Morgunblaðið - 11.12.1918, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.12.1918, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Dómsmálafréttir. Landsyfirdómar 4. nóv. 1918. Málið: Magnú.s Gnð- ímmdsson gegn Torfa J. Tómassyni. Mál þetta var rekið fyrir gesta- rétti Reykjavíkur og ' ar risið út af vísli, er áfrýjandi hafði samþykt til greiðslu til handa stefndum út af ýmsum viðskiftum er áfrýjandi hafði gert ráð fyrir að verða mundu milli þeirra. Af viðskiftum þessum varð ekki,en stefndi krefst þrátt fyrir það borgunar af áfrýj- anda. Fyrir midirrétti var áfrýjandi dæmdut' til að greiða víxilupphæð- ina, kr. 1009.37, og málskostnað að skaðlausu. Dómi þessum skaut áfrýjandi til yfirdóms ásamt fó- getaréttarúrskurði, er upp hafði verið kveðinn er stefndi beiddist aðfara hjá áfrýjanda samkvæmt Und i rréttar dómnum, og krafðist þess, að hann yrði sýknaður af kröfum stefnda, þar sem hann, á- frýjandi, er hann ritaði samþykki sitt á víxilinn, hefði ekki getað skuldbundið sig löglega með því hann þá var ófjárráða. Yfirdóm- urinn tók sýknunarkröfur þessar til greina og sýknaði áfrýjanda af kröfum stefnda og feldi fógeta- réttarúrskurðinn úr gildi og dæmdi stefnda til að greiða áfrýj- anda 50 kr. í málskostnað fyrir .yfirdómi. Málið: Tómas Tómas- son gegn Sturla Jóns- syni. Stefndi, Sturla Jónsson kaup- maður í Reykjavík, höfðaði mál þetta fyrir gestarétti Arnsessýslu gegn Tómasi Tómassyni bónda í Lrattholti í Biskupstungum, til við- urkenningar um löglegt . randioð á 750 kr. leigu 1. sept. 1912, sam- kvæmt samningi um leiguréttindi yfir Gullfossi, dags. 9 marz 1909, svo og til viðurkenningar á gildi uefnds leigusamnings gagnvart á- fvýjanda. Málinu lauk svo í hér- aði, að samningurinn frá 9. marz 1909 skyldi teljast gildur og bind- audi fvrir Tómas og tilboð uui greiðslu á umræddri leigu sam- kvamit leigusamningnum skyldi ’eljast löglegt, og stefndi skyldi Sreiða í málskostnað 100 kr. Dómi bessum skaut áfrýjandi lil yfir- clómsins og krafðist þess að hann .Vrði algjörlega sýknaður af kröf- 1,1)1 stefnda. Til stuðuings sýkn- Unai'kröfum sínum taldi áfrýjandi að hann annaðhvort hefði al- ^l’ei undirskrifað skjal samhljóða ®amniugnum frá 9. marz 1909, eða a,1)i hafi verið beittur blekking- um, og að þótt um gildan samning Vferi að ræða, þá hafi samningur- 1,1' ei'ið rofinn með því að bjóða ?lgi lei8’u fi-ftm á réttum tíma fyr- 1 f' rstu 5 árin og áfrýjandi því eysti;r frá samningnum. Sanitas Rabarbar-saft fæst enu. Að eins nokkur hundruð flöskur til. SftNITAS, Sími 190. Karlar og konur!j Drengir og stúlkur! “ ættu helzt að kaupa jókgjafir sinar SAren^Kampmann. kostarjekkeit að spyrja um vöruinar og skoða þær. j Yfirdómurinn tók ekkert af þess- um sýknunarástæðum til greina og komst að söinu niðurstöðu og und- irrétturinn, að framboðið hafi ver- ið löglegt og samningurinn hind- andi fyrir áfrýjanda gagnvart stefnda. Var því' undirréttardóm- urinn staðfestur og áfrýjanda gert að greiða stefnda 30 kr. í máls- kostnað fyrir yfirdómi. Landsyfirdómar 18. nóv. 1918. Málið: Bæjarstj. Rvíkur gegn ráðherrum íslands f. h. verzlunar lands- sjóðs. Tildrög þessa máls eru þau, að niðurjöfnunarnefnd í Reykjavík gerði Landsverzluninni 20,000 kr. aukaútsvar til bæjarsjóðs Reykja- víkur síðastl. ár. Landsstjórnin neitaði að greiða útsvarið. Krafðist borgarstjóri lögtaks fyrir útsvar- inu, en fógetinn kvað upp þann úrskurð, að lögtak skyldi ekki fram fara. Urskurði þessum skaut borgarstjóri, fyrir höud Inejar- stjómarinnar, til yfirdóms og krafðist þess, að úrskurðiuum yrði hrundið og lagt yrði fyrir .fóget- ann að láta lögtak fara fram fyr- ir útsvarinu. Til stuðnings kröfu sinni taldi áfrýjandi það, að Landsverzlunin væri arðsamt fyr- irtæki og væri því útsvarsskyld, enda greiddi lmn önnur gjöld í laiidssjóð og bæjarsjóð, Lands- verzlunin veibþ gjaldþol kaup- manna, og verði hún ekki talin út- svarsskyld, þá líði gjaldþol bæjar- sjóðs við það. Stefndi neitaði því ekki, að Landsverzlunin væri arð- samt fyrirtæki, en taldi hana eina bjargráðstöfun landssjóðs út af ó- friðnum og benti enn fremur á, að landssjóður hafi með liöndum ýmsa aðra starfsemi, t. d. rekstur