. Dökkhœrða hörkukvendlð ð framabrautinni. Þegar líða tók á fimmta áratuginn þokaði dökkhærða ímyndin þeirri rauðhærðu til hliðar. Dökkhærðu konurnar gegndu hlutverki hinnar trú- föstu og góðu eiginkonu og móður sem þarf að glíma við fjölskylduföður á villigöt- um. Reyndar var ímynd dökk- hærðu konunnar nokkuð á reiki því þær voru einnig sýndar sem ákveðnar en hættulegar konur. Margar þekktar leikkon- ur fóru með þessi hlutverk eins Ava Gardner, Elísabeth Taylor, Soghia Loren og fleiri. Á síðari ámm verður svo til hörkukvendið á framabrautinni sem svífst einskis, eins og í kvik- myndinni Diselosure þar sem hin dökkhærða Demi Moore fer með aðalhlutverkið. í nýlegri kvikmynd, sem heitir The President, stingur aftur upp kollinum goðsögnin um hina ábyrgðarfullu, dökkhærðu konu. Þar leikur Annette Bening stúlku sem ætlar sér frama í stjómmálum. Ákveður hún að Það er talið að um áttatíu prósent íslenskra kvenna skipti um háralit einu sinni eða oftar á ári. Spumingin er ekki hvort lita eigi hárið heldur hvemig? Hildur Einarsdóttir veltir því fyrir sér hvaða ímynd háraliturinn hafí. í KVIKMYNDINNI The President lék Annette Bening konu sem iitaði hárið á sér dðkkt til að tekið væri meira mark á henni í stjómmálunum. dekkja hár sitt, sem er ljóst, svo tekið verði mark á henni í metorða- kapphlaupinu í Washington. Raunveruieikinn styður ímyndina Það er ýmislegt sem bendir til þess að þær kvenímyndir sem hér hefur verið lýst lifi ennþá góðu lífi á meðal okkar. Sérstaklega á þetta við um ljóskuímyndina. Ein ástæð- an fyrir langlífi hennar má ætla að sé sú að Marilyn Monroe eignað- ist marga arftaka í kvikmyndun- um, bæði ameríska og evrópska. Má þar nefna Jane Mansfield, Brigitte Bardot, Jane Fonda, Farrah Fawcett og nýliðann í hópnum, Pamelu Anderson. Allar festust þær í kynbombuhlutverk- inu, að minnsta kosti í upphafi ferils síns og líkt og Monroe áttu þær stormasamt líf, þar sem marg- ir elskhugar komu við sögu. Fjöl- miðlarnir veltu sér upp úr einkalífi þeirra og af þeim spunnust oft fáranlegar sögur, sannar eða upp- lognar. í þessum tilfellum virðist eins og ímyndin og raunveruleikinn hafi stutt hvort annað og hefur það eflaust styrkt ímyndina um heimsku blondínuna enn frekar. Leikkonan Shar- on Stone, sem er glæsileg ljóska, virðist þó vera undan- skilin í þessari skilgreiningu því fjölmiðlar hafa fundið hjá sér hvöt til að taka það fram að Stone, sem hefur meðal annars leikið morðóð kvendi, sé vel gefin kona, - eins og þeir séu að leiðrétta ein- hvem misskilning. T-TÓSKUBRANDARARNIR bera vott um Ljóskur skemmta sér betur Ýmsir fleiri þættir hafa orðið þess valdandi að ljóskuímyndin hefur fest sig í sessi. Hljómplötu- iðnaðurinn hefur haft þar mikil áhrif. Söngvarar hafa nýtt sér ímyndina sér til framdráttar. Hver man ekki eftir hljómsveitinni Blondie með söngkonuna seið- andi, Debbie Harry,í broddi fylkingar. Debbie sem er ljóshærð gerir út á blond- ínu ímyndina í þokkafull- um söng sínum og fram- komu. Kvennagullið Rod Stewart, söng, „Blondes have more fun,“ á samnefndri plötu. Skyldi maður ætla að hann vissi hvað hann syngi því allar konumar hans hans hafa verið ljóskur. Fatahönnuðir hafa líka nýtt sér kvenímyndir kvikmyndanna. Að sögn Elsu Haraldsdóttir, eiganda Salon Veh, sem greitt hefur sýn- ingarstúlkum fyrir hátískusýning- arnar í París, velja tískuhönnuðirn- ir sér ákveðnar tískuímyndir ár hvert úr röðum sýningarstúlkn- anna. Sagði hún að ítalski fata- hönnuðurinn Versace sem hannar mjög þröngan og kynþokkafullan fatnað, veldi sér gjaman ljóshærð- LJÓSKAN eins og X'ersaco sér liana. iru dökkhærðor konur upp til hópo óbyrgður- fullor konur í óhrifo- stöðum, hættuleg hörkukvendi eðo jnf n- vel louslætisdrósir? MARILYNE Monroe er líklega fyrsta konan sem fær á sig það orð opinber- lega að vera heimsk ljóska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.