Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 ftrjgtmdiifetfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. Ilausasölu 40 kr. eintakið. Urslit kosninganna Sjálfstæðismenn héldu meiri- hluta sínum í Reykjavík og juku fylgi sitt frá kosningunum 1982. Þetta er glæsilegur árangur, ekki síst þegar litið er til þess, að fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman í þéttbýlinu á suðvestur- homi landsins, frá Akranesi til Vestmannaeyja, ef Mosfellssveit er undanskilin. Sigur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er jafnframt mikill persónulegur sigur fyrir Davíð Oddsson, borgarstjóra. Hlut- fallslegt fylgi sjálfstæðismanna, 52,7%, er sambærilegt við það, sem best hefur orðið hjá flokknum á síðustu áratugum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er bakhjarl flokksins um land allt. Fylgisaukningin í höfuð- borginni nú leiðir til þess, að sjálf- stæðismenn gera minna en ella úr tapi sínu í öðrum sveitarfélögum, einkum á suðvesturhomi landsins. Þar hefur orðið nokkur sveifla frá Sjálfstæðisflokknum, hann tapar meirihluta í Njarðvík og Vest- mannaeyjum, sem hann vann í kosningunum 1982. Á hinn bóginn ná sjálfstæðismenn meirihluta í Ólafsfirði og Grundarfírði, þeir styrkja stöðu sína verulega á ísafírði og í Dalvík og halda sínu og meira en það á Akureyri. Fylgissveiflan er mest til Al- þýðuflokksins, sem bætir við sig 4,7% atkvæða sé litið á landið í heild miðað við sveitarstjómar- kosningamar 1982. Árangur flokksins er hvað glæsilegastur í Keflavík, þar sem hann nær hrein- um meirihluta, og í Hafnarfírði, þar sem hann verður á ný stærsti flokk- urinn. Er unnt að bera þessa fylgis- aukningu Alþýðuflokksins nú sam- an við það, sem gerðist í kosningun- um á árinu 1978, en þá dalaði Sjálf- stæðisflokkurinn einnig töluvert með þeim afleiðingum hér í Reykja- vík, að hann missti meirihlutann. Á árinu 1978 var Sjálfstæðisflokkur- inn í ríkisstjóm og stóð að óvinsæl- um aðgerðum til að draga úr verð- bólgu. Ekki er ólíklegt, að óánægja vegna efnahags- og atvinnuástands eigi þátt í minnkandi fylgi flokksins nú eins og þá. Víða er urgur í fólki vegna afkomu og launa; undan þeirri staðreynd verður ekki vikist. Hitt er auðvitað ljóst, að líta verður til aðstæðna á hveijum stað til að fá rétta mynd af því, sem þar gerðist. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkaði í heild um 2,5% frá sveit- arstjómarkosningunum 1982. Ef aðeins er litið á fylgi flokksins í kaupstöðunum, virðist það í meðal- lagi, sé tekið mið af sveitarstjómar- kosningum síðustu 20 ár eða síðan 1966. Ifylgi sjálfstæðismanna hélst tiltölulega stöðugt 1966 og 1970, mikil fylgisaukning varð 1974. fylgið minnkaði 1978, jókst 1982 og er nú svipað og 1966 og 1970. Framsóknarmenn töpuðu 2,9% á landsvísu og hlutu víða slæma kosningu. Minnir staða Framsókn- arflokksins nú orðið á þá erfíðleika, sem Alþýðuflokkurinn var kominn í eftir 15 ára stjómarsetu 1971. Framsóknarmenn hafa setið í ríkis- stjóm síðan 1971. Flokkurinn er ekki síst orðinn veikburða á þétt- býlasta svæði landsins. Þótt fram- sóknarmenn í Reykjavík huggi sig við það, að þeir hafí sótt í sig veðrið og unnið sigur miðað við niðurstöður skoðanakannana, töp- uðu þeir 2,5% atkvæða í höfuð- borginni. Framsóknarflokkurinn er nú minnstur flokka í Reykjavík fyrir utan