Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 20
jijjMaMti* IÞROTTIR Sjá bls. 18. 165. tbl. — Míðvikudagur 26. júlí 1961 Lönduftarmet sett á Siglufirði: um 40 þús. múl ú einum sðlurhring Léleg veiði í gær vegna veðurs BELDUR dofnaði yfir síldveiff- unum í gærmorgun. Veiði fór smáminnkandi fram undir há degi, og hvarf þá að mestu, en síðari hluta dags fór heldur að lifna yfir þeim aftur, og í gær- kvöldi voru nokkrir bátar fam- ir að kasta. Strekkingur var á norðaustan og dumbungur, og lifandi bára var fram eftir degi. Óttuðust þá margir, að skammt væri í hörkubrælu, sem yrði til þess að veiðarnar legð- ust niður í bili a. m. k. Hins vegar leit aftur betur út í gær- kvöldi. Síldin stendur aðallega á Litlagrunni, sem er á miðju Héraðsflóadýpi, um 50 mílur suðaustur af Langanesi. Löndunarmet var sett á Siglu firði. Á sólarhringnum milli mánudagsmorguns og þriðjudags morguns var landað þar um 40 þús. málum, sem er algert met frá upphafi síldarverksmiðj- anna. Skipin sigla nú alla leið til Siglufjarðar með aflann, allt að 20 tíma siglingu. Hér fara á eftir fréttir frá fregnriturum blaðsins: • Löndunarmet SIGLUFIRÐI, 25. júlí. — Mjög mikil aðkoma síldarskiþa hefur verið hingað til Siglufjarðar sl. Mun aldrei ÞRÁTT fyrir hina tiltölulega góðu síldveiði að undan- förnu, bendir allt til þess, að útgerðin komi með stórkost- legum halla út úr vertíðinni sólarhring. Mun aldrei í annan _ Samkvæmt upplýsingum, tima hafa bonzt eins mikið magn bræðslusíldar á land á ein um sólarhringi og á tímanum frá mánudagsmorgni til- þriðju- dagsmorguns. Líklegt er, að það hafi verið um 40 þús. mál. Löndunartækin eru 8; 5 kranar og 3 greipar. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði hafa alls fengið 180 þúsund mál síldar, auk allmikils magns af síldarúrgangi frá söltunarstöðvum. Aðrar síldar- verksmiðjur ríkisins hafa feng- ið sama magn samtals, 180 þús. mál. Síldarverksmiðjan Rauðka mun hafa fengið nærri 80 þús. Mikil ölvún í bænum SAMKVÆMT upplýsingum lög- reglunnar bar óvenju mikið á ölv un í bænum í gær. Þurfti lögregl an hvað eftir annað að „hreinsa til“ á Arnarhóli og víðar. mál síldar og síldarúrgangs. Á sama tíma hafa borizt til Rauf- arhafnar samtals 123.800 mál, Skagastrandar, 5.660 mál og Húsavíkur 4.370 mál. Hér er brætt dag og nótt og unnið á vöktum. Löndunarbið er nokk- ur enn, en hverfandi lítil miðað við það, sem annars staðar er, enda leggja skipin á sig um 20 tíma siglingu hingað af helztu miðunum. SR hafa þróarrúm fyrir um þeirra verksmiðja, sem eru í gangi þar, eru nálægt 15 þús. málum á sólarhring. Til stendur að auka þau afköst með því að setja eina verksmiðju til viðbót- ar í gang. Þróarrúm hjá Rauðku mun vera um 30 þús. mál og Framh. á bls. 19 Líðanin óbreytt Ásmundur Sigurðsson, lögreglu- þjónn, sem slasaðist í umferðar- slysi á laugardag, var enn rænu lítill í gærkvöldi og líðan hans 90 þús. mál samtals, og afköst óbreytt. Fiotinn þarf 2 millj. mál og tunnur til að bera sig sem Morgunblaðið fékk í gær hjá Hafsteini Baldvins- syni, skrifstofustjóra hjá Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna, þyrfti síldveiði- flotinn að afla um 2 millj. mála og tunna, aðeins til þess að útgerðin bæri sig. Enn sem komið er, hafa að- eins aflazt tæplega 800 þús. mál og tunnur upp í þetta aflamagn. Þá tjáði Hafsteinn blaðinu, að 60 lesta bátur með 11 manna áhöfn, miðað við 60 daga út- hald, þurfi skv. rannsókn LÍÚ að afla fyrir 1.280.000 til þess að ekki yrði um tap á útgerð- inni að ræða, þ. e. a. s., þrátt fyrir það aflaverðmæti yrði enginn hagnaður af útgerðinni. Hásetahlutur með orlofi yrði 50.950 kr., en skipstjóri fær aldrei minna en 8% af aílaverð mætinu, sem mun jafngilda rúmlega 2 hásetahlutum. Sam- kvæmt núgildandi hlutaskipt- ingu rynni tæp 53% af afla- verðmætinu til skipshafnarinn- ar, en afgangur færi í annan kostnað. Er miðað við, að % af verðmætinu færi í salt og % í bræðslu, sem mundi jafngilda 2.188 tunnum og 6.773 málum, eða tæplega 9 þús. mál og tn. Um 140 lesta bát með 12 manna áhöfn og sama úthalds- dagafjölda, sagði Hafsteinn, að sá bátur þyrfti aflaverðmæti að upphæð 1.482.000 kr. til þess eins að bera sig. Er þetta and- virði afla, sem samsvarar 2.534 tunnum í salt og 7.842 mála í