Morgunblaðið - 23.01.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 23.01.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 53 Úr söngbók Gunnar Þórðar: Dúndr- andi lófatak fyrir fullu húsi ÞAÐ fór fiðringur um margan miðaldra poppáhugamanninn í Broadway á laugardagskvöldið þegar þar var frumsýning á skemmtidagskránni „Söngbók Gunnars Þórðarsonar". Þar komu fram fjölmargir söngvara og hljóðfæraleikara, sem flutt hafa lög Gunnars Þórðarsonar á undanfömum rúmum tveimur áratugum. Troðfulit hús var og gerður góður rómur að söng og hljóðfæraslætti tónlistarmann- anna. Flutt eru lög Gunnars Þórðarson- ar, sem hafa komið út á plötum allt frá því að Hljómar sendu frá sér „Fyrsta kossinn" fyrir rúmum tutt- ugu árum og til nýjustu plötu Gunn- ars, „Borgarbrags". Auk hinna upprunalegu Hljóma koma fram dúettinn „Þú & ég“, söngvaramir Björgvin Halldórsson, Helga Möller, Egill Ólafsson, Pálmi Gunnarsson, Shady Owens, Jóhann Helgason, Eiríkur Hauksson, hljómsveitimar Ðe Lónlí Blú Bojs, Trúbrot og fleiri. Að öllum öðrum ólöstuðum vöktu Hljómar og Shady og Trúbrot hvað mesta hrifningu á laugardagskvöldið - og þá ekki sist trommuleikarinn Gunnar Jökull Hákonarson, sem ekki hefur leikið opinberlega í hálfan annan áratug, en sýndi eftirminni- lega á laugardaginn að hann hefur engu gleymt af gömlum töktum. Lög úr söngbók Gunnars Þórðar- sonar verða flutt í Broadway næstu helgar, bæði á föstudags- og laugar- dagskvöldum, við undirleik íjöl- mennrar hljómsveitar Gunnars. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hljómar og Shady Owens í „Ég elska alla“. Frá hægri: Gunnar Þórðarson, Erlingur Björnsson, Engilbert Jensen, G. Rúnar Júlíusson og Shady Owens. Gunnar Jökull Hákonarson við trommusettið eftir Iangt hlé. Rúnar Júlíusson kann greinilega að meta stuðin. Samband Líkamsræktarstöðva á íslandi auglýsir: Áheyrendur risu úr sætum og fögnuðu ákaflega. Þrír söngvaranna flytja lög Gunnars, sem sér í á bakvið. Lengst til vinstri er Pálmi Gunn- arsson, þá Helga Möller og Egill Ólafsson. Við bjóðum upp á viðurkennda og full- komna þjónustu á sviði líkamsræktar og leikfimi. Komið í stöðvarnar og kynnist að eigin raun skemmtilegu umhverfi og hressu fólki. Ath. Leiðbeinendur ávallt á staðnum. Líkamsræktin Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 64100. Orkulindin Brautarholti 22, sími 15888. Æfingastöðin Engihjalla 8, sími 46900. Orkubót Grensásvegi 7, sími 39488. Orkubankinn Vatnsstíg 11, sími 21720. RæktinÁnanaustum 15,sími 12815.. World Class heilsustúdíó Skeifunni 3C sími 39123.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.