Morgunblaðið - 28.06.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1922, Blaðsíða 3
MORaiíNBLAÐIÐ ameriskar tískubókmentir í líkum anda, sem nú ganga fjöllunum kærra. En hvað stoðar þvílíkt hól! því fyr 'en varir eru þau rit, sem geyma heimskar og lítilsigld- ar hugsanir týnd og tröllum sýnd og enginn spyr um þau framar, nje hvað um þau var sagt; tím- inn skilur sauði frá höfrum. Alt, sem ilt er, lítilfjörlegt og verð- laust er til þess fætt að gleym- ast og týnast, þó það svo geti þotið upp eins og gorkúla í svip- inn, og ritdómarar megna ekki að halda á lofti hróðri vitlausra bóka til lengdar þótt þeir fegnir vildu. Aftur er þess ekki að dylja að ritdómarar sjá oft fánýti lítilfjör- legra bóka enda hefir margur smáspámaðurinn og byrjandinn fcngið aS kenna á klóm þeirra. En starfsemi sem fer til að knje- setja amlóða, ráða niðurlögum smámenna og eiga í ati við litla postula, er lítið göfugt, og þeim einum sæmandi sem ekki finna sig upp úr því vaxna, sem ilt er og lítið. Kannske á jeg sjálfur eínmitt hjer um sárt að binda, því þegar jeg var 16 ára gamall skrifaði jeg bók, sem eins og lög gera ráð fyrir var mjög lítilfjörleg leg og vitlaus. Einhver varð til þess að ritdæma þessa bók og fann rjettilega fátt eða ekkert nýtilegt í henni. Nú er bók þessi sem betur fer alveg gleymd, en því fer fjarri að það sje ritdóms- ins vegna (sem einnig er gleymd- nr) heldur liggur orsökin í því, að bók sem ekki geymir því líf- vænlegri hugsun eða fegurri fram- sögn, stenst ekki tímans tönn, heldur fer hún í glatkistuna með öðrum ósóma. Annars er það ó- rjett að lofa mönnum ekki að ®krifa í friði, og fátt eins illa gert og að hrópa mcnn niður þótt þeir fari með skaðlansan þvætting eða setji saman ólánlegar ritsmíðar; Jnenn skyldu hafa það í huga að einfeldnin er töluvert heilög. Af fáu verður mjer eins ónotalega innanbrjósts eins og að sjá ein- hverja skyni skropna glanna henda S^°P að Hjálpræðishernum eða trúboðum, sem standa úti á torgi °g prjedika hjartans mál sín fyr- i- lýðnum. Þeir, sem þykjast vera Ppp úr því vaxnir, að hlusta á það með hinu rjetta hugarfari, sem sagt er, ættu að hafa vit á að snáfa burt án þess að angra nokkum. Sama er að segja, j Hngt skáld leggur hjarta sitt fyr- ir þjóðina í nokkrum miður hepn- Pðum versum, þá finst mjer það vitna um böðulsnáttúru að taka þetta hjarta, eins og ritdómar- arnir gera, og kreista það milli handanna eins og skrælda kart- öflu. Því aðeins einn ritdómara cr óhætt að reiða sig á og það er thninn, sem lætur gæði bókanna eins og alls annars — sannast, ®heð því að gefa henni líf. 6. júní 1922. Halldór frá Laxnesi. ttlerki Færeyinga. Tjaldurinn er hinn mesti merkis- °8 uppáhalds fugl Færeyinga frá 6- ^ona tíð. Danir kalla hann þjóð- *tfuSl þeirra. Hann er merki og ^ynd hvers góðs Færeyings, sem af alhng þjóð sinni og landi, og Vlnnur Þvl alt er hann má til þjóð- þ ifa og frama. Samt alt um það, hafa þó Færeyingar ekki sett Tjald- inn á veifu, enn það hefur Samein- ða gufuskipafjel. danska gert handa ■Aipi því er siglir stöðugt frá þvi til Færeyja og Tjaldur heitir. Þegar Tjaldurinn kemur til Fær- eyja á vorin optast nær í sama mund í aprílm. þá er honnm fagnað, sem frelsisvon og sumarboða, og hefur eitt færeyskt skáld, f. Dahl kveðið dýrðlega til hans, sem sjá má á þessum erindum: Tjaldur ver velkomið til okkum heim, Frá ókendum fjarskotnum londum I Tu bert okkum boð um ein ljósari dag, At nú er brátt summar i höndum. Ein dagin, min sál var so vetrarstird, eg gekk mær mót hafinum vestur; eg hoyrdi titt »klepp«, tað velkenda ljóö, Tu kæikomni summargestar. So langt er her enn til ein frelsis sól Kann