Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 Maðurinn sjálfur, sann- færing hans, hugsjón og þekking, sterkasta vopnið I.jósm. Krisiján. Hér. I'ara á eflir nokkrir kaflar úr ra-ðu Infju Jónu Uórðardóllur, framkvæmdasljóra fræóslu- oj; úl- hreidslumála Sjálfslæðisflokksins á landsfundi í fjrrakvöld: Það er viðtekin skoðun að stjórnmál komi almenningi ekki við, heldur séu þau verkefni sem einunjíis séu á færi örfárra manna, þingmanna og annarra kjörinna fulltrúa. Stjórnmál séu eitthvað sem venjulegt fólk eigi ekki að koma nærri og því fylgi gjarnan spilling og mannorðs- missir, því beri að forðast þátt- töku í þeim. En er þessu svona varið eða snerta stjórnmál ef til vill líf hvers einasta einstaklings í þjóð- félaginu. Stjórnmál eru ekki bara um- ræður á alþingi eða málarekstur í sveitarstjórnum, heldur eru stjórnmál hluti af daglegu lífi fólks. Það er pólitík hvernig skólar eru reknir, hvernig búið er að at- vinnuvegum landsmanna, sam- göngum o.s.frv. Þess vegna eru þær ákvarðanir sem teknar eru á stjórnmálasviðinu ákvarðanir sem koma öllum við, snerta líf hvers og eins. Það er á því sem stjórnmála- þátttaka fólks á m.a að grundvall- ast ásamt því, að allir menn hafa einhverjar hugmyndir um það, hvers konar þjóðfélagi þeir vilja lifa í, hugmyndir sem grundvall- ast á ákveðnum hugsjónum, lífs- viðhorfum. Það að vera hlutlaus, sitja hjá eða vilja ekki taka afstöðu leiðir ekki til neins annars en að greiða veg og auka áhrif þeirra, sem hafa skoðanir og vilja taka afstöðu, vilja ekki sitja hjá. Það viðhorf er nokkuð ríkjandi og áberandi í dag hjá einstaklingum, að þeir ætlast til þess að aðrir geri hlutina. E.t.v. eru þetta áhrif af uppeldi, e.t.v. er þetta ein af afleiðingum velferðar- þjóðfélagsins sem við búum í, e.t.v. hefur þetta leitt af sér sofanda- hátt og afstöðuleysi. Þykir þá ein- hverjum einkennilegur afrakstur eða einkennileg útkoma baráttu sjálfstæðismanna fyrir bættum lífskjörum í landinu, fyrir aukinni velferð, fyrir auknu öryggi allra landsmanna. Ef það leiðir síðan til sofandaháttar og afstöðuleysis og greiðir þannig götu þeirra afla, sem í raun og veru vilja grafa und- an okkur í þjóðfélaginu. Allir hlutir eru ekki sjálfsagðir. Það þarf að berjast fyrir öllu og það þarf líka að berjast til að hajda því, sem fengið er. I sjálfstæðisstefnunni felst það, að hver og einn ber ábyrgð á sjálf- um sér að hver og einn er sinnar gæfu smiður. Um starf málefnanefnda Á vegum Sjáifstæðisflokksins Kaflar úr ræðu Ingu Jónu Þórð- ardóttur fram- kvæmdastjóra fræðslu- og út- breiðslumála á landsfundi starfa 14 málefnanefndir, sem að jafnaði eru skipaðar 7—10 mönnum, þar af 2 þingmönnum, sem sæti eiga í hverri nefnd. Hlut- verk þingmanna í nefndunum er að skapa tengsl milli þess mál- efnastarfs sem unnið er í sjálfum flokknum og hinsvegar þess stefnumótunar- og málafylgju- starfs, sem unnið er á Alþingi sjálfu. Þau drög sem að undan- förnu hafa verið send til flokksfé- laga um allt land eru árangur af starfi málefnanefnda, en enn- fremur vinna málefnanefndir töluvert að þingmálum, þ.e.a.s. undirbúa einstök þingmál, veita umsögn um önnur og greinargerð- ir, svo og að afla upplýsinga. í málefnanefndunum er sam- ankomin mikil þekking og reynsla sem er mjög dýrmæt kjörnum fulltrúum. I þessum nefndum er unnin sjálfboðavinna, sem seint verður hægt að meta og í raun ætti að vera hægt að nýta enn bet- ur. Á sl. vetri hafa máiefnanefnd- irnar reynt að opna starfsemi sína enn meir en áður hafði verið gert, og kom það m.a. til vegna gagn- rýni sem fram hafði komið um það, að það undirbúningsstarf, sem unnið er fyrir stefnumótun væri í höndum tiltölulega fá- mennra hópa og þar kæmu skoð- anir hins