Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 71 Islensk þjóðmenning Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur beðið blaðið að birta eftirfarandi bréf sem útgáfunni hefur borizt frá Ólínu Þorvarðardóttur, borgarfull- trúa: „íslensk þjóðm'enning heyrir til merkustu öndvegisrita sem út hafa komið um þjóðleg efni á þessari öld. í ritinu er að finna greinar og umflöllun um nánast allt sem lýtur að þjóðlegum fræðum: Atvinnu- og búskaparhætti, menningu, alþýðu- vísindi, þjóðtrú, samgöngur, húsa- gerðarlist, verkmenningu og fleira. Hér er á ferðinni vísindarit sem nýst getur öllum áhugamönnum um íslenska þjóðmenningu, jafnt lærð- um sem leikum. Jifninu er komið til skila á aðgengilegan og skemmti- legan hátt án þess að slakað sé á kröfunni um fræðileg efnistök. Verkið hefur því til að bera helstu kosti góðra fræðirita: Að mennta og skemmta. Islensk þjóðmenning er gagn- merkt alfræði- og uppflettirit, nauð- synlegt í bókasafni hvers íslendings sem lætur sig varða líf og starf þjóðarinnar í þúsund ár.“ ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR, Framnesvegi 36, Rvík. Dýrir skíðatímar Frá Helgu Jörgensen Laugardaginn 11. apríl fór ég upp í Báljöll með þijú börn sem öll sem öll voru byijendur á skíðum. Skíðatími fyrir hvert þeirra, einn og hálfur klukkutími, kostaði 600 kr. Eg var óánægð með að konan sem kenndi var ein með fimm börn og þau fengu aðeins tvær ferðir í lyftunni. Ef tveir kennarar hefðu verið með börnin fimm hefði þetta verið ásættanlegt. Hjá Breiðabliki kostar tíminn fyrir börn 650 kr. en þar er hver kennari aðeins með tvo nemendur og er það að mínu áliti betri tilhögun. HELGA JÖRGENSEN, Furugrund 79, Kópavogi. Pennavinir Pérnilla Lnndgren Bronsaldersvagen 15, 22254 Lund Sverige Ahugamál hennar era golf, dýr, málun. Fjórtán ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Miyuki Haniada, 1761 Chichiibara, Saeki-cho Wake-gun, Okayama 709-05, Japan. LEIÐRÉTTINGAR Misritun í fyrir- sögn MISRITUN vacð í fyrirsögn minn- ingargreinar á blaðsíðu 38 í blaðinu í gær. Hinn látni hét Oddgeir Bárð- arson, en ekki Hjálmar. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. * Alftanes en ekki Garðabær MISRITUN hefur átt sér stað við setningu ferðmingarbarnalista í Bessastaðakirkju klukkan 14 í dag, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar eru nöfn og heimilisföng þriggja stúlkna, Guðrúnar Elínar Herbertsdóttur, Lindu Bjarkar Snorradóttur og Þórunnar Maggýar Jónsdóttur rétt _að öðru leyti en því að þau eru á Álftanesi, en ekki í Garðabæ. Þetta leiðréttist hér með og er beðizt velvirðingar á misritun- inni. Er hávaði á þínum vinnustað? Láttu ekki það slys henda, að missa heyrnina vegna þess að þú trass- ar að nota eyrnahlífar við vinnuna. Rang- færsla? Frá Birni S. Stefánssyni: Hinn nýi siður blaðsins að kynna bréfritara eins og nú er gert er til bóta. Eitthvað var samt brengluð kynningin á Ólafi Gíslasyni sem átti bréf um prósíur sunnudaginn 29. f.m. Undir stóð ÓLAFUR GISL- ASON, Neðrabæ, Bíldudal. Neðribær Ólafs er ekki á Bíldu- dal. Hann er í Ketildölum við Arnar- fjörð. Á næstu bæjum hafa búið þjóðkunnir menn, Gísli á Uppsölum og Hannibal í Selárdal. Aldrei hefur verið sagt um þær jarðir, að þær væru á Bíldudal. Til Bíldudals er seinfarinn vegur frá þessum bæjum og sér alls ekki á milli. Ólíklegt er, að Ólafur beri ábyrgð á þessari rangfærslu. Eg vek athygli á þessu, af því að slík rangfærsla kemur nú orðið býsna oft fyrir í blöðum og tímarit- um. Ég bið fólk að hugleiða hvað því valdi. Það er skemmdarverk að fara þannig með staðanöfn. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Vesturvallagötú 5, Reykjavík. VELVAKANDI KÖTTUR Þriggja ára gamall högni, gul- brúnn á baki með hvíta bringu, fór að heiman frá sér á Seltjarn- arnesi föstudaginn 10. apríl. Hann er eyrnamerktur R-9115. Vinsamlegast hringið í síma 626345 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. LYKLAKIPPA Lykiakippa með átta lyklum, tveimur bíllyklum, fjórum hús- lyklum, einum master og tveim- ur minni lyklum, tapaðist fyrir skönnnu. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í Krist- mann í síma 51527. HJÓLKOPPUR Teinahjólkoppur tapaðist fyrir nokkru. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 45010. TASKA Röndótt Colors-taska tapaðist fyrir utan Langholtsskóla föstu- daginn 3. apríl. í töskunni voru föt. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 32796. ARMBAND Hvítt armband tapaðist á Kaffi Amsterdam föstudaginn 10. apríl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 42677. LOKAD VEGNA ORLOFS Skrifstofur okkar, verslun og verkstæði verða lokuð dagana 21., 22. og 24 apríl, vegna orlofs starfsfólks. Opnum aftur 27. apríl. Reykjavik: Penninn, Hallarmúla, Kringlunni, Austurstræti. E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 „The Byrds“ á Hard Rock Cafe HARD ROCIi CAFE - S. 689888 K0LAP0RTSHELGI sARSINS* Afmælishátíðin á laugapdaginn og sunnudagurinn á mánudag! Á laugardaginn verður skemmtileg stemning í miðbænum þegar við höldum upp á afmælið 7 karnivalstíl, mætum í skrautlegum búningum og dönsum sömbu allan daginn. Listamenn Kramhússins skemmta. Óvæntar uppákomur allan daginn. Takið þátt í þessari stærstu Kolaportshelgi ársins með okkur og hafið samband við skrifstofuna í dag eða á morgun í síma 68 70 63. Góða og gleðilega páska! KOiAPOKTK) M^RKa-DííO^íf - kemur sífellt á óvart! mmmaammamaamaaBtm Teiknað hjá Tómasi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.