Flokk mannsins, sem fannst það sigur að komast í gegn- um „l%o-múrinn“. Meira að segja á Akureyri lenti Framsóknarflokk- urinn í þriðja sæti á eftir Sjálfstæð- isflokki og Alþýðuflokki og fram- sóknarmenn töpuðu meirihluta sín- um á Dalvík. Alþýðubandalagið gerði kröfu til þess í kosningabaráttunni hér í Reykjavík, að litið yrði á það sem helsta keppinaut Sjálfstæðisflokks- ins. Var flokkurinn í forystu vinstri- sinna í borginni. Undirtektir reyk- vískra kjósenda voru ekki í sam- ræmi við gorgeir Þjóðviljans. Al- þýðubandalagsmenn juku fylgi sitt um 1,3% í höfuðborginni, en Kvennalistinn tapaði þar 2,8%. Á landsvísu jók Alþýðubandalagið fylgi sitt um 1,8%, en Kvennalistinn tapaði 1,9% um land allt. Telja verður, að Alþýðubandalaginu hafí mistekist ætlunarverk sitt í þessum kosningum. Því tókst ekki að laða til sín það fylgi, sem fór frá stjóm- arflokkunum. Flokkurinn sýnist ekki höfða til þess fólk, sem skiptir um flokka á milli kosninga, ef þannig má að orði komast. Er lík- legt, að eftirleikur kosninganna verði hvað erfíðastur innan Al- þýðubandalagsins. Á heildina Iitið getur Alþýðu- flokkurinn best unað úrslitum kosninganna. Hann er að því er virðist helsta aðdráttarafl þeirra kjósenda, sem hverfa frá stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Enginn forystumaður vinstri flokkanna hefíir rætt jafn oft og mikið um vilja til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn í ríkisstjóm og Jón Baldvin Hannibalsson, hvað sem hann gerir svo, þegar á hólminn er komið. Næstu kosningar verða einmitt um það, hvetjir skuli stjórna landinu. Úrslit sveitarstjómarkosninganna gefa ekkert einhiítt svar um það, þótt allt bendi til þess, að skynsam- legt sé fyrir framsóknarmenn að líta í eigin barm og endurskipu- leggja starf og stefnu utan ríkis- stjómar. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra setti Listahátíð í Reykjavík 1986. Fjölmenni við opn- un Listahátíðar LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 1986 var sett á Kjarvalsstöðum af Sverri Hermannssyni mennta- málaráðherra sl. laugardag, að viðstöddu fjölmenni. Martin Berkofsky lék einleik á píanó, þijú íslensk þjóðlög eftir Hafliða Hallgrímsson. Lögin voru Aust- ankaldinn á oss blés, Ljósið kemur langt og mjótt og Gríms- eyjargæla. Því næst voru afhent verðlaun í smásagnasamkeppni Listahátíðar, en alls bámst 370 smásögur í samkeppninni. Fyrstu verðlaun hlaut Sveinbjöm I. Baldvinsson fyrir sögu sína Icemaster. Hann hlaut peningaverðlaun að upphæð 250 þúsund. Önnur verðlaun 100 þúsund krónur hlaut Guðmundur Andri Thorsson fyrir sögu sína Afmæli og 3. verðlaun 50 þúsund krónur hlaut Úlfur Hjörvar fyrir sögu sína Sunnudagur. Það var breski rithöfundurinn Doris Lessing sem afhenti verðlaunin. Auk þessara verðlaunasagna valdi dómnefndin 11 aðrar sögur úr þeim sem bárust og hafa þær ásamt verðlaunasögunum verið gefnar út á bók undir heitinu Smásögur Lista- hátíðar 1986. Sögumar eru Aðal- björg eftir Ólaf Hauk Símonarson, Breski rithöfunurinn Doris Lessing ræðir við Nóbelsskáldið Halldór Laxness og frú hans, Auði. Birgir Sigurðsson rithöfundur fylgist með. Forseti íslands, f Doris Lessing afhendir Sveinbimi I. Baldvinssyni 1. verðlaun í smásagnasamkeppni Listahátíðar. Martin Berkofsl Listahátíðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.