almenna flokksmanns ekki að fyrr en á síðustu stundu. Til þess að bæta úr þessu og til þess að opna starf þessara nefnda meira hefur verið farin sú leið að efna til ráðstefnuhalds um ákveð- in málefni. I þessu skyni hafa verið haldnar á síðasta ári ráðstefnur í málefn- um landbúnaðarins og sjávarút- vegsins; fjölmiðlamálum, utanrik- ismálum og sveitarstjórnarmál- um. Erindrekstur Á formannafundi sem haldinn var í tengslum við flokksráðstefnu á sl. hausti kom fram mjög ein- dregin ósk um það, að erindrekst- ur í einhverju formi yrði tekinn upp af hálfu flokksins, en hann hafði legið niðri um nokkurt skeið í því formi, sem sjálfstæðismenn þekktu. í framhaldi af þessu skipulögðu starfsnefndir flokksins, þ.e.a.s. framkvæmdastjórn, fræðslunefnd og útbreiðslunefnd, ákveðna fundaherferð, sem í raun er ekkert annað en erindrekstur og hófst hún eftir áramótin siðastliðnu. Þá voru heimsóttar stjórnir sjálfstæðisfélaga hér í nágrenni Reykjavíkur, haldnir fundir með þeim, þar sem rætt var um flokksstarfið vítt og breitt, hvert væri hlutverk skrifstofunnar, að hverju hún gæti unnið fyrir flokksfélögin o.s.frv. Fræðslumál Sá þáttur í flokksstarfinu, sem lýtur að fræðslumálum verður seint ofmetinn. I baráttu, þar sem hið talaða orð er vopnið í höndum manna, er sannfæringarkrafturinn að sjálf- sögðu mikilsverður. Það er hægt að komast býsna langt á honum, en hann er ekki einhlítur. Þekking er nauðsynleg og hlutverk flokks- félaganna í þessu sambandi er að miðla þekkingu til sinna félaga. Útgáfumál Fræðslunefnd flokksins sér ennfremur um útgáfumál og nú er nýútkominn bæklingur, sem fjall- ar um sjálfstæðisstefnuna og er ætlað að vera grundvallarrit í þeim efnum, aðallega ætlaður ungu fólki. Nú á næstunni mun þessi bækl- ingur, en hann er tekinn saman af Davíð Oddssyni, verða sendur til allra þeirra sem tvítugir urðu á þessu ári. Auk þess leggjum við áherslu á að þarna hafa flokksfé- lög ágætt tækifæri til þess að koma upp leshringum um sjálf- stæðisstefnuna, setjast niður og ræða þessi grundvallarmál og vekja þar með athygli á sjónar- miðum flokksins og fá nýtt fólk til liðs við hann. Á vegum fræðslu- nefndar eru nú þegar nokkrir bæklingar í undirbúningi og má þar nefna t.d. bækling um land- helgismálið, um orkumál, um utanríkismál, um fjölskyldumál, um utanríkisviðskipti og um vinnumarkaðsmál. Útbreiðslunefnd Á vegum útbreiðslunefndarinn- ar er nú unnið að verkefnum í sambandi við undirbúning sveitar- stjórnarkosninganna að vori. Rætt hefur verið um það að leggja meiri áherslu en verið hefur í sveitarstjórnarkosningum á sam- eiginleg baráttumál sjálfstæð- ismanna á þeim vettvangi. I því sambandi hefur miðstjórn flokks- ins samþykkt tillögu frá út- breiðslunefndinni um það, að leggja beri áherslu á umhverfis- mál sem eitt af meginmálum kosninganna og hefur útbreiðslu- nefndin þegar hafið undirbún- ingsvinnu í þessu sambandi. Flokkurinn mun nú innan tíðar eignast myndsegulbandstæki og mun þannig skapast aðstaða til að Alþingi verður að gefa rétta mynd af vilja þjóðar Hér fer á eftir kafli úr ræðu Matthíasar Á. Mathiesen alþing- ismanns um kjördæmamálin á landsfundi í gær: Megin sjónarmiðin Þegar setja skal fram tillögur til lausnar kjördæmamálinu, þá hljótum við sjálfstæðismenn að halda fast við þau sjónarmið, sem við höfum barist fyrir. Að kjör- dæmaskipunin tryggi jafnræði milli stjórnmálaflokkanna í land- inu, og að sama fyrirkomulag gildi í öllum kjördæmum. Það hefur aldrei tekist að fá Al- þingi skipað í samræmi við stjórn- málalegan vilja þjóðarinnar. Fram til ársins 1959 var ranglætið oft á tíðum hróplegt. Það tókst að ná fram nokkurri leiðréttingu 1934 og 1942. Kjördæmabreytingin sem gerð var 1959 bætti mjög