Morgunblaðið - 03.11.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 03.11.1994, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Þorkell BLAÐBERINN eftir Viktor A. Ingólfsson hlaut 1. verðlaun. I umsögn dómnefndar segir m.a.: ... með útfærslu sinni minnkar fyrirhöfn notand- ans í viðleitni hans til umhverfis- og trjáverndar. S-HILLA eftir Snædísi Úlriksdóttur hlaut 2. verðlaun. Um S-hilIuna segir dómnefnd m.a.: Einfalt en fallegt, ódýrt í framleiðslu, ... hentar víða á heimilum. „Blaðberinnu sigraði í hönnunarsamkeppni IKEA Hvernig á að umgangast N óvemberkaktus? í HÖNNUNARSAMKEPPNI IKEA, sem efnt var til í tilefni af opnun nýrrar verslunar, bárust alls 64 tillögur frá 40 einstakling- um. Fyrstu verðlaun, 150 þúsund kr., hlaut Viktor A. Ingólfsson tæknifræðingur fyrir „Blaðber- ann“, geymslu fyrir endurnýtan- leg dagblöð og tímarit. Önnur verðlaun, 75 þús. kr., komu í hlut Snædísar Úlriksdóttur, sem stundar nám í innanhússarkitekt- úr í Lundúnum fyrir S-hillu; há- reista hillu með S-laga formi. Til stóð að veita tíu aukaverð- laun, en að sögn Finns Thorlac- íus, markaðsstjóra IKEA, reynd- ist erfitt að gera upp á milli 12 tillagna, þannig að ákveðið var að verðlauna þær allar. Eftirtald- ir hlutu aukaverðlaun: Sigurbjörn K. Haraldsson og Ingólfur Örn Guðmundsson hlutu báðir verð- laun fyrir tvær tillögur hvor, Vil- hjálmur D. Sveinbjörnsson, Þóra Sigurgeirsdóttir, Sigríður Heim- isdóttir, Bæring Bjarnar Jónsson, Egill Egilsson, Vífill Magnússon, Einar Þ. Ásgeirsson og Tinna Gunnarsdóttir. Finnur sagði að keppnin væri einsdæmi í sögu IKEA, enda hefðu undirtektir forráðamanna fyrirtækisins ytra verið dræmar í fyrstu. Að iokum var hægt að sannfæra þá um að tiltækið væri vænlegt, enda góður hljóm- grunnur fyrir keppninni hér heima. Keppnin var öllum opin og höfðu þátttakendur tvo og hálfan mánuð til að skila inn tillögum. Þeir höfðu frjálst val á viðfangs- efninu, en við mat á aðsendum tillögum lagði dómnefndin formfegurð húsgagnsins, hagan- lega pökkun þess og að stíll þess væri í anda IKEA húsgagna og hentaði framleiðslulínu IKEA einkum til grundvallar. Sænski fulltrúinn í dómnefnd- inni er þegar tekinn til við að kynna allar verðlaunatillögurnar fyrir þróunardeild IKEA í höfuð- stöðvunum í Almhult. „Við hér hjá IKEA fylgjumst grannt með framgangi þess verks og vonum að fyrirtækið hefji framleiðslu á einhverju þeirra húsgagna, sem vann til verðlauna í keppninni. AUt er enn óljóst í þeim efnum og engin trygging fyrir að það gangi eftir,“ segir Finnur, sem telur líklegt að hönnunarsam- keppni af þessu tagi yrði haldin árlega ef raunin yrði sú að IKEA hæfi framleiðslu á húsgagni eftir Islending og setti á alþjóðamark- að. NOVEMBERKAKTUS er inniblóm og nauðalíkur venjulegum jólakakt- usi. Hann er stöngulblóm með flöt- um og liðskiptum greinum, sem minna á blöð. Blómin eru löng, frek- ar mjó og aðeins óregluleg. Nóvemberkaktus byijar að blómstra um það leyti sem þessi næstsíðasti mánuður ársins fer í hönd njóti hann ákveðinna skil- yrða. Hvað skilyrði varðar skipta tengslin á milli daglengdar og um- hverfishita mestu. Sé hiti hærri en 22°C verður ekki blómgun, en við 15-18°C myndast blóm óháð ljós- lengd. Kaktusinn dafnar best og blóm hans verða skærust á litinn við fremur svalt hita- stig og getur við þannig aðstæður staðið í blóma í allt að mánuð. Glugga- sylla er því oft ákjósanlegasta staðsetningin svo fremi að ekki gæti of mikils hita- streymis frá ofni. Eftir að blómhnappar fara að sjást og á meðan að plantan blómstrar þarf að fylgjast vel með vökvun. Sé of lítið vökvað detta blómhnapparnir oft af og forðast skal að láta vatn safnast fyrir á skál undir plöntunni. Þá kafna ræt- urnar fljótlega enda hefur jurtin ekki sterkt rótarkerfi. Eftir blómg- un er hægt mjög á vökvun og plant- an hvíld fram á vor. Þá kemur umpottun vel til greina, en loftrík og sendin moldarblanda á vel við. NÓVEMBERKAKTUS Svo verðdæmi sé tekið hefur Nóvemberkaktus verið seldur í tveimur stærðum í Blómaval á 916 kr. og 495 kr., en að undanförnu hafa þeir verið á tilboðsverði á 325 kr. og 799 kr. AUKABUNAÐUR A MYND: ALFELGUR. j 20 ÁR HEFUR VOLKSWAGEN GOLF NOTIÐ FADÆMA VINSÆLDA VÍÐA UM HEIM. HANN HEFUR MARGA HEILLANDI KOSTI, SVO SEM FALLEGT ÚTLIT, EINSTAKT ÖRYGGI, GÓÐA AKSTURSEIGINLEIKA, RÍKULEGAN STAÐALBÚNAÐ, GOTT FARÞEGA- OG FARANGURSRÝMI. ÞETTA ALLT ÁSAMT LÁGUM VIÐHALDS- OG REKSTRARKOSTNAÐI ER ÁSTÆÐA ÞESS AÐ HANN ER í HÁVEGUM HAFÐUR... SAMT ER VERÐIÐ NIÐRI A JORÐINNI ! HEKLA tíÁÁeúYcz/ Volkswagen Oruggur á alla vegu! Laugavegi 170-174, sími 69 55 00 •2 DYRA FRÁ KR. 1.133.000.- *4 DYRA FRA KR. 1.237.000.- •LÆNGBAKUR FRÁ KR 1.288.000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.