Morgunblaðið - 13.09.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1947, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL4ÐIÐ Laugardagur 13. sept. 194-7 Ötg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Rftstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgOarm.l rrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði inuanlands. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. \Jikverjl ihripar: ÚR DAGLEGA LIFINU Erfiðleikarnir ekkert skilt við hrun ÍSLENSKA þjóðin á nú að horfast í augu við allmikla fjárhagslega örðugleika. Höfuðþættir þessara örðugleika eru skortur á erlendum gjaldeyri eins og nú standa sakir og óhagstætt misræmi milli tilkostnaðar við útflutnings- framleiðsluna og markaðsverðs erlendis, sem leiðir af hinni miklu dýrtíð í landinu. Þessir erfiðleikar hafa leitt til þess, að ýmsir sleggju- dómár eru upp kveðnir, en þeir verstir, þegar afturhalds- sömustu hrunstefnupostular undanfarinna ára berja sjer á brjóst og segja: Þarna sjáið þið, jeg spáði hruni, — hrunið er komið. Nýsköpunarstefnan var aldrei annað en vitleysa og blekking, — forystumenn hennar skýjaglópar! í fyrsta lagi eiga þeir erfiðleikar, sem nú eru fram- undan, ekkert skilt við „hrun“, ef menn fást til þess að meta aðstæðurnar rjettilega og koma sjer saman um þær innbyrðis leikreglur, sem eðlileg forsjálni krefur. í öðru lagi er einmitt sú bJómlega nýsköpun, sem þjóðin hefir áorkað síðustu árin, grundvöllur þess, að yfirstand- andi örðugleika er vel hægt að yfirstíga. Að gjaldeyrisforðinn er genginn til þurðar, stafar fyrst og fremst af því, eins og upplýst hefur verið af fjárhags- ráði og ríkisstjórninni, að um 80%, og jafnvel nokkru meir, af gjaldeyrisforða þjóðarinnar, eins og hann var mestur, þ. e. 582!% milj. króna, hefur verið varið til ný- sköpunarframkvæmda. Það er ekkert „hrun“-kent við þessa staðreynd. Aftur á móti eru það ávextir nýsköpunarinnar, sem gefa bestar vonir um, að þjóðin þurfi ekki til lengdar við gjaldeyrisskort að búa, ef hún notfærir sjer rjettiiega þá möguleika, sem henni eru skapaðir. Tvö síðustu ár nam útflutningur þjóðarinnar 267.5 milj. kr. 1945 og 291.4 milj. kr. árið 1946. Framleiðslugetan hefur stóraukist við nýsköpunina, þannig, að með góðum aflá gæti verð- mæti útflutningsins numið hundruð miljónum meira. Við skulum alveg gera okkur ljóst, að margt hefur farið í súginn hjá okkur á veltitíma stríðsáranna. Engu að síður skiftir okkur nú öllu máli sú staðreynd. sem við- skiftamálaráðherra benti á í útvarpsræðu sinni, í sam- bandi við skýrslu fjárhagsráðs, með þessum orðum: „Við höfum aldrei verið jafnvel búnir íslendingar að fram- leiðslutækjum eins og nú, við höfum aldrei átt jafnmörg og jafngóð skip og nú, aldrei jafnmarkar og góðar verk- smiðjur og vjelar og nú, og yfirleitt aldrei verið jafnvel búnir í baráttunni fyrir tilverunni og nú“. Efnnig benti ráðherra á: „íbúðarbyggingar hafa aldrei verið meiri, skólabyggingar, sjúkrahúsbyggingar og ýms- ar aðrar opinberar byggingar hafa einnig verið miklar og fleiri en áður. Hafnargerðir og raforkuframkvæmdir hafa einnig verið fjárfrekar og kallað á mikið lánsfje". Allt þetta kallar Tíminn að vísu „mestu fjárglæfra í sögu íslands“ í gleiðgosalegri fyrirsögn á forsíðunni í gær. Hermann Jónasson kallaði líka nýsköpunina „hjóm eitt og skrum“ og sagði að hún „kæmi aldrei til fram- kvæmda“ í eldhúsumrapðunum á Alþingi haustið 1944 eftir að stjórn Ólafs Thors hafði tekið til starfa. 