landssímans og póstflutning, og sé þó ekki gert að greiða útsvar af þeim rekstri. Fyrir yfirdómi var ekkert upp- lýst um skipulag Landsverzlunar- iimar, en samkvæmt ]iar að lútándi lögum taldi yfirdómurinn Lands- verzlunina eina af lögmætum bjargráðum landsstjórnarinnar út af ófriðnum og taidi því að út- svarsákvæði laga þeirra, er áfrýj- andi studdist við, tæki ekki til hennar. Var því hinn áfrýjaði úrskurður staðfestur, en máls- kostnaður látinn falla niður. Málið: Bogi A. J. Þórð- arson gegn firmauu Carl Höepfner. Mál þetta höfðaði fyrir gestti- rétti Reykjavíkur firmað Carl Höepfner gegn áfrýjanda til greiðslu á skuld að' upphæð 150 kr., en stefndi höfðaði gagnsök gegn firmanu og krafðist sýknun- ar í aðaisökinui, en í gagnsökinni að firmað yrði dæmt til að greiða sér eftirstöðvar af andvirði hesta, er hann héfði selt því voi’ið 1916, kr. 409.05, ásamt vöxtum. Málum þessmn lauk svo fyrir géstaréttin- um, að aðalmálinu var vísað frá dómi, en í gagnsökinni var firmað sýknað af kröfum stefnda. Dómi þessum skaut áfrýjandi til yfir- dórnsins og kráfðist þess, að því er gagusökina snertir.'að firmað Carl Höepfner yrði dæmt til að greiða sér umstefnda upphæð ásamt vöxt- um og málskostnaði. Tildrög málsins eru þaú, að vor- ið 1916 gerði áfrýjandi samning við firmað Carl Höepfner um að selja firmanu ákveðna hestatöiu fyrir ákveðið verð, komna um borð með heyi á Reykjavíkurhöfn, og' skyldi greiðslan fara fram mót farmskírteini. Stefndi útvegaði farmskírteini og greiddi verðhækk- unartoll af hrossunum, en þar sem firmað áleit að áfrýjandi skyldi greiða gjaldið, hélt það eftir sem svaraði því, er verðhækkunartoll- urinn nam, og er það hin umstefnda upphæð. Áfrýjandi taldi sér hins- vegar ekki skylt að greiða verð- hækkunartoll þenna samkvæmt sölusamningnum og til stuðnings þeirri staðhæfingu siuni henti hann á ýms ákvæði sölusamnings- ins, meðal annars það, að hanu hefði átt að fá sama verð fyrir hestana, þótt þeir hefðu ekki verið fluttir út. Yfirdómurinn komst að þeirri niðurstöðu. að áfrýjanda hefði ekki verið skylt að greiða hinn umrædda verðhækkunartoll, og dæmdi því stefnda til að greiða áfrýjanda hina umstefndu upphæð og enn fremur 100 kr. í málskostn- að. Að öðru leyti var gestaréttar- dómurinn staðfestur. Málið: Metúsalem Jó- hannsson f h. lif. „Gissur hvíti“ gegn Ingimundi N. Jónssyni. Máli þessu var vísað frá yfir- dómi með því að hinum reglulega dómara, sem fyrst hafði haft mál- ið til meðferðar í héraði, hafði ekld* verið stefnt og hann ekki fallið frá stjpfnu. Áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda 20 kr. í ómaks- bætur. Málið: Sturla Jónsson gegn firmanu Nathan & Olsen f. h. Carl Draeger. Máli þessu var vísað frá yfir- dómi sökum þess að liinum reglu- lega dómara, sem fyrst hafði haft málið til meðferðar, var ekki stefnt og hann ekki fallið frá stefnu. Á- frýjandi auk þess dæmdur til að greiða stefnda 20 kr. í ómaks- bætur. Landsyfirdómar 25. nóv. 1918. Málið : Finnbogi G. Lár- usson gegn Magnúsi Magnússyni. Hinn 22.des.1916 bygði áfrýjandi stefudaút af ábúðarjörð hans,Króki í Gerðalireppi frá næstu fardögum að telja, en gerði þó ekkert til að koma stefnda burtu af jörðinni í fardögum 1917 og hélt stefndi því óátalið ábúðiuni til fardaga þ. á. Eu í bVrjun júníniánaðar þ. á. krefst áfrýjandi þess, að fógetinu beri stefnda út af jörðinni, en fó-’ getinn ueitaði að taka kröfu áfrýj- anda til greina. Frskurði þessum skaut áfrýjandi til jfirdómsins og ':rafðist þess, að úrskurðinum vrði hrundið og lagt vrði fyrir fóget- ann að bera stefnda út af jörðinni. Stefndi krafðist hins vegar að úr- skurðurinn yrði staðfestur með því að hin umrædda útbygging gæti ekki verið lögleg undirstaða til að krefjast. litburðar af jörðinni í far- dögum 1918. Yfirdómur leit svo á. að útbvgQ'- ingu af jörð, sem eigi er framfylgt með útburði í næstu fardögum, geti eigi síðar komið til greina gagnvart leiguliða og- að Iánar- drottinn geti eigi eftir vild sinni lát.ið dragast að framfylgja henni, ef til vill svo árum skifti. Yar því hinn áfrýjaði fógetaúrskurður staðfestur og málskostnaður látinu falla niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.