Morgunblaðið - 12.10.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.10.1954, Blaðsíða 9
[ Þriðjudagur 12. okt. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 33 SilfurfungBÍð64, leikrit Halldórs k. Laxness ÞAÐ vakti að vonum mikla athygli, er gert var heyrin- kunr.ugt, að Þjóðleikhúsið mundi hefja starfsemi sína nú í haust, sneð sýningu á nýju leikriti eft'ir Halldór Kiljan I.axness. Ekki var J>ess getið, hvert efni leikritsins væri og þess vandlega gætt að lialda því leyndu. Urðu menn því að láta sér nægja um það get- gátur einar og orðasveim. — Það þykir jafnan merkisviðburður, er aýtt verk kemur frá hendi þessa mikilvirka höfundar og því biðu snenn þess með mikilli eftirvænt- iingu, að þetta leyndardómsfulla skáldverk birtist þeim á sviði Þjóðleikhússins. — Sú stund er ínú runnin upp. Leikritið, sem höfundurinn hefur gefið nafnið ,,Silíurtunglið“ var frumsýnt í ÍÞjóðleikhúsinu s.l. laugardags- kvöld og var þar hvert sæti skip- að. Halldór Kiljan Laxness hefur um áratugi verið mest dáður allra rithöfunda íslenzkra, en einnig verið mest um hann deilt. Er margt, sem hefur að því stuðlað, og þá ef til vill öðru fremur það, að hann hefur sjálfur frá önd- verðu, af kostgæfni og þeirri leikni, sem nú er orðin honum fullkomin íþrótt, gætt þess, að Jhann yrði aldrei þögninni að bráð, trúr þeirri kennisetningu, sem hann endur fyrir löngu orð- aði eitthvað á þá leið, að allt væri rithöfundi betra en þögnin. Þetta viðhorf skáldsins hefur á rnjög athyglisverðan hátt sett svip sinn á bókmenntastarfsemi þess og reyndar öll ritstörf til þessa dags. — Þannig hefur skáldið jafnan gert sér mikið far um að koma lesendum sínum á óvart á einn eða annan hátt og er það sízt að lasta, enda nauð- synlegt hverjum rithöfundi að ná sem mestri athygli lesendanna. Én sú viðleitni verður þó að tak- snarkast af þeirri smekkvísi og þeirri innri menningu, sem er aðal allra góðra manna og ekki sízt mikilla skálda og listamanna. •— Nú er það svo að við. sem byggjum hinn vestræna heim og höfum tileinkað okkur vestræna lífsskoðanir og metum því og virðum frelsi einstaklingsins, viljum síður en svo að heft sé tján ingarfrelsi skálda og listamanna, hverja skoðun sem þeir kunna að hafa á mönnum og málefnum, og allra sízt mundum við una því, að þeim væri sagt fyrir verk- um, en við gerum þær kröfur til þeirra, að þegar þeir kveðja sér hljóðs, þá flytji þeir mál sitt af drengskap og því hugarfari, er heiðursmönnum sæmir. En því set ég fram þessar hugleiðingar hér, að ég lít svo á að „Silfur- tunglið“ hafi gefið til þess veru- legt tilefni. En til stuðnings þess- ari fullyrðingu minni þykir mér hlýða að rekja hér að nokkru efni leikritsins og verður þá að fara fljótt yfir sögu: Fyrsti þáttur gerist á „smá- borgaraheimili í fjarðarkaup- stað“. Ung hjón, Lóa og Óli, lifa þar með drengnum sínum litla á öðru. ári, kyrlátu lífi í sátt og sam lyndi. Lóa hefur samið lítið ljóð og lag, er hún raular víð vöggu barnsins. Þá ber þar að fornvinu hennar, ísu eða ísafold Thorlac- ius, sem orðin er „fræg“ söng- mær fyrir tilstilli þeirra sam- verkamannanna