Morgunblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ j jftorgsutHaMft Ptief. H.f. Árvakur, Heyk3*Tlk. XltaUörar: Jön KJartanason. Valtýr 8tefá.n««on. Hltstjörn og afgrelCela: Austurstræti 8. — Slml 1800. Augiyalngastjörl: E3. Hafberg. Auelýslneaskrlfstofa: Austurstrætl 17. — Slusl 1700. Belmaslmar: ' Jön KJ rtansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árnl óla nr. 8045. B. Hafberg nr. 8770. AakrlftaHjald: Innanlands kr. 8.00 A mAnuBl. Utanlands kr. 2.50 A uídqBI f lauaaaölu 10 aura elntaklB. 20 aura meV LesHL LeiStBBii að orsökunum! * í forystugrein i Alþýðublað- inu um daginn, þar sem rætt var’ am starfsemi sósíalista hjer í bæn um, var minst á atvinnuleysið, og það böl, sem af því hlýst alstaðar. Þar var það meðal annars brýnt fyrir mönnum, áð þeir skyldu leita . að orsökum atvinnuleysisins. Vel mælt — ef hugur fylgir máli. Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi sag'ði í Alþýðublaðinu nýlega, að atvinnuleysið hjer sje hræðilegt, enda þótt það sje minna, en tvö undanfarin ár. Þetta er hverju orði sannara. Atvinnubölið, sem nú liggur eins og imartröð á þjóðunum, er hræði- legt, hvar sem er, og í hvaða mynd sem það er. Orsakir þess eru margar og mismunandi nokk- uð, út um heiminn. Voldugum, fjársterkum þjóðum, hefir ekki tekist að afstýra því. Að vísu hefir það farið mmkandi nú upp á síðkastið, meðal nokkurra þjóða. Megum við fagna því, að við erum i þeirra tölu. Það munar nokkru, að nú skuli t. d. hjer í Reykja- vík vera 4-—500 atvinnuleysingj- um færra, en á sama tíma í fyrra. Bn livílíkur munur, ef allir fullvinnandi menn gætu haft at- vinnu. Af hverju stafar atvinnu- leysið hjer hjá okkur? Leitum að orsökunum; segir Alþýðublaðið. Vilji blaðið, eða aðstandendur iþess hefja rannsókn í alvöru á þessu efni, skal þeim í fám orðum vísað á leið. Þeim mun hærri, sem tekjur al- •nennings eru, þeim mun betur vegnar þjóðinni. Þetta skilja só- síalistar. En enn þá hefir þeim •«kki tekist að manna sig til við- urkenningar á því, að hver sá, sem selur eitthvað hærra verði, en verðmæti hins selda hrekkur til, liann skaðar þjóðarheildina og sjálfan sig, er til lengdar lætur. Hver sá, sem tekur að sjer eitt- Iivað verk, sama livað það er, hann verður fyrst og fremst að leggja nlúð við að meta til sannvirðis, vinnu þá, er hann afkastar, og láta kaupgjald sitt við það mið- ast. Þegar verkin, sem unnin eru i landinu, eru .metin og fyrir þau greitt, eftir verðmæti þeirra, hvers og eins, og ráðandi menn aTlra stjetta vinna í eindrægni að því, að komast að föstum niðurstöðum í því ef.ni, hverfur atvinnuleysi landsmanna, eins og mjöll fyrir •sól. Til Strandaxkirkju frá telpn í Hafnarfirði 2 kr. Bil§lys hjá Draghálsi í Borgarfirði. Bifreið frá Borgar- nesi hvolfir þar og hjón slasast. f gærmorgun snemma var bíll frá Börgarnesi að lcoma að norð- an. Bifreiðarstjóri Jón Guðmunds- son í Borgarnesi. Með honum voru í bílnum kona hans og 6 eða 7 a*rir. Sunnarlega á Geldingadraga, skamt frá bænum DragháM, er brú yfir lækjargil og er beygja. á veginum að brúnni. Jón Guð- mundsson gekk þarna við hlið bíls- ins, en annar bílstjóri stýrði. Hjól bílsins hrönglaðist upp á stein, svo bílnum hvolfdi. Ætlaði Jón að hlaupa undan bílnum, en varð of seinn. Kona J. G. varð hrædd þegar bílnum var að hvolfa og stökk út úr honum. Við þag yarð hún undir bílnum og meiddist mikið. Jón Guðmundsson bifreiðarstjórínn nieíddist