Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. ágúst 1940. MORGUNBLAÐI© 3 Ffá vignreigiiinni i Pofgaffölliiin Liðsforingi segir frá því, er fyrir hann bar í Noregsstyr|öldinni M Brádabírgðalög í gær: Varðar 16 ára fangelsi að hafa radio-sendistöð í vörslu sinni JER er ánægja að því, að hafa tækifæri til þess að taka það fram, að meðal yfirmanna í norska hernum voru mjög fáir svikarar“, sagði norskur liðsforingi sem kom inn á skrifstofu Morgunblaðsins í gær. Hann héitir Karl Hjelvik og er frá Þrándheimi. Hann tók þátt í styrjöldinni í Noregi alt frá hyrjun. — Sú skoðun var mjög breidd út, hjelt hann áfram, að það hefði verið fyrir tilstilli landráðamanna í norska hernum, að Þjóðverjum tókst að koma okkur svo mjög að óvörum, ná valdi yfir stærstu borgum í landinu og utm leið ná í sínar hendur megninu af vopna- birgðum hersins. En sannleikurinn er sá, að inn- an hersins voru áreiðanlega mjög fáir landráðamenn og svikarar. Þjóðverjar komu ok'kur að óvör- um. Þeir höfðu árás sína vel und- irbúna og skipulagða. Þeim tókst þetta ekki síst vegna þess að við Norðmenn gátum ekki gert okkur það í hugarlund að við ættuim eft- ir að lenda í styrjöld. Eftir 126 ár. Liðið höfðu 126 ár síðan komið hefir til vopnaviðskifta í Noregi. Við sluppum í síðustu styrjöld. Við vonuðumst fastlega eftir því, að eins gæti farið nú, nema að því leyti sem norskum' skipum yrði grandað. Og norskir hermenn áttu yfirleitt erfitt með að hugsa til þess að drepa menn. Að Noregur ætti eftir að imissa sjálfstæði sitt, það datt engum í hug. Mjer er nær að halda, að enn sjeu til þeir menn í landinu, sem hafa ekki fyllilega áttað sig á því að svo er komið. Við erum sumir okkar nokkuð lengi að átta okkur. En sjálfstæðisvonir okkar bygð - um við á því, að við vorum full- komlega hlutlausir, áttum enga ó- vinaþjóð. Það var því ekki að undra, þó við ætturn erfitt með að trúa okk- ar eigin augum og eyrum er við vöknuðum að morgni þess 9. apríl við þær fregnir, að búið væri að hertaka mikinn hluta landsins og her okkar ekki undir vopn- um, en mikið af hergögnunum í óvinahöndum. Quisling talinn hlægilegur. — Að slíkt gat komið fyrir hjeldum við hjer úti á íslandi, að hefði að miklu leyti orðið fyrir tilstilli nazista í Noregi.. — Já. Það er alveg rjett. En þeir voru ekki nema fáir í hern- um. Voru yfirleitt ekki margir. En þeir hafa unnið sitt landráða- stárf stefnufast og skipulega. Við kosningar reyndust fylg- FRAKH. f fcTfli Vígsla samkomuhúss Sjálfstæðismanna á ísafirði 17 ígsla samkomuhúss Sjálfstæð- * ismanna á ísafirði fór fram í gærkvöldi og var hjeraðsmót haldið í sambandi við vígsluna. Fjölmenni mikið var samankomið. Samkomuna setti Arngr. Fr. Bjarnason ritstjóri, formaður Sjálfstæðisfjelagsins. Aðrir ræðu menn voru: Árni Jónsson frá Múla, er mætti f. h. miðstjórnar! Jón A. Jónssön, Torfi Hjartar- \ son, Oskar Borg og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Á milli ræðanna voru sungin ættjarðarljóð. Síðan var dansað fram eftir nóttu og ríkti þarna j