Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JOnI 1986 1) sjúklingar 2) ófaglærðir, erfiðisvinnumenn, bílstjórar 3) skrifst.- og versl.menn, póst- og lögreglumenn 4) iðnaðarmenn 5) háskólamenntaðir 6) atvinnurekendur 7) aðrir Hvernig' er búið að öryrkjum og sjúklingum hér á landi? eftir Ólaf Ólafsson Inngangur í heilsufarsrannsókn Hjarta- vemdar á Stór-Reykjavíkursvæðinu er einnig leitað upplýsinga um efnahags- og félagslegan aðbúnað, s.s. um bifreiðaeign o.fl. Við hönnun rannsóknarinnar var talið að fram- angreindar breytur gæfu mun betri upplýsingar um t.d. efnahag við- komandi en upplýsingar um tekjur. I þessari grein, sem er tekin úr bókinni Efni og heilsa (handrit), er skýrt frá breytingum er urðu á högum 1420 46—61 árs karla á árunum 1967/68 og 2289 karla 1979/81. Hópnum er skipt í 7 hópa (starfsstéttir) en í einum hópnum voru þátttakendur sem töldust til sjúklinga og/eða öryrkja. Sameigin- legt með þeim er féllu í síðasta hópinn var að þeir höfðu ekki fasta vinnu enda verið langtímum saman frá vinnu þó að þeir væru allir vel rólfærir. Allir höfðu þeir legið í sjúkrahúsi einhvem tímann og um 90% þeirra voru undir læknishendi eða tóku lyf reglulega. I úrtaki því sem hér er sýnt var 31 sjúklingur eða öryrkjar en alls voru yfir 70 í þessum hóp. Niðurstaða Eigendur húsnæðis: Eins og fram kemur á mynd 1 búa yfír 90% starfsstétta í eigin húsnæði á síðara tímabilinu en tæp 40% sjúkling- anna. Yfirleitt hafa allar stéttir bætt mjög hag sinn á árunum frá 1967/68 og er munurinn ekki leng- ur marktækur milli stétta en hagur sjúklinga hefur ekki batnað. Ibúðarrými undir 20m2 áíbúa Mun færri búa í svo litlu hús- næði, sem er álitið þröngt samkv. upplýsingum Húsnæðismálastofn- unar, á síðara tímabilinu eða innan við 10% en á því fyrra og er munur milli stétta ekki lengur marktækur. Hagur öryrkja/sjúklinga er mun þrengri en nær 30% búa í svo þröngu húsnæði. Bílaeign Nær 90% eiga bifreið á síðara tímabilinu og hefur hagur þeirra allra stórbatnað í þessu tilliti. Jafn- framt er nú sáralítill munur á milli stétta nema ófaglærðir skera sig nokkuð úr. Aftur hefur hagur ör- yrkja/sjúklinga heldur versnað frá árinu 1967/68. Með nokkrum rökum má fullyrða að öryrkjar hafa jafnvel meiri þörf fyrir að eiga bifreið því að margir þeirra eiga erfítt með að nýta sér almenningsvagna. Legið í sjúkrahúsi í stuttri grein verður ekki farið nánar út í að lýsa heilsufari þátttak- enda en tíðni sjúkrahúslegu er allnokkur mælikvarði á heilsufar fólks. Athyglisvert er að nokkuð hafa sjúkrahúslegur aukist meðal allra stétta en þó langmest meðal ör- yrkja/sjúklinga á tímabilinu. Niðurstaða Yfirleitt hafa starfsstéttimar bætt mjög aðbúnað sinn á tímabil- inu 1967/68—1979/81 nema hagur ötyrkja/sjúklinga hefur ekki batn- að. Þeir frísku virðast komast mun betur af en þeir veiku í velferðar- þjóðfélaginu. Mikið er rætt um fá- tækt þessa dagana og án þess að gera því máli frekari skil í stuttri blaðagrein er þó (jóst að öryrkjar og sjúklingar eru fátækari en aðrir og jafnvel fátækari en áð- ur. Þetta sýnir einnig að þeir veiku leita meira til stofnana ef ekki er búið vel að þeim. Við búum vel að stofnunum enda hefur bið eftir stofnanavist styst. Höfundur er landlæknir. t Félagslegur aðbúnaður og heilsufar 7 starfsstéttir karla 46-61 árs á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1967/68 og 1979/81. , Eigandi íbúðar: 1) sjúklingar 2) ófaglærðir, erfiðisvinnumenn, bílstjórar 3) skrifst,- og versl.menn, póst- og lögreglumenn 4) iðnaðarmenn 5) háskólamenntaðir 6) atvinnurekendur 7) aðrir Félagslegur aðbúnaður og heilsufar 7 starfsstéttir karla 46-61 árs á - Stór-Reykjavíkursvæðinu 1967/68 og 1979/81. ” íbúðarrými undir 20 m2: □ 1967-68 □ 1979-81 1) 2) 3) 4) 5) 6) 1) 1) sjúklingar 2) ófaglærðir, erfiðisvinnumenn, bílsíjórar 3) skrifst.- og versl.menn, póst- og lögreglumenn 4) iðnaðarmenn 5) háskólamenntaðir 6) atvinnurekendur 7) aðrir allir Frá Vestur-Berlín skrifar 36 ára Breti, sem þar er búsettur. Hann vill skrifast á við íslenzkar konur. • Áhugamálin eru á sviði tónlistar: Michael Fairhead, Postfach 1911 66, 1000 Berlin (West) 19, West Germany. Sextán ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yoshiko Miura, 1-26 Shinkotoni 6jo 9 chome, Kita-ku, Sapporo, Hokkaido, 001 Japan. Sextán ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist o.fl.: Petra Hörnquist, Trombv. 4, 175 38 Járfálla, Sweden. Frá Malasiu skrifar frímerkja- safnari, sem vill skrifast á við 18-20 ára stúlkun Joseph L. T. Yong, P.O. Box 1305, 90008 Sandakan, Sabah, East Malaysia. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á matargerðarlist o.fl.: Yumi Mizushima, 4-1 Satsukigaoka 1-chome, Chiba City, 281 Japap. Tólf ára brezk stúlka með mikinn íþróttaáhuga: Joanna Witt, 106 Sandbanks Road, Lower Parkstone, Poole, Dorset, BH14 8DA England. Frá Bandaríkjunum skrifar karl- maður, sem getur ekki um aldur né áhugamál: Joseph Ferreira, 7 Cushman Avenue, East Freetown, Massachusetts 02717, U.S.A. Sextán ára Ástralíumær með áhuga á íþróttum, ferðalögum, tón- list o.fl.: Gayle Bridge, 7 Salerno Street, Forestville 2087, Sydney N.S.W., Australia. Frá Ghana skrifar 18 ára piltur með áhuga á íþróttum • og bóka- lestri: Komeng Asiamah, P.O.Box 335, Agona Swedru, Ghana. Frá Sviss skrifar karlmaður sem getur ekki um aldur, en helztu áhugamálin eru frímerkja- og póst- kortasöfnun: Andrew Giauque, Líingistreet 11/13, CH-4133 Pratteln-BL, Switzerland. Fjórtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist o.fl.: Mihio Shimizu, 404-2 Nagabatake Hokudan-cho, Tsuna-gun, Hyogo, 656-17 Janan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.