summar um landið ala, Ti fólkið enn svevur sin vetrarblund; So seint búgvast spirur at næla. Men kemur tu Tjaldur ár eftir ár, Tu, boð um Ijósari tiðir, So skal tað kennast um landið alt, Tað tekur að sumra um siðir. Lat sólina skina um dalar og fjoll, G’Onkast lat heiðir og líðirl Ti 0II vit leingjast mót livgandi sól, Vónandi sælari tiðir. Færeyingar skoða Tjaldinn vernd- ara hins góða og göfga. — Hann er verndari góðu fuglanna, en er skelfir allra illfugla og ránfugla eins og Nolseyjar Páll kvað: Fuglin i fjoruni Með sinun nevi reyða, Mangt eitt djór og foviskan fugl Hevir han greitt frá deyða. Fuglin i fjoruni. í fuglakvæði sínu lætur Nolseyjar Páll sig vera tjaldinn, enn Jönsku yfirvöldin og einokarana lætur hann vera fálka, smyr'ia og hrafna. — Hinn góðkunni landi vor Magnús Einarsson kaupm, og úrsmiður i Þórshöfn á Færeyjum, ljet i vetur mála Tjaldinn á þrjá hluti úr postu- líni: veggskál, blómsturvasa og kaffi- bolla og verslar með. Tjaldurinn situr þar ibygginn á fjörusteini, og gengur flúðaröð i boga framundan honum, en i bakaýn er Nolsey og ber við skýjaðan himininn, er lykur sjóndeildarhiingnum við hafflötinn*.) Þessir hluttr eru hinir piýðilegustu og eigulegustu að hafa á heimili sínu. Jeg get hugsað mjer að fjölda mörgum konum hjer á landi þættu þeir góðar tækifærisgjafir frá bænd- um og börnum sínum. *) En þvi tðk Magnús Nolsey á mynd- ina, að þar var fæddnr og nppalinn Páll Pálsen, verslnnarfrelsishetja Eyjar- manna. Sjálfnr kendi Páll sig við Nolsey, og er siðan alment kallaðnr Nolseyjar PáJl í ræðn og riti. Skuldaskiftin. i. Frakkar fengu þvi framgengt við Breta f vor, að skaðabótamál Þjóð- verja yrði ekki rætt á ráðstefnunni i Genúa. En þegar þess er gætt að það var helsta verkefni ráðstefnunn- ar að koma viðskiftamálum Evrópu- manna i rjett horf, og á hinn bóg- inn að þýsku skaðabæturnar eru i raun rjettri þungamiðja allra viðskifta- mála i Evrópu, mun flestum ljóst að verkefnið var ekki ljettara en að brjóta flðsku i tómum poka. Um sama leyti og ráðstefnunni lauk, hófst fundur fjármálamanna i Paris. Þangað fót auðkýfingurinn Piermont Morgan sem fulltrúi »riku mannanna«, vestan hafs. Þvi Ev- rópumenn eru svo staddir efnalega að alt þeirra tal og ríðagerðir um peninga er hjal — en Amerikumenn einir geta framkvæmt. Þessum fundi lauk fyrri pait júni og árangurinn varð enginn. Nú eru fjármálin enn til umræðu, á fandinum i Haag en það eitt hefur frjetst um afdrif þeirra þar, að Lloyd George og Poincaré hafi komið sjer saman um sameigin- lega stefnu í málinu. Þetta er að visu mikils virði, því Amerikumenn hafa jafnan látið i veðri vaka að þeir vildu ekki ræða þetta mál fýr en hinar ráðandi Evrópuþjóðir hefðu komið sjer saman um það. Nú er það fengið, en eftir er að vita hitt hvort samkomulagið er þannig að Ameríkumenn sjái sjer fært að að- hyllast það og opna badduna.--------- — Skuldaskiftamálin skiftast i tvent: skaðabótamál Þjóðverja og innbyrðis skuldaskifti Bandamanna, en þessi tvö mál eru orðin svo ná- tengd að eigi verður leyst úr þeim nema sameiginlega. — Fjármála- mannafundurinn i París komst ekki lengra en að ræða um fyrri liðinn og komu þar þrjár stefnur til greina. Ein sú að útvega Þjóðverjum svo stórt lán, að þeir gætu greitt skaða- bætur sinar að fullu, önnur sú að útvega lán til greiðslu nokkurs hluta skaðabótanna og sú þriðja að útvega aðeins litið lán fyrir yfirvofandi afborgunum. Tvær síðustu leiðarn- arnar voru framkvæmanlegar, en sá ókostur fylgir þeim, að eigi fæst endanleg lausn á skaðabótamálinu, en vandræðum að eins afstýrt um sinn. Þó þessi minni lán fengjust kæmist ekkert fullkomið skipulag á málið og