Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 19 NEYTENDUR Jakkaföt með teflonhúð og buxur sem má þvo í þvottavél ungnautakjöt Ekki verri þótt þau vökni I HERRAGARÐIN - UM, Aðalstræti og Kringlunni fást nú jakkaföt með teflon- húð sem, að sögn Sig- urþórs Þórólfssonar verslunarstjóra, er nýj- ung í fataframleiðslu. Jakkafötin eru frá þýska fyrirtækinu Cruse og kosta 24.980. Þau eru úr 45% ull og TEFLON hrindir frá sér vökva. 55% polyester. Teflonið á að hindra að hvers kyns vökvi setjist ofan í efnið og valdi blettum. Vökvinn perl- ar ofan á efninu og því verða jakka- fötin ekki verri þótt þau vökni, t.d. í rigningu. Sigurþór segir að þótt Cruse-jakkaföt með teflonhúð séu látin 20 sinnum í hreinsun, sé 85% af tefloninu enn í efninu og sjaldnar þurfi að hreinsa slik föt en önnur, vegna þess hve teflonið hrindir frá sé óhrein- indum. Ullarbuxur sem má þvo Þýska fyrirtækið Gardeur hefur hafið framleiðslu á silkifóðr- uðum buxum úr 100% ull, sem má þvo í þvottavél við 30 o. Slíkar buxur fást í þremur sniðum í Herragarðinum og kosta 9.480 kr. Sigurþór segir að varla þurfí að pressa buxurnar eftir þvott og fitu- blettir og önnur óhreinindi hverfi alveg. Ekki megi setja buxurnar í þurrkara, en þær þoli vel væga vindu í þvottavél. ULLARBUXUR, sem má þvo í þvottavél. KJÖTUMBOÐIÐ hefur sett á mark- að ungnautakjöt undir vörumerkinu Alltaf ferskt. Á umbúðum kemur fram að kjötið er fullmeyrnað og er meyrnunarferli nautakjöts út- skýrt. „Okkur fannst skorta þessar upplýsingar fyrir neytendur," segir Helgi Oskarsson, framkvæmda- stjóri. „Þarna er um að ræða valið ungnautakjöt, í flestum tilfellum lundir, fille og innanlærisvöðva, sem pakkað er í lofttæmdar umbúðir fyrir fullmeyrnað kjöt.“ Á umbúðum kemur fram meyrn- un kjötsins miðað við tíma sem lið- inn er frá slátrun. „Þremur dögum eftir slátrun er kjötið skorið í sneið- ar, sem pakkað er strax. Kjötið er kælt allan tímann og þegar það er sett í sölu, á 10. degi frá slátrun, hefur það náð um 80% meyrnun. Þá er það tilbúið til matreiðslu, en geymsluþol er allt að fjórar vikur.“ Kjötinu fylgja upplýsingar frá Uifari Finnbjörnssyni, matreiðslu- meistara, þar sem hann greinir frá steikingaraðferðum og tíma. Einnig kemur fram að 90-100% meymun á nautakjöti næst ekki fyrr en 20 dögum eftir slátrum og að litur kjötsins dökknar með tímanum. „Það er eðlilegt og orsakast af skorti á súrefni. Þegar umbúðimar em opnaðar fær kjötið aftur sinn ljósrauða og girnilega lit á 30 mín- útum.“ Sindrandi stjörnur á augnhárin ÞAÐ sem glóir, hvers kyns pjátur sem stirnir á, nýtur mikilla vin- sælda um þessar mundir, ef marka má evrópsk tískurit. Kona sem notar glansandi varalit, gylltan augnskugga eða silfrað- an augnblýant tollir samkvæmt þessu í tiskunni. Ekki er verra ef hún gengur í silfurlitum bux- um eða stíg- vélum. I tískuhús- um er gengið svo langt að framleiða litl- ar glansandi myndir til að líma á lakkað- ar neglur, og glitrandi stjörnur til að festaáaugn- hár. The European