Morgunblaðið - 03.11.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.11.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 27 LISTIR íslensk ljóðlist í Finnlandi Viðamikil kynning NÝJASTA hefti Finnlands-sænska menningartímaritsins HORISONT er komið út. Tímaritið sem hefur verulega útbreiðslu í Finnlandi og Svíþjóð og talsverðan lesendahóp á hinum Norðurlöndunum, er að þessu sinni tileinkað íslenskri sam- tímaljóðlist. Ritið hefur að geyma um það bil 90 ljóð eftir sextán íslenska höfunda, 4-9 Ijóð eftir hvert skáld, sem sýna vel breidd í íslenskri sam- tímaljóðlist og margbreytileika, segir í frétt frá útgefanda. Gesta- ritstjórar tímaritsins að þessu sinni, þýðendur ljóða og höfundar kynn- ingartexta eru rithöfundarnir Martin Enckell og Lárus Már Björnsson. Þetta mun vera ein umfangsmesta kynning á íslenskri samtímaljóðlist á erlendum vett- vangi um árabil. 16 höfundar Höfundarnir sem kynntir eru eru ■ fæddir á árunum 1932 til 1970. Þeir eru í stafrófsröð: Arni Ibsen, Baldur Óskarsson, Bragi Ólafs- son, Elísabet Jökulsdóttir, Gyrð- ir Elíasson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jóhann Hjálmars- son, Kristín Ómarsdóttir, Lárus Már Björnsson, Linda Vilhjálms- dóttir, Pjetur Hafstein Lárusson, Sigfús Bjartmarsson, Sindri Freysson, Sjón, Steinunn Sigurð- ardóttir og Vigdís Grímsdóttir. Unnt er' að panta tímaritið hjá útgefanda á Hándelsplanaden 23A, 65100 Vasa, Finnlandi. Einnig mun það fáanlegt á helstu bókasöfnum. Skaga- leikflokk- urinn frum- sýnir Mark SKAGALEIKFLOKKURINN á Akranesi frumsýnir nýtt leikrit eftir Bjarna Jónsson á morgun, föstudag, leikritið Mark, í leik- stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. I kynningu segir: „Leikritið seg- ir frá ungum hjónum og fjölskyld- um þeirra. Allt þetta fólk hefur lagt ofurkapp á allt annað en það sem skiptir mestu máli í lífinu, þ.e.a.s tilfinningar og mannleg samskipti. Eins og nafnið ber með sér kemur knattspyrnan töluvert við sögu, því ein aðalpersóna þess er þjálfari fótboltaliðs bæjarins og gerist leikritið síðasta hálfa sólar- hringinn áður en strákarnir hans leika úrslitaleikinn á Islandsmeist- aramótinu.“ Með helstu hlutverk fara Árni Pétur Reynisson, Ásta Ingibjarts- dóttir, Sigríður Hjartardóttir, Jó- hanna Sæmundsdóttir, Matthías Freyr Matthíasson, Arnar Sigurðs- son, Gauti Halldórsson, Guðleifur Einarsson og fleiri, en alls taka 35 leikarar þátt í sýningunni. Út- lit sýningarinnar er í höndum Bjarna Þórs Bjarnasonar og Hrannar Eggertsdóttur. -----».♦....... Nýjar bækur • ÚT ERU komnir Villtir svan- ir. Þijár dætur Kína eftir Jung Chang. Villtir svanir er í senn kvennasaga, íjöl- skyldusaga og mannkynssaga. I bókinni segir höf- undurinn sögu fjölskyldu sinnar frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna: sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu. Les- andinn fær í bók- inni innsýn í sögu Kína á þessari öld, en um leið er bókin lýsing á örlögum einstaklinga sem urðu fórnarlömb maóismans. Bókin Villtir svanir hefur farið sigurför um öll Vesturlönd frá því hún kom út í Bretlandi 1991 og hefur trónað á metsölulistum víða um lönd. Gagnrýnendur hafa hlað- ið hana lofi. Hjörleifur Svein- björnsson þýddi. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 485 bls., prentuð íPrent- smiðjunni Odda hf. Ingibjörg Ey- þórsdóttir gerði kápuna. ViIItir svanir verða seldir sem Bók mán- aðarins á 30% afslætti, 2.700 krónur í nóvember, en hækkarsíð- an í 3.880 krónur. Jung Chang Nú er vissara að koma hlaupandi, síðasta sending seldist upp á 2 dögum! se®'*S 28" Supertech litasjónvarp með Nicam stereo, flötum skjá, textavarpi og fjarstýringu fæst nú á þessu ótrúlega verði! Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO © © © © Sjðundl hlmlnn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.