alt mundi vera i tvisýnu um fjárhagsmál Þjóðverja eftir sem áður. II. En fyrsta leiðin sem nefnd var, er róttæk leið. Með henni er á stemd að ósi, og það telja allir helstu fjármálamenn heimsins nauðsynlegt skilyrði fyir viðreisn viðskiftalifs og velmegunar. Skoðun Keynes er komin i öndvegi. Er þvi sjerstök ástæða til að gera þessa leiðina sjer- staklega að umtalsefni, leiðina sem tvinnar skaðabótnmálið og herskuld- irnar saman. Skuldaskiftin eru þessi: Þjóð- verjar skulda Bandamönnum 165 miljard gullfranka. Þessi upphæð er svo stór að fjármálamenn Parísar- fundarins töldu ekkert viðlit að hægt yrði' að bjóða út alþjóðalán handa Þjóðverjum til greiðslu hennar. Mesta lánið sem þeir töldu kleyft að útvega var 50 miljard gullfranka og afleiðingin yrði þá sú, að ef end- anleg lausn ætti að fást á skaðabót- amálið yrði að færa bæturnar niður í 50 miljarda. En til þess að geta slegið 11 s miljördum af skaðabótun- um þurfti að taka þær og herskuld- ir Bandamanna á sameiginlegan reikn- ing. Hernaðarskuldaskiftin eru þannig: Amerikumenn eiga 55 miljard gullfranka hjá bandamönnum sinum i Evrópu en skulda þeim ekki neitt. Englendingar skulda bandamönnum sinum (Amerikumönnum) 2S miljarda en eiga hjá þeim 35 miljardaog að auki hjá Þjóðverjum 36 miljarda. Frakkar skulda bandamönnum sin- um 34 miljarda en eiga 8 hjá þeim og 'njá Þjóðverjum 86 miljarda* Belgar skalda bandamönnum 8 mil- jirda en eiga 18 hjá Þjóðverjum. ítalir skulda bandamönnum 20 mil- jarda en eiga 13 hjá Þjóðverjam og Litla bandalagið skuldar bandamönn- ix miljarda' en á 13 miljarda hjá Þjóðverjum. Skuldaveltan milli Bandamanna innbyrðis er þannig 98 miljardar en kröfar þeirra á Þjóð- verja 165 miljardar. Nú vilja fjár- málamennirnir láta bandamenn slá stryki yfir þessar 98 miljónir. Við það tapa Amerikumenn SS og Bret- ar 10 miljördum en Frakkar græða 26, Belgar 8, Italir 20 og Litla bandalagið 11 miljarda. En sjeu hernaðarskuldirnar allar 98 miljardar gefnar upp og dregnar frá þýsku skaðabótunum verða eftir 67 milj- ardar og fer þá að nálgast s° milj- ardana, sem fjármálamennirnir álíta hægt að útvega Þjóðverjum. Og tillagan sem nú er efst á baugi er einmitt sú að hernaðarskuldirnar sjeu gefnar upp til ágóða fyrir Þjóðverja. Þetta skaðabótareikningsdæmi er ofur einfalt á pappírnum, en hvort það er framkvæmanlegt er eftir að vita. Samþykkja Bandamenn það? Bretar fórna næstmestu eða 46 milj- ördum og þeir fallast á tillöguna enda er hún frá þeim komin. Frakk- ar tapa nálægt helmingi minna, Belgar fá jafnt eftir sem áður, Litla bandalagið sömuleiðis og ítalir græða á breytingunni. Frakkar hafa barist á móti tilhöguninni hingað til, en hafa nú sennilega fallist á hana með nokkrum breytingum. Þá eru Amc- rikumenn; þeir eiga SS miljarda hjá samherjum slnum, sem þeir geta tal- ið sjer vissa eign — víssari en skaðabæturnar þýsku, sem eru sann- kallaður vonarpeningur, Og nú er eftir að vita hvort þeir vilja gefa upp þessa skuld — stærstu skuldina sem nokkurntíma hefur verið talað um uppgjöf á í heiminum. í fljótu bragði geta menn ekki gert sjer i hugarlund hve stór þessi upphæð er, En hinsvegar geta menn Imyndað sjer hve mikla þýðingu hún hefur fyrir viðskiftalifið og um það geta Ameríkumenn sennilega dæmt manna best. Ef þeir stryka yfir hana er það áreiðanlega ekki sprott- ið af mannkærleika, heldur af hag- sýni. Uppgjöfin er undir þvi kom- in hvort Ameríkumenn telja sjer á- batann af endurreisn Evrópu meira eða minna en 35 miljard gullmarka virði. 1 1 > ' 9.