gleðskapui- mikill. ★ Hið nýja hús Sjálfstæðismanna er endurbygt úr matsöluhúsinu Uppsalir, Hafnarstræti 12. Aðal- samkomusalur er 12 m. langur og 7 m. breiður. Skreyting salsins þykir mjög fögur og bera af við það, sem áður hefir sjest hjer á landi. í kjallara er kaffistofa, snyrti- herbergi, eldhús o. fl. Við sam- komusal er stór fatageymsla og andyri. Teikningar af breytingum húss- ins gerði Einar Sveinsson arki- tekt, Rvík; Jakob Guðjohnsen rjeði Ijósaútbúnaði, Sigurður Flygenring sá um miðstöðvarlögn og Ágúst Lárusson málarameist- ari annaðist og stjórnaði allri málningu, mjög listrænt og smekk lega. Aðra vinnu unnu ísfirskir fagmenn. Yfirsmiðir voru Hall- grímur Pjetursson og Ágúst Guð- mundsson. Húsnefnd skipa: Torfi Hjartar- son, Óskar Borg, Hannes Hafliða- son, Jón Fannberg og Ragnar Bárðarson. Ríkisverksmiðjurnar. Þrefalt sfldar- magn móts «15 I fyrra Siglufirði laugardag. Ríkisverksmiðjurnar hafa nú alls tekið á móti 658.690 málum, en 240.950 á sama tíma í fyrra. Síðan í gær liafa komið 11 skip með 8 þús. mál. Söltun ekki mik- il, þrátt fyrir mikla síld, vegna þrengsla á plönunum. Slæmt veiði veður í dag. HJALTEYRI. í gær lönduðu: Sjóborg 1678, Vöggur 771, Svinoy 1246, Eklip- tika 1073. DJÚPAVÍK. Þessi skip lönduðu síðasta sól- arhring; Síldin 1054, Von 1225, Surprise 1810, Kári 1875, Sigríð- ur 1252, Tryggvi gamli ea. 2100. Tryggvi gamli er búinn að leggrja á land rúml. 19 þús. mál á 28 dögum. Alls saltað um 300 tn. • síldin misjöfn og fitumagnið um 20%. Bræðsla gengur vel. ★ Ólafur Guðjónsson útgm. fekk um 1000 tn. af millisíld í land- nót í Álftafirði. Nokkuð af síld- inni 'var saltað á ísafirði. Erlendar hemaðarflugv j elar, flugu yfir Gotland í Svíþjóð, höfnina í Rona og fleiri staði í gær. Flugvjelarnar voru 4 hreyfla Dorniervjelar. Sænskar orustu- flugvjelar hófu sig til flugs, en þá hurfu hinar erlendu flugvjelar á sjó út. Nýbygging Vandað islenskl skip ísafirði, laugardag. Björgvin h.f. á ísafirði, fram- kvæmdastjóri Björgvin Bjarnason, hefir lokið smíði á nýju vjelskipi, „Riehard“. E’’ þetta eikarskip, 90—100 smál. og er stærsta skip, sem smíðað hefir verið á Vestfjörðum, traust og vandað að öllum frágangi. Gangvjelar eru tvær Kelvin Dieselvjelar 88 og 105 hö. Talstöð, miðunarstöð, dýptarmælir, sjer- stök ljósavjel eru í skipinu. Sjálfvirk olíuþrýstivjel er þar einnig, smíðuð af Landsmiðjunni. Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar h.f. smíðaði skip- ið, en Eggert Lárusson teiknaði. Allur frágangur er mjög vand- aður. RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út bráðabirgðalög um radio-senditæki. Þar er mönnum bannað, að viðlagðri alt að 16 ára fangelsi, að eiga eða hafa í vörslum sínum radio-senditæki eftir 31. ágúst, nema þeir hafi til þess leyfi frá póst- og símamála- stjórninni. Hin nýju bráðabirgaðlög eru 4 greinar og birtast þau hjer í heilu lagi, ásamt forsendum: Ráðuneyti íslands, handhafi konungsvalds, gjörir kunnugt: Atvinnumálaráðherra hefir tjáð ráðuneytinu, að nauðsyn beri til að koma nú þegar í veg fyrir^ að radíó-senditæki sjeu notuð til að stofna hlutleysi ríkisins í hættu og tryggja ítarlega eftir- lit með þessu en núgilandi lög gera ráð fyrir: Með því, að ráðuneytið fellst á, að brýna nauðsyn beri til að setja bráðabirgðalög samkv. 