úr þeim ágöllum sem til staðar voru. Hefði sú kjördæmaskipan seijir þá var lögfest, gilt í kosningunum 1942—1956, hefði náðst hlutfalls- legur jöfnuður milli stjórnmála- flokkanna í öllum þeim kosning- um. Það kom hins vegar í ljós í haustkosningunum 1959, að þessi kjördæmaskipun og fjölgun þing- manna í 60 tryggði ekki jafnvægi á milli stjórnmálaflokkanna á Al- þingl. Það skorti þá þegar 3 þing- menn til þess að það gæti gerst. Árið 1974 skorti 7 þingmenn. I síð- ustu kosningum skorti 6 þingmenn til að hlutfallslegur jöfnuður á milli stjórnmálaflokkanna á Al- þingi næðist. Af þessu má sjá, að hyggist menn fá leiðréttingu á þessum málum út frá þessu grundvallar- sjónarmiði, þarf að fjölga þing- mönnum a.m.k. um 7. Vilji menn geta mætt breytingum, sem síðar kunna að verða, þá sýnist ekki óvarlegt að heimila fjölgun um þingflokka og með lágmarks- þingmannatölunni 60. Hugsanlegar breytingar Frá 1857 til 1930 má segja, að þau sjónarmið sem lágu til grundvallar breytingu á kjör- dæmaskipaninni hafi verið búseta fólksins í landinu. Frá 1930 hefur hins vegar setið í fyrirrúmi að ná fram jöfnuði á milli stjórnmála- flokkanna í landinu. Málið í dager sýnu vandasamara þar sem við- fangsefnin eru bæði til úrlausnar. Það hefur og komið í ljós, að aukið misræmi á vægi atkvæða milli kjördæma hefur aukið á ójöfnuð- inn milli stjórnmálaflokkanna. Þegar gerð er athugun á því með hvaða hætti við viljum ráðstafa nýjum þingsætum, þá fer það saman, að vilja rétta hlut ein- staklingsins í þeim kjördæmum sem fólksfjölgunin hefur verið hvað mest og fá í leiðinni fram réttan stjórnmálalegan vilja fólksins í landinu á Álþingi. Því eru menn sammála um, að leið- rétta beri vægi atkvæða milli kjördæma frá því sem nú er orðið. Það liggur hins vegar ljóst fyrir, að samstaða næst ekki um það nú, að vægi atkvæða verði hið sama hvar á landinu sem er. Það hefur aldrei fengist viðurkenning á því, þó að sjálfsögðu sé það hið rétta. Ef til vill fæst sú viðurkenning ekki fyrr en við erum búin að ná jafnari byggð í landinu. Fjölgun þingmanna í fjölmenn- ustu kjördæmunum getur átt sér stað með tvennum hætti. Fjölgun kjördæmakosinna þingmanna, svo og með breyttum reglum um út- hlutun uppbótarþingsæta, þar sem meira tillit verði tekið til kjósendafjöldans en verið hefur. Til þess að ná fram svipuðu vægi atkvæða og 195Í) þá gæti þurftjað j fjölga kjördæmakosnum þing- mönnum m.a.k. um 7. Miðað við að hámarkstala þingmanna yrði 70, þá gætu uppbótarþingsætin orðið allt að 14, en aldrei fleiri en svo að jöfnuður hafi náðst á milli flokka. Hin fasta þingmannatala yrði hins vegar sú sama og í dag, 60. Mikill áhugi hefur verið fyrir því að ná fram persónulegri kosn- ingu en verið hefur. Því voru menn sammála að gerð skyldi tilraun til þess að ná fram kosningareglum, þar sem kjósandanum væri gefinn kostur á að kjósa persónulegri kosningu en verið hefur síðan hlutfallskosning var lögfest í öll- um kjördæmum. Til þess að mæta þessum óskum hafa stjórnmála- flokkarnir haft prófkjör. Þau virð- ast ekki hafa náð tilætluðum árangri að dómi margra, og því raddir um persónulegri kosningar en nú eiga sér stað. í því sambandi er bent á kosningafyrirkomulag hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar. Um tillögur þar að lútandi hefur ekki náðst samstaða enn. Tillögur nefndarinnar Eins og fram kom hér áðan, varð mönnum ljóst að ekki væri hægt að ná samstöðu um leiðrétt- ingu á þeirri kjördæmaskiptingu sem nú gildir öðru vísi en með nokkurri fjölgun þingmanna. Nefnd sú, sem* kosin var afi flokksráðs- og formannaráðstefn- allt að 10, þó aldrqi fleiri em svo, ' 1 að jofnuður hafi náðst á milli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.