Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 71

Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 71 Guðbergur Guðbergsson við „Buggy-bfl“ þeirra félaga. MoruunbiaSið/Bjarni út fyrir að vera í augum fólks sem ekki hefur vit á því hvernig á að haga sér í slíkum leik. Allt er þetta mjög vel undirbúið og við vitum upp á hár hvað við erum að fara út í oggera hverju sinni. Eins og sést á einni af meðfylgj- andi myndum er SAAB-bifreiðin sem ég ek í háloftunum. Fyrir slíkt atriði óla ég mig niður í sætið og óla einnig auða sætið við hliðina á mér og þar smeygi ég hægri hendinni undir. Þegar ég er svo búinn að stýra bílnum á rétta ferð á rétta leið kasta ég mér niður og þá er ég alveg úr allri hættu nema að það kvikni í bílnum og slökkvi- tæki eru auðvitað nálæg. Umtalað atriði fór reyndar ekki á þann veg sem það átti að fara, því ég átti að lenda á toppnum. Engu að síður heppnaðist það ágætlega." — Aðspurður hvort þetta hefði alltaf gengið áfallalaust fyrir sig, sagði hann: „Nei, blessuð vertu, þegar ég var yngri á vélhjólinu mínu var ég fastagestur á slysavarðstofunni. Reyndar sögðu læknarnir þar við mig að ég ætti orðið frátekinn tíma hjá þeim alla mánudaga. Þessi skipti þegar eitthvað hefur verið að koma fyrir mig hefur það venjulega gerst fyrir algjöran klaufaskap. Ég man til dæmis einu sinni þegar ég var á leiðinni að klessukeyra bíl uppi í Mosfells- sveit. Ætlunin var að ég myndi keyra bílinn fram af 10 metra kletti en henda mér út áður. Hvað um það, á leiðinni var ég að fíflast með bílinn og leika mér og auðvit- að ekki með hjálm eða neitt til neins og velti bílnum sem leiddi af sér að ég fyrir asnaskap axlar- brotnaðf og ekkert varð af fyrir- hugaðri klessukeyrslu." — Hvar grefurðu upp bíla til að eyðileggja? „Eg kaupi iðulega algjörar druslur og geri þær vel ökufærar, sæmilega kraftmiklar og síðan æfi ég mig á þeim. Þetta er tómstunda- gamanið og allur tími sem ég á afgangs fer í bílastúss, að gera þá upp, keyra þá, ræða um þá og fylgjast með því sem gerist í þess- um málum." — Ertu þá ekki í hinum ýmsu keppnum, rally, góðakstri...? „Nei, ekki ennþá. Það kemur þó fljótlega að því. Ég og vinur minn Jón Halldór urðum okkur úti um fágætan „Buggybíl" og meiningin er að sigra allar keppnir sem nöfn- um tjáir að nefna á næsta ári. Þetta áhugamál er eiginlega sýki og ómögulegt að hægja róðurinn eða gefa það upp á bátinn. Kannski er þetta sýndarmennska sem hleypur í mann. Ég þykist vita að ég geti þetta og mig langar til að sýna það. Við höfum verið að fleygja því kunningjarnir sem erum á kafi í þessu, að um áttrætt verðum við komnir í hörkukapp á kraftmiklum hjólastólum á elli- heimilinu." Miele. Heimilistœki Miele annað er mála- miðlun. . nr JÓHANN ÓLAFSSON & C0A ^ 4) Sondjho104 Bry«i»jvrti Stm. I2M4 W HANN ER MÆTTUR W I BÆINN! HVER? JOHNNY KING JR er orðinn afí Larry Hagman (JR) er orðinn afi. Hann er að sögn kunn- ugra yfir sig hrifinn af barnabarn- inu og þegar það fæddist gaf hann syni sínu Preston og tengdadóttur sinni Starla dýrindis einbýlishús á Malibu-ströndinni. Ekki er langt síðan Olivia Newton- John gekk í það heilaga með miklu yngri manni, Matt Lattanzi, og eiga Pau nú von á erfingja innan tíðar. leyndardómur sjávarins | algemarm byssuskelfirinn hræðilegi frá Þorlákshöfn Kíkið á hann í Drcif ing: ÍSKLASS S. 51020 * VJterkurog hagkvæmur auglýsingamidill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.