Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 43 Bautinn og tveir einstakl- ingar bjóða í Hótel Stefaníu BAUTINN hf. og tveir einstakl- ingar í Reykjavík hafa gert til- boð .í Hótel Stefaníu, Hafnar- stræti 83 og 85. Ferðamálasjóð- ur, sem er aðaleigandi hótels- ins, hefur ákveðið fyrir sitt leyti að ganga að tilboðinu. Byggða- stofnun á einnig hlut í eignun- um en ekkert liggur fyrir um afstöðu hennar. Sjóðirnir keyptu hótelið á nauðungarupp- boði á síðasta ári. Eignin verður afhent strax eftir að kaupsamn- ingur hefur verið undirritaður. Laxá kaupir eignir þrotabús ístess: Mál á hendur Skretting þingfest í næsta mánuði SAMNINGUR hefur verið gerður um kaup _ Laxár hf. á eignum þrotabús Istess. Þá er gert ráð fyrir að í byrjun maí verði þing- fest skaðabótamál á hendur norska fyrirtækinu Skretting, fyrrum samstarfsaðila Istess vegna van- Hlíðarfjall: Páskatrimm Flugleiða PÁSKATRIMM Flugleiða verður haldið í Hlíðarfjalli kl. 14 á páska- dag. Skíðagangan hefst við Strýtu og eru tvær leiðir í boði, 3 og 5 kílómetr- ar. Skráning hefst hálftíma áður en ræst verður og þeim sem þátt taka í göngunni verður boðið upp á Iyftu- ferðir að Strýtu. Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sæti á hvorri leið auk þess sem dreg- ið verður úr öllum númerum á leiðun- um og verðlaun veitt, þá verða einn- ig öll númer þátttakenda sett í pott og hlýtur sá er dreginn verður út ferð til Evrópu að launum. goldins hlutafjárframlags. Enn er verið að innheimta útistandandi kröfur sem þrotabúið á, en gengur erfiðlega. Jóhannes Sigurðsson bústjóri þrotabús Istess hf. sagði að samning- ur hefði verið undirritaður um kaup Laxár hf. á eignum þrotabúsins, en hann væri gerður á grundvelli tilboðs frá félaginu sem lagt var fram í desember síðastliðnum. Laxá kaupir eignir þrotabúsins, m.a. verksmiðju- hús, starfsmannahús, vélarsam- stæðu, lýsistanka, auk lausamuna á 94,8 milljónir króna. Laxá hefur leigt rekstur þrotabúsins eftir að ístess varð gjaldþrota í fyrrasumar. Enn er verið að innheimta kröfur sem þrotabúið átti, en gengur erfið- lega. Jóhannes sagði að flestar þeirra væru á hendur laxeldisfyrirtækja og væru þær nú afskrifaðar hver á fæt- ur annarri. Gert er ráð fyrir að í byijun maí verði þingfest í Bæjarþingi Reykja- víkur mál á hendur Skretting, sem var í samstarfi við Istess, en rifti því með þeim afleiðingum að félagið fór í þrot. Með málaferlunum á að freista þess að fá Skretting til að greiða hlutafjárframlag sem félagið hafði gefið loforð fyrir, að upphæð um 37 milljónir króna. Stefán Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Bautans sagði að samningur yrði undirritaður næstu daga ef allt gengi að óskum og væri reiknað með að hótelið yrði opnað undir nýju nafni fyrrihluta maímánaðar. Hann sagði að menn væru að velta fyrir sér nafni á hótelið og allar ábendingar þar um væru vel þegnar, en fyrirhugað væri að nafn þess tengdist á ein- hvern hátt miðbæ Akureyrar. Stefán vildi að svo stöddu ekki gefa upp hvað þeir buðu í hótelið, en Ferðamálasjóður og Byggða- stofnun keyptu hótelið á um 55 milljónir