Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 76
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGUNBLADW, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Sumarlokanir á Landspítala; 160 sjúkra- rúmum lok- að í júlí SJÚKRAHÚSIN þrjú í Reykja- vík hafa samræmt áætlanir um sumarlokanir einstakra deilda. A Landspítalanum verður reynt að dreifa lokunum á milli deilda þannig að lokun þeirra beri ekki upp á sama tíma. Ástandið verður erfiðast á tímabilinu júní til ágúst, að sögn Árna Gunn- arssonar, formanns stjórnar- nefndar Ríkisspítalanna. Mest 4^'rður um lokanir deilda í júlí, en þá verður 160 sjúkrarúmum lokað, eða 28% af heildar rúma- fjölda Landspítalans, að geð- deildum undanskildum, skv. upplýsingum Péturs Jónssonar, framkvæmdasljóra Landspítal- ans. í sama mánuði í fyrra stóðu samtals 130 sjúkrarúm auð vegna sumarlokana deilda á Landspítal- anum. Pétur sagði að meðal deilda sem fyrirhugað væri að loka væri. -^lflrunardeild, en þar sem lungna- deild á Vífilstöðum yrði einnig lok- að í sumar líkt og undanfarin ár, stæði til að nýta þá deild fyrir öldrunarsjúklinga yfír sumartím- ann. Á sjúkrahúsunum þremur í Reykjavík standa rúmlega 12% sjúkrarúma auð allt árið en á tíma- bilinu maí-september verður 21% rúma lokað samanborið við 17% á sama tíma á síðasta ári. Hjá Ríkisspítölunum eru þessar áætlanir um sumarlokanir með fyrirvara um að viðbótarfjárveit- ing fáist til að draga úr lokunum. -----»-------- Lést eftir Morgunblaðið/Rúnar Þór Svo margir áttu pantað far til Akureyrar í gær að þotan Eydís var send þangað í gærkvöldi sneysafull af farþegum. Tugþúsundir á faraldsfæti TUGÞÚSUNDIR íslendinga leggja land undir fót um páskana hvort heldur innan- eða utanlands. Búast má við mikilli umferð í lofti og á landi yfir páskahelgina, því óvenju margir hyggja á ferðalög um helgina samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Gera má ráð fyrir að nokkur þúsund Islendingar eyði páskun- um í sumarbústöðum víðs vegar um landið. Til dæmis verða rúm- lega 500 manns í sumarbústöðum BSRB í Munaðarnesi og búast má við fleirum í orlofshúsum ann- ars staðar, sem nú þegar hafa verið opnuð eftir veturinn. Samkvæmt upplýsingum frá BSÍ fara væntanlega um 8.000 manns um Umferðarmiðstöðina í Reykjavík þessa vikuna og um þrefalt fleiri fara t.d. til Akur- eyrar en venjulega. Auk þess er nokkuð um ferðir til Hafnar í Hornafírði og á Snæfellsnes svo og styttri ferðir. Ekki er mikið vitað um ferðir fólks á hálendinu en að sögn Tryggva Páls Friðrikssonar hjá Landsbjörgu, landsambandi björgunarsveita, má búast við að nokkur hundruð manns leggi leið sína á þær slóðir. Hann segir að ef fólk sé að íhuga slíkar ferðir sé mikilvægt að hafa meðferðis allan nauðsynlegan búnað og bendir á að skynsamlegt sé að skilja eftir ferðaáætlun. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að um 5.000 manns yrðu á ferð með þeim innanlands. Flestir fljúga til Akureyrar þó ekki sé eins mikið um ferðir þang- að og undanfarin ár. Einnig leggja margir leið sína til ísafjarðar og Egilsstaða. Á annað þúsund íslendingar verða á sólarströndum um pásk- ana. Einnig verða þó nokkrir víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkj- unum, en gera má ráð fyrir að á sjötta þúsund íslendingar eyði páskunum í útlöndum. Banaslys í Eyjafjarð- arsveit BANASLYS varð við bæ í Eyja- fjarðarsveit í gærdag þegar bóndi lenti í drifskafti vélar sem hann var að vinna við. Slysið varð um miðjan dag í gær, maðurinn vann við að dæla upp úr mykjuhúsi og lenti í drif- skafti á milli mykjudreifara og dráttarvélar. Maðurinn, sem var 29 ára gamall, var látinn er að var komið. í gærkvöldi hafði ekki tekist að ná í alla aðstandendur og því ekki unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. ----»■ ♦ ♦-- Víkingur fyrst liða í undanúrslit VÍKINGUR tryggði sér fyrst Iiða rétt til að leika áfram í úrslitakeppninni um íslands- meistaratitilinn í handknattleik er Iiðið sló út Fram i gær. Úr- slit leiksins urðu 23-18 Víkingi í vil. Önnur úrslit urðu þau að FH vann Stjörnuna 28-24 í Garðabæ, Haukar unnu