Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.09.1946, Blaðsíða 7
/ Miðvikudagur 4. sept. 1946 MORGUNBEAÐIB ÍSLENDINGAR VERÐA AÐ EIGNAST HAFRANNSOKNARSKIP ISLENDINGAR eru meðal mestu fiskveiðiþjóða í Evrópu, en sú eina, sem aldrei hefir starfrækt hafrannsóknarskip; eigum við þó meira imdir sjáv- arafla en nokkur önnur Evrópu þjóð. Virðist augljóst að er- lendis er nú að hefjast nýtt tímabil í fiskirannsóknum, markað dýpri skilningi þjóð- anna á nauðsyn vísindalegrar þekkingar á hafinu, svo og lifn- aðarháttum fiskanna og lífs- skilyrðum. Skal hjer i stuttu máli skýrt frá því helsta, er aðrar þjóðir gera fyrir þessa vísindastarfsemi. Norðmenn eiga nú 6 rann- sóknarskip eða báta. Á fyrri hluta þessa árs hafa þeir gert ut eftirtalda leiðangra: 1. Rannsóknarskipið „Johan Hjort“ fór í þorskrannsóknar- leiðangur á Lofotveiðarnar und- ir stjórn Eggvins ráðunauts. 2. Dr. Devold fór á leigðu skipi, „Hermann Friele“, á rækjumiðin til framhaldsrann- sókna á nothæfni rækju til beitu. 3. Flotastjómin lagði til korvettuna „Egelandtime“ til athugunar á nothæfni „Asdic“ áhaldsins til fiskileitar, sjer- staklega síldarleitar og var þar til leiðsagnar Einar Lea, hinn víðfrægi síldarfræðingur Norð- manna. Loks skal þess getið, að nú er að rætast úr langþráðri ósk norskra fiskifræðinga, þar eð ákveðið hefir verið, að hval- veiðaskip, sem var í smíðum, skuli breytt í nýtísku hafrann- sóknarskip. Verður það tilbúið á þessu ári. Skipið er 51 m. á lengd, 8.7 m. á breidd og 5.2 m. á dýpt, með tveim vjelum, samtals 1200 hestöfl. Verður þetta með stærri hafrannsóknar skipum og mun nothæft til út- hafsrannsókna á öllum tímum árs. Danir urðu fyrstir til, eftir stríðið, að gera út hafrannsókn- arleiðangur til fjarlægra haf- svæða. Dönskum vísindamönn- um var fengin til afnota stór lystiskúta, „Atlantide“, og fóru þeir á vegum Dýrasafnsins í Kaupmannahöfn til vestur- strandar Afríku, til rannsókna á fiski og botndýralífi þar um slóðir. Danir eiga 3 hafrann- sóknarskip, sem eingöngu sinna fiskirannsóknum og vísindaleg- um hafrannsóknum. 1. „Biologen", heldur lítið skip, enda eingöngu notað við rannsóknir í næsta námunda við Danmörku, Eystrasalti, Sundunum og Kattegat-Skage- rak. 2. „Adolf Jensen“, (mótor- bátur), um 40 smálestir, full- gerður á þessu ári og ætlaður til rannsókna við Grænland, í námunda við land og innfjarða. Fór fyrstu för sína til Græn- lands í sumar og mun starfa þar á hverju sumri framvegis. 3. „Dana“, fullkomnasta haf- rannsóknarskip sem Evrópu- þjóðir eiga nú, smíðað árið 1938, kringum 500 smálestir að stærð. Á því hafa nú verið gerðar gagngerðar endurbætur og fer það í fyrsta rannsóknar- Eftir dr. HermanrL Einarsson. Fyrri grein leiðangur sinn eftir stríð til Færeyja og íslands í september byrjun í ár. Meðan viðgerðin á „Dana“ fór fram, var leigður stór mótor bátur, sem stundað hefir f-iski- rannsóknir í Norðursjónum í allt sumar. Aðalrannsóknarskip Svía er „Skagerak“, sem verið er að endurbæta. Svíar undirbúa nú fjölþættan hafrannsóknarleið- angur til Kyrrahafsins, undir stjórn Próf. Hans Petterson, Göteborg. Með nýju áhaldi á einkum að kanna jarðlög botns ins í djúphafinu, en auk þess munu mörg önnur viðfangs- efni almenns vísindalegs eðlis verða tekin til meðferðar. Enn fremur hafa Sviar tvö önnur skip, sem stunda fiski- rannsóknir. ■ Fjöldi rannsóknarskipa ann- arra þjóða, sem eru meðlimir alþjóðahafrannsóknarráðsins, er eins og hjer segir- England 4. Skotland 2. Pólland 1 Frakkland 1. Belgía 1. írland, Spánn og Portugal eiga ekkert en þau