Morgunblaðið - 03.11.1994, Page 34

Morgunblaðið - 03.11.1994, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 T MORGUNBLAÐIÐ - > Avaxta Tilbob á ferskum vorslun fré 3* n Komdu og fdbufll á frábnr skammi STRAUMNES Vesturbergi 76 GRÍMSBÆ Etstalandi SPORHAMRAR Grafarvogl G^WLP GARÐATORG GARÐABÆ HRAUNBÆ 102 NORÐURBRUN2 SUÐURVERI BREIÐHOLTSKJÖR UATVÖRUVEfíSLUNIN Selfossi Skaftahlíð 24 MINNINGAR ELÍN KARITAS THORAR- ENSEN + Elín Karitas Thorarensen fæddist í Reykjavík 27. júní 1934. Hún lést á Landspítalan- um 30. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvog-skirkju 12. október. KOMDU sæl Elín og þakka þér fyrir síðast. Ég ætla að leyfa mér að rita hér nokkur orð um þig, jafnt til þeirra sem þekktu þig og þeirra er aldrei fengu að kynnast þér. Þótt ég hafi þekkt til Elínar K. Thorarensen frá blautu barnsbeini, leyfði ég mér ekki að kynnast henni náið fyrr en fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þá urðu þau tímamót í mínu lífi, að ég hafði ákveðið að leggja af stað út á hina strjálu rithöfunda- braut, eins heill og óskiptur og mér var mögulega auðið. Ég á erfitt með að lýsa því með orðum hve mikilvægt það var viðkvæmu hugsandi hjarta að njóta í senn skilnings og hlýju Elínar. Ætíð var ég velkominn á vinalegt heimili hennar, þar sem hún gaf sér ósjald- an tfma til að ræða við mig. Ég minnist þess sérstaklega hve mik- ill kærleikur og friður ríkti á heim- ili Elínar. Á hinum fyrstu mögru rithöfundaárum mínum var ómet- anlegt að fá að þiggja veitingar á þessu góða heimili en þó jafnvel meira um vert að njóta hlýju og andlegs styrks Elínar sem geislaði af kærléika og bjartsýni. Með heimsóknum mínum til Elínar kom líka brátt í ljós að við höfðum lík viðhorf í andans málum og ekki leið á löngu uns við urðum hinir mestu mátar. Ovenju djúpt innsæi og næmi Elínar heilluðu mig mikið og ég lærði að virða þá kosti í fari hennar sem því miður alltof mörgum er hulið. Það var mikils virði að fá að ræða við Elínu og alltaf fór maður frá henni hressari og bjartsýnni á lífið. Óvenju ríkt næmi Elínar birtist mér í mörgum myndum. Hér má nefna næmi hennar eða innsýn í framhaldslíf, eða lífið eftir dauð- ann, sem ég deildi reyndar með henni, og næmi hennar gagnvart því sem jafnan liggur í loftinu án þess að áþreifanlegt sé, t.d. yfir- vofandi hætta eða erfiðleikar ýmiss konar, sem Elín gat annaðhvort rakið með spilum eða hreinlega fundið bara á sér. Ráðgjöf hennar og leiðbeiningar í þeim efnum voru þá ómetanlegur viskubrunnur þeim sem leituðu til hennar. Ekki tók hún sjálfa sig þó hatíðlega og ég minnist þess að næmi hennar kom henni stundum jafn mikið á óvart og öðrum. T.d. í bílakaupum, en þá var eins og henni væri vísað á hagstæðustu kaupin af einhveijum æðri máttarvöldum eða „að hand- an“ eins og hún ályktaði gjarnan. En hæst ber næmi Elínar í mann- úðarmálum. Sjálfur var ég vitni að mannúðarstefnu hennar og góð- vild í garð annarra, sem náði langt út fyrir raðir fjölskyldu hennar. Elín mátti ekkert aumt sjá og ég þori að fullyrða að Elín hafi bjarg- að ófáum mannsálum í jarðvist sinni hér hjá okkur. Hvað mig snertir væri ég að minnsta kosti ekki sá sem ég er í dag ef ekki hefði notið velvildar Elínar vinkonu minnar, sem svo sannarlega ber nafn sitt með rentu. Bræður og systur! Elín Karítas Thorarerísen er ekki látin að eilífu, heldur aðeins flutt á annað tilveru- stig, þar sem hún mun vissulega halda áfram að starfa ötullega í þágu mannúðar og friðar. Hjartans þakkir, kæra Elín. Þinn vinur, Benedikt Lafleur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.