23. gr. stjórnarskárinnar um fram- angreint efni, telur það rjett að gefa úr bráðabirgðalög á þessa leið: 1. gr. Engir aðrir en þeir, sem heimild tafa til þess frá póst- og símamálastjórninni, mega eiga eða hafa í vörslum sínum eftir 31. ágúst 1940 ra- díó-senditæki eða hluti, sem eru sjerstaklega ætlaðir í slík tæki. ’ Til radíó-senditækja teljast öll tæki, sem ætluð eru til að framleiða rafsveiflur með hárri tíðni (yfir 20000 rið á sek- úndu). Einnig er bannað að aðstoða menn við að setja saman radíó- senditæki án heimildar eða að afla hluta til þeirra, eða að hvetja menn beint eða óbeint til þessa., 2. gr. Nú á maður, eða hefir í vörslum sínum einhver slík tæki, sem nefnd eru i 1. gr.,' og skal hann þá þegar í stað tilkynna póst- og símamála- stjórninni það og afhenda henni tækin eða tækjahlutana eftir því, sem hún þá mælir fyrir um. Komi endurgjald til greina, fer það eftir mati póst- og síma- málastjórnarinnar. 3. gr. Brot gegn lögum þess- um varða refsingu samkvæmt 91. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 12. febrúar 1940. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. ★ í 3. grein segir, að brot gegn lögunum varði refsingu, samkv. 91. gr. nýju hegningarlaganna. Sú grein er svohljóðandi: 91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá, eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um mál- tslandsmótið: Fram og Valur keppa I kvöld Kattspymuunnendur bíða með allmikilli eftirvænt-1 ingu eftir kappleiknum í kvöld milli Fram og Vals. Úrslit leiksins skera úr um það,, hvort Fram getur varið og unnið aftur Islandsmeistara- titilinn, sem fjelagið heldur nú. Munu Framarar hafa fullan hug á að halda Islandsbikarn- um, sem fjelagið vann ár eftir ár í ,,gamla daga“. Valsmenn hafa líka í fullri alvöru hug á að ná í bik- arinn. Það má því búast við góðum leik og fjörugum. Leikar standa nú þannig, á mótinu, að Víkingur hefir þrjú stig, og á eftir einn leik. Valur hefir tvö stig, á eftir tvo leiki. Fram hefir eitt stig og á eftir tvo leiki. K. R. á eftir einn leik og hefir ekkert stig. Slys 5 Hesteyri Hesteyri, laugardag. - að slys vildi til hjer í verk- 1"-^ smiðjunni í gær, að Jón Bjarnason úr Reykjavík, er var að vinna að flutningi síldar- mjölspoka uppi á lofti verk- smiðjunnar, varð fótaskortur og fjell niður af loftinu; var fallið 6—7 metrar. Kallað var þegar á lækni frá ísafirði, og kom hann 1 gær- kvöldi og tók Jón með sjer til ísafjarðar. Meiðsli Jóns munu ekki vera alvarleg, en verður þó ekki sagt með vissu, fyr en rannsókn hefir farið fram á sjúkrahúsi. Grolfkepni. 1 dag kl. 2 e. h. hefst kepni á golfvellinum nm Farandbikarinn. Þátttaka tilkynn ist fyrir klukkan 12 í dag í Golf- skálanum, sími 4981. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.