eiga öll rann sóknarskip í smíðum. Island á ekkert og ekkert í smíðum. Þá er vitað, að flest ofan- greindra landa undirbúa bygg- ingu nýrra rannsóknarskipa eða eiga þau þegar í smíðum. Um Bandaríkin, Kanada og Japan eru heimildir ófulkomn- ar, en um langt skeið hafa all- ar þessar þjóðir lagt mikla stund á hafrannsóknir. Þannig höfðu Japanar að minnsta kosti 5 rannsóknarskip til úthafs- rannsókna, kringum Caroline- eyjar, sem unnu að aukningu túnfiskveiða þar um slóðir. Auk þess höfðu þeir rannsóknarskip á næstu miðum og eins við Alaska. Bandaríkin áttu aðeins fá m rannsóknarskip fyrir stríð, en Truman forseti hefir nýlega falið innanríkisráðuneytinu að undirbúa byggingu 10 rann- sóknarskipa til úthafsrann- sókna. Þá áttu og Ráðstjórnarríkin ein 3 eða 4 rannsóknarskip fyr- ir stríð, en ekki er kunnugt um fyrirætlanir þeirri nú. Af þessu yfirliti er augljóst, hve mikla áherslu aðrar þjóð- ir leggja á það, að búa fiski- rannsóknunum sem fullkomn- ust vinnuskilyrði og allar helstu fiskveiðiþjóðir eiga nú eitt eða fleiri rannsóknarskip, sem eru það sjósterk og stór, að þau geta stundað fiskirann- sóknir allan ársms hring, jafnt á úthafi, á grunnum og inn- fjarða. Meðan við Islendingar eig- um ekkert rannsóknarskip, er okkur nauðugur kostur að framkvæma rannsóknir á allt annan hátt en allir aðrir, eða rjettara sagt, takmarka okkur við þröng svið, sem hljóta að gefa mjög ófullnægjandi árang- ur. Þannig verður nær öll gagnasöfnun að fara fram í landi á ýmsum verstöðvum, og hefir það jafnvel reynst furðu erfitt, sökum áhugaleysis og fólkseklu, auk mikils kostnað- ar. Til frekari samræmingar og stöðugs eftirlits með þessu starfj, hefði það verið talsvert hagræði að hafa sterkan bíl til umráða, en þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir í þá átt, virðist al- gerlega ómögulegt að fá þá ósk uppfyllta. Togaraskipstjórar hafa oftast reynst ófáanlegir til þess að afla okkur gagna, sjer- staklega á ísfiskveiðum, þegar fiskurinn er ekki hausaður og ekki borinn á land fyrr en er- lendis. En það sem mestu máli skiptir er, að við getum ekki haldið áfram þeim vísindalegu undirbúningsrannsóknum, sem eru frumskilyrði þess, að vís- indagreinin hafi öruggan grund völl til þess að byggja á. Eng- in ástæða er til þess að draga neinar dulur á, að í fiskirann- sóknum er leiðin að settu marki oft bæði löng og torsótt. Vís- indagreinin má ekki, að áliti þess sem þetta ritar, miða starf sitt eingöngu við það, sem virð- ist geta haft beinan hagnað í för með sjer. Þetta er að vísu sjónarmið, sem alltaf verður að hafa hugfast, en mikilvægara er að kynnast sém best lífs- skilyrðum hafsins við ísland, því að á annan hátt verður ekki komist að vísindalegum niður- stöðum, sem ekki sjeu byggðar á bollaleggingum, heldur þekk- ingu. Nú þegar við höfum að mestu leyti tekið að okkur fiskirann- sóknir á íslenskum miðum verð um við að leitast við að fram- kvæma þær í framhaldi fyrri rannsókna, sem lagt hafa trausta undirstöðu að frekara starfi. Skal í örstuttu máli skýrt frá þróun þessara rannsókna, verkefnum okkar til frekari skýringar. Fyrsti hafrannsóknarleiðang- ur á íslensk mið var „Ingólfs“- leiðangurinn danski, laust fyrir síðustu aldamót. Hann var ein- ,göngu vísindalegs eðlis, og eru ennþá að birtast ritgerðir um árangur hans. Á eftir þessari almennu vísindalegu starfsemi komu svo rannsóknir Johs. Schmidts á „Thor“ og seinna á ..Dönu“ og Ioks á nýju ,.Dönu“ undir stjórn Á Vedel Tánings. Fastir liðir í þessum fiskirannsóknum voru eftirfar- andi athuganir: 1. Sjórannsóknir. Reynt var að fylgjast með hitabreyting- um hafsins, rannsaka strauma og önnur atriði, sem þóttu lík- leg til að hafa áhrif á útbreiðslu tegundanna. Hefir fiskideildin fengið allar þessar athuganir til umráða, til samanburðar við ástandið eins og það er nú, ef unnt skyldi verða að halda þessu'm rannsóknum áfram, en á því er brýn nauðsyn. 