Morgunblaðið - 24.08.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ úr vegi ? Snðggvast kennir hann óþols og gremju, og lífið finst hon- um hefndargjöf. En þetta er ekki nema snöggvast. Einhver dulin vit- und, einhver von í reifum, sættir hann við það, sem verður að vera, og breiðir ofan á sál hans blæju frið- ar og rósemi og fyllir hann sáttfýsi við æfikjörin og alt. Og hann gleðst af því, að svo margir eru heilir og hraustir og hugsa máske til hans við og við með samúð og yl, þó margt falli stundum í gleymsku fyrir þeim, sem búa við niðinn og ber- ast með iðunni. Samúðarkendin,— fjarlæg máske og þögul, en hraðfara sem rafmagnsstraumur, — vefur sig utan um hann eins og vermandi geislahjúpur. Og værðin strýkur létt um hvarma hans og hvíslar að sál hans guðsfriði. — Kvöldið breytist í nótt og húmið i myrkur. Eg ligg vakandi og hlusta. Eg heyri stunur þeirra, sem ekki geta sofið vegna þjáninga. Og eg heyri aðra stynja í svefni. En eng- in stunan er vonlaus — finst mér. Jafnvel sárþjáði auminginn, sem á að deyja í nótt, vermir kalda hönd sína yið neistann; kvein hans er sárt að vísu, — en bann er ekki vonlaus. — — — Bíll þýtur dunandi fram hjá gluggunum. Ómur glaðværra radda berst snöggvast inn á heimili þjáninganna. Svo verður alt kyrt.— ------Sýningum er lokið á Bíó, og fólkið streymir út. Og þeir, sem setið hafa um stund á kaffihúsunum, tinast nú heim. Nokkurra stunda hvíld biður þeirra og nærir þróttinn til nýrra starfa að morgni. Von bráðar falla þeir i væran svefn, og heilbrigðin vakir við rúmið þeirra. Ef til vill dreymir þá í svip aum- ingjann, sem þjáist og þráir, — ef til vill sjá þeir i draumi hrundu borgirnar hans. Sá draumur gerir engum mein, einkum ef þeir hafa ekki gleymt honum, þegar þeir vakna. B. Uppskeran í Þýzkalandi. Matvælaráðuneytið þýzka hefir sent út ávarp til þjóðarinnar, áður en gengið verður að uppskerunni, og segir þar meðal annars að óvin- um Þýzkalands skuli aldrei takast að brjóta bolmagn þess með innisveltu. Uppskeruhorfurnar séu nú miklu betri heldur en í fyrra og ráðu- neytið muni kosta alls kapps um að matvælunum verði útbýtt sanngjarn- lega um alt land. í hertogaríkinu Altenburg og í furstaríkinu Lippe hafa yfirvöldin skorað á alla að hjálpa til við uppskeruna. Hafa þau tekið sér vald til þess að meiga skylda menn til vinnu, jafnvel konur þeirra manna, sem eru á víg- vellinum. Ef þær kynoka sér við þvi að ástæðulausu má svifta þær þeim styrk, sem þær fá. Wilson Bandaríkjaforseti fór ný- lega fram á það við Breta og Þjóð- verja að þeir kæmu sér saman um það, að hlutlausar þjóðir og þjóðir bandamanna hjálpuðu Pólverjum eins og þær hafa hjálpað Belgum og Serbum. Bretar settu þau skilyrði að þessi hjálp kæmi þá áreiðanlega niður á réttum stað, en Þjóðverjar sjálfir hefðu engan hag af því og ennfremur kröfðust þeir þess að Þjóðverjar létu öll þau lönd, sem þeir hafa á sínu valdi (Belgiu, Serbíu, Montenegro, Albaníu og Pólland) njóta sinnar eigin uppskeru og afurða og hefðu Bandatíkin strangt eftirlit með því að eigi væri tekið neitt af afurðum þeirra landa í þágu þýzka hersins né flutt til Þýzkalands. Þessu hafa nú Þjóðverjar svarað á þá leið að skilmálar Breta séu óaðgengilegir, enda taki þeir alls eigi tillit til þess hvað vakað hafi fyrir Wilson. En jafnframt geta þeir þess, að frekari umræður um þetta mál séu þýðingarlausar, vegna þess að nd séu uppskeruhorfurnar svo góðar, að Pólverjar muni eigi þurfa á neinni hjáip að halda frá erlendum þjóðum. Kafbátahernaðurinn. Mönnum er gjarnt til þess að trúa því, að þýzku kafbátarnir séu nú hættir að sökkva skipum. En svo er þó eigi. Þeir halda áfram upp- teknum hætti, en gæta þess nú jafn- an að allir menn komist af. Þess vegna er minna talað um þá en ella. í »Times* er þess getið 7. þ. m., að þá hafi verið tilkynt að þessum skipum hafi verið sökt: Clacton, brezkur tundurduflaslæðari. Sökt suð- ur í Miðjarðarhafi. Tottenham, brezkt kaupfar, 3106 smál. Favon- an, brezkt kaupfar, 3049 smálestir. Tricoupis, grískt kaupfar, 2397 smál. Eugenia, rússneskt kaupfar, 2079 smál. Jægersborg, danskt kaupfar, 1797 smál. Commerce, sænskt kaup- far, 651 smái. Egyptian Prince, brezkur botnvörpungur. Ermenilda, brezkt seglskip. Ivo, brezkt bark- skip. Demaries, brezkt seglskipi Fortuna, brezkt seglskip. Badger, brezkt strandferðaskip. Auk þess fréttist þá um sama leyti að