króna og fram hefur kom- ið að sjóðirnir vildu fá um 60 millj- ónir fyrir hótelið. Stefán staðfesti að kaupverðið væri á þessu bili. Á hótelinu eru 24 herbergi, en þar er einnig veitingaaðstaða, sem Stefán sagði að nýtt yrði fyrir stærri hópa auk þess sem þar yrði morgunverður í boði fyrir gesti. Að öðru leyti væri ekki ætlunin að reka veitingasal á hótelinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sveinn Björnsson opnar sýningu í Myndlistarskólanum í dag, skírdag. Sveinn Björnsson sýnir í Myndlistarskólanum SVEINN Björnsson myndlistar- maður opnar í dag, skirdag, sýningu á verkuin sinum í Húsnæði fyrir aldraða: Fimm tilboð bárust FIMM tilboð bárust í byggingu tveggja fjölbýlishúsa fyrir aldr- aða sem byggja á við Lindarsíðu, en tilboðin voru opnuð í gær. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 483,1 milljón króna. Hagvirki hf. bauð lægst, 398 milljónir eða 82,4% af kostnaðaráætlun og það fyrir- tæki sem hæst bauð er einnig að sunnan, ístak sem bauð 494 milljón- ir króna í verkið, eða 102,3% af kostnaðaráætlun. Aðrir sem buðu voru Fjölnismenn hf. SS-Byggir og A. Finnsson, en þessi fyrirtæki eru öll staðsett á Akureyri. Um er að ræða byggingu tveggja fjölbýlishúsa, með samtals 70 íbúð- um og er innifalið í útboði, frágang- ur á lóð, bílastæðum og einnig bygging tengigangs frá húsunum að þjónustukjarna sem verður í kjallara Bjargs. Myndlistarskólanum á Akur- eyri. Sýningin verður opin alla páskadagana frá kl. 16 til 19, en henni lýkur á annan daga páska. Á sýningunni eru um 30 mál- verk, olíumyndir, vatns- og olíup- astelmyndir. Þær eru málaðar á tímabilinu frá 1988 til 1992. Á sýningunni eru verk sem Sveinn hefur ekki sýnt áður, en einnig má nefna að þar eru fjögur verk sem hann gerði við ljóð Matthíasar Johannessen, Sálma á atómöld. Þetta er þriðja sýning Sveins á Akureyri, hann sýndi hér fyrst árið 1958 og síðan árið 1965. „Það er langt síðan ég sýndi hér síðast og ég hlakka mikið til að sýna hér núna, Akureyringar eru orðnir svo listelskir,“ sagði Sveinn. Leiðsögumenn Óskum að ráða leiðsögumenn til starfa í sumar. Bæði enska og þýska áskilin. Upplýsingar í síma: 96-2 35 10 og 96-2 65 18 eftir kl. 18.00. SÉRL.UVFISBíI.AR AKUREYR.AR SF. L5kJC4Í AKI.rR5.VRI HLS cOiVIP.\NY Seglskúta til sölu ISOLD IL-55 Skútan er af gerðinni TUR-84, smíðuð árið 1985. Mahog- any innrétting, svefnrými fyrir 6, diesel vél, vandaður segla- búnaður, m.a. fokkur með rúllu rifbúnaði, belgsegl, vindstýr- ing, rafm. sjálfstýring, 2 vegmælar, vindhraða/stefnu mæl- ir, dýptarmælir, VHF talstöð, loran, miðstöð, o.fl. Upplýsingar gefur Sævar í síma 96-24696 og 96-27222. 1 i fac&mft co oo uó co Góóan daginn! 18. apríl opnum við útibú að Hafnarstræti 88 Akureyri MÓTTÖKUR: DALVÍK - Fatahreinsunin Fernan HÚSAVÍK - Skóvinnustofan Héðinsbraut ÓLAFSFJÖRÐUR - Apótek Ólafsfjarðar FERDINANDSSON HF Lækjargötu 6 A ■ Reykjavík ■ Simi 91 - 1471 l Hafnarstræti 88 • Akureyri • Sími 96-24123 SKÓVIÐGERÐIR • SKÓVERSLUN • LYKLASMÍÐI SJÚKRASKÓSMÍÐI • INNLEGGJASMÍÐI • SPELKUGERÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.