2. Plöntusvifrannsóknir. Þar hafa farið fram á ýmsum tím- um sumars, þegar leiðangrar hafa heimsótt okkur, og er ár- angurinn birtur m. a. í ritgerð próf. E. Steemann Nielsens og doktorsritgerð Finns Guðmunds sonar. 3. Dýrasvifrannsóknir byggj- ast líka á gögnum rannsóknar- skipanna og á þeim hefir dr. P. Pespersen byggt ritgerð sína um rauðátuna og jeg doktors- ritgerð mína um ljósátuna. Á þeim gögnum hvíla líka undir- stöðurannsóknir Johs. Schm- idts á fiskiseiðum, sjerstaklega þorskfiskanna. 4. Á hafrannsóknarskipi er mögulegt að athuga allan afl- ann og greina nákvæmlega hlut fall tegundanna og, þegar um sama skip er að ræða, bera saman magn þeirra frá einu tímabili til annars. Á slíkum gögnum byggjast rannsóknir, sem miða að friðun vissra svæða eins og t. d. Faxaflóa. Slík gögn fylla þær eyður, sem skapast með því að safna gögn- um eingöngu á verstöðvum. 5. Botndýrarannsóknir, sem miða að því að athuga magn og útbreiðslu fæðudýra botn- fiskanna, er ekki hægt að stunda nema á rannsóknar- skipi. Á slíkum gögnum byggj- ast rannsóknir próf. R. Spárck's og mínar á botndýrum. 6. Danir hafa merkf fiska í stórum stíl og með frábærum árangri. Á þessum gögnum byggist sú vitneskja, sem við höfum um göogur • íslenska þorsksins til Grænlands og lýst er í ritgerðum dr. Tánings, próf. Jensens og mag. Poul Hansens. Eins og fyrr segir, hefir fiski- deildin, allt frá stofnun sinni, einkum stuðst við gögn, sem aflað er, þegar fiskurinn er kom inn á land. Hefir Árni Friðriks- son og starfslið hans safnað miklu af verðmætum upplýs- ingum um íslenska síldarstofna, og eftir mætti hefir verið unnið að því að afla gagna um aðra nytjafiska, sjerstaklega þorsk, ýsu, upsa og skarkola. Árni Friðriksson hefir nýlega birt árangur síldarrannsóknanna í ritum fiskideildarinnar, þar sem hann rökstyður mjög at- hyglisverðar kenningar um göngur síldarinnar. Þáttur fisk’rannsóknanna verðum við nú að gera þau skil, sem ástæður frekast leyfa, en við verðum, þai til öðruvísi skipast, að beina starfsemi okk ar að rannsóknum á kynein- kennum stofnanna, sjerstak- lega síldar og þorsks, og eins að fylgjast með styrk árgang- anna á grundvelli þeirra gagna, sem nú er hægt að afla. Tilkynning Samkvæmt ákvörðun Viðskiptaráðs hafa innflytjendur bíla frá U.S.A. og Svíþjóð fengið innflutningsheimild fyrir samtals 137 fólks- bílum. — Þeir, sem koma til greina, með út- hlutun bíls samkvæmt tilkynningu Viðskipta ráðs í útvarpi og blöðum 1. júlí s.l., sendi skrif- legar umsóknir í pósthólf 1201, Reykjavík, fyrir 17. þ.m. — Þær skriflegar umsóknir, sem borist hafa umboðunum þurfa ekki að endur- nýjast. Reykjavík, 2. sept. 1946 Innflytjendur fólksbíla frá U.S.A. og Svíþjóð. >$X$X$X$>^X$>4>«. Ódýrt saltkjöt Vegna samgönguvandræða Öræfinga, komst saltkjötsframleiðsla þeirra ekki hingað, fyrr en liðið var á sumarið. Er því nokkur hluti kjöts þeirra óseldur enn. Til þess að greiða fyrir sölu þess, hefur verið ákveðið að lækka það í verði. Þetta er dilkakjöt í heilum og hálfum tunnum. Heiltunnur kosta nú kr. 500.00. Hálftunnur kr. 265,00. Kjötið verður afgreitt frá Garnastöðinni við Rauðarárstíg, sími 4241.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.