Morgunblaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 2
MORGUNBLA* MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri Vilh. Finsen Sími 500 — PrentsmiSjusími 48 Afgreiösla í Lækjargötu 2. Ritstjómarsímar 498 og 499 Kemur út alla daga vkunar, ai5 mánu- dögum undanteknum. Ritstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Anglýsingum er e k k i veitt mót- taka í prentsmiðjunni, en sé skilaö á afgr. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomu þess blaös, sem þær eiga aö birtast í. Auglýsingar sem koma fyrir kl. 12, fá aö ölhmi jafnaöi betri stað í blaSinu (á lesmálssíSum), en þær, sem síSar koma. AuglýsingaverS: Á fremstu síSu kr. 3,00 hver cm. dálksbreiddar; á öSrum stöSum kr. 1,50 cm. VerS blaSsins er kr. 2,00 á mánuSi. AfgreiSslan opin: Virka daga frá kl. 8—6. Helgidaga kl. 8—12. Gimnar Egilson «ó- Btriðfl- Bruaa- Líf- ily»a- Yátryggingar. að löggjafarvald landsins láti sig einu gilda hvort eða að hve miklu leyti íslenska krónan geti setið á bekk með gjaldeyri annara þjóða eða ekki. Viðskiftalífið krefst þess að gjaldmiðill landsins sé yfirfæran- legur annaðhvort með dönsku kxónugengi eða með sérstöku gengi hærra eða lægra en danska krónan eftir því hvernig seðlaút- gáfuréttinum er beitt eða misbeitt og að öðru leyti er í pottinn búið. En hvort heldur er að íslenska krónan fylgi dönsku gengi eða sérstakt gengi kemst á hana, þá á leyfið til seðlaútgáfunnar að vera bundið því skilyrði að peningarnir séu yfiríæranlegir. Að iögfesta það ástand, sem er og til er orðið fyrir það að lands- lögum hefir ekki verið framfylgt, er ekki aðeins skaðsamlegt fyrir viðskiftalífið og til þess að halda við dýrtíð í landinu, heldur háð- ung, óskiljanleg öllum heimi, því að ekkert annað land hefir látið sér koma það til hugar að stöðva greiðslur til útlanda og gera pen- iiagana óyfirfæranlega og öll við- skifti landsmanna sem eríiðust, heldur er þvert á móti reynt að greiða fyrir þeim eftir föngum. Til þess að firra iandið því end- emisástandi á peningamálasviðinu, sem nú er og við borð liggur að lögfesta og þeim óútreiknanlegu afleiðingum er það kann að hafa, leyfi eg mér að skora á alþingi, að gera yfirfæranleik peninganna að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir framhaldsleyfi til útgáfu óinnleys- anlegu seðlanna, svo að almenn- ingur standi jafnt að vígi sem út- flytjendur um að afla sér nauð- synja frá útlöndum. Og skyldan til þess að yfirfæra peningana á ekki aðeins að gilda gagnvart Landsbankanum, af því það hefir sýnt sig að vera til einskis nýtt, heldur á hún að gilda um seðlana sjálfa. Þegar seðlarnir eru innleysan- legir gegn gulli, hefir reynslan sýnt, að sú tilhögun felur í sér fulinægjandi ráðstöfun til sjálf- verkandi takmörkunar á þeim seðla fjölda eða peningafúlgu, sem á hverjum tíma er hæfileg. Um óinnleysaniegu seðlana haf- ir reynslan hinsvegar sýnt að sú tiihögun sem höfð hefir verið um útgáfu þeirra, er ófullnægjandi í því efni að mynda sjálfverkandi takmörkun fyrir útgáfu þeirra við hóf. Afleiðingin hefir því orðið sú, að ÖIl lönd, er gefið hafa út óinn- leysanlega seðla, hafa misbeitt seðlaútgáfuréttinum og gefið út óhæfilega mikið af seðlum og við það felt þá í verði. Það er ])ví verkefni, sem enn hefir ekki verið leyst, að finna einhverja þá úrlausn um útgáfu óinnleysanlegra seðla, er feli í sér þá sjálfverkandi takmörkun á seðlafjöldanum, er verkað geti á sama hátt og gullið gerir þegar seðlarnir eru innleysanlegir gegn því. Mér hefir nú komið til hugar að þessi sjálfverkandi takmörkun seðlafjöldans, sem reynslan sýnir að nauðsynlegt er að finna fyrir útgáfu óinnleysanlegu seðlanna, væri fengin, ef útgáfan væri bund- in eftirfarandi skilyrðum: 1. Að seðlabankinn sé skyldur tii þess að yfirfæra seðlana og nota í því skyni málmforðatrygg- ingu sína fyrir seðlunum nær sem á þarf að halda. 