Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORCU NBLAÐIÐ Laugardagur 19. júní 1965 Björn Gunnlaugsson, kaupmaður IVSinnmg í DAG verður borinn til moldar IBjörn Gunnlaugsson, fyrrum kaupmaður hér í borg. Hann lézt í borgarsjúkrahúsinu, 12. júní s.l. eftir skamma legu, rúni- lega áttræður að aldri. Með honum er genginn traust- ur drengskaparmaður, sem með störfum sínum og áhugamálum vann borg sinni margt til heilla og félögum þeim sem hann starf- aði í á langri ævi. Björn var fæddur að Múla í Línakradal í Vestur-Húnavatns- sýslu 10. október 1884. Foreldrar hans voru hjónin Björg Árna- dóttir ag Gunnlaugur Gunnlaugs- son. Björg var þingeyskrar ættar en Gunnlaugur var af hún- vetnsku bergi brotinn, sonar- sonur séra Gunnlaugs prests á Stað. Stóðu að Birni traustar ættir og mikill frændgarður um Þingeyjar- og Húnavatnssýslu. Þau Björg og Gunnlaugur fluttust að Syðri-Völlum í Mið- firði árið 1895 og þar ólst Björn upp í stórum hópi systkina. Var hann elztur þeirra, en af þeim komust átta til fullorðinsára. Næst Birni að aldri var Jóhanna, húsfreyja á Litla-Ósi; þá Ingi- bjöng búsett í Reykjavík, Gunn- laugur vélamaður, Árni járn- smíðameistari, Margrét hús- freyja, öll búsett í Reykjavík, Þorvaldur er dó 25 ára og yngst- ur var Guðmundur kaupmaður í Reykjavík. Á lífi eru tvær systranna, þær Jóhanna á Litla-Ósi og Ingi- björg, sem annaðist heimili for- eldra sinna eftir að þau fluttust suður til Reykjavíkur. Björn ólst upp við venjuleg sveitastörf heima og sótti sjó- róðra á Suðurnes tvær vetrarver- tiðir, en ungur að árum fluttist hann til Reykjavíkur. Stundaði hann þar ýmsa vinnu unz hann hóf verzlunarstörf og kaup- mennsku, sem hann rækti þar til hann réðst í þjónustu Reykja- víkurhafnar laust fyrir 1930. Starfaði hann síðan óslitið í þágu þeirrar stofnunar við innheimtu- etörf meðan starfsaldur leyfði. Björn kvæntist árið 1914 Sess- elju Guðmundsdóttur frá Urriða- fossi, systur Þorgríms og Guð- mundar Kr. Guðmundssonar glímukappa. Sesselja var glæsi- leg mannkostakona. Hún bjó þeim fagurt rausnarheimili hér í Reykjavík, þar sem vinir og ætt- menn áttu gestrisni og hlýju að fagna. Sesselja lézt árið 1954. Þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi, en yngstu dótt- urina Bryndísi, misstu þau árið 1941. Hún var glæsileg stúlka, hvers manns hugljúfi og harm- dauði öllum þeim er hana þekktu. Hin börnin eru Kristín búsett í Noregi gift Gunnari Rogstad, ráðuneytisstjóra í norska utanrikisráðuneytinu, Gunnlaug- ur framkvæmdastjóri í Reykja- vík kvæntur Vilborgu Sigurðar- dóttur og Guðmundur verkstjóri i Reykjavík, kvæntur Sigríði Flygenring. Bjarn Gunnlaugsson var gæfu- maður í störfum sínum og lífi, enda fór hann með gott vega- nesti úr heimahúsum, þótt ekki væri auður né, allsnægtir. Hon- um var það jafnan tamara að setja niður deilur manna en að ýfa mál til ófriðar. Heimili þeirra hjóna bar þessu ljóst vitni; þar ríkti friður og eindrægni. Eftir fráfall Sesselju hélt Björn áfram heimili í gamla húsinu á Laugavegi 48. Hann var nú orðinn einn, en lét það ekki á sig fá. Skammt var til sonanna í borg- inni og svo naut hann þess um árabil að stutt var að fara til Árna bróður hans að Laugavegi 71 og Margrétar mágkonu hans. En Árni lézt 1963. Dóttur sína heimsótti hann er- lendis öðru hvoru síðustu árin og hjá henni dvaldist hann á 80. af- mælisdegi sínum síðastliðið hausC Björn var maður víðlesinn og geyminn á þjóðlegan fróðleik. Hann átti gott safn íslenzkra bóka og naut þeirra í hvíld og ró þótt stórborgarysinn færi sífellt vaxandi á Laugavaginum. Varla var svo komið í heimsókn til hans að ekki væri við höndina nýútkomin bók og var þá oft spjallað um efni hennar og boð- skap. r~......«í*'»•><?’m, im. ».