líka mikið á fæti. en hitt fólkið mun ekki hafa sakað. Eftir slysið var farið heim að Geitabergi og símað þaðan til hjeraðslæknisins á Akranesi. Var hánn þá og aðstoðarlæknir hans, Ríkarður Kristmundsson. báðir í sjúkravitjan, en fljótt náðist, til þeirra. Brá þá Rikarður vúð þegar, náði í bí] og fór þegar upp eftir. En vegna þess að símaboðin um slysið voru ógreinileg, svo að ekki var hægt að sjá hve alvarlega, fólkið hafði meiðst, liafði hann ekki með sjer nema bráðabirgða hjúkrunargögn, sem nauðsynleg- ust eru talin við hjálp í viðlögum. En þegar hann kom upp eftir kom í Ijós, að kona Jóns var miklu hættulegar meidd en búist var við — fóturinn mölbrotinn um öklann. Meiðsl Jóns voru líka alvarleg. Ríkarður gerði nú við meiðsli þeirra til bráðabirgða og flutti þau síðan í bílnum með sjer rak- leiðis niður á Akranes. En áður en lagt væri á stað hafði hann hringt til Akraness og pantað vjel bátinn „Ármann“ til þess að flytja sjúklingana þegar til Reykja. vílcur, svo að þeir fengi sjúkra- hússvist, því á Akranesi er ekkert sjúkrahús. Kom vjelbáturinn með þhingað síðdegis í gær, og var jafnvel búist við því að taka yrði fótinn af konu Jóns. Annar bíll var fenginn til þess að sækja hitt fólkið og koma því til Akraness. Bíllinn, sem valt, mun ekki hafa slcemst að neinu ráði. Var hann rjettur við og mun honum hafa verið ekið til Akraness í gær. Morgunblaðið átti tal við Lands- spítalann í gærkvöldi. Var sagt að sjúklingarnir liefði liomið þangað á áttunda tímanum. Jón virtist ekki mikið meiddur þá, en óvíst hvað konan er mikið meidd. Annað bílslys. Bíll veltur út af upp- fyllingunni við Mark- arfljótsbrúna. Dreng- ur handlegffsbrotnar. Eins og' skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, hefir bílum verið leyft að fara yfir Markarfljóts- brúna, enda þótt eigi sje lokið uppfyllingum beggja megin brúar- innar. Á mánudag voru t-veir bílar komnir að brúnni, vestan megin, sem þurftu að fara austur vfir. Einn af vörubílunum, sem í brúar- vinnunni eru, var þá staddur uppi á uppfyllingunni, en hann þurfti að fara vestur af uppfyllingunni, til þess að hinir bílarnir kæmust yfir. ' Þegar bílnum var ekið eftir upp- fyllingunni, sprakk undan hjólun- ,um og bíITinn valt niður. Dreng- iir sat framí hjá bílstjóranum. Við faTT bílsins varð ann'ar hand- teggur drengsins undir bílnum og brotnaði önnur pípan og auk þess marðist hann nokkuð. BíTstjórann sakaði ekki, en yfirbygging bílsins brotnaði. Ospektlr koinmúni§ta i fyrrakvöld. Þrír lögreglubjónar meiddust talsvert. Fánastuldurinn. Rannsókn bjelt áfram í gær út af stnldi þýska stjórnarfánans, en ekkert upplýstist frekar um það, hverjir þarna voru að verki. Enn hefir ekki verið liægt að yfirheyra Einar Olgeirsson, aðal- forsp^akka kommúnista, vegna þess að hann hefir legið síðan í fyrrakvöld, eftir götuóspektir hans. Ekki voru þó meiðsl Einars stórvægileg, og bjóst læknir hans við, að hann myndi klæðast í dag. Þrír lögregluþjónar meiddir. í götuóspektum kommúnista í fyrrakvöld meiddust þrír lögreglu þjónar. Þeg-ar verið var að ryðja óspekt- armönnunum frá húsi Jóns Þor- lákssonar borgarstjóra í Banka- stræti, hafði einn kommúnistanna sparkað { andlit Magnúsar Egg- ertssonar lögregluþjóns. Lögreglu- þjónninn hlaut allmikinn áverka af sparkinu. Annar lögregluþjónn, Guðbjörn Hansson fekk vont högg á hand- legginn, svo að hann varð mátt- vana eftir og frá vinnu. Loks varð einn varalögreglu- manna fyrir illri meðferð og er frá vinnu síðan, Loðdýrarækt Norðmanna. Oslo, 10. okt. F.tJ. Sýning á loðdýrum, einkum ref- um, er byrjuð í Bergen ogeru sýnd þar um 400 dýr, og í Trondheim stendur nú einnig yfir slík sýning á 470 dýrum. — Margir erlendir skinnakaupmenn sækja sýningar þessar. Samningar Rússa og U. S. A. Normandie, 10. nóv. F.