Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 39 Minning: Jón Lundi Baldursson fv. sparisjóðsstjóri Fæddur 22. febrúar 1906 Dáinn 27. október 1981 Jón Lundi Baldursson fv. spari- sjóðsstjóri í Neskaupstað lést á Fjórðungssjúkrahúsinu hér í bæ 27. október sl. Hann var fæddur 22. febrúar 1906 að Lundarbrekku í Bárðar- dal. Foreldrar hans voru Baldur Jónsson bóndi og kona hans Guð- rún Jónsdóttir. Jón varð gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskólan- um á Akureyri árið 1925 og síðan lauk hann prófi úr 4. bekk mála- deildar Menntaskólans í Reykja- vík árið eftir. Jón flytur til Norðfjarðar 1930 og kvænist sama ár Önnu Mar- gréti Ingvarsdóttur, alþing- ismanns Pálmasonar, Ekru, Norð- firði. Jón og Anna eiga eina dóttur, Guðrúnu, sem er gift Árna Þor- móðssyni forstöðumanni Lífeyris- sjóðs Austurlands. Eiga þau 2 börn. Þegar Jón Lundi sest að á Norð- firði, rúmlega tvítugur, kemur hann með sinn vörubíl, sem hann ekur hér í nokkur ár. Það var mik- ill viðburður þegar nýr vörubíll kom í bæinn, enda bílaöldin rétt að renna upp. Þetta ár var verið að byggja nýjan barnaskóla. Það var því heilmikið fyrirtæki að aka sandi og möl í þessa stóru byggingu, sem reist var úti á Nesi. Bíllinn var mörgum sinnum af- kastameiri en hestakerran, þótt ekki væri á þeim tímum hratt ek- ið. Jón Lundi, en oftast kölluðum við vinir hans hann síðara nafn- inu, annaðist flutninga á bygg- ingarefninu. Eg var ásamt tveimur til þrem- ur unglingum við þessa flutninga. Þá var fínsandinum ekið innan af Sandi, fyrir botni fjarðarins. Var sandinum mokað í strigapoka, þeir settir upp á bílinn og við strákarnir sátum uppá bílnum, alla leið út að skóla og hvolfdum þar úr pokunum. Síðan var farið með tómu pokana inn eftir. Var þetta hið mesta sport og öfunduðu margir jafnaldrarnir okkur. Lundi þoldi furðuvel og var skilningsrík- ur á ærsl okkar. En við fengum sjaldan að sitja inni í stýrishús- inu, þar sat verkstjórinn hjá bíl- stjóranum. Við strákarnir, sem höfðum verið í unglingaskóla hjá Valdimar og Sigdóri, komumst fljótt að því að þessi skapmikli og snaggaralegi bílstjóri kunni fleira en að aka undratækinu sínu. Hann var margfróður, vel lesinn og bet- ur að sér um allt bóklegt en þá tíðkaðist. Því var fljótt leitað til Jóns Lunda, um að taka unglinga í tíma. Valdemar Snævarr, skóla- stjóri fékk hann til þess að taka mig í tíma, rétt eftir að Jón Lundi kom í bæinn eða um veturinn 1930. Sú fræðsla fór fram, vegna undirbúnings fyrir próf upp í ann- an bekk í Menntaskólanum á Akureyri, þá um vorið. Anna og Lundi áttu þá heima uppi á loftinu á Ekru. Fór kennslan þar fram í litlum en vinalegum húsakynnum. Ég er ekki í neinum vafa um, að þessi kennsla varð til þess, að mér tókst sæmilega að komast upp í annan bekk. Fann ég strax, að þegar Lundi, með sína miklu kennarahæfileika, fjallaði um námsefnið, varð allt einfaldara og því auðveldara að læra. Jón Lundi var strangur og hélt manni við efnið. Þekking hans var ótrúlega víðtæk, svo að manni fannst létt fyrir hann að kenna flest fög. Það var því mikið happ fyrir Gagnfræðaskólann, þegar hann tók að sér kennslu í íslensku og náttúrufræði. Kenndi hann þar í 38 ár. Fór alltaf í fyrstu kennslu- stundirnar á morgnana og síðan gegndi hann erilsömum aðalstörf- um langan vinnudag. Hann hafði yndi af að kenna og því var það snar þáttur í iífi hans. Ég kveið fyrir að læra um plönturnar, enda lokuð bók fyrir mér, fyrr en Lundi las með mér Flóru íslands. Þá laukst upp fyrir mér nýr heimur. Mér fannst hann vita allt um jurt- ir, gerði þær fallegar og næstum lifandi. Bókhaldsstörf lágu opin fyrir Jóni Lunda. Hann hafði fallega rithönd og var smekklegur í frá- gangi öllum. Þessu bera vitni bæði bókhaldsbækur og fundargerða- bækur Samvinnufélags útgerðar- manna frá árunum 1933 til 1941, en þá var hann þar bókhaldari. Fyrir 40 árum réðist Jón Lundi til starfa hjá Sparisjóði Norðfjarðar og varð það hans aðal starfsvett- vangur. Fyrst