Feilans Ö. Feil- ans forstjóra fjölleikahússins „Silfurtunglið" í höfuðstaðnum og Mr. Peacock, forstjóra Uni- versal Concert Inc. — ísa telur vinkonu sinni trú um það, að hún geti öðlast fé og frægð með söng sínum og þá sérstaklega þessu Ijóði og lagi litla drengsins af því að söngur hennar komi „frá hjart anu“, eins og hún orðar það. Og hun sendir Feilan Ó. Feilan á fund Lóu með freistandí tilboð, er leiðir til þess, að hún strýkur að heiman frá barni sínu og eig- inmanni. Og þar með hefst písl- arganga hennar, — hinn mikli I frumsýnt í Þjóðleikhúsinu Herdís Þorvaldsdóttir (Lóa). harmleikur. Næsti þáttur fer fram að tjalda baki í „Silfurtunglinu". Lóa er nú þangað komin og Feilan hefst þegar handa um að tína af henni spjarirnar bak við hlíf og fleygír þeim jafnóðum fram á gólfið. Þegar hlífin er tekin í burtu stendur Lóa á sviðinu klædd pilsi úr strigapoka og ullarsokkum í ótal fellingum. Hún á sem sé að syngja ljóðið til drengsins síns í gerfi mjaltakonu. Lóa mótmælir þessari meðferð, en árangurs- laust og er hún að lokum dregin fram á sviðið í „Silfurtunglinu“ til þess að syngja. Þegar hún kemur aftur, fær hún þær fréttir, að drengurinn hennar sé sárveik- ur og kalli í sífellu á hana. Hún yill því fara heim til sín þegar í stað, en Feilan varnar henni þess. Þriðji þáttur gerist í innra for- dyri ,,Silfurtunglsins“. Hinn hug- kvæmi Feilan Ó. Feilan hefur efnt þar til „Lóusýningar" í aug- lýsingarskyni, og eru atriðin meðal annars þessi (orðrétt tekið úr leikritinu: 1. Þegar Lóa var lítil (því fylgja barnaföt og leik- faung). 2. Þegar Lóa var fermd (hér er sýndur fermingarfatnað- ur hennar, bibblían, sálmabókin, úr, hálsmen, blóm). 3. Fyrsta ballið hennar (harmonika, sérríflaska og sýn- ingarbrúða í úreltum kjól, rauðar kvenbuxur á vegg, myndir af kvikmyndahetjum). Allt hangir þetta uppi á vegg. Tvö atriði eru þarna til viðbót- ar, en ég læt þetta duga sem sýn- ishorn. — Lóa kemur inn og verð ur ævareið er hún sér þetta til- tæki Feilans. Þegar á samtal þeirra líður, segir Feilan henni, að hann ætli að kynna hana fyrir Mr. Peacock, sem síðar í leikrit- inu er nefndur „alheimstónstjóri" En Lóa krefst þess að fá að fara heim til drengsins síns. Feilan: Ja, ég ræð því hvenær þér komið heim til yðar. Þér fáið að koma heim til yðar þegar mér sýnist. Spurningin er það hvort mér takist að framleigja yður eða ekTíi. Síðan sendir hann hana til að láta „fixa“ hana upp, því „við viljum ekki búkonudrætti slappa af grófri fu’ipætrinpu, kringum munninn á listakonum". Og nú kemur Mr. Peacock og er samtal þéirra félaga næsta lærdómsríkt: „Þegar öllu er á botninn hvolft. Mr. Feilan, bá veiztu að Inienmenn metum við nú bara eftir þessu eina.