ÍJ. Litvinoff og Cordell Hull ræddu í gær um viðurkenningu Banda- ríkjanna á Sovjetstjórninni, og sömdu uppkast að samningi þar að lútandi, sem svo verður lagt fyrir Roosevelt forseta í dag. Bandarík j astj órn missir vald á dollargenginu. London, 10. nóv. F.tí. Miklar sveiflur hafa orðið á gengi dollarsins í dag. í London var hann $ 5.13 er viðskiftum lauk. Bandaríkjablöðin skrifa í dag mikið um þetta mikla fall dollars- ins, og afleiðingar þess. Fjármála- ritstjóri New York Times segir í grein í dag, að stjórnin hafi nú al- gerlega mist vald yfir dollarnum, og ráði ekkert yfir gengi hans. — Ennfremur segir í greininni, að sennilega hafi kreppan í peninga- málunum nú bráðum náð hámarki sínu, og muni mega vænta ein- hverra umskifta, á alþjóðapeninga markaðinum. Flug Lindberghs. Normandie, 10. nóv. F.Ú. Lindbergh og konu hans var veitt opinber móttaka í Genf í gær, en þangað höfðu þau ílogið daginn áður frá Amsterdam. Afnám bannsins í New York-ríki. Kalundborg, 10. nóv. F.Ú. 1 New York hefir nú verið sett bráðabirgðareglugerð um sölu og veitingu vína vegna afnáms bann- laganna, sem talin eru fallin úr gildi nú þegar, eftir að alþjóða- atkvæðagreiðslan hafði gengið á rnóti þeim, þótt formlegt afnám þeirra fari ekki fram fyr en 5. n. mán. Samkvæmt hinni nýju reglu- gerð fá allir þeir vínveitinga- leyfi, sem hafa matsöluleyfi, hó- tel, veitingahús, klúbbar og skip. Þó eru sett ákvæði um það, að skamta skuli stofnunum þessum á- fengið. Nýr tollur verður einnig lagður á áfengissölu í ríkinu, tíu til tuttugu og fimm af hundraði, eftir því, hvert áfengið er. Einnig er bannað að selja unglingum inn- an 18 ára áfengi. Afli í Norðfirði. Norðfirði, 10. nóv. Togarinn .,Iiaukanes“ hefir keypt hjer um 1800 körfur fisks a þremur dögum. Fer hann hjeð- an í dag til Fáskrúðsfjarðar til þess að taka þar bátaaflann síð- an, og fer því næst til Englands. Hjer er dálítill síldarafli til beitu, en ekkert hefir orðið vart á öðrnm Austfjörðum. Útgerðarmenn búa nú út báta sína á síldveiðina, sem menn von- ast eftir að byrji bráðlega. Franska hópflugið. Normandie, 10. nóv. F.Ú. Franski flugvjelaflotinn, sem er í heimsókn til frönsku nýlendanna í Norður-Afríku, kom til Rabat í Marokko í gær. Vinstri vængur einnar flugvjelarinnar brotnaði er hún lenti, en það var hægt að gera við hann samdægurs. ———-— i & Rltffing BMÍú&oh Lækjargötu 2. sími 3736 Veitingasalir Oddfellowhússlns lokaðir í kvöld frá kJL 8, vegna samkvæmís. HaiiglRiitið sem við seljum, er viðurkent af öllum sem reynt 1) afá,>best reykta og ljúffengasta kjötið.- Hvers vegna? Vegna þess að aðeins úrvals dilkar frá Kópaskeri eru Isettir í reyk og reykingúna annast menn, sem hafa margra ára reynslu og kunnáttu ■ á sínn sviði. auisusui Radlo> grammöfónarnfr eru komnir. Hljóðfæraverslmi. Lækjargötu SL viðarreykt 0.75 l/2 kg, ísl. Gulrófur á 10 au. kg'. Isl. Kartöflur á 0.10 a.u. kg. Sveskjur 0.65 au. kg. Saftflaskan 1 krónu. Versl. Einars Eyiólfssonar Sími 3586. Týsgötu 3»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.