•£> Björn Gunnlaugsson var með kunnustu hestamönnum lands- ins. Hann ólst upp við hesta og ferðalög á hestum og leit ávallt á hestamennskuna sem íþrótt. Hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Fáks 1922 og sat löngum í stjórn þess, var formaður árin 1938-1949. Tók hann við formennsku af Daníel Daníelssyni, er hann féll frá. Það kom í hlut Björns og sam- starfsmanna hans í Fáki að hefja merki íslenzkrar hestamennsku á loft, þegar lá við borð að hún félli í gleymsku á umrótstímum nýrrar aldar. Þeim var frá upp- hafi ljóst að þessum arfi liðinna kynslóða mátti ekki kasta á glæ, enda hefir starf þeirra að þessu áhuigamáli borið glæsilegan ár- angur nú á síðustu árum. Björn átti drjúgan þátt í stofn- un Landssambands hestamanna- félaga árið 1949. Hann átti um skeið sæti í stjóm þess og vara- stjórn, en framar öllu var hann þó hinn sívakandi leiðbeinandi i málum þess. Sá háttur komst á tJM þessar mundir eru 5 ár liðin síðan stilliverkstæðið Diesili var stofnað og var það eitt hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en það stillir olíuverk (eldsneytis- loka) í dieselvélar hverskonar. Fyrirtækið var fyrstu 2 árin til húsa í Garðastræti 9, en síðustu 3 árin hefur það verið til húsa að Vesturgötu 2, (Tryggvagötu- megin) -og síðasta árið hefur þar verið rekin varahlutaverzlun fyrir dieselolíukerfi, ennfremur rafmagnsvarahlutir í bifreiðar og landbúnaðarvélar. Fyrirtækið hefur einkaumboð fyrir brezka fyrirtækið Wood- auto Ltd. og þýzkt fyrirtæki Monark Diesel Electrec. — Eig- andi og framkvæmdastjóri fyrir snemma á ferli L.H. að halda stjórnarfundi á heimili Björns og hélzt svo allt fram á síðasta ár. Hestamenn um land allt standa í mikilli þakkarskuld við Björn fyrir öll hans störf í þágu félags- samtaka þeirra. f tilefni af áttræðisafmæli sínu á s.l. hausti gaf Björn L.H. fork- unnarfagran bikar til heiðurs- verðlauna í gæðingakeppni á landsmótum og annan bikar gaf hann af sama tilefni Hesta- mannafélaginu Fáki til heiðurs- verðlauna í 800 m. hlaupi stökk- hesta. Um þann bikar var keppt í fyrsta sinn nú á hvítasunnu- kappreiðum félagsins. Þá var Björn orðinn sjúkur, en hann fylgdist með kappreiðunum og úrslitum þar af sama lifandi áhuganum eins og ávallt áður. Björn var sannur dýravinur og lét sig málefni Dýraverndunar- félags íslands miklu skipta. Hann átti um langt skeið sæti í stjórn félagsins og lagði ávallt málum þess lið, hvar sem hann kom því við og beitti þar sem annarsstað- ar lagni og festu. 'Björn var heilsuhraustur alla ævi og hafði í fftllu tré við sér yngri menn í ferðalögum á hest- baki eða í tamningum fram á síðustu ár. En fyrir þremur vik- um kenndi hann skyndilega sjúkleika og var nu skammt á skeiðsenda. Það var honum þegar ljóst og æðrulaus og hreinhuga lagði hann upp í hinzta áfangann. Síðasta gæðinginn sinn, Skuggablakk, lét hann fella sama daginn sem hann fór í sjúkrahúsið. Þeir höfðu átt sam- fylgd í mörg ár, en nú var henni lokið í bili. Að leiðarlokum fylgja Birni þakkir allra þeirra, sem honum kynntust, fyrir hollráðin mörgu og fórnfús störf á langri ævi. Börnum hans, tengdabörnum systrum og öðrum vandamönn- um qru færðar hlýjar kveðjur á þessum degi. taekisins hefur frá upphafi verið Magnús Marteinsson sem nú hef ur keypt helming í fyrirtækinu Bílarafmagn hf, sem er til húsa á sama stað. — Bílarafmagn hf var opnað um síðustu mánaða- mót en hlutverk þess er að gera við rafala og startara í bifreið- ir og landbúnaðarvélar. Hefur fyrirtækið á að skipa fullkomn- um vélakosti og hafa starfsmenn fyrirtækisins sérstaklega kynnt sér slíkar viðgerðir erlendis. Um daglegan rekstur sér annar eig- andanna, Ragnar Halldórsson, Húsnæði það sem fyrirtækin hafa nú til umráða er