bræðslu. Hásetahlutur með orlofi yrði þá 52.370 kr. og í þessu tilfelli mundu 52% afla- verðmætisins renna til skips- hafnarinnar. Telja útgerðarmenn, að hluta- skiptingin sé höfuðástæðan til þessa einkennilega ástands, hlut ur skipshafnarinnar í aflaverð- mætinu sé allt of hár til þess að nokkur von sé til að útgerð- in geti borið sig. Ekið á ríoandi mann á Elliðaárbrú Farmenn boða verkfall 1. ágúst STJÓRN Sjómannafélags sáttafundi með samninganefnd Reykjavíkur hefur boðað til um sjómanna og vinnuveit- verkfalls fyrir meðlimi sína á enda, en lítill árangur mun farskipaflotanum, undirmenn enn sem komið er hafa orðið á dekki og í vél, frá og með 1. ** Þeim íundum. Stjórn Sjó- . ... mannafelagsms hefur fullt um agust n.k. haf. samnmgar ekk, ^ ^ a0 undirrita samn tekizt fyrir þann tíma. inga við vinnuveitendur án Að undanförnu hefur sátta- þess að almennur félagsfund- semjari ríkisins haldið nokkra ur staðfesti þá á eftir. ÞAÐ SLYS varð á Elliðaárbrú í gærmorgun, að ekið var á ríð- andi mann, sem slasaðist á höfði. Kl. rúmlega 11 í gænmorgun voru þeir Ragnar Kvaran, xlug- maður og Árni Pálsson, guðfræð ingur á leið í útreiðartúr upp í Mosfellssveit. Reið Ragnar for- láta gæðingi, Sörla,. sem hann hefur sjálfur tamið. Ragnar reið á undan Árna. Þegar Ragnar er kominn á brúna og er að ríða út af henni, þeyttist sorphreinsunar bifreið fram úr Árna, upp á brúna, og áður en Ragnar kæm- ist út af brúnni, ók bifreiðin aft an á lend hestsins og slengdi hon um áfram. Hesturinn trylltist við áreksturinn, enda jók hávaðinn úr díselvél bílsins, sem enduróm Datt sjomn Á ELLEFTA tímanum í gær- morgun datt maður í sjóinn við Ingólfsgarð. Hann mun hafa ver- ið eitthvað ofboðlítið við skál, en hafði það af að krafla sig hjálp arlaust upp úr aftur, og er þess ekki getið, að honum hafi orðið meint af volkinu. aði í brúnni, á hræðslu hans. Seig hann fyrst niður á hnén, en jós síðan og prjónaði. Að lokum slengdist Ragnar af baki og kom niður á öxlina, en höfuð hans mun hafa slegizt utan í. Lá hann í roti í u.þ.b. fimm mínútur, áður en hann rankaði við sér. Blæddi allmjög úr sári, sem hann hlaut á hnakkaan. Kom í ljós, að hann hafði hlotið heilahristing, en við myndatöku kom í ljós, að hann var óbrotinn. Ljósmyndarinn okkar var aff : ganga norffur Aðalstræti í sól- ' skyninu, þegar hann mætti | þessari barnfóstruskrúfffylk-1 ingu. Ungfrúrnar gera sér ljósa ábyrgðina, sem fylgir \ því aff fara út aff aka með ( litlu systkinin, en gefa sér | samt tíma til að líta í búffar- glugga. Snemma beygist krók | urinn .... (Ljósm.: Ól. K. M.) | Skákin Á NORÐURLÁNDAMÓTINU I skák í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar í fyrrakvöld fóru leikar þannig: Ingi vann Granholm, skák Gunnars og Brynhammer fór i bið, sömuleiðis skák Nielsens og Ljungdals. Skák Ingvars Og Jóns Pálssonar var frestað og Björn Þorsteinsson og Jón Þorsteinsson áttu biðskák. . 1 gærkvöldi fóru leikar svo: ' Skák Ingvars og Nielsens var frestað, og Jón Þorsteinsson vann Gannholm. Hinar þrjár fóru í bið: skák Björns Þor- steinssonar og Jóns Pálssonar, skák Inga R. Jóhannssonar og Brynhammars og skák Gunnara og Ljundahls. Biðskákir úr tveim síðustu umferðum verða tefldar kl. 8 í kvöld. Heyþurrkun að ljúka HÖFN, 25. júlí. — Stöðugur þurrkur hefur verið hér um slóðir að undanförnu og er enn. Eru því flestir búnir að þurrka hey sitt eftir fyrri slátt — eða gætu a. m. k. verið búnir. —- íslenzkir sjómenn á norskum kaupskipum EINS OG Morgunblaðið skýrði frá í gær, hafa Norðmenn áhuga á að fá um 100 íslenzka sjómenn til þess að sigla á norskum skip- um. Á norska kaupskipaflotanum sigla jafnaðarlega rúmlega 3000 útlendingar, og um þetta leyti árs er venjulega hörgull á vön- um sjómönnum vegna sumar- leyfa. Það er því ekki óeðlilegt, að Norðmenn þreifi fyrir sér um mannaráðningar hér eins og í öðrum grannlöndum. Hins veg- ar er ekki Jklegt, að Norðmönn- um takist að ráða hér hundrað hæfa sjómenn, þótt allmargir hafi leitað til norska sendiráðsins hér upp á síðkastið og spurzt fyric um atvinnumöguleika á norskai verzlunarflotanum. A.m.k. e* ekki líklegt, að yfirmenn ráðis* til Norðmanna, þar eð kjö« þeirra munu betri hér en í Nor- egi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.