65 daga síðast liðins árs hefur slíkum mönnum líklega -ekki liðið vel, þegar nýju vjelskipin (65 að tölu) voru að sigla í höfn. Og ef til vill líður þeim ekkert betur nú þegar ný- sköpunartogararnir eru óðum að koma til landsins. Núverandi ríkisstjórn lýsti hinsvegar yfir, þegar hún tók við völdum, sbr. ræðu forsætisráðherra: „En til þess að hægt sje að njóta frelsis og sjálfstæðis, verður að tryggja örugg lífskjör allra landsmanna og halda áfram nýsköpun og framförum í atvinnuháttum“. Þarna kveður við annan tón. Og það er ^inrnitt von til þess að ríkisstjórn, með slíkt viðhorf til málanna, hafi góða aðstöðu til þess að mæta aðsteðjandi erí'iðieikum nú með festu og skilningi á möguleikum þjóðarinnar. tJr öskunnl í eídínn. VEGFARENDUR um Melana dást mjög að hinni glæsilegu höll, sem þar er að rísa upp — Þjóðminjasafninu nýja. Það er ekkert kotlegt við þá bygg ingu og hún verður ábyggilega á sínum tíma ein fegursta bygg ing höfuðstaðarins. Margir höfðu áhyggjur af því, að sögulegar gersemar þjóð arinnar skyldu — og skuli enn — vera í húsnæði, þar sem eldur getur grandað þeim verð mætum, sem þar eru geymd, áður en varir, eða nokkuð yrði að gert. En af sömu ástæðum, um- byggju fyrir þjóðminjunum, hafa menn verið að velta því fyrir sjer, hvort ekki væri ver- ið að fara með þetta mál úr öskuni í eldinn, því það er greinilegt, að það er timbur- ris — og það hreint ekki svo lítið — á nýju Þjóðminjasafns- byggingunni. Allt með gát. BEST er að hafa alt með gát og ekki veldur sá er var- ir, segir gamalt máltæki. Nú má gera ráð fyrir, að hinir lærðu og veraldarvönu bygg- ingarmeistarar okkar viti hvað þeir eru að gera er þeir byggja svo vandað hús og vafalaust dýrt, sem Þjóðminjasafnið er. Það ætti að mega treysta þeim til þess, að ekki verði lagðar rafleiðslur í timburþak hins nýja húss, þanig að hætt§ sje á eldsvoða. Einhver sagði við mig á dög unum, að hann hefði það fyr- ir satt, að íbúð Þjóðminjavarð ar í hinu nýja húsi myndi eiga að hólfast sundur með viði. Ó- trúlegt að það sje satt. En vonandi er alt verði með gát, sem gert er í þessu sam- bandi. Umferðarmerkin. ÞAÐ VERÐUR að taka alt umferðamerkjakerfið á vegum úti til gagngerðrar endurskoð unar. Það var vikið að þessu einu sinni í sumar hjer í dálk- unum og stungið upp á því, að Slysavarnarfjelag Islands tæki málið að sjer. Er ekki að vita í hverskonar jarðveg sú tillaga hefir fallið, en eitt er víst, að ekkert hefir heyrst um málið frekar. En það er sama hver tekur þetta að sjer. Það verður að gera það. Villandi merki og engin. ÞAÐ ER svo undarlegt, að sumsstaðar á fjölförnum þjóð- vegi, eru gersamlega villandi hættumerki. T. d. hjer austur í Svínahrauni eru hættumerki tvö, en milli þeirra er beinn og breiður vegur. Mun einhvern tíma hafa verið þarna kröpp beygja, en síðan hefir vegur- in verið lagfærður og beygj- an tekin af. En hættumerkin ekki hreyfð. Kúnstir að tarna. A öðrum stöðum, bar sem vegurinn er stórhættulegur eru engin merki, eða ljeleg, eins og t. d. við Gljúfurá í Borgarfirði. Öðru megin er smáspjald, sem á stendur ,,hætta“, en hinu meg in er bara venjulegt beygju- merki. Skipulagið á þessum hlutum er kolvitlaust og þarf breyt- ingar við hið fyrsta. Hærra með ,,Stanzið“. UMFERÐAMERKI hjer á göt unum eru í sæmilegu lagi, þótt oft fáist lítill friður með merk in og þau sjeu brotin, eða tusk ur breiddar yfir þau af óknytta strákum og pörupiltum. En það, sem gera þyrfti við ,,stanzið“-merkin á götuhorn- unum er að hæka þau Örlítið. Eins og er þá eru spjöldin í axlarhæð ■ meðalmanns ög vill oft til að vegfarendur rekast illa á þau í myrkri. Mætti og bæta úr með því að setja á þau ,,kattaraugu“, sem kallað er, en það eru mislit spegilgler, er lýsa í myrkri. • Annar faratálmi. ANNAR faratálmi vegfar- enda á sumum götum bæjar- ins eru blessuð trjen, sem hafa vaxið svo vel, að greinar þeirra hanga út á miðja götu. Að sjálfsögðu er þetta ekki trján- um að kenna og enginn hefir á móti þeirn, en reglusamir eig