Þjóðverjar befðu sökt tveimur dönskum skipum, þremur sænskum skipum, sem voru á leið frá Finn- landi til Englands með timburfarm. Tveimur skipum var og sökt fyrir Wilsonslinunni, Calypso og Aaro. Eystrasalti lokað? Franska blaðið »Gaulois« flytur nýlega langa grein um þær fyrir- ætlanir sænsku flotastjórnarinnar, að leggja tundurdufl í Kogrunden og leyfa engum skipum að sigla þar um, nema sænskum verzunar- og her-skipum. Blaðið segir að það sé augljóst með þessu, að Svíar ætli að fara að dæmi Þjóðverja, sem þegar hafa lagt tundurdufl á alþjóðasiglinga- leiðir inn í Eystrasalt, og ætli Sviar nú algerlega að loka Eystrasalti, því að Kogrunds-állinn sé nú hin eina siglingaleið þeirra skipa, sem eru í förum milli Frakklands og Eystra- saltshafna Rússa. Þó segir blaðið að enginn efi sé á þvi, að Svíar hafi rétt til þess að duflgirða þessa sigl- ingaleið og voðinn sé ekki svo stór fyrir bandamenn, þar sem þeir geti altaf siglt til Arkangel á sumrin. En enginn efi sé á þvi að Þjóð- verjar muni taka því með fögnuði, að Eystrasalti skuli algerlega lokað, því að þeir hafi altaf álitið það þýzkt haf. Herskipatjónið síðasta. Samkvæmt símskeytum í blaðinu í gær hafa Bretar nýlega mist tvö herskipa sinna. Voru það beitiskip- in Nothingham og Falmouth. Eigi er þess getið, hvernig skipin hafa farist, en að líkindum mun þýzkur kafbátur hafa komist í færi við þau í Norðursjónum. Nothinoham var 5440 smálestir að stærð, og var bygt árið 19x3. Hafði það m. a. 9 sex þuml. falibyssur innanborðs, og sigldi 25% sjómilu á klukkustund. Falmouth var einnig bygt árið 1913, var 5250 smálestir að stærð, hafði 8 sex þumlunga fallbyssur og sigldi 24^/2 sjómilu á klukkustund. -----Eigi mun skipatjón þetta vera mjög tilfinnanlegt fyrir Breta. Þeir hafa ógrynni slíkra léttibeiti- skipa, og munu víst varla verða var- ir við hvarf þeirra, einkum þar sem tókst að bjarga nær öllum skip- verjunum. C5S3 DA6BÖIJIN. C3K3 Afmæli í dag: Halldóra Guðmundsdóttir, hÚBfrú. Ragnh. Clausen, húsfrú. Björn Bogason, bókbindari. Jörgen Þórðarson, kaupm. Hjörtur Hansson, verzlunarm. Matth. Matthíasson, kaupm. Sólarupprás kl. 4.44 Sólarlag — 8.14 Háflóð í dag kl. 1.49 f. h. og i nótt kl. 2.26 e. h. (eftlr íslenzkum meðaltíma.; Veðrið í gær: Miðvikudaginn 23. ágúst. Vm. a. hvassviðri, hiti 9.9 Rv. s.a. andvari, hiti 9.8. ísafj. iogn, hiti 8.5 Ak. s. andvari, hiti 9.0 Gr. s. kul, hiti 9.0 Sf. logn, hiti 7.5 Þórsh., F. logn, hiti 9.5 Botnia fór til útlanda í gærkvöld. Meðal farþega voru: N. B. Nielsen og dóttir, Gunnlaugur Claessen og frú, Alfred Blanche konsúll með fjölskyldu, Ólafur Hjaltesteð, Bærenzen frá Eyrar- bakka, Lange verkfræðingur, Frölich verkfræðingur, Ingvar Þorsteinsson skipstjóri, frú Ida Thomsen með 2 dætur, Sveinn M. Sveinsson fram- kvæmdarstjóri, Hjörtur Fjeldsted kaupm., Einar Benediktsson og frú, Ásgeir Asgeirsson guðfræðingur og um 20 stúdentar. Flóra kom í gærmorgun að norðan og austan. Farþegar voru: Guðm. Björnss'on landlæknir, Jón Ólafsson skipstjóri, jungfrú Ragna Stephensen, frú Margrót Sveinsdóttir, öll að norð- an og Halldór Jónasson eand. austan af fjörðum. Ný jóla- og afmælis-kort hefir Friðfinnur Guðjónsson gefið út og eru þau komin á markaðinn. Eru á sum- um þeirra myndir teiknaðar af is- lenzkum listamönnum og eru sérlega snotur. Sem betur fer er það mikið arið að tíðkast að menn heldur kaupi íslenzk jóla- og tækifæris-kort í stað hinna erlendu, sem menn hingað til mest hafa átt að venjast. ísienzku kortin eru viðfeldnari og eiga eflaust betur við, en erlendu kortin. Skipstrand. Fregn hefir borist hingað frá Fær- eyjum um það, að mótor-skonnort- an »Venus«, eign O. Johnson’s & Kaaber’s, hafi strandað við Færeyjar. Menn allir, sem á skipinu voru, kom- ust heilir á húfi á land. Skip þetta var á leið frá Kaup- mannahöfn með allskonar vörur til kaupfélaganna »Ingólfur« á Stokks- eyri og »Heklu« á Eyrarbakka. Hafði það verið stöðvað af brezku herskipi í hafi og var nú á leið til Kirkwall til rannsóknar. Það fór frá Kaup- mannahöfn 28. júlí og síðan hefir ekkert til þess spurst þar til nú. Ófríðarsmælki. Bómullariðnaður Þjóðverja er nú í hörmulegu ástandi. Er mælt, að flestar verksmiðjur, sem eru eign einstakra manna, hafi hætt störfum, og verksmiðjur þær, sem vinna í þágu hersins, starfi eigi nema þrjá daga i viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.