* < * ími Dfl mími í síðasta tölubl. »Þróttar* birtir ritstjórinn opið br jef (eftir sjálfan sig ?) með fyrirsögninni »íþróttir og graut- argerð. Það er I rauninni alls eng- in ástæða til þess að svara þessu brjefi, en sökum þess að annar mað- ur, Helgi Jónasson að nafni, kvað hafa orðað það á siðastliðnum aðal- fundi í. S. í., að rjett væri að visa skátafjelögunum úr sambandinu þvi þau ættu þar ekki heima, þykir mjei rjett að gera grein fyrir þvi, hvers vegna Væringjasveitin (sem er eina skátafjelagið innan I. S. í.) gekk í sambandið og ætlar sjer að vera þar áfram. — Það er svo fyrir mælt i lögum sambandsins, að þeir einir hafi heim- ild til að keppa á iþróttamótum, sem I. S. í. heldnr, sem eru með- limir i einhverju fjelagi innan sam- bandsins. Nú iðka Væringjar ísl. glimu, box, hlaup, stðkk og fl. setn- alt eru iþróttir á stefnuskrá í. S. I. og hafa einu sinni tekið þátt i móti sem I. R. hjelt hjer á vðllinum, sömuleiðis hafa þeir tekið þátt i mattspyrnumótinu. — Á meðan jessi ákvæði eru i lögum, getur ekki komið til nokkurra mála að visa skátaflokkum úr sambandinu, því það væri sama og að banna skátum að iðka þessar iþróttir og kemur það illa heim við markmið sambandsins sem einmitt er það að efla iþróttir landinu. Hvað það snertir, sem sagt er 1 áðurnefndu brjefi, að það sje kynleg ráðstöfun að telja skátaiþróttir með i iþróttum þeim, sem í. S. í. styð- ur, get eg ekki verið brjefritaranum samdóma. Mjer finst það miklu fremur bera vott um viðsýni sam- bandsstjórnarinnar og þeirra annarr á fundinum, sem samþyktu það. Rökin, sem brjefritarinn færir fram máli sinu til styrktar eru þessi: Skátar iðka grautargeið og grautar- gerð er ekki iþrótt. Jeg býst við að ftestir sjeu mjer samdóma um það, að þetta sje æði ljeleg rök- færsla. — Jeg þori óhikað að full- yrða að nær allar þær iþróttir, sem skátar iðka sjeu fyllilega þess verð- ar að vera á stefnuskrá 1. S. í. og studdar af stjórn þess, og alls ekkí sist sú iþróttin, sem grautargerð er einn liður i, sem sje útilega eða Camping out sem enskumælandi menn neina svo. Það er erfið í- þrótt og alls ekki auðlærð, en sem veitir iðkendam sinum meiri hreysti og lífsgleðí en nokkur önnur iþrótt og það er íþrótt sem höfð er i há- vegum meðal enskumælandi þjóða og viðar um heim. — Mjer finst það koma úr hörðustu átt þegar Helgi Jónasson og ritstj. »Þróltar* ekki vilja viðurkenna þessa iþrótt, þvi svo mikið hafa þeir um hana skrifað og nefna má i þvi sam- bandi smá pjesa, sem nefnist Úúlega. Hann er ritaður til leiðbeiningar i þeirri iþrótt, eða tilgangurinn er i öllu falli sá, og til þess að við höldam okkur við grautargerðina, má minna á grein nokkra, sem rit- stjóri Þróttar hefur skiifað um úti- legur sínar, i Visi að mig minnir. Þar segir hann frá þvi á einum stað, að þeim fjelögum hafi tekist að búa til graut úr Glaxo-mjólk og er bersýnilega hreykinn af þeirri i- þrótt. &$ArsaU Gunnarsson. fieimanmundunnn Maðurinn, sem stóð fyrir framan skrifpúltið og leit upp þegar Breit- enbck gekk inn, svaraði ágætlega til þessa bústaðar. Hann var varla meða'.maður á hæð, grannvaxinn og magur, hárið töluvert gránað og stóð eins og burstar upp frá enninu I skeggið var grátt og úfið og leit út fyrir að sá sem það bar, legði f vana sinn að toga og rifa i það. Doktor Ellhofen hafði auðsjáanlega eins litlar mætur á að halda sjálfum sjer til, eins og að hafa skrautlegt og þægilegt i kringum sig. Það hefði i fljótu bragði mátt imynda sjer að hann væri gamall og vana-stirnaður stjórnarráðsskrifari, ef hann ekki hefði haft þetta fagra, stóra og hvelfda enni og hin djúpu ungiegn og skæru augu, sem ekki gat átt heima nema hjá vel vitibornum manni, sem var óhræddur að heyja bardaga við hvem sem vera skyldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.