Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 GRANI GÖSLARI Hvernig liti heimsmyndin út? Þorkell Hjaltason skrifar: Steinn Steinarr fór í sendi- nefnd austur til Rússlands sumar- ið 1956. Heim kominn úr þeirri för spurði fréttamaður Stein, hvort hann héldi, að Rússar væru að framkvæma sósíalismann. Þeirri spurningu svaraði Steinn með svofelldum orðum: „Nei, ekki held ég það. Það er að minnsta kosti ekki sá sósíalismi, sem okkur Hömlu mennina dreymdi um. Ég held, að það sé einhvers konar ofbeldi, ruddalegt, andlaust og ómannúðlegt. — Óg okkur svoköll- uðum Vesturlandamönnum myndi finnast það óbærilegt. Mér er að vísu ekki fyllilega ljóst, hvernig þessu er varið, en það er miklu fremur einhver tegund fasisma. Kannski er þetta sá margumtalaði sósíalfasismi, ef menn vita enn þá, hvað það þýðir." þulur, Hannes H. Gissurarson og Jón Baldvin Hannibalsson. Berg- steinn Jónsson sagnfræðingur kom þar einnig lítils háttar við sögu. Eðlilega réð Jón Múli ekkert við þá miklu garþa er hann átti þarna orðastað við um Stalín og Stalínstímabilið, eitt hið blóði- drifnasta ofsóknartímabil mann- kynssögunnar á 20. öld. En engar staðreyndir virtust geta haggað skoðunum Jóns Múla á óskeikul- leika Stalíns í síðari heimsstyrj- öldinni. Þess vegna greip hann á lofti fegins hendi eitt orð er hrökk óvart út úr sagnfræðingnum í þá veru að Stalín hefði unnið síðari heimsstyrjöldina. Sú sagnfræði samrýmist engan veginn stað- reyndum. Þessi hjálp var siguraflið BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Strax eftir fyrsta útspil sá sagnhafi. að samningur hans myndi vinnast. Skipting lauf- anna skipti hreint engu máli og svining í spaðanum óþörf. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. K53 H. 742 T. D95 Vestur L. K862 Austur S. D8 S. 1097642 H. 98 H. 53 T. ÁK1084 T. G762 L. G975 L. 10 Suður Suður S. ÁG H. ÁKDG106 T. 3 L. ÁD43 opnaði á 2 hjörtum, norður hækkaði í 3 og suður sagði þá strax slemmuna, 6 hjörtu. Vestur tók fyrsta slaginn á tígul- kóng en skipti síðan í tromp. Suður þekkti vel svona spil og sá, að sama var þó laufin skiptust ekki 2—3. Það eitt, að vestur ætti tígulásinn var nóg. Reyndar kom í ljós, að trompin skiptust 2—2 og sjöið gat því verið innkoma til að svína spaðagosa. En slíkt var óþörf áhætta. Eftir tvo slagi á tromp tók hann á ás og kóng í laufi. í ljós kom, að vestur átti fjögur en þá tók suður slagi sína og fljótlega náði hann fram þess- ari stöðu. Norður S. K H. - T. D L. 8 Vestur Austur S. - S. 10 H. - H. - T. Á T. G7 L. G7 Suður L. - S. G H. - T. - L. D4 Og þegar sagnhafi spilaði spaðagosanum mátti vestur ekk- ert spil láta án þess að gefa sagnhafa tólfta slaginn um leið. Sama hefði verið þó austur stöðvaði laufin. Slagirnir hefðu þá verið teknir í örlítið breyttri röð en o.ðið 12 engu að síður. COSPER Þú virðist hafa gleymt því að við erum ekki lengur uppi í sumarbústaðnum? Hefur ekki breytt eðli sínu ok innræti Svo mælti skáldið Steinn Steinarr fyrir 24 árum, þá ný- heimkominn úr Rússlandsför. Og ekki er að sjá að hið rússneska ofsóknarbrjálæði hafi á nokkurn veg breytt eðli sínu og innræti á þeim rösku tveim tugum ára er liðin eru frá því ofanskráð um- mæli Steins voru fest á blað. Lýðfrelsi og mannréttindi er hvergi að finna í Sovétríkjunum, línan frá blóðveldistíma Stalíns er þar enn allsráðandi. Um það vitna fjöldamorð rússneskra hersveita í Afganistan um þessar mundir. Þar er nú öllu lífi útrýmt, aðeins brennd. og sviðin jörð blasir við sjónum manna á þeim slóðum nú. Samrýmist engan veginn staðreyndum Nýlega er lokið sjónvarps- þáttunum um Helförina og Stalín eða rauða keisarann eins og kom- ist var að orði. Og í lok þáttanna um Stalín fór fram stutt spjall um efni þeirra undir stjórn Boga Ágústssonar. Viðmælendur hans voru Jón Múli Árnason útvarps- Raunverulegir sigurvegarar í síðara stríðinu voru auðvitað Bandaríkjamenn og Bretar og þeirra bandamenn. Stalín og her- sveitir hans máttu sín einskis á móti nasistaherjunum, Rússar einir hefðu fljótlega verið þurrk- aðir út, ef Bandaríkin og Bretland hefðu ekki komið þeim til hjálpar með óhemjuvopnasendingum öll stríðsárin. Þessi hjálp Vesturveld- anna og Bandaríkjanna var raun- verulega það sigurafl er úrslitum réð í því mikla alheimsstríði er geisað hafði af mikilli grimmd í hartnær fimm stríðshrjáð hörm- ungaár. Lét útbúa falsaðar skýrslur Það er ef til vill nauðsynlegt að gera lauslega nánari grein fyrir byrjunarátökum þýsku nasistanna og Rússa í upphafi stríðsins. Stalín virtist alveg óviðbúinn stríði, þá alveg nýbúinn að gera vináttusamning við Hitler. Þarna kom slægviska Hitlers vel í ljós. Hann lék sér með Stalín eins og köttur að mús. Hitler skipaði leynilögreglu sinni, með Gestapó í broddi fylkingar, að útbúa vel Þessar vinkonur. sem eiga heima við Laugarásveginn hér í Rvík., efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Þær heita Margrét Dóra Ragnarsdóttir, Marta Nordal og Guðrún Kaldal. — Tvo aðstoðarmenn þeirra vantar á myndina. Friðrik Kaldal og Omal Kaldal. — Krakkarnir söfnuðu alls rúmlega 58.000 krónum til ágóða fyrir landssambandið. — „Sundlaugarsjóð" þess. Þessar ungu stúlkur, sem eiga heima i Grundarfirði, efndu fyrir nokkru til hlutaveltu þar, til ágóða fyrir Grundafjarðarkirkju. Þær söfnuðu rúmlega 15.000 krónum. — Ekki er þess getið hvað þær heita, ungu stúlkurnar, i texta sem myndinni fylgdi. Fjórar voru þær telpurnar sem efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir „Sundlaugarsjóð Sjálfsbjargar". iandssamb. fatlaðra. En á myndinni eru tvær þeirra. — Þær heita Agla R. Úlfarsdóttir og Guðrún Pétursdóttir, en hinar telpurnar heita Eydis Hilmarsdóttir og Ragnhildur Fjeldsted. Þessar skólastelpur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Afrikuhjálp Rauða kross íslands og sðfnuðu 15.600 krónum. - Þær heita Jódis Bjarnadóttir. Ásgerður María Hólbertsdóttir, Vigdís Björk Finnsdóttir og Sigriður Inga Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.