sem bókari, síðan frá 1955 til 1976 sem sparisjóðs- stjóri. Var hann jafnframt stjórn- arformaður og í stjórn Sparisjóðs- ins til dauðadags. Ásamt kennslu og miklu starfi hjá Sparisjóðnum um langt árabil, + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNA S. GUDMUNDSDÓTTIR frá Þjóöólfshaga, andaðist 2. nóvember á heimili sínu, Bólstaöarhlíð 58. Guömundur Ásmundsson, Ingibjörg Ásmundsdóttir, Richard Hannesson, Ragnhildur Ásmundsdóttir, Eyjólfur Guömundsson, Úlfar Ásmundsson, Birna E. Þórðardóttir, og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, ODDRÚN ELÍSDÓTTIR, Nökkvavogi 14, er látin. Pétur Gíslason. t Faöir minn og tengdafaöir, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON frá Skógarnesi, sem andaöist aö dvalarheimili aldraöra, Borgarnesi, hinn 27. október, verður jarösunginn frá Miklaholtskirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Guöríöur Kristjánsdóttir, Trausti Skúlason. gegndi Jón Lundi mörgum trúnað- arstörfum. Hann var um áratugi formaður Sjúkrasamlags Nes- kaupstaðar, endurskoðandi bæj- arreikninganna og bifreiðaeftir- litsmaður. Þá var hann mjög lengi umboðsmaður Brunabótafélags Is- lands. Mér er ekki kunnugt um, að Jón Lundi hafi nokkurn tíma gengið í stjórnmálaflokk. Hinsvegar var hann mjög áhugasamur um þjóð- mál, fylgdist 'vel með og las meira en gengur og gerist. Munu fáir hafa sótt Bókasafn Neskaupstaðar af jafn mikilli elju og alúð. Það fór því ekki hjá því, að jafn vel gefinn og fróður maður væri víðsýnn og frjálslyndur í skoðunum. Jón Lundi, sem átti hér heima í hálfa öld, dró enga dul á það, að honum þótti vænt um þessa byggð, og taldi sig Norðfirðing þótt upp- runninn- væri að norðan. Hann tók einlægan þátt í upp- byggingu staðarins, og studdi af alhug bæði atvinnulegar og menn- ingarlegar framkvæmdir í bæn- um. Hann var mikill umhverfis- verndarmaður, skógrækt og öll ræktun var honum einkar hug- stæð. Náttúruvernd og listhneigð voru honum í blóð bornar. Jón Lundi var duglegur ferða- maður. Fór hann til skamms tíma árlega í ferðalag upp á öræfi ís- lands. Slóst hann þá í för með nokkrum sér yngri mönnum. Kunnu ungu mennirnir að meta þekkingu hans á náttúru landsins og hann naut félagsskapar við yngri ferðalanga. Eitt er það, sem ég sakna, öðru fremur, þegar Jón Lundi er allur. Það er sú vinátta, sem skapaðist með okkur félögunum í Gufu- baðsklúbbnum. Farið var einu sinni í viku í gufubað og oft í sundlaugina um leið, í 25—30 ár. Aldurinn færðist yfir félagana. Fyrir skömmu féllu frá Guðmund- ur Sigfússon og Valgeir Sig- mundsson, sem stjórnaði klúbbn- um með prýði. Nú síðast er Jón Lundi allur. Það er heilbrigt, að vinátta festi rætur hjá fullorðnum mönnum, sem svo lengi hafa þekkst, komið saman, spjallað um heimsins málefni, hvílst, gert að gamni sínu og ærslast eins og þeg- ar þeir voru strákar. Jón Lundi tók af lífi og sál þátt í starfsemi þessa klúbbs. llann mætti manna best, var flestum hraustari við að fara út í sundlaugina á veturna, þegar hún var hituð upp frá raf- stöðinni og snjór féll yfir og oft ískuldi. Stundun gufubaðsins og samvistir við gömlu félagana voru Jóni Lunda mikils virði og tók hann þátt í þessu þar til þrekið þvarr. Jón Lundi Baldursson var einn þeirra manna, sem óneitanlega setti svip sinn á bæinn, um langt árabil. Gáfur hans, fjölhæfni til starfa, hressilegt viðmót og ein- stakur dugnaður voru ríkir eigin- leikar í fari hans. Hann var góður vinur vina sinna og því kveðjum við hann með söknuði. Jón Lundi var hamingjusamur í einkalífi sínu og bjó hans ágæta eiginkona honum gott heimili. Votta ég og kona mín Önnu, Guðrúnu, Árna og barnabörnun- um innilega samúð vegna fráfalls Jóns Lunda. Jóhannes Stefánsson Gerir bú kröfur? Dá velur þú MEST SELDA LITSJÓNVARPSTÆKIÐ Á MARKAÐNUM BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SlMI 27099 SJÓNVARPSBÚEHN CM CNI Verö: 9.950.- Staögr.: 9.450.- Útborgun: 1/3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.