Morgunblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. mars 1937, MORGUNBLAÐIÐ 3 Verður Alþingi Kveldúlfsmðlið rætt á I dag eða ð morgun? Albingi á að ráða stjórn síldarverksmiðjanna! * Deilan um Hjalteyrar- f® verksniiðjuna.'4 Frumvörp olíu-öreigans og taglhnýtinga hans í Nd., um gjaldhrot Kveldúlfs og um hreytingar á stjórn Landsbankans, voru lögð fram á miðvikudaginn var. Forseti neðri deildar, Jör. Br., ætlaði að taka frumvörpin á dagskrá strax á föstudag, en þá bað olíu-öreiginn, Hjeðinn yaldimarsson forseta að taka málin ekki á dagskrá, fyr en á naánudag. Næst skeður það í málinu, að Aiþýðuflokkurin* óskar þess, að 1. umræðu um Kveldúlfs- frumvarpið verði útvarpað. Hin- im flokkarnir hafa ekkert við það að athuga, og var ráðgert að útvarpsumræður færu fram í kvöld. Á fundi í neðri deild í gær, gerði H. V. þá fyrirspurn til for- aeta utan dagskrár, hvort mál- ið yrði rætt í dag. Ljet H. V. jafnframt á sjer skiljast, að forseti iværi að draga málið á langinn. Sundlaugarsalurinn í hinni nýju Sundhöll Reykjavíkur. Á myndinni sjest fram eftir salnum. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson Ijósm. Sjá grein á bls. 5. Forseti (Jör. Br.), svaraði því, að fjármálaráðherra hefði óskað þess, að málið yrði ekki rætt í dag, og kvaðst forseti Tílja verða við ósk ráðherrans, því að málið snerti hann. Hinu neitaði forseti, að hann vildi á nokkúrn hátt draga málið á langinn. Hann hefði ætlað sjer að setja málið á dagskrá strax á föstudag, en þá hefði fyrsti flutningsmaður (H. V.) óskað að það kæmi ekki á dagskrá, fyr en á mánudag. Síðan hefði verið ákveðið, að útvarpa 1. umræðu, og þar sem fjármálaráðherra hefði óskað *ð sú umræða færi ekki fram í dag, hefði hann (forseti) ætlað *ð verða við þeim tilmælum. Las þá H. V. upp plagg frá þeim sósíalistum, þar sem þeir gera kröfu til að mál Kveld- álfs verði tekið fyrir í dag. Fer þvi, samkv. þingsköpum fram atkvæðagreiðsla um það í dag, hvort málið skuli tekið á dagskrá. Alþýðuþlaðið segir í gær, að ólafur Thors hafi óskað eftir að þessari umræðu yrði frestað, en það er tilhæfulaust með öllu. Ólafur hefxr enga slíka ósk borið fram. Innflutningsleyfíð til verksmiðjunnar. Stjórnarblöðin hafa síðustu dagana látið tíðrætt um aðgerð- ir innflutningsnefndar í sam- bandi við leyfi á byggingarefni til hinnar nýju síldarverk- •miðju Kveldúlfs á Hjalteyri. Nefndin hafði fyr í vetur ein- róma samþykt þetta leyfi, ef atvinnumálaráðherra leyfði Vjelbátur sekk- ur I rúðri. Skipshófn bjargað af enskum togara. Aðfaraunótt sunnudags sökk vjelbáturinn „Gylfi“ frá Sandgerði hjer í flóanum. Skipshöfninni varð bjargað af breska togaranum „Indian Star“, en á þeim togara er ís- lenskur skipstjóri, Ágúst Waage. Báturinn var á leið í róður frá Sandgerði, þegar leki kom alt í einu að honum. Var lek- inn svo mikill, að skipsmenn höfðu ekki við að dæla og sökk báturinn á 8 mínútum svo, að vjelin stöðvaðist. Þó var báturinn á floti til kl. 6 um morguninn. Ekki er upplýst, hvernig á því stendur, að leki kom að bátnum. Gylfi var úr eik, smíðaður 1913 og var 26 smálestir að stærð. Eigandi bátsins var Haraldur Böðvarsson & Co. Fagranes fer til Akraness á skír dag kl. 1 e. h., en ekki kl. 3 eins og burtfarartími skipsins er venju- lega. Togarinn Brimir kom í gær- morgun til Hafnarfjarðar með 100 smálestir upsa, sem Benedikt Björnsson útgerðarmaður í Hafn- arfirði kaupir til herslu. Auk ups- ans hafði togarinn 25 smálestir af þorski. (FÚ.). UPPLESTUR ÚR FAUST EFTIR GOETHE. Wer immer strebend sich bemúht, den können wir erlösen. Á skírdag ætlar frú Elísabet Gölilsdorf, leikkona frá Leipzig, að lesa upp úr Faust eftir Goetlie. Það er óþarfi að fjölyrða um hina listrænu meðferð frúarinnar á viðfangsefnum þeirn, er hún vel- ur sjer til flutnings. Mönnum er í fersku minni hin heillandi með- ferð hennar á þýskum ljóðum, sem hún hefir nokkrum sinnum lesið hjer opinberlega. Nú hefir frúin valið til lesturs eitt stórfenglegasta og fegursta skáldrit heimsins, verkið sem snill- ingurinn, heimspekingurinn og vís