Selfoss 31-30 í Hafnarfirði og ÍBV vann KA 27-22 í Vestmannaeyjum og fer þriðja viðureign þessara liða fram næstkomandi laugardag. Stjaman vann Víking í bráða- bana í úrslitakeppni kvenna. Stað- an var jöfn 23-23 eftir tvífram- lengdan leik. Þetta var fyrsti leik- ur liðanna. Sjá nánar leikina á íþróttasíðum, 70-71. bílslys PILTURINN sem slasaðist í bíl- slysi á Höfn í Hornafirði aðfara- nótt laugardagsins 11. apríl sl. lést í gær á Borgarspítalanum. Hann hét Jóhann Þór Stefáns- son, til heimilis í Hæðargarði 10 í Nesjahreppi. Hann var á átjánda aldursári, fæddur 23. júlí 1974. kemur næst út miðvikudag- inn 22. apríl. A _ Tannlæknafélag Islands og Tryggingastofnun ríkisins: Samningar tókust um gjald skrá tannlæknakostnaðar SAMNINGAR tókust síðdegis í gær á milli Tannlæknafélags ís- lands og Tryggingastofnunar rík- isins um gjaldskrár og samskipti tannlækna og Tryggingastofnun- ar fyrir tryggða sjúklinga. Samn- ingurinn byggist á að tannlæknar Fleirí flyt^’ast til landsins en frá því "^Wl EITT hundrað manns flutt- ust til landsins umfram þá sem fluttu í burt á fyrsta ársfjórðungi í ár, samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. 679 fluttust til landsins en 577 fluttu af landi brott. Miðað er við breytingu á lögheimili. ^Á árinu 1991 fluttust um eitt þúsund fleiri til landsins en frá því. 3.989 fluttust til landsins en 2.982 fíuttu burt. Á árinu 1990 var þessu hins vegar öfugt farið en þá flutt- ust fleiri frá landinu en til þess. 3.166 fluttust þá til landsins en brottfluttir voru 3.847. Það gilti í ennþá ríkari mæli um árið 1989 þegar rúmlega eitt þúsund fleiri fíuttu frá landinu en til þess. Þá komu 2.755 til landsins en brott- fluttir voru 3.841. taki mið af gjaldskrám sem heil- brigðisráðherra mun gefa út og eru annars vegar fyrir skólatann- lækningar 6-15 ára barna í Reykjavík og hins vegar almenn gjaldskrá fyrir aðrar tannlækn- ingar. Skv. samningnum er gjald- skrá sem heilbrigðisráðherra set- ur fyrir skólatannlækningar 20% lægri en sú gjaldskrá sem samið var um, að sögn Svend Richters, formanns Tannlæknafélags ís- Iands. Skólabörn munu skv. samningn- um geta leitað jafnt til skólatann- lækna sem einkatannlækna. Samn- ingurinn kveður á um að fyrirbyggj- andi tannlækningar verði greiddar að fullu af sjúkratryggingum en endurgreiðsla fyrir aðrar tannlækn- ingar miðist við 85% af gjaldskrá ráðherra. Svend Richter sagði að breytingar sem orðið hefðu með samkomulaginu í gær snertu lítið aðra tryggða sjúklinga. „Samningurinn markast af þeim breytingum sem gerðar voru í lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum þar sem ríkið dregur nokkuð úr þátttöku sinni í kostnaði við tannlækningar, auk þess sem tannlæknar gera til- færslur innan gjaldskrárinnar með þessum samningi. Með þessu sam- komulagi ætti að nást sá sparnaður sem ríkið stefndi að með breytingum á almannatryggingalögum," sagði hann. „Við teljum að þessi samning- ur leiði til lækkunar á útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins vegna tannlæknaþjónustu," sagði Guðjón Magnússon, deildarstjóri í heilbrigð- isráðuneytinu. Guðjón vildi ekki ræða innihald samninganna fyrr en búið væri að bera þá upp í Tryggingaráði og Tannlæknafélag- inu. Samningnrinn snertir ekki deilur sem staðið hafa á milli tannlækna og Tryggingastofnunar um eyðu- blöð fyrir endurgreiðslur sjúkra- trygginga vegna tannlæknakostn- aðar en Svend Richter sagðist að- spurður líta svo á að búið væri að leysa það mál. Samningurinn er gerður með fyr- irvara um samþykki félagsfundar Tannlæknafélagsins og Trygginga- ráðs. Verður hann borinn upp í Tanalæknafélaginu 28. apríl. Óboðnum gestum var vísað brott LÖGREGLAN tók þijá úti- gangsmenn i vörslu sína á þriðjudag, þegar þeir ætluðu að sækja veislu við formlega opnun Ráðhúss Reykjavíkur. Útigangsmennirnir voru stöðvaðir í Vonarstrætinu, á leið til veislunnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru þeir uppábúnir og ódrukknir, en þeir munu hafa ætlað að bæta úr því síðarnefnda í Ráðhúsinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.