Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 37

Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 37 IK Anna eftir Gunnar Þorstein Hall- dórsson, Aspadista og erfðagóss eftir Ingunni Steinsdóttur, David Bowie heimsækir Elliheimilið Grund eftir Helga Má Barðason, Elskend- umir í sveitinnni eftir Svein Einars- son, Endurkoma eftir Svövu Jakobsdóttur, Fagrafold eftir Stein- unni Jóhannesdóttur, Himnabrúður eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur, Isis eftir Vilhelm Emilsson, Slossmæjer eftir Viktor Arnar Ingólfsson og Örugglega langur tími eftir Ómar Þ. Halldórsson. Næsti liður opnunarhátíðar Listahátíðar var svo opnun sýning- arinnar „Exposition inattendue“ á verkum Pablo Picasso að viðstaddri ekkju hans Jacqueline Picasso. Opnunarathöfn Listahátíðar lauk með opnun sýningar „Reykjavík í myndlist". A laugardagskvöld var opnaður á Hótel Borg listahátíðarklúbbur. Klúbburinn er opinn gestum Lista- hátíðar og er hann opinn hvert kvöld sem hátíðin stendur til kl. 3 að nóttu. Meðlimakortið kostar 1.200 krónur, og gildir út hátíðina. A sunnudagkl. 15 varyfirlitssýn- ing á verkum Karls Kvaran opnuð í Lisatasafni íslands. Klukkan 16 var dagskrá í Iðnó um Doris Lessing rithöfund, og flutti hún þar fyrir- lestur. Flamenco-flokkurinn hélt sýn- ingu á Broadway á sunnudags- kvöld, og síðari sýning flokksins var svo í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. í kvöld verða tónleikar í Norræna- húsinu þar sem flutt verður tónlist eftir Jón Nordal. rú Vigdís Finnbogadóttir, gekk með frú Picasso um sýninguna. cy lék þijú islensk þjóðlög eftir Hafliða Hallgrímsson við setningu Ekkja Pablo Picasso, Jacqueline Picasso, var viðstödd opnun sýningarinnar á verkum Picasso. Lítill drengur færði henni blóm og Hrafn Gunnlaugsson, formaður framkvæmdastjómar Listahátíðar, fylgist með. Morgunblaðið/RAX Það er ekki furða þótt Jóna Finnsdóttir brosi sinu breiðasta til eiginmannsins, Sveinbjöms I. Baldvins- sonar, enda var hann nýbúinn að taka við fyrstu verðlaunum í smásagnasamkeppni Listahátíðar þegar þessi mynd var tekin. Sveinbjörn I. Baldvinsson fékk 1. verðlaun í smásagpnasamkeppni Listahátíðar: „Kom mér gjörsam- lega í opna skjöldu“ „ÞESSI úrslit koma mér gjör- samlega i opna skjöldu. Ég átti varla einu sinni von á þvi að vera einn af þessum 14 sem njóta þess heiðurs að fá sögu eftir sig í þessa bók, hvað þá að ég hlyti fyrstu verðlaun," sagði Svein- björn I. Baldvinsson i samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði tekið við fyrstu verðlaunum úr hendi breska rithöfundarins Doris Lessing á Kjarvalsstöðum sl. laugardag. Sveinbjörn sagði að sér hefði þótt það út af fyrir sig stórkostlegt, þegar hann frétti af því að hans saga, Icemaster, yrði ein þeirra 14 sagna sem Listahátíð gaf út í bók, en þessar 14 sögur voru valdar úr hópi þeirra 370 smásagna sem bár- ust í keppnina. Sveinbjörn var tregur til þess að upplýsa blaðamann um efni sögu sinnar, en sagði þó: „Þetta er saga um mann sem ekki vitjar fortíðar sinnar, heldur vitjar fortíðin hans.“ Verðlaunaupphæðin var 250 þús- und krónur, en með verðbótum fer verðlaunaféð yfir 300 þúsund krón- ur. Sveinbjörn var spurður á hvaða hátt hann hygðist veija verðlauna- fénu: „Það verður mjög auðvelt að koma þessum peningum í lóg,“ sagði Sveinbjöm, „því að ég er að fara til náms í Los Angeles, og þar verð ég ásamt konu minni og böm- um, þannig að þessir peningar eiga örugglega eftir að koma sér vel fyrir okkur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.