2. Að seðlabankinn greiði ríkis- sjóði fulla útlánsvexti af Iþeim seðlum, er við það að grípa til yfirfærslna kunna um takmarkað- an tíma að geta orðið í umferð umfram það sem lögáskilin trygg- ing er fyrir að öðrum kosti. Yfirfærsluskyldan með málm- forðatryggingunni kemur í veg fyr ir það að gengið lækki til skaða fyrir aimenning, en ákvæðið um fulla útiánsvöxtugreiðslu af þeim seðlum, er ótrygðir geta orðið við það að grípa þarf til málmforða- tryggingarinnar til yfirfærslna, hindrar það að stjórn bankans fái tilhneyging eða ástæðu til þess að auka seðlaútgáfuna um hóf, fyrir stundarhag bankans eða hlut- deild sjálfum sér til handa í gróða bankans af útgáfu þeirra seðla. Ef slíkar ákvarðanir og þessar hefðu verið settar í upphafi um útgáfu óinnleysanlegu seðlanna, hygg eg að seðlarnir hefðu getað haldist í verði samfara ákvæðun- um um ói'uuleysanleik þeirra. Ef þing og stjórn vildi athuga þetta og reyna að boma þessari tilhögun í framkvæmd í sambandi viðtöku þá erlendis, sem virðist vera í ráði, hygg eg að það væri vel til fundið og tii þess að létta af dýrtíðinni og koma seðlaútgáf- unni í gott horf. Eggert Briem, frá Viðey. Bengi erl. myntar Sterlingspund .. .. Dollar............. Mörk.............. Sænskar krónur .. Norskar krónur .. Franskir frankar .. Svissneskir frankar Lírur .. Pesetar Gyllini . ifDunungen“ „Svenska Biografteatern*' ‘ hefir gert kvikmynd úr þessari nafnfrægu sögu Selmu Lagerlöf og var mynd þessi sýnd í Nýja Bíó í gærkveldi í fyrsta sinn. Er hið sama að segja um mynd þessa eins og aðrar myndir sem koma frá þessu ágæta félagi, að snildarmeðferð einkennir hana. Efnið skal eigi rakið. pað er sum- um kunnugt, sem sé þeim er lesið hafa skáldsöguna eða séð leikinn á leik- húsi. í myndinni leikur aðalhlutverkið aðalleikari þjóðleikhússins í Stokk- hólmi, Ivan Hedquist. Lék hann þetta sama hlutverk þegar leikritið var sýnt í Stokkhólmi og fór orð af því hversu vel honum tókst. Þegar til orða kom að kvikmynda söguna var farið til hans og hann beðinn um að leika sama hlutverk í kvikmyndinni, en leikhússtjórnin bannaði. En hann vann það til, að segja upp stöðu sinni við leikhúsið. Hefir hann einnig séð um útbúnað kvikmyndarinnar. Og árangurinn hefir orðið sá, að „Dunungen“ þykir með allra bestu myndum er frá Svíþjóð hafa komið og er þá mikið sagt. Hafa smekk- menn á kvikmyndir sagt, að þessi mynd tæki fram því besta, sem Ame- ríkumenn gerðu, og viðtökurnar sem þessi mynd hefir fengið víðsvegar um heim hafa verið fádæma góðar. Hér á landi hefir fáum myndum verið tekið eins vel eins og myndum „Svenska Biografteatern* ‘. Sigrún á Sunnuhvoli, Ingimararnir, Blómið blóðrauða, Fjalla-Eyvindur og þorgeir í Vík, koma fyrst í hug, þegar maður rifjar upp fyrir sér góðar myndir. Og þessi mynd verður áreiðanlega ein í þeirra flokki, er hún hefir verið sýnd hér. -------0-------- ITIinningarsjáðuri Stefáns Stefánssonar skólameistara Strax eftir lát Stefáns skóla- meistara Stefánssonar hófst hreyf- ing meðal hinna mörgu lærisveina hans norðanlands og sunnan, að gangast fyrir því, að minningu hans væri á lofti haldið á ein- hvern varanlegan og vorðugan hátt. Kom þeim ásamt um, að svo merkur maður og ágætur kennari mætti ekki liggja Óbættnr. Var þá strax ’hallast að því að stofna sjóð, er bíéri nafn hans og skyldi sá sjóður stuðla að því að framhald yrði á kærasta viðfangselfni Stef- áns: rannsókn á n á 11 ú r u 1 a n d sin s. Fundi var skotið á hér syðra! og þar kosin nefnd til að undir- búa málið. Var ]>ó framkvæmdum frestað þar til Valtýr Stefánsson k'om. hingað til lands, því sjálf- sagt þótti að ættingjar Stefáns réðu mestu um fyrirkomulag sj'óðs- ins, sem þá þegar var byrjaður á Norðurlandi. En sjálfsagt þykir að alt sem gert verður í þessu efni renni í eitt og sameinist um eitt og hið sama. Nú er málið komið á fastan rekspöl. Er uppkast að skipulags- skrá samið fyrir sjóðinn og sam- þykt af hlutaðeigendum. Stofnfé sjóðs þessa er fyrst og fremst það, sem safnast með frjálsum samskotum meðal læri- sveina og vina Stófáns. Og enn- fremur