endur trjágarða klippa trjen sín, eða láta gera það. Og það er góður cg vel sjeður siður. Logið í bæjarpóst. HJER Á LANDI hafa menn verið sakaðir um að ljúga í blý hólka og jafnvel í stállunga og vafalaust kemur það fyrir, að einhverjum verður kennt um að segja ósatt á stálþráð, eftir að það verkfæri verður almenn ara en nú gerist. Og það þykir því kannske ekki nein frjett, þótt jeg bendi á, að kollega minn við kommúnistablaðið hefir logið í bæjarpóstinn sinn. — Vissu fleiri, verður vafa- laust sagt. En það er vegna þess hve klaufalega er logið, að bent er á síðasta dæmið. Kollega er ákaflega argur út í heildsala. Segir að það sjeu vondir menn og það svo vondir, að þeir svík ist um að kaupa sápu fyrir leyfi, sem þeir fá til þess, en kaupi vellyktandiglös í stað- inn. íslendingar geti ekki leng ur þvegið sjer fyrir þessari fúl mensku heildsalanna. En það er nú svo, að síðast- liðin 15 ár hefir verið einka- sala á vellyktandi á þessu landi og það má enginn flytja það inn nema ríkið — Áfengis- verslun ríkisins. MEÐAL ANNARA ORDA . . . . JAN MASARYK er ágætt dæmi um tjekkóslóvenskan forustumann. Hann er nokkuð öðruvísi en faðir hans, Thom- as Masaryk forseti, alveg eins og nútíminn er frábrugðinn timanum um fyrri heimsstyrj- öldina. Thomas Masaryk, sem var giftur bandarískri konu, bygði hið nýja lýðveldi á bandarísk- um hugsjónum og Jan sonur hans ólst að miklu leyti upp í Bandaríkjunum, svo að hann skilur hvað vestræn menning þýðir. En um leið veit hann, að framtíð Tjekkóslóvakíu er um of bundin framtíð Rúss- lands til þess að hægt sje að segja skilið við það. Bjartsýni og efa- semd. Jan Masaryk er vitur mað- ur, viska hans er, að hann er bæði bjartsýnn og að sumu leyti efascmdarmaður. Starf hans sem utanríkisráðherra Tjekkóslóvakíu er eríitt, að halda jafnvægi milli austurs og vesturs, án þess að til árekstra komi. En hvernig sem fer, hlýt- ur tjekkneska þjóðin, sem lengi var undirokuð af Austurríkis- mönnum og síðar af Þjóðverj- um og komst heil út úr þeirn ógöngum, einnig að bjargast út úr þessu. Móðguðu báða aðilja. Það var "raunar ekk-i vitur- legt af Tjekkum að taka íyrst boðinu um að sitja á Parísar- ráðstefnunni og móðga þar með Rússa og síðar að neita boðinu og móðga þar með Bandaríkja menn. En það var vissulega erf itt að standa þarna á íakmörk- unum. í Prag gengur sú sögu- sögn, að blaðamaour hafi spurt Masaryk, hvort hann vildi vera Rússamegin eða Bandaríkja- megin, ef til styrjaldar kæmi. Hann á að hafa svarað. — Nú, auðvitað Rússa megin, því að þá verð jeg tekinn til fanga af Bandaríkjamönnum. Gælunafn. Tjekkar skemta sjer við að tala um hann og búa sögur til um hann og þeir hafa geíið hon um gælunafnið Hinsa, sem tákriar það sama og þegar við köllum Jóna, Nonna. Þetta sýnir, að þjóðin held- ur upp á hann, og þó öðru vísi en það virti föður hans, gamla forsetann. Jan Masaryk er hávaxinn maður, herðabreiður og sterk- legur og hann sýnist hvorki vera eldri nje yngri en hann er, eða 61 árs gamall. Umvherfið, sem hann vinn- ur í hefur breyst, frá því sem áður var, þegar hann var utan- ríkismálaráðherra útlagastjórn arinnar í London. Þá bjó hann í lítilli íbúð 1 Marsham-stræti. Nú býr hann í höll. Nú ér aðsetursstaður hans Csernin höllin, uppi á hæðinni, rjett fyrir vestan Vltavafljót, en þar er tjekkneska utanrík- isráðuneytið til húsa. Hvað viðkemur samkomu- lagi Tjekka við Vesturveldin, er Masar^dt ef til vill besti mað urinn, sem Tjekkar eiga. Jafn- vel kommúnistarnir, stærsti flokkur landsins, vita þetta vel og þeir vilja hafa hann í ráðherrasæti áfram, enda þótt hann sje í mörgum málum and- vígur þeim. Brú yfir járntjald. Þegar hann sagoi í viðtali Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.