Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 „EKKI , VISSI EGAÐ ÍSBJÖRN GÆTI VERIÐ SVONA STOR Myndirnar eru fallegar og það er svo margt hérna sem maður fer að hugsa meira um en áður Ungir Njarðvíkingar í heimsókn á Sögusýningunni Kristln Einarsdóttir og Jónína Kr. Jónsdóttir. SÖGUSÝNINGIN „ísland — ís- lendingar, ellefu alda sambúð lands og þjóðar" að Kjarvalsstöð- um hefur verið ágætlega sótt slð- an hún var opnuð þann 10. októ- ber. Allmargir hópar skólanem- enda hafa komið I fylgd með kenn- urum slnum að skoða sýninguna og þegar blaðam. Mbl. leit þar við voru I heimsókn nemendur úr 1 2 ára bekk Barnaskóla Njarðvlkur. Þau höfðu komið. um fjörutíu tals- ins, ásamt kennurunum Kristbirni Albertssyni og Hrafnhildi Hilmars- dóttur og leiðbeindu þau börnun- um um það, sem fyriraugu bar, og virtist unga fólkið hafa ánægju af. Kristln Einarsdóttir og Jónína Kr. Jónsdóttir sögðust vera afar hrifnar af Isbirninum uppstoppaða frá Húsavlk og það var reyndar álit flestra, sem við var rabbað.— Og svo Ijósmyndirnar, þær eru margar mjög fallegar, sögðu þær stöllur — til dæmis myndirnar frá bjargsigi og haflsmyrtdir, og margt fleira. Við höfum skoðað I kíki myndir og séð ýmislegt, serri maður er ekkert að hugsa út I svona hversdags, en er svo skemmtilegt að sjá og heyra. Ólafur Garðarsson og Árni Einarsson höfðu verið að horfa á litskuggamyndirnar. — Þetta er fin sýning, sagði Árni og Ólafur tók I sama streng. — Ég hafði til dæmis ekki hugsað mér að isbjöm gæti verið svona stór .... Kennarinn er búinn að skýra margt út fyrir okkur. Og áður en við komum hingað fórum við i Árnagarð og sáum handritin. Annars höfum við ekki farið marg- ar svona ferðir, þó fengum við að skreppa F Þjóðleikhúsið i fyrra á „Ferðin til tunglsins". Það voru allir mjög spenntir að fara þetta, þegar við heyrðum það stæði til og ábyggilega öllum, sem finnst gaman að þessu. Sveinbjörn Guðmundsson, Karl Sanders og Ómar Aspar Birgisson voru að skoða gjall og hraunkúlu- myndanir sem komu úr Heklu l gosinu 1947. Og grjót úr Skaftár- eldum 1783. — Skritið að sjá þetta. sagði Sveinbjörn. — Maður er ekkert að hugsa út í hvað stein- ar séu gamlir eða hvaðan þeir eru komnir þegar við sjáum þá úti. En svo fer maður að hugsa meira, þegar hlutirnir eru settir svona sérstaklega upp og sögð saga i kringum allt. Það gerir þetta ein- hvern veginn öðruvisi. Kolbrún Kristinsdóttir rýndi i hreinskrift Konráðs Gislasonar á fyrsta orðsafni Hallgrims Schevings, og i Ijós kom að hún hafði haft mikla ánægju af ferð- inni i Árnagarð skömmu áður. — Ég get eiginlega ekki gert upp við mig, hvort eitthvað eritt er öðru merkilegra, sagði hún. — Náttúrlega isbjörninn og gosið og allar þessar myndir eru flottar. Það er gott að hafa kennara eða einhvern til að skýra út fyrir okkur, en annars fylgja leiðbein- ingar og útskýringar með mörgu. Rúnar Magnússon og Helgi Eyjólfsson Og svo þegar við förum að skoða okkur um, þá kannast maður við margt af þvi úr íslandssögunni. Inni I Kjarvalssal er Þórunn Magnúsdóttir að fylgja nokkrum hóp barna um salinn og stað- næmzt er frammi fyrir mynd af fyrsta forseta íslands. — Og hvað hét hann? spyr Þórunn. Og nú bregður svo við að unga fólkinu vefst tunga um tönn. Það gengur betur, þegar röðin kemur að Jóni Sigurðssyni, þá eru börnin fljótari til svara. — Okkur finnst að við sem erum i skólum úti á landi, ættum að fá að fara miklu oftar á sýning- ar hér og fleira sem er I boði. það er svo fróðlegt og skemmtilegt. Þetta sögðu þær Þórey Brynja Jónsdóttir, Fanney Jósepsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. — Það var fint að fá að koma á þessa sýningu og hún er þannig útbúin, að maður getur fengið miklar upplýsingar og fróðleik, sem maður er kannski ekki alltaf með I huganum. Allir krakkarnir voru stórhrifnir af þvt að fá áð fara þessa ferð og okkur fannst einna skemmtilegast að sjá handritin ( Árnasafni og svo myndirnar hérna af landslagi og af fólki. og fuglarn- ir og isbjörninn . . . já, það er bara allt skemmtilegt. — Hugsaðu þér sf hann hefði nú verið lifandi, segir Rúnar Magnússon og horfir F leiðslu á isbjörninn ásamt fálaga sinum Helga Eyjólfssyni. — Maður hefði getað lent i krassandi ævintýri þá, bætir hann við og segir líka að hann hefði áreiðanlega ekki tekið til fótanna, heldur ráðizt ótrauður til atlögu við bangsa. — Ertu nú viss um það, skýtur Helgi að honum og dregur stór- lega i efa, að vinur hans sé svo kjarkaður. — Þetta er ágætt hérna, bætir hann við, en ég er feginn að kennararnir eru með. Ég hefði ekki skilið helminginn af þessu, ef okkur væri ekki sagt smávegis um hvern hlut, eða sumar myndanna. Og þetta var sniðug ferð og ég vildi fara oftar á einhverjar svona sýningar. Og auðheyrt var að þar voru flestir á sama máli. Starfsstúlkurn ar á Kjarvalsstöðum létu ágætlega af skólafólkinu sem sýningprgest- um, sum hlypu að visu i gegn og sýndu ekki teljandi áhuga, en önn- ur virtust hafa fullan hug á að fræðast sem mest og bezt um það sem fyrir augu og eyru bæri. h.k. Hópurinn úr 6. bekk barnaskóla Njarðvlkur. Ljósm Ól K Magn Ólafur Garðarsson og Árni Einarsson Ungir sýningargestir. Með þeim er Þórunn Magnúsdóttir sem kynnti þeim sýninguna. Þórey Br. Jónsdóttir, Fanney Jóseps- dóttirog Helga Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.