“ — — „Maður verður bara að sjá þær fyrst — og jafnvel kannski svo- lítið meira —■ —“ Nokkru síðar kemur Lóa og er nú búið að „fixa“ hana heldur en ekki upp. Og svo orðrctt úr Tcikiitinu: Mr. Peacock (kinkar kolli til Lóu úr mikilli hæð): Helló beibí (skoðar hana, tek- ur um hökuna á henni, lætur hana opna munninn og skoðar í henni tennurnar, tutlar í hárið á henni, þuklar hana hér og hvar og spyr) Ekta? (færir hana úr kápunni tekur fellingu í kjólinn hennar hér og hvar svo að vöxt- urinn komi betur fram, færir hana úr skónum, þreifar á kálf- um hennar, iyftir kjólfaldi henn- ar upp á mitt læri). Síðara leiksvið fjórða (síðasta) þáttarer forsalur flugvallarhótels í höfuðstaðnum. Mr. Peacock hef ur keypt Lóu, en á aðeins eftir að undirrita samninginn. Hann er á förum og fer þarna fram kveðjudrykkja í tilefni þess. „Bragur eins og á þriðjaflokks næturknæpu; sama listafólk og áður --------. Lóa situr við borð milli þeirra Feilans og Mr. Pea- cocks, hallast framá borðið, grúf- ir andlitið í arma sér“; Hún er mikið drukkin. Á þili og hús- gögnum hanga spjöld með áletr- unum eins og þessum: „Lengi lifi Universal Concert Incorpor- ated, London, París, New York“. „Húrra fyrir alheimstónstjóran- um Mr. Peacock — Silfurtunglið hneigir sig“ o. s. frv. Feilan rís úr sæti og flytur Mr. Peacock nokkur hugnæm kveðju- orð er varpa skýrui ljósi á það sem fyrir skáldinu vakir með þessu furðulega skáldverki. Feilan segir meðal annars: „Það er satt, við erum fáir, fátækir smáir í þessari grein skemmt- analífsins eins og öðrum greinum útá hala veratdar, en Universal Concert Incorporated breiðir sitt lim yfir lönd, yfir höf, á lifenda bústað, á dáinna gröf. (Þurrkar sér um augun). En þó við séum lítil þjójð og fátæk þjóð og auð- virðileg þjóð og verðskuldum ekki að heita þjóð andspænis stórum og voidugum þjóðum, þá höfum við samt þann metnað, þegar okkur er sýndur óverðskuldaður vel- gerningur, að mega gjalda líku líkt. Þessi unga og gáfaða nátt- úrukona, sem situr hérna milli okkar, hún er það bezta og göf- ugasta, sem við eigum í þessu fá- tæka landi, hún er í raun og veru fjallkonan okkar, — og hana af- hendum við þér, að vísu með heitum saknaðartárum, en þó undirniðri með sönnu stolti, að hafa borið gæfu til að leggja okk- ar litla skerf til heimsmenning- arinnar —“ Þegar hófinu er lokið og gest- irnir farnir fara þau saman Lóa og Mr. Peacock upp í herbergi hans í hóteiinu, og dvelst hún þar um stund. Á meðan kemur Óli maður hennar með litla líkkistu undir hendinni og beiðist gist- ingar, en er neitað um hana, en fær þó að sitja þarna í forsaln- um. Lóa kemur nú niður og á eftir henni Mr. Peacock, er hend- ir í hana peningaseðlum, sem hún rífur í tætlur. Óli sér nú Lóu og ávarpar hana. Hann segir henni að litli drengurinn þeirja sé dá- inn og hann biður hana að koma heim með sér og allt skuli vera gleymt og fyrirgefið. Lóa verður sem lömuð andartak, svo hlær hún kuldalega, gengur að brenni- vínsflösku og teigar. Að því búnu gengur hún út í myrkrið til drykkjuræfilsins fyrrverandi mágs síns sem biður fyrir utan. En Óli hrópar á eftir henni: Nei, það má aldrei verða! — hleypur út og kallar á hana. — Tjaldið. Þetta síðasta atriði leiksins er átakanlegt og áhrifamikið. Halldór Kiljan Laxness lét svo Rúrik Haraldsson (Feilan O. Feilan). ummælt við blaðamenn, að „Silf- urtunglið" , væri gamanleikrit með sorgartón. Er mér óskiljan- legt hvernig hann getur haldið fram slíkri firru, nema ef svo er að hann hafi gugnað þegar á