Morgunblaðið - 16.11.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.11.1985, Qupperneq 1
56 SIÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ1913 260. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sögulegur samningur um N-írland Belfast, Norður írlandi. 15. nóvember. AP. BRETAR og frar gerðu í dag með sér sögulegan samning, sem tryggir, að Bretar muni enn um ókomna tíð fara með yfirráð á Norður-frlandi en jafnframt, að írar hafi þar hönd í bagga. Samningurinn, sem undirritað- ur var í dag, er fyrsta tilraun ríkisstjórnanna til að binda enda á óöldina á Norður-írlandi ef undan er skilið samkomulag, sem gert var árið 1974, en það fór út um þúfur vegna mikillar andstöðu mótmælenda. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, og Garret Fitzgerald, forsætisráðherra íra, undirrituðu samninginn í Hills- borough-kastala, sem er nokkuð fyrir sunnan Belfast. Samkvæmt samningnum verður komið á fót ensk-írskri nefnd og á hún að leita leiða til að tryggja kaþólska minnihlutanum á Norð- ur-írlandi „fullkomin þegnrétt- indi“. frar fá ekki beinan rétt til að hlutast til um málefni Norður- íra en geta komið á framfæri „skoðunum sínum og tillögum" um hvernig unnið skuli að sáttum og jöfnuði milli kaþólskra manna og mótmælenda. Mótmælendur taka þessum samningi ákaflega illa og segja, að með honum hafi fyrsta skrefið verið stigið í átt til sameiningar Norður-írlands og írska lýðveldis- ins. Hafa þeir þau orð um, að Bandarlkjamenn gætu með sama hætti haft Mexíkómenn með í ráð- um um málefni Texas. Mörg hundruð mótmælenda söfnuðust saman í Hillsborough og höfðu uppi hróp og köll en of nærri leið- togunum komust þeir ekki vegna mikillar gæslu. Nb %Jf )8S i AP/Símamynd. Björgunarmaður hjálpar konu, sem lifói af börmungarnar í Armero. Barst hún með fióðbylgjunni út á akur við bæinn og lá hún þar klæðalaus og illa haldin þegar að var komið. Eldgosið í Nevada del Ruiz: Allt að 20.000 manns fórust í flóðbylgjunni BojjoU og (’arUgena, Colombíu, 15. nóvember. Krá Ingimar Sif^irðwiyni og AP. UNNIÐ er nú að því að reyna að bjarga þeim, sem komust lífs af eftir mikið sprengigos í fjallinu Nevada del Ruiz í Colombíu. Gífurlegur eðjuflaumur, fimm metra hár, færði að mestu í kaf fjóra bæi og er talið, að alit að 20.000 manns hafi farist. Úrhellisrigning gerir björgunar- mönnum mjög erfitt fyrir og einnig vegir víðast hvar í sundur á eru þessum slóðum. 13 íslendingar eru staddir í borginni Cartagena í nu Colombíu þar sem þeir sitja heims- þing Junior Chamber og segir Ingi- mar Sigurðsson í skeyti til Morgun- blaðsins, að mikill óhugur sé í fólki vegna þessara hörmulegu atburða. Ekkert amar að fslendingunum og Sigrínum fagnað Hólmfríður Karlsdóttir, nýkjörin „Ungfrú heimur“, fagnaði í gær sigr- ingum á London-hóteli i London, og var þá að gömlum og grónum sið skálað í kampavíni. Tappinn er augljóslega kominn úr og virðist Hólmfríður vera að reyna að hindra að innihaldið fylgi á hæla honum. Sjá nánar efni um fegurðarsamkeppnina á bls. 3. Fundur Reagans og Gorbachevs í næstu viku: Reagan varar við bjartsýni Washington, 15. nóvember. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjafor- seti, flutti í gær ræðu, sem útvarpað var um öll Bandaríkin, og fjallaði um fundinn með Gorbacbev, leiðtoga Sovétmanna, en hann hefst í Genf nk. þriðjudag. Kvaðst Reagan vona, að fundurinn gæti stuðlað að friðsam- legri heimi en sagði þó varlegast að búast ekki við of miklu. Boðaði hann þó samkomulag um samskipti Sovét- manna og Bandaríkjamanna í menn- ingarmálum. I útvarpsávarpinu varaði Reag- an landa sína við að vænta mikils af fundi hans og Gorbachevs, sagði, að sagan og sambúð stór- veldanna á liðnum áratugum gæfi ekki tilefni til mikillar bjartsýni. „Þrátt fyrir það, sem á milli ber, verðum við að koma í veg fyrir, að reipdrátturinn milli okkar endi með átökum og ofbeldi. Við hljót- um að geta fundið grundvöll fyrir samstarfi bandarískra og sovéskra borgara og stuðlað þannig að betri heimi,“ sagði Reagan. Sovéskir fjölmiðlar ráðast harkalega á Bandaríkjastjórn þessa dagana og segja augljóst, að ekki muni mikill árangur verða af fundi Reagans og Gorbachevs. Eru Bandaríkjamönnum borin á brýn alls kyns mannréttindabrot og er það sýnilega gert með tilliti til þess, að Reagan hyggst ræða fleira á fundinum en afvopnunarmál, t.d. almenn mannréttindi og styrjöld- ina i Afganistan. Verður þorskurinn taminn? VERÐUR brátt farið að gefa þorskin- um á garðann eins og hverjum öðrum húsdýrum? ,Já,“ svarar Victor Le- sUd, sérfræðingur hjá norsku haf- rannsóknastofnuninni í viðtali við Oslóarblaðið „Aftenposten“ nú í vik- unni, „það er ekkert því til fyrirstöðu." í janúarmánuði nk. verður nokkr- um þúsundum þorskseiða sleppt í sjóinn við hafrannsóknastöðina á Austvoll við Björgvin og munu þau öll verða tamin áður, þ.e.a.s. vanin við að vera fóðruð á vissum tímum. Verður tölva látin stjórna fóðrun- inni og kallar hún á seiðin sin með merkjum, sem þau þekkja. Segir Victor, að þorskseiðin séu námfús og læri að renna á hljóðið á þremur dögum. Sjá „ÞorskUmning. . .“ á bls. 27. eru þeir ekki í neinni hættu. Björgunarmenn brutust í dag til bæjanna fjögurra, sem eðjuflaum- urinn færði I kaf, en aðstæðurnar eru óhemju erfiðar. Vegir eru í sundur og gífurleg rigning hefur valdið flóðum í Lagunilla-ánni, sem bæirnir standa við. í bænum Armero, sem er í 50 km fjarlægð frá eldfjallinu, bjuggu 50.000 manns en 20.000 samtals í bæjun- um Santuario, Carmelo og Pinda- lito. Mikils biturleika gætir meðal þess fólks, sem af komst í bæjun- um, og kennir það stjórnvöldum um hve afleiðingar eldgossins voru skelfilegar. Eldgos hafði orðið í Nevada del Ruiz daginn áður, á miðvikudag, og vildu þá margir flýja á brott, en yfirvöld réðu frá því, sögðu, að engin hætta væri á ferðum. Þúsundir manna hafast við i Armero-bæ, á hæð, sem flóðið náði ekki til, og margir eru stórslasaðir. í hinum bæjunum standa hús á stangli upp úr eðjunni en ekki er enn vitað hvort þar leynist einhver lífs. Margir hafa þegar heitið Colombíumönnum hjálp, þar á meðal Rauði kross íslands. Þrettán Islendingar eru nú staddir í borginni Cartagena í Colombíu, en þar fer nú fram heimsþing samtakanna Junior Chamber. í skeyti til Morgun- blaðsins segir Ingimar Sigurðsson, einn þátttakendanna, að mikill óhugur sé í fólki vegna þessara atburða og óánægja með hve björgunarstarfið gangi illa. Að- stæðurnar séu hins vegar óskap- lega erfiðar og varla fært landveg- inn til hörmungasvæðanna. Séu þyrlur því helsta og næstum eina björgunartækið. Sagði Ingimar, að borgin Cartagena væri fjarri þess- um slóðum og ekkert amaði að tslendingunum, sem biðja fyrir kveðjur heim. Sjá frekari fréttir á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.