aðeins til bráðabirgða, og er Magnús Marteinsson að byggja 400 ferm, hús fyrir starfsemina. Einar G. E. Sæmundsen. JVIagnús Marteinsson forstjóri á stillingarverkstæði sínu. Fyrirtækið Bílaraf- magn tekur til starfa EINS OG skýrt var frá hér i blaðinu i fyrradag var Silfurlamp- inn fyrir leikárið 1964—65 afhe ntur í hófi í Þjóðleikhúskjaliar- anum á mánudagskvöldið að viðstöddum leikdómurum blaðanna og leikurum. Að þessu sinni hl aut Gísli Halldórsson Silfurlamp ann fyrir lcik sinn í einþáttung um Darios Fos hjá Leikfélagl Reykjavíkur. — Myndin var teki n þegar formaður Fiílags LsL leikdómetida, Sigurður A. Magn ússon, afhenti Gísla Halldórs- syni lampann. Síðan ávarpaði Ásgeir Hjartarson leikarana, et» að því búnu tóku til máls m.a.: Brynjólfur Jóhannesson, Valur Gíslason, Sveinn Einarssoii, Ha raldur Björnsson, Steindór Hjör- lcifsson, Gunnar Eyjólfsson, Ólafur Jónsson og loks Gísli Hall- dórsson sjálfur. Samsæti fyrir IVIaríu IViarkan Nýtt blað, „Ingólfur44 NEMENDUR og vinir frú Maríu Markan óperusöngkonai hafa ákveðið a'ð halda samsæti í tilefni sextuigsafmælis hennar fösfcudiaginn 25. júní í Tjarnar- búð (ni'ðri) kl. 8:30 e.h. ÁskriftarQisbar að sam.sætinu liggja fraimmi í Bókábúðum Lárusa-r Blöndal, Skóilavörðu- stíg og Vesturveri, og Bókaveirzl. Sigfúsar Eymundssonar. Götur steyptar á Akranesi Akranesi, 16. júní. NÚ á að steypa vesturenda Mána t brautar, 70 metrana, sem eftir voru þá er Sementsverksmiðjan lét steypa austur- og efrihluta götunnar, að stígnum að Sem- entsverksmiðjunni. Einnig á að stej pa þvergötuna Akurgerði frá Suðurgötu að Vesturgötu, 270 m. lengd. Byrjað verður að undir- hyggja götuna í næstu viku. Aðstoða ísl. sfónvarpið Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannah. 16. júní RÁÐ danska, útvarpsins og sjón- varpsins hefur samþykkt að ís- lenzka útvarpið fái lánuð ýmis- leg tæki til nota á byrjunartíma bili sjónvarpsins islenzka. Þar að auki tekur dgnska sjónvarpið að sér að þjálfa nokkra starfs- menn íslenzka sjónvarpsins. — Rytgaard. í GÆR kom út nýtt blað, „Ing- ólfur“, og mun það koma út eft ir því sem aðstandendur þess sjá ástæðu til. Ritstjórn blaðsma skipa: Hannes Pétursson, Ragn- ar Jónsson, Sigurður Líndal, Sig urður A. Magnússon og Þórhall ur Vilmundarson. Að þessu sinni fjallar blaðið eingöngu um sjón- varpsmálið og rita í lbaðið marg ir hinna svonefndu 60-menninga. í kynningarorðum segir, að nú sé þess ekki síður þörf en áður að glæða með þjóðinni þjóðleg an metnað og heilbrigðan sjálf- stæðisvilja en kunnast íslenzkra blaða, sem borið hrVi nafnið „Ingólfur“ hafi verið blað land- varnarmanna, sem í upphafl aldarinnar hafi gerzt oddvitar í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Gaf dagheim- ilinu 30 þús. krónur DAGHEIMILI Akraness hefur borizt höfðingleg peningagjöf að upphæð 30 þúsund krónur. Fröken Fríða Proppé, lyf- sali, afhenti formanni dag- heimilisnefndar gjöfina í til- efni af 30 ára afmæl’i apóteks ints á Akranesi þann 15. júni ' Búið að hirða legufærin Alls 77 hvalir ALLS VORU 77 hvalir veiddir á hvalbátana fjóra núna um kl. 18 •í kvöld. Þetta er aðeins minna en á sama tíma í fyrra. — Það er óhemju vinna við að frysta hvalkjötið og Heimaskagi h.f. á Akranesi hefur nýlega bætt við sig stórum hóp manna til að vinna að frystingunni. Nálega er unnið nótt með degi. — Oddur. Akranesi, 16. júní: — HAFÖRN kom seint í gærkvöldl af handfæraveiðum vestan af Breiðafirði. Sjö menn eru á. Afl inn var eftir viku 8,2 tonn, atlt saltað. Dragnótatrillan Andey fiskaðl í gær 1000 kg af rauðsprettu. — Trillan Björg kom heim jafn- nær, því einhver bátur, sem þar fór um var búinn að hirða legu færi Bjargar. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.