greindi nýlega frá því að helstu tísku- drósir i Lond- on, Mílanó og París væru nyög hrifnar af stjörnum til að lima á augnhár- in. Spurst var fyrir um sljörnur af þessu tagi í nokkrum snyrti- vörubúðum í Reykjavík og sagð- ist afgreiðslufólk kannast við þær úr erlendum tískublöðum, en ekki hafa þær til sölu. „Það er ólíklegt að íslenskar konur hafi áhuga á þessu, nema til að nota á tískusýningu eða grímu- balli," var efnislega svar flestra. Tískuskríbent The European segir að glans og glamúr sé hluti af tískustraumum sem kenndir eru við 7. áratuginn og sú tíska sé enn ríkjandi. Vitnað er í bresk- an viðskiptajöfur sem framleiðir gerviaugnahár. „Gerviaugnhár valda því augu virðast stærri. Morgunblaðið/Kristinn Gjafavöru- verslun flytur r VERSLUNIN E.B.A.S. gjafavör- ur, sem áður var til húsa að Snorrabraut 29, hefur flutt sig um set að Laugavegi 103 við Hlemm. Sem fyrr býður verslun- in upp á fjölbreytt úrval af gjafa- vörum fyrir öll tilefni. Eigendur verslunarinnar eru Einar H. Bridde og Alda Sigurbrandsdótt- ir, sem hér sést á myndinni í nýju versluninni. HÆGT er að líma sljörnur beint á augnhár eða á gerviaugnhár, eftir því hversu skrautleg augn- umgjörðin á að vera. Þau eru til í mörgum litum, lengdum og þykktum og falla mjög vel að tískunni núna. Þeir sem vilja geta skreytt augnum- gjörðina enn frekar með því að líma smástjörnur eða annað skraut á gerviaugnhárin. Plat, gervi og tíska haldast alltaf í hendur, en nú er það augljósara en oft áður.“ REYNISVATN Meistaramót Reykjavíkur Dorgveiði Á Reynisvatni í Reykjavík er hafiö meistaramót Reykjavíkur í dorgveiöi. Allir sem kaupa veiðileyfi taka sjálfkrafa þátt í mótinu og eru glæsileg verðlaun í boði. 1. verðlaun: Veiði og viðlegubúnaður frá Seglagerðinni Ægi ásamt áletrun með nafni vinningshafa á glæsilegan farandbikar. 2. verðiaun: Flugustöng meðtijóli ásamt flugukastkennslu. 3. verðlaun: Kvöldverður fyrir tvo á veitingastaðnum Við Tjörnina. Verðlaunin eru veitt fyrir stærstu fiskana sem veiddir verða í vetur í dorgveiði. Opið er alla virka daga þegar veður leyfir frá kl. 13.00-19.00 og um helgar frá kl. 10.00-19.00. Veiðileyfið kostar kr. 2.000 og eru fimm fiskar innifaldir í veiðileyfinu. Veiðimenn fá inneignarnótu nái þeir ekki að klára veiðikvótann þann dag sem veiði hefst og gildir hún þar til kvótinn fimm fiskar er tæmdur þó ekki lengur en til næstu áramóta. Mótinu lýkur um leið og ís tekur af vatninu. Opið verður alla daga um hátíðirnar frá kl. 10.00-19.00. Upplýsingar í síma 985-43789. Veiðivörður. wlett-Packard prentara . M i Liturinn er galdurinn. Hewlett-Packard er trygging fyrir gæðum, endingu og endalausri ánægju í litaútprentun. Hátækni til framfara HP LaserJet 4L geislaprentarinn. Tilvalinn prentari fyrir elnstaklinga og smærri fyrirtæki. Tilboésverö: HP ScanJet llcx litaskanninn. Glæsilegur hágæöa borðskanni. Hérá stórlækkuöu veröi. Tilboösverð: kr. 59.900 stgr. kr. 99.900 stgr. Kfl ■„<> * S A Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.