allar tekjur af 2. útgáfu Flóru íslands' ‘, sem væntan-1 21,87 5,52 8,60 117,75 85,75 42,15 96.50 27.50 77,25 193,50! af '■‘k jfeí íétiiLtjlSS i - ■! ■ ■-i. ~-■ SUKKULAÐI Glaxo gerir súkkulaði og kakao ljúffengt og bragðgott. Glaxo er hin eina niðursoðna mjólk sem komið getur alveg í stað nýmjólkur. Glaxo má geyma — húm súrnar ekki. Þess vegna er Giaxo drjúg og ætíð við hendina. — Ef þér notið Glaxo þurfið þér ekki að sækja mjólk á hverj- um degi. Glaxo sparar yður fyrirhöfn og áhyggjur. Þeir sem vanist hafa á að nota Glaxo nota nú enga aðra mjólk. Kaupið eina dós í dag ef þér hafið ekki þegar reynt Glaxo. Blandið hana með sjóðandi vatni. Látið 8aman við ögn af sykri eða salti. TvfdffTnnprrnfno, ryiTji.’Þfft Til leigu 2 ágætir kjallarar i miðbænum. O. Johnson & Kaaber. lega kemur út á næst.u mrsserum. Tilgangur sjóðsins er. eins og þegar hefir verið drepið á, að j styrkja menn til náttúnrfræðis- j legra raniisókna, <*n þó einkum I þeirra, sem „geta komið atvinnu- ! vegum landsins að sem öruggustu og skjótustu iiði.“ Þegar árlegir vextir sjóðsins nema 5000 kr. má verja 4000 kr. til styrkveitingar, Ef enginn sækir j um styrk úr sjóðnum skulu allar 1 tekjurnar leggjast við höfuðstól- inn. Stjóm sjóðsins skipa náttúm- fræðiskennari Akurevrarskólans, forstöðum aður Náttúru gripasafns- ins í Reykjavík o'g sá er síðast hef- ir notið fjögra ára styrks úr ejóðn- um. Þangað ti'l svo er orðið, skipar einn af nánustu ættingjum Stefáne skólameistara þriðja sætið í stjórn- inni. Ákveður stjórnarráðið hann. Styrk geta aUir fengið, jafnt karl sem kona, er hafa íslenzkan ríkishorgararétt. Þó sknlu þeir sem útskrifast úr hinum norðlenzha mentaskóla sitja fvrir, að öðru .jöfnu. Þetta era höfuðdrættir skipulags skrárinnar. Er svo nánar ákveðið um hin einstöku atriði. Til þess að gefa sem allra fiest- um kost á að leggja í þennan sjóð, og sýna með því liðsinni sitt því hlutverki, er Stefán vskólameistari hafði valið sér, hefir listi verið sendur út um bæinn með nöfnum þeirra manna, sem náðst hefir til qg menn vita að eitthvað vilja láta af hendi rakna. En til þess að gera mönnum sem hægast fyrir, er gef- endum gefinn kostur á að skifta tillögum sínum niður á fleiri ár, í líkingu við tillög burtfarinna Akureyrarskóiamanna í „Nemenda sjóðinn' ‘ þar. Æskilegt væri, að þeir sem þessi listi nær ekki til, en vildu leggja fram einhvern skerf, sneru sér til skrifstofu Búnaðarfélags íslands. Þar verður tekið á móti tillögum. Sjóðsstofnun þessi hefir fengii svo eindregið tylgi manna, að gariga má, að því vísu, að mikiiil áhugi sé fyrir >ví, að ihann nái sem fyrst tilgangi sínum: að alt af sé einn maður í landinu, sem geti gefið sig óskiftan við náttúrurann- sóknum. Og þótt sjóðir séu venju- lega seinvirkir og hér séu altof margir en smáir sjóðir, má vænta þess, að „Minningarsjóður Stefáns skólameistara Stefánssonar" verði mörgum sjóðnum fljótvirkari. Og ekki virðist vera auðið að halda við einum besta og -stærsta þætt- inmn í lífsstarfi þessa merkis- manns á bstri eða tryggari hátt. -------0------— riokkur orð um bannið. Eftir Árna Kristjánawm. Frh. Niðurl. B annmenn s e g j a: Vér vit- um vel, að til eru þau persónuleg réttindi, sem jafnan eiga að vera friðhelg, svo sem skoðanafrelsi manna og málírelsi, en vér neit- um því að frelsi manna til að neyta áfengra drykkja sé svo dýr- mætt, að það megi ekki skerða. E g s e g i: Þarna ketmur fram ein 'ióf uðvilla bannimanna. Þeir gera gremarmun á málum, sem eru alveg hama eðlis. Er nokkuð miiiua varið 1 það, að háfa frelsi til að neyta þess, er maður óskar. he|d- ur en að hafa frelsi til að láca í ljosi skoðanir sínar? Eg neita því. Með skoðunum sínum geta menn haft skaðleg áhrif á aðra, en það kemur niður á þeim sjálfum, ef þeir eta eða drekka eitthvað, sem er þeim skaðlegt. Annars er ekki hægt að gera greinarmun á þessu tveunu, hvorutveggja er sama eðl- is, og hvorugt má skerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.