Morgunblaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. nóv 1947 ■ iiiiuiiiiiiiiiiiimiiiimiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiil J diiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiimimimiiimiiiiiitiiiimmm Maður vannr |'J SlJL innanhúss trjesmíði óskar eftir vinnu, helst í Skjól- unum. •— Sími 5728. ct Dugleg stúlka óskast í vist á læknisheimili rjett utan við bæinn, hátt kaup. — Uppl. Grettisgötu 26. ¥ FRÁ IIÖTEL BORGARNES. Hótelið verður lokað frá 15. nóv. til 1. apríl. HÓTELSTJÓRINN. (búð 2 til 4 herbergi óskast keypt. Upplýsingar gefur Ólafur Þorgrímsson, hrl., Austurstræti 14 — sími 5332. i | | Sjerstaklega skemmtileg íbúð | á góðum stað, nærri fullgerð til sölu milliliðalaust ef viðunandi boð fæst. — Tilboð merkt: „Góð kjör“ legg- ist inn á afgr. blaðsins fyrir föstudag. Biíreið til sölu Skoda bifreið, smíðaár 1947. Bílamiðlunin Bankastræti 7 — Simi 7324 l góð herbergi í rishæð j til leigu á Melunum. Tilboð sendist afgr. Mbl., fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „Melar“. IGamalt og þekkt fyrirtæki i Manchester vill selja BAÐMULLAR, RAYON OG ULLARVÖRUR til íslands, og óskar eftir reyndum umboðsmanni í Reykjavík. Góð sambönd við klæðaverkstæði og versl- anir nauðsynleg. — Uppl. ásamt meðmælum og sölu- möguleikum sendist flugleiðis í Box K. 3349/50. W. H. SMITH & SON LTD., Manchester 3, England Matsvein og nokkra háseta vana síldveiðum vantar á m.s. Ingólf G.K. 96. Uppl. um borð í skipinu við Ægisgarð. lEldtraustur skápur óskast til kaups strax. Upplýsingar í síma 9345. „Það munarekki mikið um eitt ár" ÍSLENSKUR landbúnaður hef- ur á liðnum öldum haft við marg víslega örðugleika að etja. Eld- gos, hafísar, drepsóttir, jarð- skjálftar og hvers konar óáran heíur þjakað hann. Á síðustu tímum er þó það óhappið stærst, þegar þrjár skæðar drepsóttir voru fluttar inn í landið með Karakúlfjenu 1933. Síðan hefur sauðfje bænd- anna hrunið niður í mörgum og sí fjölgandi hjeruðum landsins. Pjónið hefur ekki verið reiknað og verður aldrei reiknað. Það er óútreiknanlegt. — Áreiðanlega nemur þó beina tjónið fram að þessu mörgum tugum miljóna króna. Óbeina tjónið fyrir þjóð- ina og einkum sveitahjeruðin er ef til vill engu minna. Það hefur komið fram í vantrú á sveitalíf, stórkostlegum flótta fólksins úr strjálbýlinu til bæjanna, og meiri og minni landauðn í mörg- um hjeruðum. Til að reyna varnir gegn öllu þessu hefur ríkisvaldið varið mil jónum og aftur miljónum króna úr ríkissjóði. Fara þau framlög sívaxandi án þess vitað sé hvort fyrir nokkurn enda sjer. Er öll sú saga hin mesta hrakfallasaga sem gerst hefur á landi voru. Síðustu úrræðin, sem byrjað er á og ætlast er til að fram verði haldið, er niðurskurður og fjár- skifti á öllu hinu sýkta svæði. Er það stórkostleg ráðstöfun, sem mörgum hrís hugur við en 'ef til vill hið eina neyðarúrræði, sem von er um árangur af. Bregður þó til beggja vona í því efni, ef þeir sömu menn eiga áfram að stjórna þeim málum, sem mest hafa verið riðnir við hrakfallasögu liðinna ára á þessu sviði. Það var nýlega birt í Tíman- um og ríkisútvarpinu sú setn- ing frá framkvæmdarstjóra og sendiboða sauðf jársjúkdóma- nefndar: að það gœti ekki mun- að rríiklu iivort fjenu vœri farg- að árinu fyr eða seinna. Af því þetta var miðað við jarðarsvæði garnaveikinnar norðanlands, þá var setningin sláandi og tákn- ræn. Hún getur verið einskonar einkunarorð fyrir allri starfsem- inni á þessu sviði. Hún ætti að vera límd á manninn, á meðan hann lifir: „Það munar ekki mikið um eitt ár“. Það munaði ekki mikið um árið, þegar kara- kúlf jenu var dreift út um land- ið. Það munaði ekki mikið um eitt ár, þegar skæðustu pestinni var slept lausri frá Deildartungu í Borgarfirði. Það munaði ekki mikið um það þegar pestarroll- an frá Deildartungu var mis- dregin austur yfir Blöndu. Það munaði svo sem ekki miklu um árið, sem dregið var að leggja Vatnsskarðsgirðinguna