hólminn kom og vilji því telja mönnum trú urn að hér sé aðeins um meinlaust hjal að ræða. Svo er vissulega ekki. Leikurinn er á yfirborðinu mikill harmleikur, en undir niðri augljós áróður. En. satt er það, að áróðurinn er í sjálfu sér meinlaus og missir algerlega marks vegna þess hversu nakinn hann er og brútal og sneyddur því listfengi. sem höfundurinn annars á í _svo rík- um mæli. Það sem bjargaði leikritinu frá algerðu hruni á frumsýningunm var frábær leikstjórn og svið- setning Lárusar Pálssonar, sem gerði sitt ýtrasta til þess að draga úr og breiða yfir verstu agnúana, svo og ágæt leiktjöld og búning- ar Lárusar Ingólfssonar og enn- fremur afburðagóður leikur þeirra Herdísar Þorvaldsdóttur er leikur Lóu, Rúriks Haralds- sonar er fer með hið mikla og vandasama hlutverk Feilans Ó. Feilans og Vals Gíslasonar í hlut- verki Lauga, föður Lóu. Hlutverk Herdísar er erfitt mjög og gerir miklar og marg- víslegar kröfur til leikandans, ekki sízt í síðara atriði fjórða þáttar, en Herdís veldur þvl til fullnustu og sýnir nú sem svo oft áður hversu mikil leikkona hún. er, örugg og eðlileg í framsögn og næm á kjarnanna í hverju hlutverki. Rúrik Ilaraldsson hefur hér fengið sitt mesta hlutverk hingað til og leysir það afbragðsvel af hendi. Reynir það þó vissulega á þolrifin frá byrjun til enda. — Rúrik hefur náð hinni réttu „týpu“ svo að vart verður á betra kosið og leikur hans er blæbrigðaríkur og gæddur sterkri innlifan. En vegna þess hversu hratt hann talar, — og það verður hann að gera, — kem ur fyrir að erfitt er að greina orö hans. Gerfi Vals í hlutverki Lauga er prýðisgott og leikur hans bráð skemmtilegur, enda er Laugi eina sanna persónan í leiknum og vel mótuð af hendi höfundar. Má með fullum rétti segja að Valur hafi með leik sínum bjarg- að við fyrsta þætti, sem að öðru leyti var næsta sviplítill og veik- byggður. Hið sama má revndar segja um hina þætti leiksins, aðra en síðara atriði fjórða þáttar. Átökin eru oftast sára lítil og hjalið einskisvert, jafnvel gaml- ir, útslitnir brandarar, sem fyrir löngu er búið að fleygja í rusla- kistuna. Er auðsætt að skáldið á mikið eftir að læra til þess að hann skrifi leikrit er nálgist skáld sögur hans að list og snilli. Þau Inga Þórðardóttir er leik- ur ísu, Róbert Arnfinnsson er leikur Óla, Gcstur Pálsson í hinu litla og vafasama hlutverki Róra, drykkjurútsins og Ævar Kvaran, er leikur Mr. Peacock, fara öll vel með hlutverk sín. Onnur hlutverk eru smá og lítið um þau að segja. Dansana í leiknum hefur Erik Bidsted samið og unnið þar gott verk. Síðast, en ekki sizt ber að nefna hina ágætu músík Jóns Nordals, sem ber fagurt vitni. smekkvísi og ágætum hæfileikum þessa unga og geðfelda tónskálds. Músík hans var sýningunni og leikritinu til mikillar prýði. Dr. Urbancic stjórnaði músík- inni með ágætum sem endranær. Leiknum var vel tekið, en ekkl ; af neini verulegri hrifningu. Voru leikendur, leikstjóri, höfundurinn sem og tónskájd V--V.-..-svcii »’■- stjóri kallaoir fram nð leikslok;- um cg hylltir af áhorfendum. Sigwður Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.