Morgunblaðið - 25.05.1993, Page 5

Morgunblaðið - 25.05.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993 5 Þriggja daga leit lögreglu og bj örgunar s veitarmanna lauk síðdegis á sunnudag Stúlkan sem leitað var að fannst lálin í bílinun HELGA Helgadóttir, 21 árs gömul stúlka sem leit hófst að á föstudagskvöld, fannst látin í bíl sínum í Fossárgili í Kjós síðdegis á sunnudag. BOl hennar hafði farið út af vegin- um og oltið niður um það bil 12 metra háan hamar og hafn- að á hvolfi ofan í Fossá á stað þar sem hann sást hvorki frá veginum né úr lofti. Talið er að Helga hafi látist samstund- is. Helga Helgadóttir var 21 árs gömul, námsmaður frá Akra- nesi, búsett að Skeiðarvogi 67 í Reykjavík. Á föstudagskvöld hóf lögreglan leit að Helgu en ekki var þá vitað um ferðir hennar frá því síðdegis á fimmtudag þegar hún sást á leið úr bænum og var talið að ferð hennar væri heitið til Akraness þar sem for- eldrar hennar eru búsettir. Leitað hafði verið við alla vegi í nágrenni borgarinnar og þyrla Landhelgisgæslunnar hafði flog- Helga Helgadóttir ið yfir staðinn þar sem bílflakið fannst en undirvagn grálitaðs Renault bílsins féll inn í samlita klettana og sást ekki þegar flog- ið var yfír. Það var ekki fyrr en leitarmenn fóru gangandi um svæðið, laust eftir hádegi á sunnudag, að þeir sáu bílinn í gilinu og var stúlkan í honum látin. 10-12 metra gil Bíllinn fór út af veginum um það bil 20 metrum frá vegriði en án þess að skilja eftir sig hemlaför. Á leið út af veginum ók bíllinn yfír og braut vegstiku. Þar sem stikan var sú síðasta áður en vegrið tók við meðfram veginum varð skarðið sem myndaðist síður áberandi en ella. Nokkrum metrum utan vegarins má greina för eftir bílinn en þaðan virðist hann hafa oltið, lagt niður staur við enda grindverks við gilbarminn og síðan fallið niður 10-12 metra háa hamra í Fossárgili þar sem bíllinn staðnæmdist á hvolfí. Talið er víst að ökumaðurinn hafi beðið bana samstundis. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hvað olli slysinu og því að bílnum var ekið út af veginum en t.d er talið hugsanlegt að stúlkan hafí sofnað undir stýri. Tónleikar til styrktar Amnesty Intematíonal HALDNIR verða tónleik- ar til styrktar íslands- deild Amnesty Internat- ional í skemmtistaðnum Tunglinu í Reykjavík í kvöld kl. 21. Fram koma GCD, KK- band, Bogomil Font og milljónamæringarnir, Kol- rassa krókríðandi og Júpit- ers. Kynnir verður Baltasar Kormákur. Með þessu vilja samtökin vekja athygli á mannréttindabrotum í heiminum, einkum ofsókn- um á hendur götubörnum í Gvatemala. Einnig vilja þau vekja athygli á mann- réttindaráðstefnu sem fyr- irhugað er að hefjist í Vín 14. júní næstkomandi og sótt verður af fulltrúum 180 ríkisstjórna. Fólk er hvatt til þess að láta í sér heyra með bréfaskriftum, einkum til yfirvalda í Gvatemala. Morgunblaðið/Kristinn Styrktartónleikar ÍSLANDSDEILD Amnesty Internation- al gengst fyrir tónleikum í Tunglinu annað kvöld kl. 21. í Fyrsta leiguflugið frá íslandi til Mexíkó Á MÁNUDAGSMORGUN fór fyrsta beina leiguflugið frá íslandi til Canc- un í Mexíkó með 220 manns á vegum Heimsferða með mexíkóska flugfé- laginu TAESA. TAESA flugfélagið er stærsta leigufélag Mexíkó og hefur vöxtur félagsins verið með ólíkindum; fyrir 5 árum átti það 2 flugvélar en á í dag yfir 80. Aðaleigandi og stofnandi félagsins, Mr. Abed, er jafnframt flugmaður og flaug hann fyrsta flugið til Islands. Mikið hefur verið um ísland rætt í Mexíkó í framhaldi af þessum flugum og var ísland m.a. kynnt í sérstakri hátíðardagskrá sem var sl. sunnudag í mexíkóska sjón- varpinu og var sjónvarpað til 300 milljóna manna um alla Suður-Amer- íku. TAESA mun fljúga í sumar fyrir Heimsferðir í beinu leiguflugi til Cancun í Mexíkó fram í september. (Fréttatiikynníng) _ w_______ _ _ _ Rýmum fyrir nýjum vörum og seljum með verulegum afslætti eftirfarandi húsgögn: Skrifborðsstólar, gott úrval Stakir stólar Skrifborð 120x80 cm og 160x80 cm Skúffuskápar m/ læsingu í borð Hliðarborð Skrifstofuskápar m/ hurðum Opnir bókaskápar, einnig fyrir heimili Prentaraborð íslandskort á vegg 9. s Hallarmúla 2 • 108 Reykjavík • Sími 81321 I og 813509 • Fax 689315

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.