frá því sem var krafist. Það munaði ekki mikið um árið þegar hneykslisráðstafanirnar voru gerðar í Hjaltadal, garnaveikin alin áfram og henni slept vestur yfir Hjeraðsvötn í viðbót við út- breíðsluna austan vatna. Það mwnaði ekki mikið um árið, þeg- ar fjárskiftasvæðinu milli Jök- ulsár og Skjálfandafijóts var skift svo allar varnir urðu ó- tryggar. Og það hefur víða á landinu komið fram, að sá hugs- unarháttur sem felst í orðunum: „Það munar ekki mikið um árið“ hefir gert flestallar ráðstafanir gagnslausar eða verra en það. Það er líka víst, að meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi hjá stjórn þessara mála, þá er hæp- ið að leggja stórfje og fyrirhöfn í fjárskifti, til útrýmingar drep- sóttum. Þá má ef til vill búast við, að öllu slíku verði á glæ kastað, og seinni villan verði verri hinni fyrri. Á þessu sviði verður því að skifta um stjórnarfar. Ef vel á að fara, þá verður að stjórna vörnunum með einlægri ná- kvæmni, ókvikulli árvekni og hlífðarlausri röggsemi, hver sem í hlut á. Bændur verða að losna við þann sofandaskap, óprúttni og ræfildóm, sem felst á bak við orðin: „Það munar ekki mikið um eitt ár“. J. P. Misheyrn - því miður JEG HLUSTAÐI aðeins hálfri heyrn á útvarpið, og heyrðist mjer þá eitthvað vera sagt um sænskan styrk til Islendinga, sem væru við nám í Svíþjóð. — Flaug mjer þá í hug, sem snöggv ast: Þetta er Svíum líkt. Það hefur þar kunnugt orðið, hversu erfiðlega horfir fyrir íslensku námsfólki þar í landi, vegna gjaldeyrisvandræða, og nú stend ur til að hlaupa undir bagga með sænsku f je. Því miður kom þó brátt á daginn að jeg hafði getið rangt til. Þarna var ekki um neina nýja frjett að ræða, heldur gamla og aðeins um styrk til eins manns. En er þetta ekki einungis vegna hugsunarleysis, sem þetta, er mjer virtist svo samboðið sænskum höfðingsskap þurfti að vera misheyrn? Er það ekki einungis vegna þess, að rjettir hlutaðeigendur hafa ekki fengið neina vitneskju um hinar erfiðu ástæður íslenska námsfólksins, sem því heíur ekki verið veitt sú hjálp, sem svo mikil er þörfin fyrir? Fjárupphæðir þær, sem um gæti verið að ræða, mundu aldrei vera nema iítilræði. miðað við sænska getu. Og auk þess eru allar líkur til þess, að mikill meiri hluti þessa námsfólks, mundi seinna geta endurgoldið þann styrk, sem því væri nú veittur. En fyrir árangur námsdvalar- innar mundi það þýða svo mjög mikið, ef hið unga fólk gæti, jafnframt því, sem það stundar nám sitt, lifað við sæmilegar á- stæður, en ekki við áhyggjur, sult og seyru. Okt. Helgi Pjeturss. Iin 1111II1111 ■ 11111111111111 ■ 1111111111111 ■ 111111 ■ 11111 ■ i ■ ■ 11 ■ 11111 I Stúlka I i óskar eftir herbergi gegn i i húshjálp annan morgun- f i inn og svo eftir samkomu- i i lagi. — Tilboð sendist á | i afgr. blaðsins fyrir mið- i i vikudagskvöld, merkt: „K. i i M. — 490“. TiIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII'MIIIIIIIIIIIIIII 1 11111111111111111IIIMIIiii1111111111111111111111111111111111ritnttrn i Orðsending frá I. BÆKUSI 06 RITFÖKt? ) Austurstræti 1. i I sýningarkössunum í Aust i urstræti 1 sjáið þjer hvað i er til skemtunar hvern i -dag í bænum, í kvik- i myndahúsunum, leikhús- i inu, Listamannaskálanum i og öðrum stöðum. i Kl. 9—10 á hverjum degi i einnig sunnudögum. kem- i ur ,,prógram“ dagsins út. i Þeir, sem hafa í hyggju i að efna til skemtana, ann- i ara en dansleikja, geta i geta komið auglýsingu ó- i keypis í sýningarkassann. i Nýjasta bókin er 'íka i altaf í einum skápnurn. i BÆKUR OG RITFÖNG h.f. í Austurstræti 1. Sími 1336 (2 línur). Ný bók | Lifbrigði Jardarinnar } i eftir • | S Olaf Jóhann Sigurðsson | Kostar innbundin 26 krónur IplgafeU i Aðalstræti 18. Sími 1653. Höfðatúni 8. Sími 7184. | Gæfa fylgir trúlofunar hringunum frá SIGURÞÓR Hafnarstr. 4 Reykjavík. Margar gerðir. Sendir gegn póstkröfu hverl á land sem er. — Sendið nákvœml mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.