Morgunblaðið - 15.11.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.11.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 45 Míele Leiðrétting- I GREIN um islenskar nunnur í Morgunblaðinu sunnudaginn 6. nóvember víxluðust nöfn tveggja þeirra í myndatextum. Rétt eru nöfnin þannig að systir María Stanislaus hét Guðrún Una Sigurveig Gísladóttir og systir. María Jóhanna hét Halldóra Mar- teinsdóttir. Er beðist velvirðingar á þessu. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi: Sjálfstæðismenn verði viðbúnir kosningum Neskaupstað. AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi var haldinn i Egilsbúð laug- ardaginn 15. október. A fúndinn komu Þorsteinn Pálsson formað- ur flokksins, framkvæmdastjór- inn Kjartan Gunnarsson og þing- mennirnir Egill Jónsson og Krist- inn Pétursson. Formaður kjördæmisráðs, Garðar Rúnar Sigurgeirsson, flutti skýrslu um starfsemina. í máli Þorsteins Pálssonar á fund- inum kom meðal annars fram að Alþýðuflokksmenn hefðu ekki þorað að taka þátt í hörðum efnahagsað- gerðum því þeir hefðu misst þrótt vegna lélegrar útkomu í skoðana- könnunum. Framsókn hefði gripið tækifærið og fylgt með. Og þrátt fyrir slæma stöðu fiskivinnslunnar þá hefði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra ekki flutt eina ein- ustu tillögu í ríkisstjórninni til að bæta hag greinarinnar. Að lokum hvatti Þorsteinn sjálfstæðisfólk til þess að gera þá sókn flokksins, sem nú væri að hefjast, þunga og mark- vissa. Það kom fram í máli flestra sem til máls tóku á fundinum að menn þyrftu að búa sig undir kosningar því til þeirra gæti komið með mjög litlum fyrirvara. Garðar Rúnar Sigurgeirsson á Seyðisfirði var endurkjörinn for- maður kjördæmisráðs og auk hans í stjórnina voru kosnir Albert Ey- mundsson á Höfn, Bjarni Gíslason á Stöðvarfirði, Einar Rafn Haraldsson á Egilsstöðum og Skúli Sigurðsson á Eskifirði. I ályktun sem samþykkt var, for- dæmir fundurinn vinnubrögð for- manna Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks í síðustu ríkisstjórn. Fundurinn leggur áherslu á að und- irstaða heilbrigðs atvinnulífs sé hallalaus ríkissjóður, en um leið og gætt sé fyllsta aðhalds í ríkisbú- skapnum, þá verði staðinn vörður um velferðarkerfið sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur byggt upp á síðustu áratugum.. Alvarlega er varað við þeim hug- myndum sem uppi eru hjá ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, að leggja skatt á sparifé almennings. í ályktuninni segir: „Leita ber sam- Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Frá aðalfúndi kjördæmisráðs á Austurlandi, Þorsteinn Pálsson form- aður Sjálfstæðisflokksins í ræðustól, sitjandi frá vinstri Ingólfúr Friðgeirsson fundarritari, Hrafnkell A. Jónsson flindarstjóri og Garðar Rúnar Sigurgeirsson formaður kjördæmisráðs. starfs við þá stjórnmálaflokka sem Sjálfstæðisflokknum í utanríkismál- fram til þessa hafa verið samstíga um.“ _ Ágúst Miele ryksugur eru sterkar liðugar hljóðlátar kraftmiklar hreinlegar áreiðanlegar fallegar SUNDABORG 1 S. 688588-688589 Toro byggir 3 haifror aldar reynslu viö framleiöslu íyfja og vitamína á íslandi. Strangt gæöaeftirjit tryggir í öllum tilvikum bestu fáanleg hráefni. Geriö verösamanburö á vörumerkjum meö þvi aö athuga heildarinniha/d pakkanna! Innihald pakkans = innihald hverrar töflu x fjöldi taflna. Tóró gædi, reynsla og gott verd. 200 a.e. Vitamin 100 töflur vitamíx ólt<ur 0 Síöeríu seEg {§§It JSt&* natturulegt , VI m qUO . 50omð 60 hvtkj sénö J//Í TÓRÓ HF Siöumúla 32, 108 Reykjavík, n 686964

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.