indamaðurinn varði meir en hálfri langri æfi til að semja. Það er ekki nauðsynlegt að vera mjög vel að sjer í þýsku til að njóta upplesturs frú Göhlsdorf. Svo ijóst og skilmerkilega setur hún fram, en jafnframt svo mann- lega og af svo ríkum innra skiln- ingi. Upplesturinn verður aðallega helgaður fyrra hluta leiksins, en sá hluti er til í íslenskri þýðingu. Verða þessir kaflar lesnir: For- máli í leikhúsinu, formáli á himn- um, eintal Fausts, skemtigangan, samningurinn við Mefistó, Grjeta við rokkinn, í garði Mörtu, í múra- ganginum og í fangelsinu. Úr 2. hlutanum verða aðeins lesin leiks- lokin. Þessa kafla er þeim ráðlegt að kynna sjer annað hvort á þýsku eða íslensku, sem ekki treysta sjer til að fylgjast að fullu með upplestrinum. hafa til þess. B. G. Bráðabirgðalög atvinnumála- ráðherra verða ómerkt. ■ " < Ö■ ítí Frumvarp þingmanna Eyfirðinga. Þingmenn Eyfirðinga, þeir Bernh. Stefáns- son og Einar Árnason flytja frumvarp í efri deild, sem gerir ómerk bráða- birgðalög atvinnumálaráðberrans frá í vor, um stjórn síldarverksmiðja ríkisins. v Samkvæmt frumvarpi þingmanna Eyfirðinga á yfirstjórn síldarverksmiðja ríkisins að vera S höndum 12 manna verksmiðjuráðs, þar sem sam- einað Alþingi kýs 9 með hlutfallskosningu, en Al- þýðusamband fslands, Fiskifjelag íslands og Samb. ísl. samvinnufjelaga tilnefna einn mann hvert, 1 ráðið. _______________________ Verksmiðjuráðið kýs svo með hlutfallskosningu 3 menn í stjórn verksmiðjanna og 3 til vara. Verksmiðjustjórnin ræður framkvæmdastjóra, 1 og mega þeir vera tveir. Þetta eru í aðalatriðum til- lögur þingmanna Eyfirðinga. Segja þeir í greinargerðinni, að tillögurnar miðist við það, að allir aðalflokkar þingsinm geti átt fulltrúa í stjórn verksmiðj- anna, því að annað fyrirkomu- lag verði að „teljast mjög ó- heppilegt“. Þá segja flutningsmenn, að nauðsynlegt sje að nokkur hluti verksmiðjuráðsins sje skipaður ópólitískt, og þess vegna sje lagt til, að Alþýðusambandið, Sambandið og Fiskifjelagið til- nefni sinn manninn hvert í ráð- ið. Hverjum getur dottið það í hug, að Alþýðusambandið og Sambandið skipi ópólitískt í slíka trúnaðarstöðu? Slíkt er vitanlega fjarstæða. Og það verður ekki sjeð hversvegna Sambandið á að tilnefna þarna mann; væri nær að láta útgerð- arfjelag Norðlendinga gera það. * Sjálfstæðisflokknum er það að sjálfsögðu gleðiefni, að þetta frumvarp er fram komið, því að með því ætti að mega koma bráðabirgðalaga-hneyksli at- vinnumálaráðherrans frá í vor fyrir kattarnef. Hitt er annað mál, hvort fyr- irkomulag það á stjórn verk- smiðjanna, sem þingmenn Ey- firðinga stinga upp á, er heppi- legt. Það sýnist vera óþarflega þunglamalegt. En það stendur máske til bóta. Aðalatriðið er, að með frum- varpi þessu fær atvinnumála- ráðherrann maklega ráðningu fyrir gerræði sitt frá í vor. Inflúensan breiöist ört út við Eyjafjörð. Akureyri, mánudag. nflúensan er nú komin til Ól- afsfjarðar, Hríseyjar, Greni- víkur, Höfðahverfis og Fljóta, en veikin fer hægt og er talin væg. í innfirðinum er inflxjensan að- eins komin að Grund auk Krist- neshælis. Kn. Fasistar í Frakk- landi boða innan- lands ófrið. Löndon 22. mars F.Ú. Iráði er, að láta fara fram i Frakklandi rannsókn á því, hvort Eldkrossafjelögin, sem bönnuð voru í fyrra, hafi verið endurreist undir öðru nafni, eða flokksnafni social- flokksins,' sem La Roque veitir forystú. La Rocque ljet svo um mælt, í ræðu er hanp hélt í gær, að ef honum yrði gert ómöguíegt að starfa á frjálsan hátt, þá mætti eiga von á, að þau oíl, sem á bak yið hann stæðu, brytust fram í, óeirðum og inn- bvrðis ófriði í Frakklandi. Jarðarför Svenn Poulsen rit- stjóra fór fram s.l. laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni. Krans- ar höfðu borist víðsvegar að, með- al annars frá konungshjónunnm og meðlimmn konungsfjölskyld- unnar, íslenska sendiráðinu í Khh. og fleirum. (FÚ.). Swan-hvelti er páskahveitið. Fæst í flestum matvöruverslunum. Birgðir fyrirliggjandi í Heildverstun Garðars Gíslasonar. FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.